Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: Grínlaust 7. maí 2010 06:00 Það er ekki sjálfgefið að rekstur Reykjavíkurborgar skili afgangi. Öll árin 2002 til 2006, á sama tíma og mikill uppgangur var í þjóðfélaginu, var borgin rekin með halla. Á árinu 2007 snerist þetta við og hefur borgin verið rekin með afgangi síðustu 3 árin. Þetta er mjög góður árangur, ekki síst í ljósi þeirra hremminga sem hafa gengið yfir efnahagskerfi landsmanna síðustu 2 árin. Rekstrarafgangur á árinu 2009 upp á rúma 3 milljarða er eftirtektarverður árangur fyrir margra hluta sakir. Hvorki skattar né gjaldskrár fyrir grunnþjónustu voru hækkaðar á árinu. Útsvarshlutfall í borginni er lægra en lögbundið hámark segir til um. Gengisþróun var óhagstæðari og verðlag var hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Líklegri niðurstaða fyrir árið 2009 hefði sjálfsagt verið sú að eftir hækkun skatta, hækkun gjaldskráa, og eftir hækkun útsvarshlutfalls í hæstu leyfilegu mörk hefði rekstur borgarinnar samt komið út í mínus. Þessu spáði m.a. Samfylkingin. Ekkert af þessu gerðist. Niðurstöðuna má þakka nýjum vinnubrögðum við fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Gott samráð meiri- og minnihluta var um vinnu við fjárhagsáætlun í borgarstjórn. Þunginn í aðgerðaráætlun okkar var að standa vörð um grunnþjónustuna, störfin og gjaldskrár. Við þetta allt hefur verið staðið. Starfsmenn borgarinnar komu með um 300 tillögur um sparnað sem voru nýttar á árinu. Niðurstaðan er afgangur upp á rúma 3 milljarða. Staða borgarsjóðs og dótturfyrirtækja er allt annað en auðveld. Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur vega þar þyngst en fjárfestingar síðustu ára hafa enn ekki skilað þeim tekjum sem þarf til að staða félagsins sé viðunandi. Grundvallaratriði í því að viðhalda þáttum eins og lánshæfismati er að rekstur borgarinnar sé í lagi. Hallarekstur ofan á erfiða skuldastöðu er nefnilega óskemmtileg blanda eins og Grikkland og fleiri ríki fá að kenna á um þessar mundir. Það eru því mjög ánægjulegar fréttir að borgarsjóður sé rekinn með afgangi. Annars konar niðurstaða væri ekkert annað en dauðans alvara. Grín og glens við stjórn borgarinnar væri mikið ábyrgðarleysi. Hallarekstur eins og stundaður var á árum áður væri mikið ábyrgðarleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að rekstur Reykjavíkurborgar skili afgangi. Öll árin 2002 til 2006, á sama tíma og mikill uppgangur var í þjóðfélaginu, var borgin rekin með halla. Á árinu 2007 snerist þetta við og hefur borgin verið rekin með afgangi síðustu 3 árin. Þetta er mjög góður árangur, ekki síst í ljósi þeirra hremminga sem hafa gengið yfir efnahagskerfi landsmanna síðustu 2 árin. Rekstrarafgangur á árinu 2009 upp á rúma 3 milljarða er eftirtektarverður árangur fyrir margra hluta sakir. Hvorki skattar né gjaldskrár fyrir grunnþjónustu voru hækkaðar á árinu. Útsvarshlutfall í borginni er lægra en lögbundið hámark segir til um. Gengisþróun var óhagstæðari og verðlag var hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Líklegri niðurstaða fyrir árið 2009 hefði sjálfsagt verið sú að eftir hækkun skatta, hækkun gjaldskráa, og eftir hækkun útsvarshlutfalls í hæstu leyfilegu mörk hefði rekstur borgarinnar samt komið út í mínus. Þessu spáði m.a. Samfylkingin. Ekkert af þessu gerðist. Niðurstöðuna má þakka nýjum vinnubrögðum við fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Gott samráð meiri- og minnihluta var um vinnu við fjárhagsáætlun í borgarstjórn. Þunginn í aðgerðaráætlun okkar var að standa vörð um grunnþjónustuna, störfin og gjaldskrár. Við þetta allt hefur verið staðið. Starfsmenn borgarinnar komu með um 300 tillögur um sparnað sem voru nýttar á árinu. Niðurstaðan er afgangur upp á rúma 3 milljarða. Staða borgarsjóðs og dótturfyrirtækja er allt annað en auðveld. Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur vega þar þyngst en fjárfestingar síðustu ára hafa enn ekki skilað þeim tekjum sem þarf til að staða félagsins sé viðunandi. Grundvallaratriði í því að viðhalda þáttum eins og lánshæfismati er að rekstur borgarinnar sé í lagi. Hallarekstur ofan á erfiða skuldastöðu er nefnilega óskemmtileg blanda eins og Grikkland og fleiri ríki fá að kenna á um þessar mundir. Það eru því mjög ánægjulegar fréttir að borgarsjóður sé rekinn með afgangi. Annars konar niðurstaða væri ekkert annað en dauðans alvara. Grín og glens við stjórn borgarinnar væri mikið ábyrgðarleysi. Hallarekstur eins og stundaður var á árum áður væri mikið ábyrgðarleysi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun