Framtíð íslenskra fjölmiðla Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. maí 2010 11:16 Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag." Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki staðið nægjanlega vel undir þessu hlutverki. Í lokin eru dregnir fjórir lærdómar, þ.e. ábendingar um nauðsynlegar úrbætur á íslensku fjölmiðlaumhverfi: • Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. • Styrkja þarf sjálfstæði ritstjórna og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eigendur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. • Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum málaflokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. • Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni. Í byrjun mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um fjölmiðla en með því er ætlunin að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Einn tilgangur frumvarpsins er að innleiða evrópsku hljóð- og myndmiðlunartilskipunina frá árinu 2007 en þegar sú vinna var langt komin var ákveðið að endurskoða prentlögin líka sem hingað til hafa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Meðal annars er það gert til að samræma lög og reglur sem gilda um hljóð- og myndamiðla annars vegar og prentmiðla hins vegar og tryggja að blaðamenn á ólíkum miðlum njóti sömu réttinda. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem koma til móts við sumar af þeim ábendingum sem settar eru fram í rannsóknarskýrslunni. Í frumvarpinu er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um að skipuð skuli nefnd með fulltrúum allra þingflokka með það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera þá tillögur um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi. Henni er ætlað er að skila niðurstöðum fyrir 1. september á þessu ári. Þá kveður frumvarpið á um að fjölmiðlar skuli setja sér og birta opinberlega reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sinna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Skulu slíkar reglur samdar í samráði við viðkomandi starfsmenn og eftir atvikum starfsmannafélag þeirra. Auk þess er ákvæði í frumvarpinu sem tryggir vernd heimildamanna skýrar en verið hefur. Til þess að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum og veita þeim aðhald er ætlunin að setja á fót sérstaka stofnun, Fjölmiðlastofu, sem leysir útvarpsréttarnefnd af hólmi. Hún verður sjálfstæð gagnvart framkvæmdavaldinu í starfi sínu. Henni er ætlað að vinna að því að efla fjölmiðlalæsi og fjölbreytni í fjölmiðlum og standa jafnframt vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Verði frumvarpið að lögum er að mörgu leyti komið til móts við þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis . Eitt og sér mun það þó ekki leysa þá erfiðu stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru nú í. Eftir standa stórar spurningar um hvernig fjárhagsleg og fagleg skilyrði íslenskra fjölmiðla verða tryggð til framtíðar. Það er aðkallandi að svara þeim á næstu misserum. Þar er mikilvægt að stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn komi saman og vinni að bættum skilyrðum fyrir íslenska fjölmiðla þannig að hér megi verða gróskumikið fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag." Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki staðið nægjanlega vel undir þessu hlutverki. Í lokin eru dregnir fjórir lærdómar, þ.e. ábendingar um nauðsynlegar úrbætur á íslensku fjölmiðlaumhverfi: • Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. • Styrkja þarf sjálfstæði ritstjórna og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eigendur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. • Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum málaflokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. • Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni. Í byrjun mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um fjölmiðla en með því er ætlunin að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Einn tilgangur frumvarpsins er að innleiða evrópsku hljóð- og myndmiðlunartilskipunina frá árinu 2007 en þegar sú vinna var langt komin var ákveðið að endurskoða prentlögin líka sem hingað til hafa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Meðal annars er það gert til að samræma lög og reglur sem gilda um hljóð- og myndamiðla annars vegar og prentmiðla hins vegar og tryggja að blaðamenn á ólíkum miðlum njóti sömu réttinda. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem koma til móts við sumar af þeim ábendingum sem settar eru fram í rannsóknarskýrslunni. Í frumvarpinu er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um að skipuð skuli nefnd með fulltrúum allra þingflokka með það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera þá tillögur um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi. Henni er ætlað er að skila niðurstöðum fyrir 1. september á þessu ári. Þá kveður frumvarpið á um að fjölmiðlar skuli setja sér og birta opinberlega reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sinna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Skulu slíkar reglur samdar í samráði við viðkomandi starfsmenn og eftir atvikum starfsmannafélag þeirra. Auk þess er ákvæði í frumvarpinu sem tryggir vernd heimildamanna skýrar en verið hefur. Til þess að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum og veita þeim aðhald er ætlunin að setja á fót sérstaka stofnun, Fjölmiðlastofu, sem leysir útvarpsréttarnefnd af hólmi. Hún verður sjálfstæð gagnvart framkvæmdavaldinu í starfi sínu. Henni er ætlað að vinna að því að efla fjölmiðlalæsi og fjölbreytni í fjölmiðlum og standa jafnframt vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Verði frumvarpið að lögum er að mörgu leyti komið til móts við þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis . Eitt og sér mun það þó ekki leysa þá erfiðu stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru nú í. Eftir standa stórar spurningar um hvernig fjárhagsleg og fagleg skilyrði íslenskra fjölmiðla verða tryggð til framtíðar. Það er aðkallandi að svara þeim á næstu misserum. Þar er mikilvægt að stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn komi saman og vinni að bættum skilyrðum fyrir íslenska fjölmiðla þannig að hér megi verða gróskumikið fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar