Kynjuð úttekt Friðrik Indriðason skrifar 18. maí 2010 19:48 Ég hélt að ég væri búinn að heyra allt hugsanlegt og óhugsanlegt bull sem ráðamenn einnar þjóðar geta á annað borð látið út úr sér. Þá er ég að miða við tímabilið frá því nokkrum mánuðum fyrir hrunið 2008 og fram til dagsins í dag. En lengi er von á einum. Nú vill Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna að ríkissjóður eyði einhverjum milljónum króna mitt í blóðugum niðurskurðinum í kynjaða úttekt á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Jedúddamía eins og einn uppáhalds bloggarinn minn myndi segja. Þetta er einmitt sú úttekt sem þjóðinni er nauðsynleg í dag. Þessi úttekt mun létta þjáningar okkar og lina kreppuna. Það er bara smotterí að hún mun kosta starf eins og eins ríkisstarfsmanns í niðurskurðinum. Fyrir þá sem ekki vita hvað kynjuð úttekt er var nokkrum tíma eytt í að útskýra málið fyrir þjóðinni í sjónvarpsfréttunum í kvöld. Þar var rætt við sérfræðing um málið sem lýsti þeirri nauðsyn að kortleggja áhættusækni karlmanna umfram kvenna, og sitthvað fleira, eins og það kæmi fram í skýrslunni. Undirliggjandi var nefnilega sá nakti sannleikur að þessi hegðun karlmannanna hefði í raun ekkert breyst eftir hrunið. Því þyrfti sumsé úttekt á þessu á kostnað skattgreiðenda upp á einhverjar 2-3 milljónir króna. Ég hef síður en svo nokkuð á móti því að fólk taki sig til og geri kynjaða úttekt á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ég tel bara að miðað við stöðu þjóðarbúsins eigi viðkomandi að gera það á eigin kostnað og gefa svo út í bók til að ná upp í kostnaðinn. Þá borgar hver sem vill fyrir úttektina en ekki þjóðfélagið í heild. Aðrir menn hafa tekið sig til og gert úttekt á fyrrgreindri skýrslu og síðan sett á almennan markað í kiljuformi. Þetta er einfaldasta mál. Sú úttekt sem er á markaðinum í dag er að vísu ekki kynjuð svo ég viti til. Raunar veit ég ekki að hvaða gagni svona úttekt kæmi í raun. Ég tel það augljóst að áhættusækni karlmanna og aðrir „lestir" umfram konur hafi verið til frá tímum Adams og Evu. Og verði til staðar þar til botnfrýs í helvíti. Það þarf ekki kynjaða úttekt til þess að segja fólki þann sannleik. Res ipsa logiutur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég hélt að ég væri búinn að heyra allt hugsanlegt og óhugsanlegt bull sem ráðamenn einnar þjóðar geta á annað borð látið út úr sér. Þá er ég að miða við tímabilið frá því nokkrum mánuðum fyrir hrunið 2008 og fram til dagsins í dag. En lengi er von á einum. Nú vill Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna að ríkissjóður eyði einhverjum milljónum króna mitt í blóðugum niðurskurðinum í kynjaða úttekt á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Jedúddamía eins og einn uppáhalds bloggarinn minn myndi segja. Þetta er einmitt sú úttekt sem þjóðinni er nauðsynleg í dag. Þessi úttekt mun létta þjáningar okkar og lina kreppuna. Það er bara smotterí að hún mun kosta starf eins og eins ríkisstarfsmanns í niðurskurðinum. Fyrir þá sem ekki vita hvað kynjuð úttekt er var nokkrum tíma eytt í að útskýra málið fyrir þjóðinni í sjónvarpsfréttunum í kvöld. Þar var rætt við sérfræðing um málið sem lýsti þeirri nauðsyn að kortleggja áhættusækni karlmanna umfram kvenna, og sitthvað fleira, eins og það kæmi fram í skýrslunni. Undirliggjandi var nefnilega sá nakti sannleikur að þessi hegðun karlmannanna hefði í raun ekkert breyst eftir hrunið. Því þyrfti sumsé úttekt á þessu á kostnað skattgreiðenda upp á einhverjar 2-3 milljónir króna. Ég hef síður en svo nokkuð á móti því að fólk taki sig til og geri kynjaða úttekt á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ég tel bara að miðað við stöðu þjóðarbúsins eigi viðkomandi að gera það á eigin kostnað og gefa svo út í bók til að ná upp í kostnaðinn. Þá borgar hver sem vill fyrir úttektina en ekki þjóðfélagið í heild. Aðrir menn hafa tekið sig til og gert úttekt á fyrrgreindri skýrslu og síðan sett á almennan markað í kiljuformi. Þetta er einfaldasta mál. Sú úttekt sem er á markaðinum í dag er að vísu ekki kynjuð svo ég viti til. Raunar veit ég ekki að hvaða gagni svona úttekt kæmi í raun. Ég tel það augljóst að áhættusækni karlmanna og aðrir „lestir" umfram konur hafi verið til frá tímum Adams og Evu. Og verði til staðar þar til botnfrýs í helvíti. Það þarf ekki kynjaða úttekt til þess að segja fólki þann sannleik. Res ipsa logiutur
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun