Fleiri fréttir

Einar Gunnarsson: Af „líffræðilegum fjölbreytileika“

Hæstvirtur umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kveður sér hljóðs í Fréttablaðinu 23. apríl síðast liðinn. Umfjöllunarefnið er barátta (hvað annað) fyrir vexti og viðgangi dýra og plöntutegunda og þeirri meintu ógn sem moðsuðuklisjunni óþjálu, um „líffræðilegan fjölbreytileika“ stafar af „framandi ágengum tegundum“.

Njörður P. Njarðvík: Siðareglur fyrir forseta

Sá sem hefur næma siðferðiskennd, þarf ekki að setja sér sérstakar reglur. Siðvitund hans segir honum líkt og ósjálfrátt hvað er við hæfi. Það hefði væntanlega þótt tíðindum sæta á tímum Vigdísar Finnbogadóttur og Kristjáns Eldjárn, að talin væri þörf á sérstökum siðareglum um störf þeirra. Hið sama hygg ég að segja megi um Ásgeir Ásgeirsson og Svein Björnsson, þótt ég þekkti ekki að sama skapi til þeirra persónulega. Mér er minnisstætt að ég heyrði Kristján Eldjárn segja, að á Bessastöðum skyldi ríkja alþýðlegur virðuleiki. Þá var sátt með þjóð og forseta - og gagnkvæm virðing.

Hjálmar Sveinsson: Fákeppnin er skipulagsmál

Kostir verslunarmiðstöðva eru miklir, það sést best af vinsældum þeirra. Í þeim er hægt að kaupa næstum allt í einni ferð og ef þær eru reistar í útjaðri byggðanna er hægt bjóða verslunareigendum mun ódýrara húsnæði en tíðkast við hefðbundnar verslunargötur. Þegar þar við bætist að verslunarmiðstöðvar bjóða upp á nær ótakmörkuð, "ókeypis bílastæði" verða þær ómótstæðilegar. Þrátt fyrir það hafa undanfarin 10 til 20 ár verið skýr merki um að blómatími þeirra sé liðinn í sjálfu upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar er þeim lokað í nokkuð stórum stíl. Það er merkileg þróun og afar myndræn eins og sjá má á mögnuðum vef tileinkuðum dauðum mollum: deadmalls.com.

Sigurður Pétursson: Dýrafjarðargöng aftur á áætlun

Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfjarða skorar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á Samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum."

Helgi Áss Grétarsson: Norræna ofveiðisamfélagið

Í hugmyndaheimi margra Íslendinga er undirrót alls ills í samfélaginu það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi. Ófáir hafa haldið því fram að þangað eigi efnahagshrunið rót sína að rekja. Upptaka fiskveiðistjórnkerfisins hafi ýtt til hliðar því samfélagi sem grundvallaðist á norrænum gildum um velferð og jöfnuð. Þessi einfalda söguskoðun var í megindráttum sett fram í pistli Guðmundar Andra Thorssonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl., og þótt hún eigi sér marga fylgjendur þá er hún að mínu mati fjarstæðukennd. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður en hér verða eingöngu fáeinar nefndar.

Hanna Birna Kristjánsdóttir: Aukin þjónusta við íbúa

Reykjavíkurborg leggur áherslu á að bæta stöðugt þjónustu við íbúa í þeirra eigin nærumhverfi. Borgaryfirvöld eru meðvituð um að þarfir íbúanna eru ólíkar eftir hverfum og þörfin fyrir hverfamiðaða þjónustu og upplýsingar er mikil. Hvert þeirra tíu hverfa sem borgina byggja, allt frá vesturbæ norður á Kjalarnes, hafa sína sérstöðu.

Guðlagur G. Sverrisson: Orkuveitan og kosningabaráttan

Umræða um málefni Orkuveitu Reykjavíkur er farin að bera keim af kosningunum framundan. Upplýsingum, sem frambjóðendur telja sér til framdráttar, er haldið á lofti án samhengis við nokkuð annað í rekstri fyrirtækisins eða rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja almennt. Af þeim toga eru vígorð um aukningu skulda Orkuveitunnar. Þær eru vitaskuld viðfangsefni sem reglulega er á borði stjórnar fyrirtækisins og hjá OR sem og hjá Reykjavíkurborg stendur yfir fagleg vinna við að meta stöðuna og áhættuna í okkar síkvika rekstrarumhverfi.

Sigrún Stefánsdóttir: Auðugra samfélag

Sigrún Stefánsdóttir skrifar

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti 13. apríl sl. sérstaka fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélagið og er Akureyri fyrst íslenskra sveitarfélaga til að samþykkja slíka stefnu.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir: Opið bréf til félagsmanna BÍ

Ár er síðan ég var kosin formaður Blaðamannafélags Íslands. Hópurinn er breyttur, margir hafa fengið reisupassann á fjölmiðlum eða horfið til annarra starfa. Það eru miklir átakatímar í blaðamennsku eins og öðru. Í fyrra fékk ég óskorað umboð ykkar til að stýra Blaðamannafélaginu, sem ég hef gert eftir bestu getu.

Róbert Marshall: Ísland er samt best

Það er eins og maður sé kominn á tónleika hjá lögreglukórnum, sagði ég við Kjartan sýslumann þar sem hann stillti sér upp í röð á sviðinu með Haraldi Johannessen og Víði Reynissyni í almannavarnadeildinni ásamt fleiri sérfræðingum á íbúafundi á Hellu í síðustu viku.

Helgi Gunnlaugsson: Afbrot og refsingar

Um þessar mundir fagnar fangahjálpin Vernd 50 ára afmæli. Á starfstíma sínum hefur samfélagið allt tekið stakkaskiptum sem birtist m.a. í málaflokki afbrota. Fagmennska hefur aukist og opinber gögn um afbrot og fangelsismál eru nú aðgengileg. Á sama tíma hafa áhyggjur af afbrotum vaxið og kröfur um hertar refsingar eru háværar. Refsingar hafa þyngst og álagið á fangelsiskerfið hefur aldrei verið meira en einmitt núna. Við þessar aðstæður verður starf fangahjálparinnar brýnna en nokkru sinni fyrr.

Þórhildur Þorleifsdóttir: Úr viðjum vanans

Fjármálaráðuneytið tilkynnti nýlega um skipan starfshóps um breytingar á skattakerfinu. Hæstvirtur fjármálaráðherra er ábyrgur fyrir skipan hópsins þótt tilnefningaraðilar eigi líka hlut að máli. Í tilkynningunni mátti sjá svart á hvítu að hópurinn var skipaður fimm körlum og einni konu.

Barnamenningarhús

Fríkirkjuvegur 11 er perla í hjarta miðborgarinnar. Áratugum saman hefur húsið þjónað reykvískum börnum. Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákvað haustið 2006 að selja Björgólfi Thor Björgólfssyni húsið lögðust borgarfulltrúar VG gegn því, enda dýrmætur hluti úr sögu barnanna í borginni. Húsið hefur hýst íþrótta- og tómstundasvið um langt skeið en þar á undan voru þar haldin ýmiss konar námskeið og starfsemi í þágu almennings og með sérstakri áherslu á börn.

Ástráður Haraldsson: Ábyrgð ráðherra

Ástráður Haraldsson skrifar

Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amtinu. Sá taldi settan dómsmálaráðherra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um misbeitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdómur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu.

Lilja Mósesdóttir: Að ganga í takt

Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litlum takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðingum foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka.

Sigurjón Þórðarson: Endurreisnin verður ekki sjálfkrafa

Sigurjón Þórðarson skrifar

Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökkbreyttum lánum.

Óhróður um Kúbu

Gylfi Páll Hersir skrifar

Fyrir skömmu bergmálaði í fjölmiðlum alþjóðlega óhróður bandarísku ráðastéttarinnar sem beint er gegn byltingunni á Kúbu.

Dagur B. Eggertsson: Atvinnumál í Reykjavík og aðgerðir gegn atvinnuleysi

Baráttan fyrir fullri atvinnu er hornsteinn jafnaðarstefnunnar og forgangsmál við núverandi aðstæður. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er alls staðar undirstaða velferðar og því lítur Samfylkingin á það sem eitt mikilvægasta hlutverk borgarinnar að efla og styrkja atvinnulífið í borginni. Avinnuleysi er þjóðarböl og hvert prósentustig í atvinnuleysi kostar borgarsjóð milljarð króna á ári.

Þórður Friðjónsson: Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær

Efnahagsleg velsæld þjóða ræðst ávallt af því hvernig þær skipuleggja þjóðarbúskap sinn. Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð hafa komið sér upp stofnunum sem styðja með ýmsum hætti við frjálsan markaðsbúskap. Þær eiga það jafnframt sammerkt að öflugur hlutabréfamarkaður styður við hagkerfi þeirra; ein grunnstofnana heilbrigðs markaðsbúskapar sem knýr hagvöxt. Ásýnd öflugustu hagkerfa heims væri eflaust önnur ef hlutabréfamarkaðar nyti ekki við. Þetta er brýnt að hafa í huga við endurreisn íslensks efnahags.

Njörður Njarðvík: Ný stjórnarskrá - nýtt lýðveldi

Njörður Njarðvík skrifar

Nú er liðið á annað ár síðan ég vakti athygli á nauðsyn þess að stofna nýtt lýðveldi á Íslandi með alveg nýrri stjórnarskrá (fyrst í Silfri Egils 11.1.2009 og svo í grein í Fréttablaðinu 14.1.2009), - og benti á fordæmi Frakka. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis staðfestir nú hversu hörmulega er komið fyrir okkur sem þjóð. Í raun og veru má segja, að bankahrunið (fjármálakreppan) sé ekki alvarlegast, heldur hrun

Ögmundur Jónasson: Leiðréttingin og lygin

Ögmundur Jónasson skrifar

Margir jarðfræðingar hafa af því áhyggjur að fram undan kunni að vera tímabil meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hefur um langt skeið á Íslandi. Hefur verið vísað til þess að jarðsagan geymi vísbendingar um tímabil lítilla eldsumbrota annars vegar og mikilla umbrota hins vegar.

Eygló Harðardóttir: Ekki stórasta landið

Eygló Harðardóttir skrifar

Ísland er smáríki. Íbúar eru um 320 þúsund, við höfum engan her og takmarkaðar auðlindir. Mannfjöldi og landsframleiðsla eru á við starfsmannafjölda og veltu meðalstórs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir virðumst við eiga mjög erfitt með að horfast í augu við þær.

Svavar Gestsson: Eins og Kristján og Vigdís

Svavar Gestsson skrifar

Ef forseti Íslands á að vera til sem embætti þá þarf að vera sátt um embættið sem sameiningartákn. Forseti Íslands þarf að haga orðum sínum með hliðsjón af þessu mikilvæga hlutverki.

Svandís Svavarsdóttir: Á ári líffræðilegrar fjölbreytni

Baráttan fyrir líffræðilegri fjölbreytni er barátta fyrir vexti og viðgangi dýra- og plöntutegunda og búsvæða þeirra. Líffræðilegum fjölbreytileika jarðar er nú meðal annars ógnað af fjölgun mannkyns, stækkandi borgum, stórauknum landbúnaði og aukinni sókn í auðlindir lands og sjávar.

Jón Ásgeir Jóhannesson: Missti sjónar á góðum gildum

Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar

Ekki varð annað séð en að umhverfi og aðstæður í viðskiptalífinu, sem mótuðu mína kynslóð, fælu í sér mikil tækifæri með vaxandi frjálsræði og opnun heima fyrir og samtímis með nýjar og jákvæðar forsendur fyrir þátttöku í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Vextir á heimsvísu voru um skeið mjög lágir og aðgangur að lánsfé auðveldur. En ekki er allt sem sýnist.

Afhjúpun aldarinnar

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Við lestur á rannsóknarskýrslu Alþingis má segja að við Íslendingar séum í sömu sporum og Pandóra þegar hún gægðist ofan í öskjuna sem geymdi plágur og böl mannskyns. Meinsemdirnar sem þjakað hafa samfélag okkar um árabil stíga upp af blaðsíðunum og hitta okkur eins og löðrungar, hver af annarri.

Vigdís Hauksdóttir: Styrkjum stoðir Alþingis

Vigdís Hauksdóttir skrifar

Nýútkomin skýrsla Rannsóknarnefndarinnar er afar vönduð, faglega unninn og til allrar fyrirmyndar. Þann 1. janúar árið 1994 tóku gildi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið.

Jakob Bjarnar Grétarsson: Siðareglur blaðamanna

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar

Á undanförnum árum hafa fallið meiðyrðamálsdómar yfir blaðamönnum sem eru móðgun við heilbrigða skynsemi. Þetta helgast meðal annars af því að dómstólar hafa lítið vit á blaðamennsku og fáránlegt að þeir skuli hafa með höndum ritstjórnar- og dagskrárvald. En, því miður getur sjálft fagfélagið, Blaðamannafélag Íslands, sér sjálfu um kennt.

Kristján Sturluson: Berum við ábyrgð á stríðsglæpum?

Kristján Sturluson skrifar

Upptakan af drápum bandarískra þyrluflugmanna á almennum borgurum í Írak hefur gefið okkur sjaldgæfa innsýn í raunveruleika stríðs. Við sjáum líka hvernig átök hafa breyst þannig í augum sumra minna þau á

Njörður P. Njarðvík: Þjóðarspegill

Njörður P. Njarðvík skrifar

Þegar ég horfði á blaðamannfund rannsókarnefndar Alþingis og hlustaði á útskýringar nefndarmanna, sagði ég upphátt við sjálfan mig: Loksins er eitthvað gert af viti, hæfni, menningarlegri reisn og djörfung. Og var

Guðmundur Andri Thorsson: „Ekkert það myrkur er til…“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á eftir að hafa varanleg áhrif á íslenskt þjóðlíf, því að þar segir af óhugnanlegri nákvæmni frá því hvernig „tilraunin Ísland" fór út um þúfur. Þar segir í löngu máli frá stórkostlega illa reknu þjóðfélagi. Þar er spillingin þykk og vanhæfnin altæk.

Hanna Birna Kristjánsdóttir: Barnamenningarhátíð hefst í dag

Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar

Langþráður draumur Reykjavíkurborgar um að halda sérstaka barnamenningarhátíð verður að veruleika við setningu fyrstu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík í dag, en hátíðin verður haldin dagana 19. til 25. apríl.

Jón Hjaltason: Af hverju ertu svona reiður, Jón?

Jón Hjaltason skrifar

Ég var spurður þessarar spurningar í lok borgarafundarins um daginn. Svarið er einfalt: Bæjarfulltrúar Akureyrar, þeir sem vilja miðbæjarskipulagið, stunda það beinlínis að slá ryki í augu okkar bæjar­búa. Svo ég taki ekki dýpra í árinni. Þeim virðist lífsins ómögulegt að komast í gegnum umræðu um skipulagið án þess að fara með hálfsannindi og stundum hrein ósannindi.

Gísli Gíslason: Skot sem geigar

Sigurður Gunnarsson skotveiðimaður víkur að lífeyrissjóðalánum til Hvalfjarðarganga í grein í Fréttablaðinu 15. apríl og segir þar að „ástæðan fyrir því að ekki er fyrir löngu búið að borga upp Hvalfjarðargöng er sú að lán lífeyrissjóða til þeirrar framkvæmdar voru með okurvöxtum.“ Þetta skot geigar hjá veiðimanninum og það svo um munar.

Oddný Sturludóttir : Gagnkvæm virðing

Í dag eru 22.644 innflytjendur á Íslandi eða 9% af þjóðinni. Ísland er fjölbreytt fjölmenningarsamfélag. Þá staðreynd er ekki hægt að hunsa. Fólk getur rökrætt um það hvort það sé jákvætt eða ekki, hvort innflytjendalög séu of ströng eða ekki. En ekkert breytir því að við búum í heimi sem skreppur sífellt saman og er byggður af ferðafæru fólki.

Kæri karlmaður

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar

Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum.

Steingrímur J. Sigfússon: Um fátækt á Íslandi

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Til að fyrirbyggja misskilning vil ég gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirrar dapurlegu staðreyndar að fátækt er til staðar á Íslandi. Aðspurður um þessi efni á blaðmannafundi í lok síðustu viku reifaði ég mín viðhorf til þessa stuttlega en a.m.k. einn fréttamaður kaus að hafa það eitt eftir mér að fátækt hér væri lítil borið saman við nálæg lönd.

Helgi Áss Grétarsson: Enn af fiskabúrum

Sama dag og grein birtist eftir Úlfar Hauksson í Fréttablaðinu, eða 31. mars sl., sendi ég grein í blaðið sem var fyrst og fremst um sjávarútvegsstefnu ESB. Greinin birtist í blaðinu 10. apríl sl. og tveim dögum síðar var birt svargrein í blaðinu eftir Úlfar þar sem athugasemdir voru gerðar við efni greinar minnar.

Ég bið ykkur afsökunar

Björgólfur Thor Björgólfsson skrifar

Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó kom auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar.

Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þóra Tómasdóttir: Það sem gerir okkur reið

Margt gerir okkur reið á Íslandi í dag. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru nefndar fjölmargar ásetnings- og vanrækslusyndir sem hafa bitnað á okkur öllum. Sum okkar eiga í vök að verjast og berjast í bökkum, en lífið gengur sinn vanagang hjá öðrum. Öll verðum við fyrir áhrifum af því að trúverðugleiki og traust til stofnanna og valdafólks hefur hrunið.

Þorsteinn Siglaugsson :Hvað kosta lopapeysurnar?

Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Undanfarið hafa ýmsir, þ.á.m. Fréttablaðið og hagdeild ASÍ, haft uppi stór orð um kostnað þjóðarinnar af því að ekki hafi verið gengið strax að kröfum viðsemjenda í Icesave-deilunni og af því að ríkið hafi ekki lagt stórfé úr vasa skattgreiðenda í ýmiss konar „atvinnuskapandi framkvæmdir“. Útreikningarnir snúast um mismun á landsframleiðslu til mislangrar framtíðar með eða án þeirra greiðslna eða framkvæmda sem talsmennirnir vilja að gangi fram. Mismunurinn er síðan metinn sem tap þjóðarinnar.

Guðmundur Franklín Jónsson:Fitch, Moody‘s ogStandard & Poors

Þessi ofangreindu matsfyrirtæki gefa skuldabréfum, fjármála­afurðum, fyrirtækjum, bönkum ,ríkjum o.s.frv. matseinkunnir. Öll þessi matsfyrirtæki eiga sameiginlegt að vera rekinn fyrir hámarksávöxtun hluthafa sinna og eru hlutafélög á almennum hlutabréfamarkaði. Moody"s Corp er skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Standard & Poors er partur af McGraw Hill Companies, útgáfurisans sem gefur m.a. út BusinessWeek. McGraw Hill er einnig skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Fitch Ratings er í meirihluta eigu Fimalacs, sem er skráð á kauphöllina í París.

Pawel Bartoszek: Tómir stólar

Pawel Bartoszek skrifar

Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin.

Sjá næstu 50 greinar