Erna Ástþórsdóttir: XÆ fyrir Besta flokkinn Erna Ástþórsdóttir skrifar 18. maí 2010 14:54 Af hverju að kjósa Besta flokkinn, spyrja sumir sjálfa sig, er þetta ekki bara eitthvað grín? Ja grínið verður að minnsta kosti mun vandaðra en það „grín" sem er búið að vera ríkjandi. Besti flokkurinn samanstendur af heiðarlegu, skynsömu nú og auðvitað skemmtilegu fólki sem vill fá virka og skemmtilega borg og ekkert bull. Við viljum bæta borgina og fá borgarbúa með okkur í það. Suma vankanta höfum við bent á t.d varðandi Hljómskálagarðinn, stór garður á besta stað í borginni en það er aldrei nokkur hræða þar, einn af fáum görðum í borginni sem raunverulega ætti að mega planta öspum á, til að mynda skjól. Veita leyfi fyrir kaffihúsarekstri , koma upp salernisaðstöðu fyrir almenning og bæta við leiktækjum fyrir börn og jafnvel fullorðna (hverjum finnst ekki gaman að róla ?). Svo mætti nefna vetrarfrí skólanna, upphafleg áætlun með fríinu hlýtur að hafa verið að gefa barnafjölskyldum smá svigrúm til að brjóta upp hvunndaginn yfir vetrartímann en raunin er sú að öll skólastigin ( og innan skólastiga) taka fríið á misjöfnum tímum = algjört klúður og vesen, þessu hlýtur að vera hægt á auðveldan hátt að kippa í liðinn. Nú blasir við niðurskurður og talað er um t.d. að allt of dýrt sé að skipta um sand í sandkössum borgarinnar og leiksvæði og leikskólar eru án viðhalds. Hvernig væri að virkja foreldra og borgarbúa almennt og hafa t.d. vinnudag, þar sem fólk mætir og málar og lappar upp á umhverfi sitt. Við getum öll lagt eitthvað til og gert borgina okkar skemmtilega. Vil ég nefna í þessu tilliti fyrrum listamanninn Edi Rama, borgarstjóra Tirana í Albaníu. Þegar hann tók við sem borgarstjóri árið 2000 voru mörg húsin ansi niðurnídd og grá, hans lausn á því máli var að gefa fólki sem bjó í félagsíbúðum litríka málningu og þar með gjörbyltust grámygluð hverfin í hin litríkustu og glaðlegustui. Og útkoman var eins fjölbreytt og húsin mörg, röndótt, marglit og falleg. Við viljum fá ábendingar um hvað betur má fara því öll viljum við og eigum að geta haft áhrif í borginni okkar. Eins hljótum við alltaf vilja hafa fagfólk með í allri ákvarðanatöku. Við getum sameiginlega gert ansi margt og við viljum bara gera best. XÆ - Erna Ástþórsdóttir í 15.sæti á lista Besta flokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Af hverju að kjósa Besta flokkinn, spyrja sumir sjálfa sig, er þetta ekki bara eitthvað grín? Ja grínið verður að minnsta kosti mun vandaðra en það „grín" sem er búið að vera ríkjandi. Besti flokkurinn samanstendur af heiðarlegu, skynsömu nú og auðvitað skemmtilegu fólki sem vill fá virka og skemmtilega borg og ekkert bull. Við viljum bæta borgina og fá borgarbúa með okkur í það. Suma vankanta höfum við bent á t.d varðandi Hljómskálagarðinn, stór garður á besta stað í borginni en það er aldrei nokkur hræða þar, einn af fáum görðum í borginni sem raunverulega ætti að mega planta öspum á, til að mynda skjól. Veita leyfi fyrir kaffihúsarekstri , koma upp salernisaðstöðu fyrir almenning og bæta við leiktækjum fyrir börn og jafnvel fullorðna (hverjum finnst ekki gaman að róla ?). Svo mætti nefna vetrarfrí skólanna, upphafleg áætlun með fríinu hlýtur að hafa verið að gefa barnafjölskyldum smá svigrúm til að brjóta upp hvunndaginn yfir vetrartímann en raunin er sú að öll skólastigin ( og innan skólastiga) taka fríið á misjöfnum tímum = algjört klúður og vesen, þessu hlýtur að vera hægt á auðveldan hátt að kippa í liðinn. Nú blasir við niðurskurður og talað er um t.d. að allt of dýrt sé að skipta um sand í sandkössum borgarinnar og leiksvæði og leikskólar eru án viðhalds. Hvernig væri að virkja foreldra og borgarbúa almennt og hafa t.d. vinnudag, þar sem fólk mætir og málar og lappar upp á umhverfi sitt. Við getum öll lagt eitthvað til og gert borgina okkar skemmtilega. Vil ég nefna í þessu tilliti fyrrum listamanninn Edi Rama, borgarstjóra Tirana í Albaníu. Þegar hann tók við sem borgarstjóri árið 2000 voru mörg húsin ansi niðurnídd og grá, hans lausn á því máli var að gefa fólki sem bjó í félagsíbúðum litríka málningu og þar með gjörbyltust grámygluð hverfin í hin litríkustu og glaðlegustui. Og útkoman var eins fjölbreytt og húsin mörg, röndótt, marglit og falleg. Við viljum fá ábendingar um hvað betur má fara því öll viljum við og eigum að geta haft áhrif í borginni okkar. Eins hljótum við alltaf vilja hafa fagfólk með í allri ákvarðanatöku. Við getum sameiginlega gert ansi margt og við viljum bara gera best. XÆ - Erna Ástþórsdóttir í 15.sæti á lista Besta flokksins
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun