Metanól í bensín - umhverfisvernd á kostnað lýðheilsu? Hjalti Andrason skrifar 26. nóvember 2011 09:00 Hinn 17. nóvember birtist pistill í Fréttablaðinu þar sem vakin var athygli á eituráhrifum metanóls og þeirri hættu sem kann að skapast við íblöndun þess í bensín. Tveimur dögum síðar birti starfsmaður Carbon Recycling International (CRI) sem framleiðir metanól til eldsneytisnotkunar hérlendis, Ómar Sigurbjörnsson, svargrein þar sem fullyrt er að „engin hætta" sé á ferð. Hér verður farið yfir rök og fullyrðingar CRI og staðreyndir málsins dregnar fram. Bráða- eða langtímaáhrif?Nær öll rök í svargrein starfsmanns CRI eru tekin orðrétt úr skýrslu þar sem útgangspunkturinn er að kynna metanól sem mögulegan orkugjafa fyrir bandaríska orkumálaráðuneytið. Þau rök byggja á rannsókn sem skoðar hversu stóran skammt þarf til að drepa nagdýr. Þessi umræða snýst ekki um bráð eituráhrif heldur um hver hugsanleg skammtíma- og langtímaáhrif þess að anda að sér metanóli eru. Skýrsluhöfundarnir benda á þetta vandkvæði í skýrslunni: Þeir segja að „erfitt sé að mæla heilsuspillandi áhrif efnanna í lágum styrkjum" og „að metanól geti valdið blindu og öðrum taugaeinkennum í hlutfallslega litlum skömmtum, á meðan langtum stærri skammtar eru nauðsynlegir til að valda dauða". Skaðsemi metanólsStarfsmaður CRI fullyrðir að „eituráhrif metanóls eru engu meiri en annars eldsneytis sem ætlað er að koma í stað bensíns og dísilolíu". Rafmagn og vetni valda engum eituráhrifum. Metan framleiðir hvert einasta spendýr jarðar í stórum stíl í meltingarfærum sínum. Etanól þekkjum við m.a. sem vímugjafann í áfengi. 80 kílóa maður þarf að drekka 720 ml af hreinu etanóli til að deyja. Í samanburði getur eins lítið og 30 ml neysla á metanóli valdið dauða, auk þess að valda varanlegri blindu í smærri skömmtum. Fullyrðing starfsmannsins er því röng. Staðhæfing starfsmannsins að „mannslíkamanum stafi engin hætta af litlu magni af metanóli líkt og kynni að vera til staðar í bensíngufum á bensínstöð" er alfarið órökstudd. Ef þetta er rétt er ekki hægt annað en að spyrja sig af hverju íblöndun metanóls var bönnuð með lögum í Kaliforníu og þar tekið fram að efnið verði ekki leyft nema að „sýnt sé fram á að notkun efnisins hafi ekki marktæk skaðleg áhrif á lýðheilsu eða umhverfið". Sömuleiðis að tilraunir með íblöndun metanóls í Brasilíu hafi verið stöðvaðar í byrjun 10. áratugarins vegna heilsuspillandi áhrifa en íblöndun etanóls haldið áfram. Ef efnið er skaðlaust, af hverju er magn þess takmarkað við <3% í Evrópureglum þegar hægt er að knýja bíla á 85% metanólblöndu? Ástæður fyrir íblöndun í bensínStarfsmaður CRI heldur því fram að það sé fjarri sanni að hætt hafi verið við áform um íblöndun metanóls af heilsufarslegum ástæðum heldur hafi það verið af efnahagslegum ástæðum og er það eina leiðrétting á rangfærslu í svargrein hans sem ber þó heitið "leiðréttar rangfærslur". Leiðréttingin er hins vegar óþörf. Það eru einmitt efnahagslegar ástæður sem hafa verið drifkraftur metanólvæðingar. Tökum eina landið sem notar metanól í miklu magni, Kína. Framleiðsla á metanóli úr kolum í Kína var 2-3 sinnum ódýrari en fyrir sama orkumagn úr olíu áður en nýleg hækkun olíuverðs kom til. Þess má geta að þar er framleiðsla etanóls úr korni bönnuð til að tryggja fæðuframboð og því ekki valkostur. Kjarni málsinsStaðreyndirnar eru þessar. Metanól er heilsuspillandi efni með hraða uppgufun sem kemur til með að gera bensín hættulegra starfsfólki og viðskiptavinum olíufélaganna í beinu hlutfalli við hve mikið af því er blandað í eldsneyti. Efnið kemst auðveldlega inn í líkamann við innöndun og veldur fósturskaða í mun lægri styrkjum en nauðsynlegir eru til að framkalla einkenni í fullorðnum skv. rannsóknum bandarísku heilbrigðismálastofnunarinnar. Metanól er lyktarlaust nema í háum styrkjum og framkallar eituráhrif 8-24 klst. eftir snertingu við efnið, sem þýðir að erfitt er að sýna fram á orsakatengsl milli innöndunar metanóls og heilsuspillandi áhrifa á fólk. Þar sem metanól hefur verið notað í stórum stíl, sem er eingöngu í Kína, hefur það verið gert af illri nauðsyn vegna efnahagslegra ástæðna og skorts á öðrum úrræðum. Þrátt fyrir mikla þörf á að finna aðra orkugjafa er metanól ekki sú draumalausn sem markaðssetning þess hérlendis gefur til kynna. Horft hefur verið framhjá stærsta galla efnisins og tréspírinn markaðssettur eingöngu undir formerkjum umhverfisverndar sem "vistvænt metanól" sem fylgir "engin hætta" skv. framleiðanda. Metanól er ólíkt etanóli og metan þó að orðin hljómi lík. Hin síðarnefndu eru raunhæfir kostir til að leysa olíu af hólmi. Metanól er það ekki og er íblöndun þess í bensín varhugaverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 17. nóvember birtist pistill í Fréttablaðinu þar sem vakin var athygli á eituráhrifum metanóls og þeirri hættu sem kann að skapast við íblöndun þess í bensín. Tveimur dögum síðar birti starfsmaður Carbon Recycling International (CRI) sem framleiðir metanól til eldsneytisnotkunar hérlendis, Ómar Sigurbjörnsson, svargrein þar sem fullyrt er að „engin hætta" sé á ferð. Hér verður farið yfir rök og fullyrðingar CRI og staðreyndir málsins dregnar fram. Bráða- eða langtímaáhrif?Nær öll rök í svargrein starfsmanns CRI eru tekin orðrétt úr skýrslu þar sem útgangspunkturinn er að kynna metanól sem mögulegan orkugjafa fyrir bandaríska orkumálaráðuneytið. Þau rök byggja á rannsókn sem skoðar hversu stóran skammt þarf til að drepa nagdýr. Þessi umræða snýst ekki um bráð eituráhrif heldur um hver hugsanleg skammtíma- og langtímaáhrif þess að anda að sér metanóli eru. Skýrsluhöfundarnir benda á þetta vandkvæði í skýrslunni: Þeir segja að „erfitt sé að mæla heilsuspillandi áhrif efnanna í lágum styrkjum" og „að metanól geti valdið blindu og öðrum taugaeinkennum í hlutfallslega litlum skömmtum, á meðan langtum stærri skammtar eru nauðsynlegir til að valda dauða". Skaðsemi metanólsStarfsmaður CRI fullyrðir að „eituráhrif metanóls eru engu meiri en annars eldsneytis sem ætlað er að koma í stað bensíns og dísilolíu". Rafmagn og vetni valda engum eituráhrifum. Metan framleiðir hvert einasta spendýr jarðar í stórum stíl í meltingarfærum sínum. Etanól þekkjum við m.a. sem vímugjafann í áfengi. 80 kílóa maður þarf að drekka 720 ml af hreinu etanóli til að deyja. Í samanburði getur eins lítið og 30 ml neysla á metanóli valdið dauða, auk þess að valda varanlegri blindu í smærri skömmtum. Fullyrðing starfsmannsins er því röng. Staðhæfing starfsmannsins að „mannslíkamanum stafi engin hætta af litlu magni af metanóli líkt og kynni að vera til staðar í bensíngufum á bensínstöð" er alfarið órökstudd. Ef þetta er rétt er ekki hægt annað en að spyrja sig af hverju íblöndun metanóls var bönnuð með lögum í Kaliforníu og þar tekið fram að efnið verði ekki leyft nema að „sýnt sé fram á að notkun efnisins hafi ekki marktæk skaðleg áhrif á lýðheilsu eða umhverfið". Sömuleiðis að tilraunir með íblöndun metanóls í Brasilíu hafi verið stöðvaðar í byrjun 10. áratugarins vegna heilsuspillandi áhrifa en íblöndun etanóls haldið áfram. Ef efnið er skaðlaust, af hverju er magn þess takmarkað við <3% í Evrópureglum þegar hægt er að knýja bíla á 85% metanólblöndu? Ástæður fyrir íblöndun í bensínStarfsmaður CRI heldur því fram að það sé fjarri sanni að hætt hafi verið við áform um íblöndun metanóls af heilsufarslegum ástæðum heldur hafi það verið af efnahagslegum ástæðum og er það eina leiðrétting á rangfærslu í svargrein hans sem ber þó heitið "leiðréttar rangfærslur". Leiðréttingin er hins vegar óþörf. Það eru einmitt efnahagslegar ástæður sem hafa verið drifkraftur metanólvæðingar. Tökum eina landið sem notar metanól í miklu magni, Kína. Framleiðsla á metanóli úr kolum í Kína var 2-3 sinnum ódýrari en fyrir sama orkumagn úr olíu áður en nýleg hækkun olíuverðs kom til. Þess má geta að þar er framleiðsla etanóls úr korni bönnuð til að tryggja fæðuframboð og því ekki valkostur. Kjarni málsinsStaðreyndirnar eru þessar. Metanól er heilsuspillandi efni með hraða uppgufun sem kemur til með að gera bensín hættulegra starfsfólki og viðskiptavinum olíufélaganna í beinu hlutfalli við hve mikið af því er blandað í eldsneyti. Efnið kemst auðveldlega inn í líkamann við innöndun og veldur fósturskaða í mun lægri styrkjum en nauðsynlegir eru til að framkalla einkenni í fullorðnum skv. rannsóknum bandarísku heilbrigðismálastofnunarinnar. Metanól er lyktarlaust nema í háum styrkjum og framkallar eituráhrif 8-24 klst. eftir snertingu við efnið, sem þýðir að erfitt er að sýna fram á orsakatengsl milli innöndunar metanóls og heilsuspillandi áhrifa á fólk. Þar sem metanól hefur verið notað í stórum stíl, sem er eingöngu í Kína, hefur það verið gert af illri nauðsyn vegna efnahagslegra ástæðna og skorts á öðrum úrræðum. Þrátt fyrir mikla þörf á að finna aðra orkugjafa er metanól ekki sú draumalausn sem markaðssetning þess hérlendis gefur til kynna. Horft hefur verið framhjá stærsta galla efnisins og tréspírinn markaðssettur eingöngu undir formerkjum umhverfisverndar sem "vistvænt metanól" sem fylgir "engin hætta" skv. framleiðanda. Metanól er ólíkt etanóli og metan þó að orðin hljómi lík. Hin síðarnefndu eru raunhæfir kostir til að leysa olíu af hólmi. Metanól er það ekki og er íblöndun þess í bensín varhugaverð.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar