Málefnaleg afstaða Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 30. september 2010 06:00 Þingmönnum er iðulega legið á hálsi fyrir að greiða atkvæði eftir flokkslínum fremur en eigin sannfæringu. Þegar það svo gerist að flokkslínur eru ekki til staðar, en hver og einn gerir upp hug sinn á eigin forsendum, kveður við nýjan tón. Einstaklingsbundnar ákvarðanir verða að flokkslínum og fordæmdar. Í atkvæðagreiðslu um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum kusu Sjálfstæðismenn allir sem einn. Af hverju? Mér segir svo hugur að fjölmargir kjósendur Sjálfstæðiflokksins vilji kalla saman landsdóm, þá skoðun hef ég í það minnsta heyrt frá venjulegum sjálfstæðismönnum síðustu dagana. Í þingflokki þeirra réði hins vegar flokkslínan. Þegar þingmenn fara ekki eftir flokkslínum í atkvæðagreiðslu gerast óvæntir hlutir, sér í lagi þegar mjótt er á munum. Ég mótaði mína afstöðu á grundvelli niðurstaðna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, vinnu þingmannanefndarinnar, fræðigreinum og samræðum við fjölmarga einstaklinga sem þekkja vel til, m.a. lögfræðinga. Ég samþykkti ákærur á þrjá ráðherra, en hafði mikilar efasemdir um fyrrverandi utanríkisráðherra. Ekki af því að hún bæri ekki mikla pólitíska ábyrgð á störfum ríkisstjórnarinnar sem formaður annars stjórnarflokksins, heldur vegna skipanar stjórnarráðsins í afmörkuð ráðuneyti. Ákæruvald Alþingis er bundið við lög um ráðherraábyrgð. Ráðherraábyrgð er bundin við embættisverk ráðherra og tekur til lagalegrar ábyrgðar þegar pólitískri ábyrgð sleppir. Efnahagsmál, ríkisfjármál og málefni fjármálamarkaðar heyra ekki undir utanríkisráðherra. Þetta er auðvitað umdeilanleg afstaða, en hún er byggð á málefnalegum forsendum. Ég vek athygli á því að þeir sjálfstæðismenn sem hafa gagnrýnt mig eftir atkvæðagreiðsluna eru sammála þessu mati mínu. Þeirra gagnrýni getur því vart talist málefnaleg hvað þetta varðar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ekki í samræmi við mína afstöðu, enda taldi ég rétt að ákæra þrjá ráðherra. Meirihluti Alþingis var sammála mér um tvo ráðherra af fjórum. Þessari niðurstöðu verð ég að una eins og aðrir þingmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þingmönnum er iðulega legið á hálsi fyrir að greiða atkvæði eftir flokkslínum fremur en eigin sannfæringu. Þegar það svo gerist að flokkslínur eru ekki til staðar, en hver og einn gerir upp hug sinn á eigin forsendum, kveður við nýjan tón. Einstaklingsbundnar ákvarðanir verða að flokkslínum og fordæmdar. Í atkvæðagreiðslu um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum kusu Sjálfstæðismenn allir sem einn. Af hverju? Mér segir svo hugur að fjölmargir kjósendur Sjálfstæðiflokksins vilji kalla saman landsdóm, þá skoðun hef ég í það minnsta heyrt frá venjulegum sjálfstæðismönnum síðustu dagana. Í þingflokki þeirra réði hins vegar flokkslínan. Þegar þingmenn fara ekki eftir flokkslínum í atkvæðagreiðslu gerast óvæntir hlutir, sér í lagi þegar mjótt er á munum. Ég mótaði mína afstöðu á grundvelli niðurstaðna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, vinnu þingmannanefndarinnar, fræðigreinum og samræðum við fjölmarga einstaklinga sem þekkja vel til, m.a. lögfræðinga. Ég samþykkti ákærur á þrjá ráðherra, en hafði mikilar efasemdir um fyrrverandi utanríkisráðherra. Ekki af því að hún bæri ekki mikla pólitíska ábyrgð á störfum ríkisstjórnarinnar sem formaður annars stjórnarflokksins, heldur vegna skipanar stjórnarráðsins í afmörkuð ráðuneyti. Ákæruvald Alþingis er bundið við lög um ráðherraábyrgð. Ráðherraábyrgð er bundin við embættisverk ráðherra og tekur til lagalegrar ábyrgðar þegar pólitískri ábyrgð sleppir. Efnahagsmál, ríkisfjármál og málefni fjármálamarkaðar heyra ekki undir utanríkisráðherra. Þetta er auðvitað umdeilanleg afstaða, en hún er byggð á málefnalegum forsendum. Ég vek athygli á því að þeir sjálfstæðismenn sem hafa gagnrýnt mig eftir atkvæðagreiðsluna eru sammála þessu mati mínu. Þeirra gagnrýni getur því vart talist málefnaleg hvað þetta varðar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ekki í samræmi við mína afstöðu, enda taldi ég rétt að ákæra þrjá ráðherra. Meirihluti Alþingis var sammála mér um tvo ráðherra af fjórum. Þessari niðurstöðu verð ég að una eins og aðrir þingmenn.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun