Fleiri fréttir Náum núllpunkti! Már Kristjánsson og Bergþóra Karlsdóttir skrifar Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrýmingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV-smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjungur þeirra á kost á meðferð. Meginmarkmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015: 1.12.2011 06:00 Efasemdir um Vaðlaheiðargöng Hart er deilt um hvort arðsemi verði af Vaðlaheiðargöngum á meðan verið er að reikna allar tölur upp á nýtt miðað við breyttar forsendur. Bent hefur verið á að fyrri arðsemisútreikningar vegna jarðganganna undir heiðina standi á veikum grunni. Þá var gert ráð fyrir lægri framkvæmdakostnaði og enn meiri umferð. Stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga í Norðausturkjördæmi kunna vel til verka þegar þeir berjast gegn fyrirhuguðum Norðfjarðargöngum í þeim tilgangi að afskræma allar staðreyndir um grjóthrunið í Oddskarðsgöngunum. Takmörk eru fyrir því hversu hátt veggjald á hvern bíl má innheimta þegar hafður er í huga heildarfjöldi ökutækja sem fer um Víkurskarðið á sólarhring. 1.12.2011 06:00 Beint lýðræði á Íslandi Lýðræðishallinn á Íslandi birtist í því m.a. að þegar kjörnir fulltrúar setjast í stóla sína, þá gleyma þeir kosningaloforðum sínum. Við verðum að finna nýjar leiðir til þess að kveikja áhuga almennings til stjórnmálaþátttöku. Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill þróa beint lýðræði á Íslandi og tryggja skattgreiðendum aðgang að nýjustu upplýsingum á ódýran og öruggan hátt. 1.12.2011 06:00 Yfirlýsing frá Teiti Atlasyni Teitur Atlason skrifar Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunarmálið, birti í gær yfirlýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann viðurkennir að hafa sent mér nafnlaus SMS sem innihéldu aðdróttanir, furðudylgjur og óra sem vart er hægt að hafa eftir. Málið má rekja til þess að í ágúst var ég nýkominn heim til Gautaborgar eftir frábært frí á Íslandi með fjölskyldu minni. Í því sem ég er eitthvað að nördast á netinu heyri ég dauft píp úr síma sem ég var búinn að pakka ofan í kassa. Ég opna kassann og sé að gamli góði Nokia-hlunkurinn minn er á síðasta strikinu að rembast við að segja mér eitthvað. Jú, tólf ólesin SMS. 1.12.2011 06:00 Af leikskólamálum - önnur útgáfa Sóley Tómasdóttir skrifar Stundum er eins og borgarstjóri átti sig ekki á hlutverki sínu og ábyrgð gagnvart fjármálum borgarinnar. Ég hef ítrekað reynt að kalla fram stefnu eða hugmyndafræði í ráðhúsinu en þar er ekkert slíkt að finna. Meirihlutinn forgangsraðar ekki, heldur hagræðir og sker niður samkvæmt hefðbundnum og gamaldags gildum, þar sem stóru kvennastéttirnar eru látnar taka skelli á meðan annað, harðara og karllægara er látið óáreitt. 30.11.2011 06:00 Truflun Sennilega blöskraði fleirum en mér umfjöllun Kastljóss ríkissjónvarpsins 17. nóv. sl. um Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME); óhætt er að segja að þar hafi verið vegið að starfsheiðri hans og mannhelgi. Skautað var hratt yfir sögu og umfjöllunin í senn ósmekkleg og þvæluleg; fyrr en varði var lagatæknilegu moldviðri þyrlað upp; setningar teknar úr samhengi – myndbirtar og lesnar – m.a. upp úr skýrslu Andra Árnasonar lögmanns sem fenginn var til að meta hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra FME og komst Andri að þeirri niðurstöðu að svo væri. 30.11.2011 06:00 Lífeyriskerfi á traustum grunni? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Í reglugerð um skyldutryggingu lífeyrissjóða er ákvæði um viðmið, eða kröfu eins og það er gjarnan kallað, um ávöxtun sjóðanna. Þetta viðmið er í dag 3,5% og grundvallast útreikningur á lífeyri að nokkru leyti á þessu viðmiði en almennu lífeyrissjóðirnir byggja á þeirri grunnhugsun að hver kynslóð standi undir sínum lífeyrisréttindum. 30.11.2011 06:00 Ósanngjarn niðurskurður Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 30.11.2011 06:00 Halldór 30.11.2011 30.11.2011 16:00 Nýtt valdatafl Magnús Halldórsson skrifar Núna, þremur árum eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins, eru komnar upp kjöraðstæður fyrir myndun nýrrar eignabólu. Vonandi hafa Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn þegar sett upp skilvirka deild innan sinna vébanda sem sinnir aðeins eftirliti með kerfislægum þáttum. 30.11.2011 11:08 Opið bréf til alþingismanna - Hugsum stórt en lítum lágt Örn Bárður Jónsson skrifar Ein frumgáfa mannsins er að greina, flokka og skipa niður. Þroskað þjóðfélag forgangsraðar með siðfræðilegum, heimspekilegum og trúarlegum rökum sem takast á við efnahagsleg rök. 30.11.2011 06:00 Af hákörlum Halldór Auðar Svansson skrifar Sæunn Ólafsdóttir ritaði á þessum vettvangi pistil sem bar titilinn Sniðugar nauðganir. Hann hefur vakið töluverða athygli og farið víða um netheima. Það er fyllilega eðlilegt í ljósi þess að þarna er stungið á ákveðnum kýlum sem því miður er ekki nógu oft stungið á. Höfundur pistilsins sýnir mikið hugrekki með því að opna sig með þessum hætti og vekja þannig þarfa umræðu. Ég ætla að reyna að sýna samsvarandi hugrekki með því að tjá mig um þetta málefni af hreinskilni út frá karllægu sjónarhorni. 30.11.2011 06:00 Skráning stjórnmálaskoðana Haukur Arnþórsson skrifar Fræðimenn hafa skrifað nokkuð um gagnsæi og hlutverk samþættra upplýsinga í samfélaginu og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónuvernd og hafa slík fræði verið kennd við stjórnmáladeild HÍ. Þeir setja gjarnan fram að vega og meta þurfi persónuverndaráhættu í hverju og einu tilviki og hafa til hliðsjónar hlutverk og samfélagslegt gagn persónugreinanlegrar skráningar á upplýsingum. Það er að meta á málefnalegan hátt mikilvægi nýrrar skráningar á móti minni persónuvernd. 30.11.2011 06:00 Heimilisfriður Petrína Ásgeirsdóttir skrifar Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. 30.11.2011 06:00 Íslensk jólatré eru allra hagur Einar Örn Jónsson skrifar Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. 30.11.2011 06:00 Bláfjöll eru á jaðarvatnsverndarsvæði Svar við pistli í Fréttablaðinu Föstudaginn 18.11 eftir Margréti Júlíu, formann umhverfis- og samgöngunefndar, og Guðnýju Dóru, formann skipulagsnefndar Kópavogs. 30.11.2011 06:00 Sögulegt samstöðuleysi kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Alþingi Íslendinga steig það merkilega spor í gær að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Segja má að með því hafi Ísland loks stigið skrefið til fulls, en Ísland hefur viðurkennt fullveldi og sjálfstæði Ísraelsríkis síðan árið 1947. Hitt ríkið sem átti að stofna, sjálfstætt ríki Palestínu, hefur nú fengið stuðning enn eins ríkisins við sjálfsagða kröfu sína um sanngjarna meðferð. 30.11.2011 06:00 Stór stund á Alþingi í gær Steinunn Stefánsdóttir skrifar Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.“ 30.11.2011 06:00 Yfirlýsing Gunnlaugs M. Sigmundssonar Gunnlaugur M. Sigmundsson skrifar Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. 30.11.2011 06:00 Af leikskólamálum Jón Gnarr skrifar Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. 29.11.2011 06:00 Fullnæging skapar nánd Sigga Dögg skrifar Hér hafa tvö mál verið mikið í umræðunni, eitt sem fjallar um dýraníð og annað um mann sem fangelsaður var fyrir ítrekuð brot gegn stjúpdóttur sinni. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að haga sér svona. 29.11.2011 20:00 Halldór 29.11.2011 29.11.2011 16:00 Bjart er yfir Betlehem Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. 29.11.2011 06:00 Gerræðisleg geðþóttaákvörðun Tryggvi Harðarson skrifar Það kemur mér verulega á óvart að ég virðist vera eini maðurinn sem hef talað máli Huangs Nubo við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um áform Huangs um stórfelda uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Ég átti ágætan um klukkutíma langan fund fyrir um mánuði síðan með innanríkisráðherra, 29.11.2011 06:00 Friðarreglan: særið engan Gunnar Hersveinn skrifar Hvar sem mannshjartað slær, hversu illa sem lífið leikur það, er eitt sem það þráir að forðast: ofbeldi. Þessi ósk hefur, þrátt fyrir allt, búið í hjarta mannkyns frá ómunatíð. Það dýrmætasta í lífinu er oftast falið innan um hversdaglega hluti. Það er hulin fegurð, ekkert prjál og skraut. Fólk líður hjá og enginn tekur eftir því nema sá sem hefur hugrekki til að loka augunum. Hið dýrmæta er á mörkunum. 29.11.2011 06:00 Nokkur orð um vask og lax Óðinn Sigþórsson skrifar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, ritaði grein hér í Fréttablaðið sl. föstudag þar sem hann viðrar hugmyndir sínar um hvernig bæta megi hag ríkissjóðs með aukinni skattlagningu. Í grein hans koma fram áhyggjur af fyrirhuguðum kolefnisskatti á framleiðslu kísiljárns, sjálfsagt í kjölfar umræðna um hættuna á að þessi atvinnuvegur verði þar með skattlagður úr landi. Ég tek undir þau sjónarmið að svo hart er hægt að ganga fram í skattlagningu, að heilu atvinnuvegirnir flýi land. 29.11.2011 06:00 Almannahagsmunir? Þorleifur Gunnlaugsson skrifar Það er ankannalegt að vera Vinstri grænn og tala gegn tillögu sem borin er upp undir merkjum endurvinnslu. En þegar formaður umhverfis- og samgönguráðs, Bestaflokksfulltrúinn Karl Sigurðsson, leggur í þá vegferð að blanda mikilvægu umhverfismáli saman við útvistun og einkavæðingu verður að flokka hismið frá kjarnanum. 29.11.2011 06:00 Palestína - verkin tala Össur Skarphéðinsson skrifar Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. 29.11.2011 06:00 Um gömul refsilög og nýja tækni - dómur Hæstaréttar Róber R. Spanó skrifar Tíminn líður hratt á gervihnattaöld“ var eitt sinn sönglað fyrir Íslands hönd í Júróvisjón. Sá söngur hljómar alla daga á Alþingi því löggjafinn er gjarnan í kappi við tímann. Hraðar samfélagsbreytingar og tækniþróun kalla oft á snör handtök í löggjafarstarfinu. Á þetta sérstaklega við þegar löggjafinn hyggst nota refsingar til að hafa áhrif á breytni manna. Lög þarf hins vegar að túlka eftir samhenginu eins og áður hefur verið umfjöllunarefni á þessari síðu. Það er því ekki útilokað að gömul refsilög geti tekið mið af nýjum aðstæðum. 29.11.2011 09:30 Góð byggðastefna? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra var bent á tvískinnunginn í því að hann synjaði Huang Nubo um undanþágu frá banni við fasteignakaupum útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins, en EES-borgarar gætu keypt jarðir og aðrar fasteignir umyrðalaust, svaraði Ögmundur því til að hann vildi líka setja hömlur á fjárfestingar EES-borgara. 29.11.2011 06:00 Aftarlega á merinni Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Það var undarlegt að uppgötva ljóta tilfinningu, sem kallast öfund, þegar mongólskir reiðmenn þutu um sléttur lands síns á villtum hestum í sjónvarpinu. „Þið eruð að minnsta kosti ekki með bugles,“ hugsaði ég með mér og prófaði að athuga hvort buglesið passaði til að klóra mér í eyranu. 29.11.2011 06:00 Sniðugar nauðganir Sæunn Ólafsdóttir skrifar Fyrir mörgum árum var ég skiptinemi við háskóla í Madríd þar sem ég bjó í tæpt ár. Eitt sinn var mér boðið á kynningarkvöld á skemmtistað í miðborginni þar sem ætlunin var að skiptinemarnir hittust og kynntust betur. Allir fengu afhenta stóra límmiða með nafni og heimalandi til að líma á bringuna. Við drukkum og ræddum heimsmálin, dönsuðum og skemmtum okkur þangað til fleira fólk tók að fylla skemmtistaðinn. Hópurinn minn hafði tvístrast en ákveðið að hittast á bar neðar í götunni. Ég ákvað að bregða mér fyrst á salernið. Það var upptekið. Á meðan ég beið á ganginum fóru framhjá mér þrír menn í hóp. Sá fremsti þeirra gjóaði á mig augunum þegar hann gekk hjá, staðnæmdist og sneri aftur til mín. 28.11.2011 09:00 Halldór 28.11.2011 28.11.2011 16:00 Sýndargerningar Þórður Snær Júlíusson skrifar Seint í mars 2009 samþykkti þá glænýr fjármálaráðherra að breyta ónýtum skammtímaskuldum nokkurra fjárfestingarbanka í langtímaskuldir á hlægilega lágum vöxtum. Bankarnir hétu VBS, Saga og Askar. Samtals var um að ræða lán upp á 52 milljarða króna. Lög heimiluðu þeim að eignfæra mismuninn á gjafarvöxtunum og markaðsvöxtum, sem voru tíu prósentustigum hærri. Eins og hendi væri veifað var eigið fé þeirra orðið jákvætt. Á pappír. 28.11.2011 11:00 Að hirða arðinn af veiðunum Kristinn H. Gunnarsson skrifar Það leggst illa í LÍÚ að greiða ríkinu gjald fyrir að nýta gjöful fiskimið við landið. Framkvæmdastjóri þess kallar það í grein í Fréttablaðinu að "hirða arðinn af veiðunum“ frá þeim sem skila íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Greiddir voru 90 aurar fyrir hvert kg af makríl í árferði sem fer í annála fyrir methagnað. 28.11.2011 09:00 Nú er horfið Norðurland... Guðmundur Andri Thorsson skrifar Ekki var Hagstofan fyrr búin að birta Þjóðhagsspá (yfirsjón hjá Davíð á sínum tíma að leggja hana ekki niður) þar sem segir að á árinu 2011 verði hagvöxtur í fyrsta sinn frá hruni – sem er mikill sigur fyrir Steingrím J. – en Ögmundur Jónasson brást snarlega við, hrifsaði til sín frétt vikunnar og tilkynnti að kínverski auðmaðurinn og ljóðskáldið Huang Nubo fengi ekki undanþágu frá lögum um fjárfestingar aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin hafði auðvitað legið lengi fyrir en tilkynningartíminn augljóslega vandlega valinn. Í góðsemi vegur þar hver annan… 28.11.2011 10:00 Siðleysi og pólitísk áhætta Magnús Halldórsson skrifar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: "Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig.“ 27.11.2011 09:00 Um „sanna“ karlmennsku Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. 27.11.2011 09:00 Saman erum við STERK gegn vændi Kristbjörg Kona skrifar Þrátt fyrir að langflestir karlmenn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tímann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönnuðu vændiskaup 1999. 26.11.2011 09:15 Hraust þjóð, okkar er valið Oft hættir okkur til að líta á hlutina í of þröngu samhengi, eins og t.d. að líta á hvern sjúkdóm fyrir sig einangraðan frá öðrum sjúkdómum. Þegar í flestum tilfellum sjúkdómarnir eru nátengdir lífsháttum okkar innbyrðis og félagslegu öryggi. Talið er að flesta algengustu og alvarlegustu sjúkdómana megi þannig oftast forðast með góðum lífsstíl, góðri hreyfingu og hollu mataræði. Og glaður maður er yfirleitt líka heilbrigðari maður. Heilsugæslan og heimilislæknisfræðin gengur einmitt út á að tengja þessa þætti og orsakir sjúkdómanna saman og reynir að nota hverja heimsókn skjólstæðings til að sjá heildarmyndina. 26.11.2011 09:00 Erlend yfirráð? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Með ákvörðun sinni um að synja félagi Huangs Nubo um leyfi til að kaupa meirihluta í Grímsstöðum á Fjöllum sendir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra alþjóðlegum fjárfestum enn ein bandvitlaus skilaboð af stjórnarheimilinu. Ísland er lokað og athafnamenn með áform um atvinnuuppbyggingu eru óvelkomnir. 26.11.2011 09:00 Evrópudagur sjúkraliða 26. nóvember Kristín Á. Guðmundsdóttir skrifar Hinn 26. nóvember ár hvert er haldinn hátíðlegur Evrópudagur sjúkraliða. Markmið dagsins er að vekja athygli á störfum sjúkraliða hvar sem þeir starfa og minna á nauðsyn slíkrar fagstéttar innan heilbrigðiskerfisins sem einnar af undirstöðum þess. Fagstétt sem alltaf hefur lagt metnað sinn í að sinna störfum sínum af alúð og fagmennsku. Sjúkraliðar starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa auk fjölda þjónustudeilda, hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, félagsþjónustu, læknastofa og skóla svo eitthvað sé nefnt. 26.11.2011 09:00 Merkin sýna verkin Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. 26.11.2011 09:00 Staðreyndir til heimabrúks Efnahagsstefna á Íslandi síðustu áratugina hefur miðað að því að viðhalda hagvexti með opinberum inngripum. Þetta var fyrst og fremst gert með aukinni skuldsetningu ríkissjóðs fram til ársins 1990. Þjóðfélagið var þá í fjötrum vítahrings gengis- og verðlagsbreytinga, sem kölluðu endurtekið á miklar launabreytingar. Á árunum 1980–1990 voru gerðir kjarasamningar sem innifólu um 1.600% launahækkanir. Á þessum tíma var tíðni gengisfellinga mikil og verðbólgan hækkaði því enn meir, sem olli því að kaupmáttur launa féll á sama tíma um 10%. 26.11.2011 09:00 Metanól í bensín - umhverfisvernd á kostnað lýðheilsu? Hjalti Andrason skrifar Hinn 17. nóvember birtist pistill í Fréttablaðinu þar sem vakin var athygli á eituráhrifum metanóls og þeirri hættu sem kann að skapast við íblöndun þess í bensín. Tveimur dögum síðar birti starfsmaður Carbon Recycling International (CRI) sem framleiðir metanól til eldsneytisnotkunar hérlendis, Ómar Sigurbjörnsson, svargrein þar sem fullyrt er að "engin hætta“ sé á ferð. Hér verður farið yfir rök og fullyrðingar CRI og staðreyndir málsins dregnar fram. 26.11.2011 09:00 Sjá næstu 50 greinar
Náum núllpunkti! Már Kristjánsson og Bergþóra Karlsdóttir skrifar Þema alnæmisdagsins 2011 er Náum núllpunkti (Getting to Zero). Það eru samtökin The World AIDS Campaign sem ákvarða þema alnæmisdagsins og í ár beina þau sjónum sínum að útrýmingu dauðsfalla af völdum alnæmis og þannig þrýsta þau á stjórnvöld um víða veröld að auka aðgengi að meðferð. Af 33,3 milljónum HIV-smitaðra í heiminum í dag er talið að 15 milljónir þurfi á ævilangri meðferð að halda. Aðeins þriðjungur þeirra á kost á meðferð. Meginmarkmið samtakanna eru engin nýsmit af HIV, engir fordómar gagnvart HIV-smituðum og engin dauðsföll af völdum alnæmis. Til að ná þessum markmiðum er sett fram eftirfarandi áætlun í 10 liðum fram til ársins 2015: 1.12.2011 06:00
Efasemdir um Vaðlaheiðargöng Hart er deilt um hvort arðsemi verði af Vaðlaheiðargöngum á meðan verið er að reikna allar tölur upp á nýtt miðað við breyttar forsendur. Bent hefur verið á að fyrri arðsemisútreikningar vegna jarðganganna undir heiðina standi á veikum grunni. Þá var gert ráð fyrir lægri framkvæmdakostnaði og enn meiri umferð. Stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga í Norðausturkjördæmi kunna vel til verka þegar þeir berjast gegn fyrirhuguðum Norðfjarðargöngum í þeim tilgangi að afskræma allar staðreyndir um grjóthrunið í Oddskarðsgöngunum. Takmörk eru fyrir því hversu hátt veggjald á hvern bíl má innheimta þegar hafður er í huga heildarfjöldi ökutækja sem fer um Víkurskarðið á sólarhring. 1.12.2011 06:00
Beint lýðræði á Íslandi Lýðræðishallinn á Íslandi birtist í því m.a. að þegar kjörnir fulltrúar setjast í stóla sína, þá gleyma þeir kosningaloforðum sínum. Við verðum að finna nýjar leiðir til þess að kveikja áhuga almennings til stjórnmálaþátttöku. Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill þróa beint lýðræði á Íslandi og tryggja skattgreiðendum aðgang að nýjustu upplýsingum á ódýran og öruggan hátt. 1.12.2011 06:00
Yfirlýsing frá Teiti Atlasyni Teitur Atlason skrifar Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunarmálið, birti í gær yfirlýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann viðurkennir að hafa sent mér nafnlaus SMS sem innihéldu aðdróttanir, furðudylgjur og óra sem vart er hægt að hafa eftir. Málið má rekja til þess að í ágúst var ég nýkominn heim til Gautaborgar eftir frábært frí á Íslandi með fjölskyldu minni. Í því sem ég er eitthvað að nördast á netinu heyri ég dauft píp úr síma sem ég var búinn að pakka ofan í kassa. Ég opna kassann og sé að gamli góði Nokia-hlunkurinn minn er á síðasta strikinu að rembast við að segja mér eitthvað. Jú, tólf ólesin SMS. 1.12.2011 06:00
Af leikskólamálum - önnur útgáfa Sóley Tómasdóttir skrifar Stundum er eins og borgarstjóri átti sig ekki á hlutverki sínu og ábyrgð gagnvart fjármálum borgarinnar. Ég hef ítrekað reynt að kalla fram stefnu eða hugmyndafræði í ráðhúsinu en þar er ekkert slíkt að finna. Meirihlutinn forgangsraðar ekki, heldur hagræðir og sker niður samkvæmt hefðbundnum og gamaldags gildum, þar sem stóru kvennastéttirnar eru látnar taka skelli á meðan annað, harðara og karllægara er látið óáreitt. 30.11.2011 06:00
Truflun Sennilega blöskraði fleirum en mér umfjöllun Kastljóss ríkissjónvarpsins 17. nóv. sl. um Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME); óhætt er að segja að þar hafi verið vegið að starfsheiðri hans og mannhelgi. Skautað var hratt yfir sögu og umfjöllunin í senn ósmekkleg og þvæluleg; fyrr en varði var lagatæknilegu moldviðri þyrlað upp; setningar teknar úr samhengi – myndbirtar og lesnar – m.a. upp úr skýrslu Andra Árnasonar lögmanns sem fenginn var til að meta hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra FME og komst Andri að þeirri niðurstöðu að svo væri. 30.11.2011 06:00
Lífeyriskerfi á traustum grunni? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Í reglugerð um skyldutryggingu lífeyrissjóða er ákvæði um viðmið, eða kröfu eins og það er gjarnan kallað, um ávöxtun sjóðanna. Þetta viðmið er í dag 3,5% og grundvallast útreikningur á lífeyri að nokkru leyti á þessu viðmiði en almennu lífeyrissjóðirnir byggja á þeirri grunnhugsun að hver kynslóð standi undir sínum lífeyrisréttindum. 30.11.2011 06:00
Ósanngjarn niðurskurður Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram: 30.11.2011 06:00
Nýtt valdatafl Magnús Halldórsson skrifar Núna, þremur árum eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins, eru komnar upp kjöraðstæður fyrir myndun nýrrar eignabólu. Vonandi hafa Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn þegar sett upp skilvirka deild innan sinna vébanda sem sinnir aðeins eftirliti með kerfislægum þáttum. 30.11.2011 11:08
Opið bréf til alþingismanna - Hugsum stórt en lítum lágt Örn Bárður Jónsson skrifar Ein frumgáfa mannsins er að greina, flokka og skipa niður. Þroskað þjóðfélag forgangsraðar með siðfræðilegum, heimspekilegum og trúarlegum rökum sem takast á við efnahagsleg rök. 30.11.2011 06:00
Af hákörlum Halldór Auðar Svansson skrifar Sæunn Ólafsdóttir ritaði á þessum vettvangi pistil sem bar titilinn Sniðugar nauðganir. Hann hefur vakið töluverða athygli og farið víða um netheima. Það er fyllilega eðlilegt í ljósi þess að þarna er stungið á ákveðnum kýlum sem því miður er ekki nógu oft stungið á. Höfundur pistilsins sýnir mikið hugrekki með því að opna sig með þessum hætti og vekja þannig þarfa umræðu. Ég ætla að reyna að sýna samsvarandi hugrekki með því að tjá mig um þetta málefni af hreinskilni út frá karllægu sjónarhorni. 30.11.2011 06:00
Skráning stjórnmálaskoðana Haukur Arnþórsson skrifar Fræðimenn hafa skrifað nokkuð um gagnsæi og hlutverk samþættra upplýsinga í samfélaginu og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónuvernd og hafa slík fræði verið kennd við stjórnmáladeild HÍ. Þeir setja gjarnan fram að vega og meta þurfi persónuverndaráhættu í hverju og einu tilviki og hafa til hliðsjónar hlutverk og samfélagslegt gagn persónugreinanlegrar skráningar á upplýsingum. Það er að meta á málefnalegan hátt mikilvægi nýrrar skráningar á móti minni persónuvernd. 30.11.2011 06:00
Heimilisfriður Petrína Ásgeirsdóttir skrifar Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. 30.11.2011 06:00
Íslensk jólatré eru allra hagur Einar Örn Jónsson skrifar Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. 30.11.2011 06:00
Bláfjöll eru á jaðarvatnsverndarsvæði Svar við pistli í Fréttablaðinu Föstudaginn 18.11 eftir Margréti Júlíu, formann umhverfis- og samgöngunefndar, og Guðnýju Dóru, formann skipulagsnefndar Kópavogs. 30.11.2011 06:00
Sögulegt samstöðuleysi kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Alþingi Íslendinga steig það merkilega spor í gær að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Segja má að með því hafi Ísland loks stigið skrefið til fulls, en Ísland hefur viðurkennt fullveldi og sjálfstæði Ísraelsríkis síðan árið 1947. Hitt ríkið sem átti að stofna, sjálfstætt ríki Palestínu, hefur nú fengið stuðning enn eins ríkisins við sjálfsagða kröfu sína um sanngjarna meðferð. 30.11.2011 06:00
Stór stund á Alþingi í gær Steinunn Stefánsdóttir skrifar Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.“ 30.11.2011 06:00
Yfirlýsing Gunnlaugs M. Sigmundssonar Gunnlaugur M. Sigmundsson skrifar Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum rekur undirritaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, bloggara á vef DV. Það var mér og fjölskyldu minni þungbær ákvörðun að höfða það mál, enda gerðum við okkur grein fyrir því að málshöfðunin gæti leitt til þess að kastljósi fjölmiðla yrði um skeið beint að þeim ummælum sem vógu svo þungt að æru minni – með tilheyrandi óþægindum. 30.11.2011 06:00
Af leikskólamálum Jón Gnarr skrifar Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna. 29.11.2011 06:00
Fullnæging skapar nánd Sigga Dögg skrifar Hér hafa tvö mál verið mikið í umræðunni, eitt sem fjallar um dýraníð og annað um mann sem fangelsaður var fyrir ítrekuð brot gegn stjúpdóttur sinni. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að haga sér svona. 29.11.2011 20:00
Bjart er yfir Betlehem Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. 29.11.2011 06:00
Gerræðisleg geðþóttaákvörðun Tryggvi Harðarson skrifar Það kemur mér verulega á óvart að ég virðist vera eini maðurinn sem hef talað máli Huangs Nubo við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um áform Huangs um stórfelda uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Ég átti ágætan um klukkutíma langan fund fyrir um mánuði síðan með innanríkisráðherra, 29.11.2011 06:00
Friðarreglan: særið engan Gunnar Hersveinn skrifar Hvar sem mannshjartað slær, hversu illa sem lífið leikur það, er eitt sem það þráir að forðast: ofbeldi. Þessi ósk hefur, þrátt fyrir allt, búið í hjarta mannkyns frá ómunatíð. Það dýrmætasta í lífinu er oftast falið innan um hversdaglega hluti. Það er hulin fegurð, ekkert prjál og skraut. Fólk líður hjá og enginn tekur eftir því nema sá sem hefur hugrekki til að loka augunum. Hið dýrmæta er á mörkunum. 29.11.2011 06:00
Nokkur orð um vask og lax Óðinn Sigþórsson skrifar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, ritaði grein hér í Fréttablaðið sl. föstudag þar sem hann viðrar hugmyndir sínar um hvernig bæta megi hag ríkissjóðs með aukinni skattlagningu. Í grein hans koma fram áhyggjur af fyrirhuguðum kolefnisskatti á framleiðslu kísiljárns, sjálfsagt í kjölfar umræðna um hættuna á að þessi atvinnuvegur verði þar með skattlagður úr landi. Ég tek undir þau sjónarmið að svo hart er hægt að ganga fram í skattlagningu, að heilu atvinnuvegirnir flýi land. 29.11.2011 06:00
Almannahagsmunir? Þorleifur Gunnlaugsson skrifar Það er ankannalegt að vera Vinstri grænn og tala gegn tillögu sem borin er upp undir merkjum endurvinnslu. En þegar formaður umhverfis- og samgönguráðs, Bestaflokksfulltrúinn Karl Sigurðsson, leggur í þá vegferð að blanda mikilvægu umhverfismáli saman við útvistun og einkavæðingu verður að flokka hismið frá kjarnanum. 29.11.2011 06:00
Palestína - verkin tala Össur Skarphéðinsson skrifar Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. 29.11.2011 06:00
Um gömul refsilög og nýja tækni - dómur Hæstaréttar Róber R. Spanó skrifar Tíminn líður hratt á gervihnattaöld“ var eitt sinn sönglað fyrir Íslands hönd í Júróvisjón. Sá söngur hljómar alla daga á Alþingi því löggjafinn er gjarnan í kappi við tímann. Hraðar samfélagsbreytingar og tækniþróun kalla oft á snör handtök í löggjafarstarfinu. Á þetta sérstaklega við þegar löggjafinn hyggst nota refsingar til að hafa áhrif á breytni manna. Lög þarf hins vegar að túlka eftir samhenginu eins og áður hefur verið umfjöllunarefni á þessari síðu. Það er því ekki útilokað að gömul refsilög geti tekið mið af nýjum aðstæðum. 29.11.2011 09:30
Góð byggðastefna? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra var bent á tvískinnunginn í því að hann synjaði Huang Nubo um undanþágu frá banni við fasteignakaupum útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins, en EES-borgarar gætu keypt jarðir og aðrar fasteignir umyrðalaust, svaraði Ögmundur því til að hann vildi líka setja hömlur á fjárfestingar EES-borgara. 29.11.2011 06:00
Aftarlega á merinni Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Það var undarlegt að uppgötva ljóta tilfinningu, sem kallast öfund, þegar mongólskir reiðmenn þutu um sléttur lands síns á villtum hestum í sjónvarpinu. „Þið eruð að minnsta kosti ekki með bugles,“ hugsaði ég með mér og prófaði að athuga hvort buglesið passaði til að klóra mér í eyranu. 29.11.2011 06:00
Sniðugar nauðganir Sæunn Ólafsdóttir skrifar Fyrir mörgum árum var ég skiptinemi við háskóla í Madríd þar sem ég bjó í tæpt ár. Eitt sinn var mér boðið á kynningarkvöld á skemmtistað í miðborginni þar sem ætlunin var að skiptinemarnir hittust og kynntust betur. Allir fengu afhenta stóra límmiða með nafni og heimalandi til að líma á bringuna. Við drukkum og ræddum heimsmálin, dönsuðum og skemmtum okkur þangað til fleira fólk tók að fylla skemmtistaðinn. Hópurinn minn hafði tvístrast en ákveðið að hittast á bar neðar í götunni. Ég ákvað að bregða mér fyrst á salernið. Það var upptekið. Á meðan ég beið á ganginum fóru framhjá mér þrír menn í hóp. Sá fremsti þeirra gjóaði á mig augunum þegar hann gekk hjá, staðnæmdist og sneri aftur til mín. 28.11.2011 09:00
Sýndargerningar Þórður Snær Júlíusson skrifar Seint í mars 2009 samþykkti þá glænýr fjármálaráðherra að breyta ónýtum skammtímaskuldum nokkurra fjárfestingarbanka í langtímaskuldir á hlægilega lágum vöxtum. Bankarnir hétu VBS, Saga og Askar. Samtals var um að ræða lán upp á 52 milljarða króna. Lög heimiluðu þeim að eignfæra mismuninn á gjafarvöxtunum og markaðsvöxtum, sem voru tíu prósentustigum hærri. Eins og hendi væri veifað var eigið fé þeirra orðið jákvætt. Á pappír. 28.11.2011 11:00
Að hirða arðinn af veiðunum Kristinn H. Gunnarsson skrifar Það leggst illa í LÍÚ að greiða ríkinu gjald fyrir að nýta gjöful fiskimið við landið. Framkvæmdastjóri þess kallar það í grein í Fréttablaðinu að "hirða arðinn af veiðunum“ frá þeim sem skila íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Greiddir voru 90 aurar fyrir hvert kg af makríl í árferði sem fer í annála fyrir methagnað. 28.11.2011 09:00
Nú er horfið Norðurland... Guðmundur Andri Thorsson skrifar Ekki var Hagstofan fyrr búin að birta Þjóðhagsspá (yfirsjón hjá Davíð á sínum tíma að leggja hana ekki niður) þar sem segir að á árinu 2011 verði hagvöxtur í fyrsta sinn frá hruni – sem er mikill sigur fyrir Steingrím J. – en Ögmundur Jónasson brást snarlega við, hrifsaði til sín frétt vikunnar og tilkynnti að kínverski auðmaðurinn og ljóðskáldið Huang Nubo fengi ekki undanþágu frá lögum um fjárfestingar aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin hafði auðvitað legið lengi fyrir en tilkynningartíminn augljóslega vandlega valinn. Í góðsemi vegur þar hver annan… 28.11.2011 10:00
Siðleysi og pólitísk áhætta Magnús Halldórsson skrifar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: "Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig.“ 27.11.2011 09:00
Um „sanna“ karlmennsku Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. 27.11.2011 09:00
Saman erum við STERK gegn vændi Kristbjörg Kona skrifar Þrátt fyrir að langflestir karlmenn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tímann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönnuðu vændiskaup 1999. 26.11.2011 09:15
Hraust þjóð, okkar er valið Oft hættir okkur til að líta á hlutina í of þröngu samhengi, eins og t.d. að líta á hvern sjúkdóm fyrir sig einangraðan frá öðrum sjúkdómum. Þegar í flestum tilfellum sjúkdómarnir eru nátengdir lífsháttum okkar innbyrðis og félagslegu öryggi. Talið er að flesta algengustu og alvarlegustu sjúkdómana megi þannig oftast forðast með góðum lífsstíl, góðri hreyfingu og hollu mataræði. Og glaður maður er yfirleitt líka heilbrigðari maður. Heilsugæslan og heimilislæknisfræðin gengur einmitt út á að tengja þessa þætti og orsakir sjúkdómanna saman og reynir að nota hverja heimsókn skjólstæðings til að sjá heildarmyndina. 26.11.2011 09:00
Erlend yfirráð? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Með ákvörðun sinni um að synja félagi Huangs Nubo um leyfi til að kaupa meirihluta í Grímsstöðum á Fjöllum sendir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra alþjóðlegum fjárfestum enn ein bandvitlaus skilaboð af stjórnarheimilinu. Ísland er lokað og athafnamenn með áform um atvinnuuppbyggingu eru óvelkomnir. 26.11.2011 09:00
Evrópudagur sjúkraliða 26. nóvember Kristín Á. Guðmundsdóttir skrifar Hinn 26. nóvember ár hvert er haldinn hátíðlegur Evrópudagur sjúkraliða. Markmið dagsins er að vekja athygli á störfum sjúkraliða hvar sem þeir starfa og minna á nauðsyn slíkrar fagstéttar innan heilbrigðiskerfisins sem einnar af undirstöðum þess. Fagstétt sem alltaf hefur lagt metnað sinn í að sinna störfum sínum af alúð og fagmennsku. Sjúkraliðar starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa auk fjölda þjónustudeilda, hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, félagsþjónustu, læknastofa og skóla svo eitthvað sé nefnt. 26.11.2011 09:00
Merkin sýna verkin Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbatann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðlegum matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. 26.11.2011 09:00
Staðreyndir til heimabrúks Efnahagsstefna á Íslandi síðustu áratugina hefur miðað að því að viðhalda hagvexti með opinberum inngripum. Þetta var fyrst og fremst gert með aukinni skuldsetningu ríkissjóðs fram til ársins 1990. Þjóðfélagið var þá í fjötrum vítahrings gengis- og verðlagsbreytinga, sem kölluðu endurtekið á miklar launabreytingar. Á árunum 1980–1990 voru gerðir kjarasamningar sem innifólu um 1.600% launahækkanir. Á þessum tíma var tíðni gengisfellinga mikil og verðbólgan hækkaði því enn meir, sem olli því að kaupmáttur launa féll á sama tíma um 10%. 26.11.2011 09:00
Metanól í bensín - umhverfisvernd á kostnað lýðheilsu? Hjalti Andrason skrifar Hinn 17. nóvember birtist pistill í Fréttablaðinu þar sem vakin var athygli á eituráhrifum metanóls og þeirri hættu sem kann að skapast við íblöndun þess í bensín. Tveimur dögum síðar birti starfsmaður Carbon Recycling International (CRI) sem framleiðir metanól til eldsneytisnotkunar hérlendis, Ómar Sigurbjörnsson, svargrein þar sem fullyrt er að "engin hætta“ sé á ferð. Hér verður farið yfir rök og fullyrðingar CRI og staðreyndir málsins dregnar fram. 26.11.2011 09:00