Steinunn Stefánsdóttir: Á fáki fráum í bílaborginni 6. maí 2010 06:30 Þeim fer góðu heilli stöðugt fjölgandi sem nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli. Lengi vel var litið svo á að veður og mishæðir gerðu að verkum að á Íslandi hentuðu hjól ekki til að komast á milli staða. Það viðhorf er breytt og nú er ekki lengur litið á reiðhjól sem leikföng, fyrst og fremst fyrir börn, heldur eru þau að festast í sessi sem fullgild farartæki. Árlegt átak Hjólað í vinnuna hefur verið mörgum hvatning til að nota reiðhjól og þótt þorri fólks leggi kannski reiðhjólinu fljótlega eftir að átakinu lýkur þá skilar það alltaf einhverri fjölgun í hópi hjólandi borgara. Vel fer á því að átakið hjólað í vinnuna skuli standa yfir á lokasprettinum fyrir hinar allt of gleymdu sveitarstjórnarkosningar sem fram fara eftir aðeins rúmar þrjár vikur. Það minnir á að í borg og þéttbýli eru samgöngur meðal brýnna mála sem kosið er um. Undanfarin ár hefur bílaeign borgarbúa aukist og mikið hefur verið lagt í að greiða umferð einkabíla um borgina. Á sama tíma hefur dregið úr ferðum strætisvagna auk þess sem umferðarmannvirki sem fyrst og fremst miðast við bíla eru oft heldur óaðgengileg og óaðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessari þróun verður að snúa við og er áætlun borgarinnar um hjólaborgina Reykjavík viðleitni til þess. Sú áætlun snýr fyrst og fremst að því að byggja upp gott hjólastíganet sem vissulega er ein af forsendum þess að reiðhjólið sé aðlaðandi valkostur í amstri hvunndagsins. Fleira þarf þó að koma til. Daglegt amstur fólks er flóknara en svo að koma sér að morgni frá heimili að vinnustað og svo aftur til baka að kvöldi. Börn þurfa að komast í leikskóla og skóla og svo þarf að draga björg í bú. Til þess að borg sé aðlaðandi hjólaborg þarf að vera greið og góð hjólaleið að skólum og best væri auðvitað að um leið drægi úr umferð bíla þar því þeir auka jú hættuna fyrir reiðhjólafólkið, ekki síst börnin. Sú þróun að matvöruverslanir eru nú færri og stærri en áður er ekki heldur reiðhjólahvetjandi. Það er ekkert sérstaklega aðgengilegt fyrir hjólafólk að þurfa að taka stóran krók til að versla og hjóla svo langa vegalengd með kvöldmatinn og mjólkina. Þannig eru verslanir í íbúðahverfum að vissu leyti bæði samgöngu- og umhverfismál sem mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar hafi sýn á. Það skiptir borgarbúa miklu máli að draga úr notkun einkabíla. Það er brýnt umhverfismál vegna mengunar af útblæstri og vegna svifryks. Hjólreiðar eru þannig ekki holl og góð hreyfing sem gaman er að stunda í átaki nokkrar vikur á ári. Þær eru ein þeirra leiða sem við eigum til að gera umhverfi okkar bæði hreinna og meira aðlaðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þeim fer góðu heilli stöðugt fjölgandi sem nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli. Lengi vel var litið svo á að veður og mishæðir gerðu að verkum að á Íslandi hentuðu hjól ekki til að komast á milli staða. Það viðhorf er breytt og nú er ekki lengur litið á reiðhjól sem leikföng, fyrst og fremst fyrir börn, heldur eru þau að festast í sessi sem fullgild farartæki. Árlegt átak Hjólað í vinnuna hefur verið mörgum hvatning til að nota reiðhjól og þótt þorri fólks leggi kannski reiðhjólinu fljótlega eftir að átakinu lýkur þá skilar það alltaf einhverri fjölgun í hópi hjólandi borgara. Vel fer á því að átakið hjólað í vinnuna skuli standa yfir á lokasprettinum fyrir hinar allt of gleymdu sveitarstjórnarkosningar sem fram fara eftir aðeins rúmar þrjár vikur. Það minnir á að í borg og þéttbýli eru samgöngur meðal brýnna mála sem kosið er um. Undanfarin ár hefur bílaeign borgarbúa aukist og mikið hefur verið lagt í að greiða umferð einkabíla um borgina. Á sama tíma hefur dregið úr ferðum strætisvagna auk þess sem umferðarmannvirki sem fyrst og fremst miðast við bíla eru oft heldur óaðgengileg og óaðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessari þróun verður að snúa við og er áætlun borgarinnar um hjólaborgina Reykjavík viðleitni til þess. Sú áætlun snýr fyrst og fremst að því að byggja upp gott hjólastíganet sem vissulega er ein af forsendum þess að reiðhjólið sé aðlaðandi valkostur í amstri hvunndagsins. Fleira þarf þó að koma til. Daglegt amstur fólks er flóknara en svo að koma sér að morgni frá heimili að vinnustað og svo aftur til baka að kvöldi. Börn þurfa að komast í leikskóla og skóla og svo þarf að draga björg í bú. Til þess að borg sé aðlaðandi hjólaborg þarf að vera greið og góð hjólaleið að skólum og best væri auðvitað að um leið drægi úr umferð bíla þar því þeir auka jú hættuna fyrir reiðhjólafólkið, ekki síst börnin. Sú þróun að matvöruverslanir eru nú færri og stærri en áður er ekki heldur reiðhjólahvetjandi. Það er ekkert sérstaklega aðgengilegt fyrir hjólafólk að þurfa að taka stóran krók til að versla og hjóla svo langa vegalengd með kvöldmatinn og mjólkina. Þannig eru verslanir í íbúðahverfum að vissu leyti bæði samgöngu- og umhverfismál sem mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar hafi sýn á. Það skiptir borgarbúa miklu máli að draga úr notkun einkabíla. Það er brýnt umhverfismál vegna mengunar af útblæstri og vegna svifryks. Hjólreiðar eru þannig ekki holl og góð hreyfing sem gaman er að stunda í átaki nokkrar vikur á ári. Þær eru ein þeirra leiða sem við eigum til að gera umhverfi okkar bæði hreinna og meira aðlaðandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun