Ráðuneyti ekki lögð niður Ásmundur Einar Daðason skrifar 18. september 2010 06:00 Í síðustu viku voru afgreidd frá Alþingi lög um Stjórnarráð Íslands. Þar er lögð til sameining fjögurra ráðuneyta í tvö. Er hér átt við sameiningu dómsmála- og samgönguráðuneytis í innanríkisráðuneyti og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis í velferðarráðuneyti. Því ber að fagna að Alþingi féllst ekki á að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Voru ákvæði þess efnis tekin út úr upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra. Sérstök ástæða er til að gleðjast yfir þessari niðurstöðu enda í samræmi við umsagnir flestra þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir og í samræmi við niðurstöðu flokksráðs Vinstri-grænna. Því hefur verið haldið fram að það sé grundvallaratriði að rannsóknum á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu sé haldið aðskildu frá nýtingarsjónarmiðum. Á þetta sjónarmið er hægt að fallast en hér verður að stíga varlega til jarðar og ekki stuðla að nýju kerfi til hliðar við og úr tengslum við það sem við nú höfum. Í dag er sjálfstæði Hafrannsóknastofnunarinnar virt hvort sem menn eru sammála eða óssammála niðurstöðum hennar. Ég hef í það minnsta hvergi heyrt kvartað yfir afskiptum ráðherra af stofnuninni. Þótt ekkert sé fullkomið og þá ekki ástand fiskistofna við Íslandsstendur þá er það samt til muna betra en hjá næstu nágrönnum okkar í ESB. Stundum hefur það borið við að málefni eru keyrð áfram á frösum sem eru þegar betur er að gáð án nokkurs innihalds. Sem betur fer sá Alþingi í gegnum orðagljáfrið og samþykkti ekki stofnun atvinnuvegaráðuneytis enda engin frambærileg rök lögð fram málinu til stuðnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru afgreidd frá Alþingi lög um Stjórnarráð Íslands. Þar er lögð til sameining fjögurra ráðuneyta í tvö. Er hér átt við sameiningu dómsmála- og samgönguráðuneytis í innanríkisráðuneyti og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis í velferðarráðuneyti. Því ber að fagna að Alþingi féllst ekki á að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og iðnaðarráðuneytið í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Voru ákvæði þess efnis tekin út úr upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra. Sérstök ástæða er til að gleðjast yfir þessari niðurstöðu enda í samræmi við umsagnir flestra þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir og í samræmi við niðurstöðu flokksráðs Vinstri-grænna. Því hefur verið haldið fram að það sé grundvallaratriði að rannsóknum á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu sé haldið aðskildu frá nýtingarsjónarmiðum. Á þetta sjónarmið er hægt að fallast en hér verður að stíga varlega til jarðar og ekki stuðla að nýju kerfi til hliðar við og úr tengslum við það sem við nú höfum. Í dag er sjálfstæði Hafrannsóknastofnunarinnar virt hvort sem menn eru sammála eða óssammála niðurstöðum hennar. Ég hef í það minnsta hvergi heyrt kvartað yfir afskiptum ráðherra af stofnuninni. Þótt ekkert sé fullkomið og þá ekki ástand fiskistofna við Íslandsstendur þá er það samt til muna betra en hjá næstu nágrönnum okkar í ESB. Stundum hefur það borið við að málefni eru keyrð áfram á frösum sem eru þegar betur er að gáð án nokkurs innihalds. Sem betur fer sá Alþingi í gegnum orðagljáfrið og samþykkti ekki stofnun atvinnuvegaráðuneytis enda engin frambærileg rök lögð fram málinu til stuðnings.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar