Veistu muninn á venjulegri líkamsrækt og jóga? 30. september 2010 06:00 Fjölmargt er í boði fyrir þá sem vilja stunda reglulega þjálfun og það getur oft verið erfitt að velja á milli margra góðra kosta. Flest okkar höfum við prófað ýmislegt og valið svo það sem hentar okkur best. Stundum finnum við eitthvað sem við höldum okkur við í lengri tíma og stundum viljum við skipta eða bæta við okkur og prófa eitthvað nýtt. Það er auðvitað mismunandi hvaða hreyfing okkur finnst skemmtileg og eins er mismunandi hvað hentar okkur á hverjum tíma. Stundum viljum við fjör og hraða hreyfingu og stundum viljum við rólegri æfingar samhliða því að auka styrk og liðleika og í leiðinni losa okkur við streitu. Við þurfum flest á því að halda að læra betur að njóta augnabliksins, gefa okkur tíma til að vera á stað og stund og draga þannig úr álagi og streitu. Helsti munur á jóga og annarri líkamsrækt er áherslan á rétta öndun í jóga og þeirri tímalengd sem hverri jógastöðu er haldið. Það að gefa okkur tíma til þess að halda stöðu í meira en 5 sekúndur gefur okkur betra færi á að einbeita okkur að því sem við erum að gera og ná þannig miklu betri árangri. Arnold Schwarzenegger sagði einhvern tímann að hann fengi miklu meira út úr 15 mínútna æfingum með fullri einbeitingu heldur en að æfa í klukkutíma þar sem hann væri að hugsa um eitthvað annað. Jóga leggur áherslu á það að vera í núinu og taka eftir þeim æfingum sem við erum að gera og hvaða áhrif þær hafa á líkamann. Sú þjálfun gefur okkur líka betri einbeitingu í hinu daglega lífi og hjálpar okkur þannig til að ná betri árangri í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Í jóga er lögð rík áhersla á að hlusta vel á hvernig okkur líður og gera aldrei meira heldur en líkami okkar leyfir. Ef við finnum fyrir eymslum eða öðrum óþægindum þá er mikilvægt að taka eftir því að gera minna. Þeir sem stunda jóga finna fyrir ótrúlegri breytingu á skömmum tíma á liðleika, auknum styrk og mun betri meðvitund um eigin líðan. Þær djúpu teygjur sem gerðar eru í jóga auka blóðflæði um líkamann, gera hann sveigjanlegri og lengja og styrkja vöðvana sem gefur okkur fallegt og tignarlegt vaxtarlag. Betri líkamsstaða hefur gríðarlega mikil áhrif á líðan okkar og sjálfstraust. Með bættri líkamsstöðu fáum við aukið sjálfstraust og við lærum að horfa jákvæð fram á veginn. Í jóga lærum við að tileinka okkur dýpri öndun og náum þar af leiðandi meiri orku úr hverjum andardrætti. Með meiri orku náum við að áorka meiru auk þess að njóta lífsins betur. Djúp og regluleg öndun hjálpar okkur líka til að ná auknu innra jafnvægi og slaka betur á. Hin daglega streita nær síður tökum á okkur og við lærum að nýta okkur öndun og slökun til að losa okkur út úr vítahring streitunnar. Jóga er heildræn þjálfun sem allir geta stundað algjörlega óháð líkamsástandi. Með mismunandi útfærslum á jógaæfingum getur hver og einn æft sig í tak við núverandi líðan og ástand og náð þannig að byggja sig upp bæði andlega og líkamlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fjölmargt er í boði fyrir þá sem vilja stunda reglulega þjálfun og það getur oft verið erfitt að velja á milli margra góðra kosta. Flest okkar höfum við prófað ýmislegt og valið svo það sem hentar okkur best. Stundum finnum við eitthvað sem við höldum okkur við í lengri tíma og stundum viljum við skipta eða bæta við okkur og prófa eitthvað nýtt. Það er auðvitað mismunandi hvaða hreyfing okkur finnst skemmtileg og eins er mismunandi hvað hentar okkur á hverjum tíma. Stundum viljum við fjör og hraða hreyfingu og stundum viljum við rólegri æfingar samhliða því að auka styrk og liðleika og í leiðinni losa okkur við streitu. Við þurfum flest á því að halda að læra betur að njóta augnabliksins, gefa okkur tíma til að vera á stað og stund og draga þannig úr álagi og streitu. Helsti munur á jóga og annarri líkamsrækt er áherslan á rétta öndun í jóga og þeirri tímalengd sem hverri jógastöðu er haldið. Það að gefa okkur tíma til þess að halda stöðu í meira en 5 sekúndur gefur okkur betra færi á að einbeita okkur að því sem við erum að gera og ná þannig miklu betri árangri. Arnold Schwarzenegger sagði einhvern tímann að hann fengi miklu meira út úr 15 mínútna æfingum með fullri einbeitingu heldur en að æfa í klukkutíma þar sem hann væri að hugsa um eitthvað annað. Jóga leggur áherslu á það að vera í núinu og taka eftir þeim æfingum sem við erum að gera og hvaða áhrif þær hafa á líkamann. Sú þjálfun gefur okkur líka betri einbeitingu í hinu daglega lífi og hjálpar okkur þannig til að ná betri árangri í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Í jóga er lögð rík áhersla á að hlusta vel á hvernig okkur líður og gera aldrei meira heldur en líkami okkar leyfir. Ef við finnum fyrir eymslum eða öðrum óþægindum þá er mikilvægt að taka eftir því að gera minna. Þeir sem stunda jóga finna fyrir ótrúlegri breytingu á skömmum tíma á liðleika, auknum styrk og mun betri meðvitund um eigin líðan. Þær djúpu teygjur sem gerðar eru í jóga auka blóðflæði um líkamann, gera hann sveigjanlegri og lengja og styrkja vöðvana sem gefur okkur fallegt og tignarlegt vaxtarlag. Betri líkamsstaða hefur gríðarlega mikil áhrif á líðan okkar og sjálfstraust. Með bættri líkamsstöðu fáum við aukið sjálfstraust og við lærum að horfa jákvæð fram á veginn. Í jóga lærum við að tileinka okkur dýpri öndun og náum þar af leiðandi meiri orku úr hverjum andardrætti. Með meiri orku náum við að áorka meiru auk þess að njóta lífsins betur. Djúp og regluleg öndun hjálpar okkur líka til að ná auknu innra jafnvægi og slaka betur á. Hin daglega streita nær síður tökum á okkur og við lærum að nýta okkur öndun og slökun til að losa okkur út úr vítahring streitunnar. Jóga er heildræn þjálfun sem allir geta stundað algjörlega óháð líkamsástandi. Með mismunandi útfærslum á jógaæfingum getur hver og einn æft sig í tak við núverandi líðan og ástand og náð þannig að byggja sig upp bæði andlega og líkamlega.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun