Hraust þjóð, okkar er valið 26. nóvember 2011 09:00 Oft hættir okkur til að líta á hlutina í of þröngu samhengi, eins og t.d. að líta á hvern sjúkdóm fyrir sig einangraðan frá öðrum sjúkdómum. Þegar í flestum tilfellum sjúkdómarnir eru nátengdir lífsháttum okkar innbyrðis og félagslegu öryggi. Talið er að flesta algengustu og alvarlegustu sjúkdómana megi þannig oftast forðast með góðum lífsstíl, góðri hreyfingu og hollu mataræði. Og glaður maður er yfirleitt líka heilbrigðari maður. Heilsugæslan og heimilislæknisfræðin gengur einmitt út á að tengja þessa þætti og orsakir sjúkdómanna saman og reynir að nota hverja heimsókn skjólstæðings til að sjá heildarmyndina. Sjúklingarnir streyma hins vegar á læknavaktir og bráðamóttökur á kvöldin og um helgar í þeirri von að fá skyndilausn við aðsteðjandi vanda. Á sama tíma og heilsugæsluna vantar meiri tíma á daginn til að sinna skjólstæðingum sínum betur. Ekki síst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu þar sem mikil vöntun er á heimilislæknum og öðru sérþjálfuðu starfsliði. Heilsugæslu sem býður frekar upp á varanlegri lausnir, fræðslu og eftirfylgd með einkennum, í stað skyndilausna. Heimurinn er alltaf að verða flóknari að lifa í og hraðinn í nútímaþjóðfélaginu eykst sífellt. Margir hafa velt fyrir sér mannlegri getu að tileinka sér endalausar nýjungar daglegs lífs og hvar þolmörkin eiginlega liggja. Áreitið er endalaust og sífellt er aukin krafa að vinna hraðar og meira. Á tímum sem búið var að spá fyrir að öll tæknin myndi spara okkur ómældan tíma, þyrftum að vinna minna og fengjum meiri tíma til að hugsa um okkur sjálf. Stressið og álagið samt aldrei meira og oft vitum við ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Við gleymum oft þörfum okkar sjálfra, náungans og jafnvel þeirra sem okkur eru kærust. Samskiptin í auknu mæli rafræn, í stað augliti til auglits. Lyfjaávísanir eru líka í vissum skilningi gengnar læknum úr höndum og oft orðnar hálf sjálfvirkar. Eftir pöntun með tölvusamskiptum eða gegnum þriðja aðila til að spara læknunum tíma. Eins er nú rætt um að veita hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum lyfjaávísanaleyfi á hormónalyf, með tillögu að breytingum á lyfjalögum. Á sama tíma og ekki einu sinni heimilislæknirinn hefur síðan aðgang í „lyfjagátt“ apótekanna til að taka þar til og leiðrétta ofskammtanir eða til að reyna að koma í veg fyrir hugsanlegar milliverkanir lyfja sem sjúklingarnir hafa fengið, héðan og þaðan. Kostnaður við heilbrigðiskerfið hefur náð nýjum hæðum og hefur í reynd tugfaldast á ekki svo mörgum árum. Á sama tíma sem lyfjaiðnaðurinn hefur farið offari á mörgum sviðum og ofmetið árangur algengustu lyfjameðferðanna. Lyfjameðferðir sem í upphafi voru aðeins ætlaðar fáum, en sem síðan voru yfirfærðar fyrir sem flesta. En í raun getum við oft haft meiri áhrif á heilsuna okkar í dag en flestar lyfjameðferðir gera, ef við hugsum dæmið tímalega. Allt stefnir hins vegar í að offita, og bróðir hennar, sykursýkin, muni að öllu óbreyttu, með aukinni tíðni og afleiddum sjúkdómum, geta orðið heilbrigðiskerfinu ofviða vegna kostnaðar. Forgangsraða þarf þá upp á nýtt og hætt við að margt að því sem okkur finnst svo sjálfsagt í dag, verði einfaldlega ekki í boði. Heilsa barnanna okkar er mest undir okkur sjálfum komin ásamt góðri heilsuvernd. Og hvergi fæðast börnin heilbrigðari en á Íslandi. En börnin þurfa góðan tíma með foreldrum sínum. Leikskólar og dagmömmur geta aldrei komið í stað foreldra. Samvera, tjáning og góð næring á fyrstu aldursárunum, skapar þá sjálfsímynd og heilsu sem við viljum að börnin fái í veganesti til framtíðar. Börn þurfa ekki síður að fá að vera heima í rólegheitunum þegar þau eru veik með pestirnar sínar. Ekki að þau fái sýklalyf á skyndivöktunum í þeirri trú að þau komist fyrr í leikskólann. Passa þarf líka betur upp á næringu þeirra, nauðsynlegustu vítamín og tennurnar. Miklar tannskemmdir og endurteknar eyrnabólgur vegna spillingar á sýklaflóru þeirra er mikið okkur sjálfum að kenna og í raun til skammar. Svo hefur allt of lengi verið. Það er vissulega alltaf von að heilbrigðisyfirvöld sjái ljósið við enda öngstrætisins, þar sem kostnaðurinn er farinn að verða í öfugu hlutfalli við árangurinn í heilbrigðisþjónustunni. Að þau sjái vandamálin í víðara samhengi. Hugmyndafræði heimilislæknisfræðinnar gerir það vissulega og sérfræðingar í heimilislækningum eiga að vera sérþjálfaðir í að leiða teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks og tengja saman mikilvægustu þættina sem hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu skjólstæðinganna. Ekki síst þá sem tengjast fjölskyldunni og vinnunni. Þannig má líka segja að litið sé meira til persónunnar í heild sinni, en einstakra sjúkóma sem hún ber hverju sinni. Heilbrigðisyfirvöld geta svo sannarlega sparað mikið og fjárfest vel til framtíðar ef þau nýta sér þessa sérþekkingu vel í grasrótinni. Við öll, og ekki síst foreldrar landsins, eigum skilið að fá tækifæri til að hugsa betur um okkur sjálf og börnin okkar. Líka gamla fólkið. Fá meiri tíma til að vera saman. En við þurfum hjálp frá heilbrigðiskerfinu. Ekkert síður frá fjölþættri þjónustu heilsugæslunnar, en hátæknilækningunum þegar mest liggur við. Ekkert síður félagsráðgjöf og sálfræðihjálp, en hjúkrun og almennum lækningum. Með meiri heildrænni sýn á vanda fólks en verið hefur. Með þeirri sýn og meiri áherslu á atferli mannsins verða væntanlega leiddar fram mestu framfarirnar í læknisfræðinni á næstu áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Oft hættir okkur til að líta á hlutina í of þröngu samhengi, eins og t.d. að líta á hvern sjúkdóm fyrir sig einangraðan frá öðrum sjúkdómum. Þegar í flestum tilfellum sjúkdómarnir eru nátengdir lífsháttum okkar innbyrðis og félagslegu öryggi. Talið er að flesta algengustu og alvarlegustu sjúkdómana megi þannig oftast forðast með góðum lífsstíl, góðri hreyfingu og hollu mataræði. Og glaður maður er yfirleitt líka heilbrigðari maður. Heilsugæslan og heimilislæknisfræðin gengur einmitt út á að tengja þessa þætti og orsakir sjúkdómanna saman og reynir að nota hverja heimsókn skjólstæðings til að sjá heildarmyndina. Sjúklingarnir streyma hins vegar á læknavaktir og bráðamóttökur á kvöldin og um helgar í þeirri von að fá skyndilausn við aðsteðjandi vanda. Á sama tíma og heilsugæsluna vantar meiri tíma á daginn til að sinna skjólstæðingum sínum betur. Ekki síst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu þar sem mikil vöntun er á heimilislæknum og öðru sérþjálfuðu starfsliði. Heilsugæslu sem býður frekar upp á varanlegri lausnir, fræðslu og eftirfylgd með einkennum, í stað skyndilausna. Heimurinn er alltaf að verða flóknari að lifa í og hraðinn í nútímaþjóðfélaginu eykst sífellt. Margir hafa velt fyrir sér mannlegri getu að tileinka sér endalausar nýjungar daglegs lífs og hvar þolmörkin eiginlega liggja. Áreitið er endalaust og sífellt er aukin krafa að vinna hraðar og meira. Á tímum sem búið var að spá fyrir að öll tæknin myndi spara okkur ómældan tíma, þyrftum að vinna minna og fengjum meiri tíma til að hugsa um okkur sjálf. Stressið og álagið samt aldrei meira og oft vitum við ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Við gleymum oft þörfum okkar sjálfra, náungans og jafnvel þeirra sem okkur eru kærust. Samskiptin í auknu mæli rafræn, í stað augliti til auglits. Lyfjaávísanir eru líka í vissum skilningi gengnar læknum úr höndum og oft orðnar hálf sjálfvirkar. Eftir pöntun með tölvusamskiptum eða gegnum þriðja aðila til að spara læknunum tíma. Eins er nú rætt um að veita hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum lyfjaávísanaleyfi á hormónalyf, með tillögu að breytingum á lyfjalögum. Á sama tíma og ekki einu sinni heimilislæknirinn hefur síðan aðgang í „lyfjagátt“ apótekanna til að taka þar til og leiðrétta ofskammtanir eða til að reyna að koma í veg fyrir hugsanlegar milliverkanir lyfja sem sjúklingarnir hafa fengið, héðan og þaðan. Kostnaður við heilbrigðiskerfið hefur náð nýjum hæðum og hefur í reynd tugfaldast á ekki svo mörgum árum. Á sama tíma sem lyfjaiðnaðurinn hefur farið offari á mörgum sviðum og ofmetið árangur algengustu lyfjameðferðanna. Lyfjameðferðir sem í upphafi voru aðeins ætlaðar fáum, en sem síðan voru yfirfærðar fyrir sem flesta. En í raun getum við oft haft meiri áhrif á heilsuna okkar í dag en flestar lyfjameðferðir gera, ef við hugsum dæmið tímalega. Allt stefnir hins vegar í að offita, og bróðir hennar, sykursýkin, muni að öllu óbreyttu, með aukinni tíðni og afleiddum sjúkdómum, geta orðið heilbrigðiskerfinu ofviða vegna kostnaðar. Forgangsraða þarf þá upp á nýtt og hætt við að margt að því sem okkur finnst svo sjálfsagt í dag, verði einfaldlega ekki í boði. Heilsa barnanna okkar er mest undir okkur sjálfum komin ásamt góðri heilsuvernd. Og hvergi fæðast börnin heilbrigðari en á Íslandi. En börnin þurfa góðan tíma með foreldrum sínum. Leikskólar og dagmömmur geta aldrei komið í stað foreldra. Samvera, tjáning og góð næring á fyrstu aldursárunum, skapar þá sjálfsímynd og heilsu sem við viljum að börnin fái í veganesti til framtíðar. Börn þurfa ekki síður að fá að vera heima í rólegheitunum þegar þau eru veik með pestirnar sínar. Ekki að þau fái sýklalyf á skyndivöktunum í þeirri trú að þau komist fyrr í leikskólann. Passa þarf líka betur upp á næringu þeirra, nauðsynlegustu vítamín og tennurnar. Miklar tannskemmdir og endurteknar eyrnabólgur vegna spillingar á sýklaflóru þeirra er mikið okkur sjálfum að kenna og í raun til skammar. Svo hefur allt of lengi verið. Það er vissulega alltaf von að heilbrigðisyfirvöld sjái ljósið við enda öngstrætisins, þar sem kostnaðurinn er farinn að verða í öfugu hlutfalli við árangurinn í heilbrigðisþjónustunni. Að þau sjái vandamálin í víðara samhengi. Hugmyndafræði heimilislæknisfræðinnar gerir það vissulega og sérfræðingar í heimilislækningum eiga að vera sérþjálfaðir í að leiða teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks og tengja saman mikilvægustu þættina sem hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu skjólstæðinganna. Ekki síst þá sem tengjast fjölskyldunni og vinnunni. Þannig má líka segja að litið sé meira til persónunnar í heild sinni, en einstakra sjúkóma sem hún ber hverju sinni. Heilbrigðisyfirvöld geta svo sannarlega sparað mikið og fjárfest vel til framtíðar ef þau nýta sér þessa sérþekkingu vel í grasrótinni. Við öll, og ekki síst foreldrar landsins, eigum skilið að fá tækifæri til að hugsa betur um okkur sjálf og börnin okkar. Líka gamla fólkið. Fá meiri tíma til að vera saman. En við þurfum hjálp frá heilbrigðiskerfinu. Ekkert síður frá fjölþættri þjónustu heilsugæslunnar, en hátæknilækningunum þegar mest liggur við. Ekkert síður félagsráðgjöf og sálfræðihjálp, en hjúkrun og almennum lækningum. Með meiri heildrænni sýn á vanda fólks en verið hefur. Með þeirri sýn og meiri áherslu á atferli mannsins verða væntanlega leiddar fram mestu framfarirnar í læknisfræðinni á næstu áratugum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun