Staðreyndir til heimabrúks 26. nóvember 2011 09:00 Efnahagsstefna á Íslandi síðustu áratugina hefur miðað að því að viðhalda hagvexti með opinberum inngripum. Þetta var fyrst og fremst gert með aukinni skuldsetningu ríkissjóðs fram til ársins 1990. Þjóðfélagið var þá í fjötrum vítahrings gengis- og verðlagsbreytinga, sem kölluðu endurtekið á miklar launabreytingar. Á árunum 1980–1990 voru gerðir kjarasamningar sem innifólu um 1.600% launahækkanir. Á þessum tíma var tíðni gengisfellinga mikil og verðbólgan hækkaði því enn meir, sem olli því að kaupmáttur launa féll á sama tíma um 10%. Svo einkennilegt sem það er nú tala margir um það í dag með söknuði að á þessum árum hafi verkalýðsforingjar gert alvörukjarasamninga. Undir lok þess áratugar voru allir aðilar sammála um að ekki væri lengra komist á þessari braut. Atvinnulífið, og reyndar þjóðfélagið allt, var komið að fótum fram. Þjóðarsátt var gerð, tekin var upp fastgengisstefna og samkomulag náðist um að setja launahækkanir í samhengi við samkeppnisstöðu Íslands. Sameiginlegt átak varð til þess að það tókst að ná 30% verðbólgu á skömmum tíma niður í 2-3%. Undir lok aldarinnar fór að gæta ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að beita auknu aðhaldi lofuðu stjórnmálamenn miklum skattalækkunum í kosningabaráttunni 1999 og þenslan jókst. Ekki tókst að viðhalda fastgengisstefnunni lengur og ákveðið var að láta gengið fljóta. Síðan kom næsta kosningaár 2003 og þá brugðu stjórnmálamennirnir enn á óábyrgan leik og yfirbuðu hver annan. Samið var um stærsta verkefni sem lagt hafði verið í hér á landi – álver og Kárahnjúkavirkjun – og í stað þess að beita sér gegn ofhitnun á hagkerfinu lögðu ríkisstjórnarflokkarnir út í umfangsmestu framkvæmdir í vega- og jarðgangakerfi landsins. Samfara því lækkuðu þeir að auki hátekju- og eignaskatta. Í kosningabaráttunni var lofað umtalsverðri hækkun íbúðalána, keppni brast á um hver gæti farið hæst og lánin ruku upp í 100%. Allur fasteignamarkaðurinn fór á fullt og íbúðaverð rauk upp. Tekjur hins opinbera jukust vitanlega og því fylgdi gríðarleg fjölgun á störfum hjá hinu opinbera. Allar áætlanir stjórnmálamanna miðuðust við að hér myndi allt vaxa áfram til hins óendanlega. Á það var ítrekað bent að niðursveifla myndi koma, þær forsendur sem stjórnmálamenn settu sér gætu ekki annað en endað með ósköpum bæði hjá ríkissjóði og ekki síður hjá sveitarfélögunum. Í stað þess að lækka skatta og auka eyðslu hins opinbera hefði átt að leggja fyrir til fyrirsjáanlegra magurra ára. Seðlabankinn hækkaði vexti til þess að slá á þensluna, en það leiddi til þess að erlent fjármagn streymdi til landsins vegna vaxtamunar. Krónan styrktist og afkoma útflutningsfyrirtækja versnaði, en innflutningur jókst umtalsvert. Einkaneysla fór upp úr þakinu og viðskiptahallinn fór yfir 20%. Árin 2006–2008 voru útflutningstekjur Íslands vegna vöru og þjónustu einungis um 5-7% af gjaldeyrisviðskiptum, hitt var vegna viðskipta þar sem fjárfestar voru að spila með krónuna og nýta sér vaxtamuninn milli Íslands og annarra landa. Á þeim tíma frá því að tekin var upp fastgengisstefna var krónan felld árið 2001 um 25%, árið um 2006 um 20% og svo í Hruninu um 50%. Fram að Hruni voru engar mótvægisaðgerðar kynntar. Hagdeild ASÍ varaði reglubundið við því frá árinu 2005 hvert stefndi. Fram hefur komið að ráðherrar nágrannaþjóða okkar höfðu ítrekað samband við íslensk stjórnvöld, án nokkurs árangurs. Einu viðbrögðin voru að fara í umfangsmiklar kynnisferðir um heiminn og fræða fólk um hið mikla íslenska efnahagsundur. Spárnar rættust því miður og eftir sitja þúsundir Íslendinga í skuldasúpu. Helstu ráð stjórnmálamanna þessa dagana eru að umtalsverð sóknarfæri séu fólgin í því að halda krónunni lágri. Frá Hruni hafa gjaldeyrisskapandi greinar búið við gríðarlegan hagnað og einungis hluti hans er fluttur heim. Segja má að þessi grein sé að greiða hálf laun hér á Íslandi og hinn helmingurinn er lagður inn á erlenda gjaldeyrisreikninga eigenda fyrirtækjanna. Þetta er gert á kostnað íslenskra heimila og þeirra fyrirtækja sem starfa á innanlandsmarkaði. Gríðarleg mismunum á sér stað. Verulegur hluti fyrirtækjanna getur ekki hækkað laun á meðan önnur búa við ofboðslegan hagnað. Nú er spáð innan við 3% árlegum hagvexti næstu ár. Svo lítill hagvöxtur nægir ekki til þess minnka þann slaka sem myndaðist í hagkerfinu í kjölfar Hrunsins. Nýsköpun er mikilvæg til þess að stuðla að sjálfbærum og auknum hagvexti. Þar verður að líta til íslenskra tæknifyrirtækja sem eru að keppa á alþjóðamarkaði, en þau eru að flýja krónulandið hvert á fætur öðru. Þrátt fyrir það lýsir hluti stjórnmálaflokka yfir andstöðu við að breyta þessu ástandi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagsstefna á Íslandi síðustu áratugina hefur miðað að því að viðhalda hagvexti með opinberum inngripum. Þetta var fyrst og fremst gert með aukinni skuldsetningu ríkissjóðs fram til ársins 1990. Þjóðfélagið var þá í fjötrum vítahrings gengis- og verðlagsbreytinga, sem kölluðu endurtekið á miklar launabreytingar. Á árunum 1980–1990 voru gerðir kjarasamningar sem innifólu um 1.600% launahækkanir. Á þessum tíma var tíðni gengisfellinga mikil og verðbólgan hækkaði því enn meir, sem olli því að kaupmáttur launa féll á sama tíma um 10%. Svo einkennilegt sem það er nú tala margir um það í dag með söknuði að á þessum árum hafi verkalýðsforingjar gert alvörukjarasamninga. Undir lok þess áratugar voru allir aðilar sammála um að ekki væri lengra komist á þessari braut. Atvinnulífið, og reyndar þjóðfélagið allt, var komið að fótum fram. Þjóðarsátt var gerð, tekin var upp fastgengisstefna og samkomulag náðist um að setja launahækkanir í samhengi við samkeppnisstöðu Íslands. Sameiginlegt átak varð til þess að það tókst að ná 30% verðbólgu á skömmum tíma niður í 2-3%. Undir lok aldarinnar fór að gæta ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að beita auknu aðhaldi lofuðu stjórnmálamenn miklum skattalækkunum í kosningabaráttunni 1999 og þenslan jókst. Ekki tókst að viðhalda fastgengisstefnunni lengur og ákveðið var að láta gengið fljóta. Síðan kom næsta kosningaár 2003 og þá brugðu stjórnmálamennirnir enn á óábyrgan leik og yfirbuðu hver annan. Samið var um stærsta verkefni sem lagt hafði verið í hér á landi – álver og Kárahnjúkavirkjun – og í stað þess að beita sér gegn ofhitnun á hagkerfinu lögðu ríkisstjórnarflokkarnir út í umfangsmestu framkvæmdir í vega- og jarðgangakerfi landsins. Samfara því lækkuðu þeir að auki hátekju- og eignaskatta. Í kosningabaráttunni var lofað umtalsverðri hækkun íbúðalána, keppni brast á um hver gæti farið hæst og lánin ruku upp í 100%. Allur fasteignamarkaðurinn fór á fullt og íbúðaverð rauk upp. Tekjur hins opinbera jukust vitanlega og því fylgdi gríðarleg fjölgun á störfum hjá hinu opinbera. Allar áætlanir stjórnmálamanna miðuðust við að hér myndi allt vaxa áfram til hins óendanlega. Á það var ítrekað bent að niðursveifla myndi koma, þær forsendur sem stjórnmálamenn settu sér gætu ekki annað en endað með ósköpum bæði hjá ríkissjóði og ekki síður hjá sveitarfélögunum. Í stað þess að lækka skatta og auka eyðslu hins opinbera hefði átt að leggja fyrir til fyrirsjáanlegra magurra ára. Seðlabankinn hækkaði vexti til þess að slá á þensluna, en það leiddi til þess að erlent fjármagn streymdi til landsins vegna vaxtamunar. Krónan styrktist og afkoma útflutningsfyrirtækja versnaði, en innflutningur jókst umtalsvert. Einkaneysla fór upp úr þakinu og viðskiptahallinn fór yfir 20%. Árin 2006–2008 voru útflutningstekjur Íslands vegna vöru og þjónustu einungis um 5-7% af gjaldeyrisviðskiptum, hitt var vegna viðskipta þar sem fjárfestar voru að spila með krónuna og nýta sér vaxtamuninn milli Íslands og annarra landa. Á þeim tíma frá því að tekin var upp fastgengisstefna var krónan felld árið 2001 um 25%, árið um 2006 um 20% og svo í Hruninu um 50%. Fram að Hruni voru engar mótvægisaðgerðar kynntar. Hagdeild ASÍ varaði reglubundið við því frá árinu 2005 hvert stefndi. Fram hefur komið að ráðherrar nágrannaþjóða okkar höfðu ítrekað samband við íslensk stjórnvöld, án nokkurs árangurs. Einu viðbrögðin voru að fara í umfangsmiklar kynnisferðir um heiminn og fræða fólk um hið mikla íslenska efnahagsundur. Spárnar rættust því miður og eftir sitja þúsundir Íslendinga í skuldasúpu. Helstu ráð stjórnmálamanna þessa dagana eru að umtalsverð sóknarfæri séu fólgin í því að halda krónunni lágri. Frá Hruni hafa gjaldeyrisskapandi greinar búið við gríðarlegan hagnað og einungis hluti hans er fluttur heim. Segja má að þessi grein sé að greiða hálf laun hér á Íslandi og hinn helmingurinn er lagður inn á erlenda gjaldeyrisreikninga eigenda fyrirtækjanna. Þetta er gert á kostnað íslenskra heimila og þeirra fyrirtækja sem starfa á innanlandsmarkaði. Gríðarleg mismunum á sér stað. Verulegur hluti fyrirtækjanna getur ekki hækkað laun á meðan önnur búa við ofboðslegan hagnað. Nú er spáð innan við 3% árlegum hagvexti næstu ár. Svo lítill hagvöxtur nægir ekki til þess minnka þann slaka sem myndaðist í hagkerfinu í kjölfar Hrunsins. Nýsköpun er mikilvæg til þess að stuðla að sjálfbærum og auknum hagvexti. Þar verður að líta til íslenskra tæknifyrirtækja sem eru að keppa á alþjóðamarkaði, en þau eru að flýja krónulandið hvert á fætur öðru. Þrátt fyrir það lýsir hluti stjórnmálaflokka yfir andstöðu við að breyta þessu ástandi til framtíðar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun