Að hirða arðinn af veiðunum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2011 09:00 Það leggst illa í LÍÚ að greiða ríkinu gjald fyrir að nýta gjöful fiskimið við landið. Framkvæmdastjóri þess kallar það í grein í Fréttablaðinu að „hirða arðinn af veiðunum“ frá þeim sem skila íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Greiddir voru 90 aurar fyrir hvert kg af makríl í árferði sem fer í annála fyrir methagnað. Flaggskip íslenskrar útgerðar, Samherji, greiddi sjálfviljugt færeyska landssjóðnum í útboði 100 kr. fyrir veiðirétt í þeirra lögsögu og græddi væntanlega samt. Varla verður það kallað að hirða arðinn af veiðunum. Færeyingar fengu 19 sinnum meira í veiðigjald af hverju kg en umbjóðendur LÍÚ greiddu í ríkissjóð. Ef sama hefði verið greitt hér hefði ríkið fengið 2,7 milljarða króna í stað 140 mkr. Ef kvótinn hefði verið boðinn upp þá hefðu útvegsmenn greitt það sem þeir treystu sér til. Samherji verðlagði réttinn, færeyski makríllinn var seldur sem unnin afurð á sömu erlendu mörkuðum og sá íslenski og fyrir hann fékkst sambærilegt verð. Mat mitt um 9 milljarða kr. fyrir veiðiréttinn, að því gefnu að fjórðungur kvótans hefði verið boðinn upp, hefur frekar styrkst með nýjum upplýsingum um mun hærra verð á erlendum mörkuðum en miðað hefur verið við. En LÍÚ hefur þegar lagt línurnar. Vaxandi hluta kvótans veiða útvegsmenn ekki sjálfir heldur leigja öðrum á markaði gegn gjaldi til sín. Þá hirða umbjóðendur framkvæmdastjóra LÍÚ allan arð af veiðunum og telja það eðlilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var meðalleiguverðið á þorski síðasta fiskveiðiár 292 kr/kg. Af því greiddu útvegsmennirnir aðeins 6,44 kr. til ríkisins. Afganginn hirtu þeir í eigin vasa án nokkurs útgerðarkostnaðar. LÍÚ á að skammast sín fyrir það að bera blak af þessari taumlausu græðgi. Það er mikill hagnaður á hverju ári af fiskveiðum umfram rekstrarkostnað og eðlilegan hagnað. Fjárhæðin er 35-45 milljarðar króna. Ætla má að ríkið fengi þessa fjárhæð að miklu leyti, ef veiðiheimildum væri ráðstafað á markaði beint til þeirra sem veiða. Óþarfi er að hafa milliliði. 71% kjósenda vill fara þá leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Það leggst illa í LÍÚ að greiða ríkinu gjald fyrir að nýta gjöful fiskimið við landið. Framkvæmdastjóri þess kallar það í grein í Fréttablaðinu að „hirða arðinn af veiðunum“ frá þeim sem skila íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Greiddir voru 90 aurar fyrir hvert kg af makríl í árferði sem fer í annála fyrir methagnað. Flaggskip íslenskrar útgerðar, Samherji, greiddi sjálfviljugt færeyska landssjóðnum í útboði 100 kr. fyrir veiðirétt í þeirra lögsögu og græddi væntanlega samt. Varla verður það kallað að hirða arðinn af veiðunum. Færeyingar fengu 19 sinnum meira í veiðigjald af hverju kg en umbjóðendur LÍÚ greiddu í ríkissjóð. Ef sama hefði verið greitt hér hefði ríkið fengið 2,7 milljarða króna í stað 140 mkr. Ef kvótinn hefði verið boðinn upp þá hefðu útvegsmenn greitt það sem þeir treystu sér til. Samherji verðlagði réttinn, færeyski makríllinn var seldur sem unnin afurð á sömu erlendu mörkuðum og sá íslenski og fyrir hann fékkst sambærilegt verð. Mat mitt um 9 milljarða kr. fyrir veiðiréttinn, að því gefnu að fjórðungur kvótans hefði verið boðinn upp, hefur frekar styrkst með nýjum upplýsingum um mun hærra verð á erlendum mörkuðum en miðað hefur verið við. En LÍÚ hefur þegar lagt línurnar. Vaxandi hluta kvótans veiða útvegsmenn ekki sjálfir heldur leigja öðrum á markaði gegn gjaldi til sín. Þá hirða umbjóðendur framkvæmdastjóra LÍÚ allan arð af veiðunum og telja það eðlilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var meðalleiguverðið á þorski síðasta fiskveiðiár 292 kr/kg. Af því greiddu útvegsmennirnir aðeins 6,44 kr. til ríkisins. Afganginn hirtu þeir í eigin vasa án nokkurs útgerðarkostnaðar. LÍÚ á að skammast sín fyrir það að bera blak af þessari taumlausu græðgi. Það er mikill hagnaður á hverju ári af fiskveiðum umfram rekstrarkostnað og eðlilegan hagnað. Fjárhæðin er 35-45 milljarðar króna. Ætla má að ríkið fengi þessa fjárhæð að miklu leyti, ef veiðiheimildum væri ráðstafað á markaði beint til þeirra sem veiða. Óþarfi er að hafa milliliði. 71% kjósenda vill fara þá leið.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun