Grétar Mar Jónsson: Ríkisstjórnin í gildru LÍÚ 3. maí 2010 09:12 Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiðiráðgjöf í þorski og öðrum tegundum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa alltaf ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni.LÍÚ hefur ávallt lagt blessun sína yfir togararallið, þótt það sé almennt talið illa til þess fallið að mæla stærð fiskistofna.Togararallið í ár er eins og pantað fyrir LÍÚ, sem vill ekki láta auka aflaheimildir í þorski af ótta við að það yrði gert með sama og með skötuselskvótann; að ríkið úthluti ekki til LÍÚ- manna heldur leigi aukakvótann beint út. Skipstjórnarmenn um allt land eru sammála um það að það sé óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Margir telja að aukning um 100-150 þúsund tonn myndi ekki skaða stofninn. Samkvæmt gögnum Hafró væri þorskstofninn enn að stækka, þó svo að til kæmi 50.000 tonna aukning í veiðum.Það þarf að endurskoða öll vinnubrögð Hafró. Það þarf að fá erlenda fiskifræðinga, sem hafa rannsakað fiskgengd í Barentshafi, til að gera úttekt á Íslandsmiðum með sömu aðferðafræði og notuð er þar. Í Barentshafi hefur verið veitt umfram tillögur vísindamanna í áratugi, án þess að það hafi haft áhrif á stofnstærð, nema ef síður væri.Það hefur alltaf vakið furðu mína síðan það var staðfest að það eru margir þorskstofnar á Íslandsmiðum að menn skuli treysta sér út frá vísindalegum forsendum að úthluta einni heildartölu í alla þessa stofna. Segir það mér margt um vinnubrögð Hafró. Það er líka með ólíkindum að svokallaðir vísindamenn skuli úthluta kvóta í tonnum án tillits til meðalþyngdar á veiddum fiski.Það þarf að innleiða nýja hugsun og ný vinnubrögð hjá Hafró. Vinnubrögð Hafró geta vart talist vera vísindaleg, heldur virðast þau til þess fallin að þjóna sérhagsmunum frekar en heildarhagsmunum þjóðarinnar.Það er full ástæða til þess að stofna rannsóknarnefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró og tengsl stofnunarinnar við LÍÚ. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir ríkisins séu ekki undir valdi sérhagsmunahópa sem hafa það eitt að markmiði að tryggja eigin hagsmuni á kostnað heildarhagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiðiráðgjöf í þorski og öðrum tegundum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa alltaf ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni.LÍÚ hefur ávallt lagt blessun sína yfir togararallið, þótt það sé almennt talið illa til þess fallið að mæla stærð fiskistofna.Togararallið í ár er eins og pantað fyrir LÍÚ, sem vill ekki láta auka aflaheimildir í þorski af ótta við að það yrði gert með sama og með skötuselskvótann; að ríkið úthluti ekki til LÍÚ- manna heldur leigi aukakvótann beint út. Skipstjórnarmenn um allt land eru sammála um það að það sé óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Margir telja að aukning um 100-150 þúsund tonn myndi ekki skaða stofninn. Samkvæmt gögnum Hafró væri þorskstofninn enn að stækka, þó svo að til kæmi 50.000 tonna aukning í veiðum.Það þarf að endurskoða öll vinnubrögð Hafró. Það þarf að fá erlenda fiskifræðinga, sem hafa rannsakað fiskgengd í Barentshafi, til að gera úttekt á Íslandsmiðum með sömu aðferðafræði og notuð er þar. Í Barentshafi hefur verið veitt umfram tillögur vísindamanna í áratugi, án þess að það hafi haft áhrif á stofnstærð, nema ef síður væri.Það hefur alltaf vakið furðu mína síðan það var staðfest að það eru margir þorskstofnar á Íslandsmiðum að menn skuli treysta sér út frá vísindalegum forsendum að úthluta einni heildartölu í alla þessa stofna. Segir það mér margt um vinnubrögð Hafró. Það er líka með ólíkindum að svokallaðir vísindamenn skuli úthluta kvóta í tonnum án tillits til meðalþyngdar á veiddum fiski.Það þarf að innleiða nýja hugsun og ný vinnubrögð hjá Hafró. Vinnubrögð Hafró geta vart talist vera vísindaleg, heldur virðast þau til þess fallin að þjóna sérhagsmunum frekar en heildarhagsmunum þjóðarinnar.Það er full ástæða til þess að stofna rannsóknarnefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró og tengsl stofnunarinnar við LÍÚ. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir ríkisins séu ekki undir valdi sérhagsmunahópa sem hafa það eitt að markmiði að tryggja eigin hagsmuni á kostnað heildarhagsmuna.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun