Fleiri fréttir

Peningana vantar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Stjórnendur Landspítalans taka þessa dagana óvinsælar og erfiðar ákvarðanir um sparnað í rekstri spítalans. Tilkynnt hefur verið að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verði lokað um áramótin og sjúklingunum dreift á aðrar deildir spítalans. Þá hefur verið ákveðið að loka réttargeðdeildinni á Sogni í Ölfusi og flytja starfsemina að Kleppi í Reykjavík.

Dagurinn minn

Ég fer í kirkjuna mína í dag og verð vitni að því þegar yndislegt barn er borið fram til blessunar. Mér dettur í hug kort sem ég fékk fyrir nokkru frá elskulegum foreldrum, sem á stóð: „Children are always the only future the human race has. Teach them well.“ Sannarlega er engin framtíð án barna og skiptir máli hvað fyrir þeim er haft.

Á að kasta Perlu fyrir svín?

Friðrik Haraldsson skrifar

Nýlega hrökk ég upp við vondan draum um að selja ætti Perluna í Reykjavík. Þangað hef ég um árabil farið sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn til að þeir geti á einum stað kynnst borginni, fengið sér í gogginn, keypt minjagripi, séð Sögusýningu og heillast af fögru útsýni ásamt því að fá upplýsingar um allt sem fyrir augu ber á fimm tungumálum. Mér skilst að 600.000 gestir komi í Perluna á ári. Mætti ætla að það væri nokkurs virði.

Bankar og fólk

Þorvaldur Gylfason skrifar

Bankar eru til margra hluta nytsamlegir, mikil ósköp, en þeir geta jafnframt verið hættulegir. Það stafar af því, að stórir bankar geta umfram flest önnur fyrirtæki valdið saklausu fólki skakkaföllum, ef þeim hlekkist á. Bankakreppa getur jafnvel valdið efnahagshruni eins og dæmin sanna. Þess vegna ríður á, að eignarhaldi banka sé vel skipað og þeim stjórni hæft og heiðarlegt fólk. Í mörgum löndum og einnig á Íslandi gera lögin sérstakar hæfiskröfur til eigenda banka og annarra fjármálafyrirtækja.

Ísland verði grænt hagkerfi í fremstu röð

Skúli Helgason skrifar

Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi.

Forsendur meirihluta sveitarstjórnar Voga út úr korti

Núverandi meirihluti sveitarstjórnar Voga hefur byggt afstöðu sína um að háspennulínur þær sem Landsnet hyggst reisa skuli leggja í jörð að stórum hluta á greinargerð Almennu verkfræðistofunnar (AV) sem gerð var í mars 2008, eins og meðal annars kemur fram í frétt RÚV í kvöldfréttum sjónvarps, 11. október sl.

Berjumst fyrir bókina!

Fyrir skömmu birtust þau uggvænlegu tíðindi á forsíðu Fréttablaðsins að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Tæp 25% – þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna á sama aldri. Hrikalegt! hugsaði ég með sjálfum mér þegar ég las fréttina. Og ég spurði sjálfan mig í framhaldinu; afhverju er lesskilningur barnanna svona slakur?

Hvar, hvenær og hvernig skal stunda kynlíf

Sigga Dögg skrifar

Ég er með smá áhyggjur sem tengjast kviðverk og kynlífi. Síðast þegar ég fór til kvensjúkdómalæknis var mér sagt að allt væri í lagi, en núna er ég farin að finna fyrir verkjum í ákveðnum stellingum og finnst best að gera "trúbbann“ því þá finn ég minna til.

„Vesæla land“

Sverrir Hermannsson skrifar

Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“

Um fjárveitingar til rannsókna á mataræði og heilsu á Íslandi

Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar næringu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stofunnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefnaskorti og hættu á ofgnótt og eitrunum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi.

Bókasöfn án fagfólks

Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðnari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum landsins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heimsókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og rannsóknabókasöfn.

Óskynsamleg menningar- og efnahagspólitík

Hilmar Sigurðsson skrifar

Árið 2006 var undirritað samkomulag milli fjármálaráðherra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvikmyndagerð hinsvegar. Samkomulagið gerði ráð fyrir uppbyggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samningur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlanir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á.

Upp úr kviksyndinu?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði góða grein hér í blaðið í gær um þá sjálfsblekkingu, sem alltof margir virðast enn lifa í, að „hægt sé að strika út efnahagsáhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara ársins 2007“.

Við og dýrin

Mannleg reisn er sögð koma fram í umgengni við dýr. Mannúð sömuleiðis. Á ferðum sl. vetur sá ég horuð hross híma án skjóls í freðnum úthaga. Veit reyndar að slíkt er undantekning en ekki regla. Ég hef mætt troðfullum flutningabílnum sem aka þarf mörg hundruð kílómetra með sláturfé vegna hagræðingar í þeim geira. Ég hef séð skelfilegar myndir í íslensku sjónvarpi af meðferð sláturdýra í útlöndum. Eitt sinn átti ég orðastað við refaskyttu sem elti dýrin á snjósleða og ók yfir þau. Ekki steypi ég þessu öllu í einn stamp sem einhverri ákæru, heldur vegna þess að dæmin hafa lengi vakið mig til umhugsunar.

Litlir heilar og stórir

Sólveig Hlín Kristjánsdóttir skrifar

Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi.

Við færum þér dugnað, gáfur og gæsku

Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkunum sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því óréttlæti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkáralegt þetta misrétti væri.

Áfram erfðabreytt matvæli!

Á liðnum misserum hefur átt sér stað talsverð umræða um erfðabreytt matvæli og hefur sú umræða því miður einkennst af fáfræði, sleggjudómum og misskilningi. Af pistlum margra sérskipaðra matvælasérfræðinga mætti draga þá ályktun að erfðabreytt matvæli séu afkvæmi Drakúla, getin með svartagaldri og borin í blásýrupolli. Fólk hræðist erfðabreytt matvæli eins og dauðann og heimtar lögbann og viðskiptahöft. En eru erfðabreytt matvæli svo slæm?

Bólusetning gegn veirum sem valda leghálskrabbameini

Lára G. Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar

Bólusetning með Cervarix® gegn HPV 16/18 hefst nú í haust hjá 12 og 13 ára stúlkum. Í framtíðinni verður bólusetningin hluti af almennum bólusetningum stúlkna.

Árangur hefur náðst

Á undanförnum tveimur árum hefur orðið 140 milljarða viðsnúningur í rekstri ríkisins og ef ekki væri fyrir vaxtakostnað væri ríkissjóður rekinn með 40 milljarða hagnaði á næsta ári. 57% af þessu aðhaldi hafa átt sér í stað í gegnum útgjöldin – 43% í gegnum tekjurnar. Engu að síður hefur ríkisstjórnin aukið útgjöld til velferðarmála, samanborið við fyrri ríkisstjórnir. Þá hafa skattar aldrei náð því að vera jafn stór hluti af landsframleiðslu í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og þeir voru í tíð ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það þýðir að í tíð íhaldsins tók ríkið á "góðæristímum“ stærri hluta af veltu þjóðfélagsins í skatta en ríkið gerir í dag.

Skúmaskot bókmenntaþjóðarinnar

Þegar ég var tólf fór ég um allt með Stríð og frið á bakinu. Klárlega staurblind á hvað var félagslega svalt meðal jafnaldra minna þóttist ég með puttann á púlsinum þegar kom að vali á bókmenntum sem flott væri að lesa. Einhverju sinni í frímínútum er ég virtist óvenjuniðursokkin í þennan heim rússneskra aðalsmanna rak skólafélagi óvænt nefið ofan í doðrantinn. Í ljós kom að ekki var allt sem sýndist. Inni í fagurlega innbundnu stórvirkinu var opin önnur bók. Tolstoj mátti snúa sér í gröfinni er hann vék fyrir bókmenntaverki sem ég hafði laumast til að fá lánað á skólabókasafninu: Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson.

Á hverju ætlið þið þá að lifa? Háskólagráðum?

Eyþór Jóvinsson skrifar

Pawel Bartoszek skrifar pistil í Fréttablaðið 7. október af svo mikilli fáfræði að það er leitun að öðru eins. Pistillinn ber nafnið „Óbyggðastefna“ sem er sannkallað réttnefni, því þar boðar hann mikla óbyggðastefnu.

Sjálfsblekkingin um 2007

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007.

Viðurkenning á fullveldi sjálfstæðrar Palestínu

Í liðinni viku mælti ég á Alþingi fyrir tillögu um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna fullveldi sjálfstæðrar Palestínu á grundvelli landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967. Nú þegar hafa 127 ríki viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, þar af átta sem síðar hafa gengið í Evrópusambandið, og sex þeirra eru einnig innan Atlantshafsbandalagsins. Við yrðum að sönnu fyrsta ríkið í norðvesturhluta Evrópu sem tæki slíka ákvörðun og hið fyrsta í Evrópu í yfir 20 ár.

Stokkhólmssamningurinn 10 ára

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Í ár eru liðin 10 ár frá því að Stokkhólmssamningurinn tók gildi í Svíþjóð. Markmið samningsins er að vernda heilsu manna og umhverfið gegn áhrifum þrávirkra lífrænna efna.

Aldrei of seint að takast á við ofbeldi

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Guðrún Ebba Ólafsdóttir er hugrökk kona. Hún hefur stigið fram og greint frá sársaukafullum atburðum í lífi sínu, allt frá barnæsku og langt fram á fullorðinsár. Hún hefur greint frá því hvernig ofbeldismaður kom fram andstyggilegum vilja sínum við barn, meðal annars með því að láta það trúa því að það væri meðsekt, og tókst á sama tíma að halda framhlið fjölskyldunnar sléttri og felldri og komast til æðstu metorða sem starf hans bauð upp á.

Krónan og frankinn

Skúli Sveinsson skrifar

Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, birti grein í Fréttablaðinu 3. október sl. undir fyrirsögninni "Svisslendingar tengja frankann við evruna!“ Ekki er hægt að skilja grein Andrésar á annan hátt en að með þessu hafi svissneski seðlabankinn, sem stóð einn að baki þessum aðgerðum, lýst yfir eindregnum stuðningi við evruna.

Karlavandamálið endalausa

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Áfram stelpur standa á fætur, slítum allar gamlar rætur, þúsund ára kvennakúgunar.“ Við þennan og fleiri baráttusöngva kvennabaráttunnar ólst heil kynslóð upp. Baráttuandi var í lofti, konur lögðu niður störf og fylktu liði út á götur til að sýna mikilvægi sitt í samfélaginu. Mikilvægi sem öllum ætti að vera ljóst án beinna aðgerða. Þrjátíu og fimm árum síðar hafði samfélagið náð þeim árangri að konur lögðu niður störf 25 mínútum síðar, þar sem út frá launum metið höfðu þær tosast upp um einhver störf miðað við karlana.

Alþingi og almenningur

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Þegar þeir sem prýða sitjandi ríkisstjórn skipulögðu og hvöttu til mótmæla á Austurvelli á sínum tíma, undir slagorðinu „óhæf ríkisstjórn“, og bættu rösklega í, bæði í munnsöfnuði og athæfi þegar þangað var komið, þá voru þeir að senda skilaboð til almennings um hvernig óánægja og reiði í garð sitjandi stjórnar ætti að birtast. Allir vita að mætingin á Austurvelli var ekki sjálfsprottin nema að litlu leyti. Sumir tóku með sér börn og unglinga, sem þarna fengu sýnikennslu í hvernig ætti að ná sínu fram. Og það lukkaðist. Ofbeldisteymið situr nú í ríkisstjórn við litla hrifningu hins almenna borgara.

Ungt fólk og áhrif þess

Sindri Snær Einarsson skrifar

Ungt fólk á aldrinum 15-29 ára er um 20% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það eru áhrif hópsins lítil og engin áhersla lögð á málefni hans sem heildar í þjóðfélaginu. En hvað blasir við þessum hóp?

Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum?

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist.

Stormur í aðsigi

Magnús Halldórsson skrifar

Hinn fjórða júní 1940 flutti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, þjóð sinni rúmlega tíu mínútna barátturæðu á stríðstímum. Henni var útvarpað. Enn í dag er vitnað til hennar sem einhverrar mögnuðustu ræðu sem nokkru sinni hefur verið flutt. Hún var þrungin spennu, baráttuvilja og hugrekki. "Við munum aldrei gefast upp,“ sagði Churchill, djúpri röddu, í lok ræðunnar. Innrás Þjóðverja í Frakkland var þarna í fullum gangi og hún ógnaði breskum borgurum.

Björk á bók

Gerður Kristný skrifar

Norskur rithöfundur, Mette Karlsvik, gefur brátt út skáldsögu um tónlistarkonuna Björk Guðmundsdóttur og fjölskyldu hennar. Þetta kom fram á mbl.is og Fréttablaðinu í síðustu viku og sagt að bókin eigi að heita „Bli Björk“. Blaðamaður norska Dagbladet flutti söngkonunni þessi tíðindi og hafði eftir henni að þau kæmu henni mjög á óvart. Nokkur tengsl hefur hin norska Mette við Ísland því fyrr á þessu ári kom út bók hennar „Post oske. Dagar og netter i Reykjavik“. Þar fjallar hún um það hvernig landið kemur henni fyrir sjónir eftir hrun og samkvæmt dómi sem ég fann um bókina á netinu spjallaði hún við nafntogaða íslenska karla um orsök þess og afleiðingar.

Hvað er kennt þegar siðfræði er kennd?

Svavar Hrafn Svavarsson skrifar

Síðasta vetur var rædd á Alþingi tillaga um að gera heimspeki að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Mest var rætt um siðfræði. Að umræðum loknum var hún send til menntamálanefndar. Tillagan spratt af skýrslu rannsóknarnefndar og almennri umræðu um orsakir og aðdraganda hrunsins. Mér sýnist á umræðunni að ekki sé ljóst hvað sé kennt þegar siðfræði er kennd. Þó að viðfangsefnið sé ljóslega mannlegt siðferði, verður varla sagt að þeir sem kenni siðfræði kenni siðferði. Við kennum hvert öðru siðferði og lærum frá blautu barnsbeini. Við fæðumst inn í siðferði og mótumst sem siðferðisverur af samskiptum og lífsreynslu.

Framtíðarsýn á You Are in Control

Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Stafræna byltingin er staðreynd sem hefur breytt atvinnuháttum okkar og krefst nýs hugsunarháttar af stefnumótandi aðilum og leiðandi öflum í atvinnulífinu. Mikill vöxtur skapandi greina er ekki síst afsprengi stafrænnar byltingar. Ný listform og dreifileiðir eiga auðveldari aðgang að neytendum. Við getum nálgast neytandann á gagnvirkari hátt en áður og leiðandi álitsgjafar eru nú oft úr röðum almennings jafnt sem fjölmiðlamanna eða gagnrýnenda. Tæknifyrirtæki hafa sprottið upp og eflst af þessum sökum. Efnisgerð og listsköpun á nú orðið greiðari leið yfir landamæri og útflutningur því ekki sama ögrun og áður var. Þessi þróun þýðir að engin atvinnugrein í Evrópu eða jafnvel heiminum öllum býr við jafn hraðan hagvöxt og skapandi greinar.

Skammsýn skattahækkun

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ríkisstjórnin áformar að lækka skattafrádrátt vegna iðgjalda til viðbótarlífeyrissparnaðar úr fjórum prósentum af launum fólks í tvö. Þetta er að sjálfsögðu skattahækkun á almenning, þótt forystumenn ríkisstjórnarinnar reyni að halda öðru fram.

Íslensk einræðuhefð

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Íslendingar eru einræðusinnar. Hér er það talið til vitnis um styrk að hlusta ekki á það sem annað fólk hefur fram að færa nema tryggt sé að það segi einungis það sem við vissum fyrir og staðfesti það sem okkur fannst sjálfum.

Kynlíf eftir barneignir

Sigga Dögg skrifar

Barneignir eru ekki "sexý“. Það getur verið gaman að leggja drögin að þeim og búa barnið til en það sem tekur við er ekki það besta sem kemur fyrir par kynferðislega. Ég er oft spurð að því hvenær fólk geti byrjað að stunda kynlíf aftur eftir barneignir. Svarið liggur ekki í ákveðnum fjölda vikna heldur er málið flóknara en svo.

Gjörbreytti fjölmiðlalandslaginu

Andri Þór Guðmundsson skrifar

Stöð 2 og Ölgerðin hafa átt frábært samstarf í þau 25 ár sem liðin eru frá opnun Stöðvar 2. Ölgerðin er með stærstu auglýsendum landsins í sjónvarpi og það er gríðarlega mikilvægt fyrir fyrirtækið að hafa góðan aðgang að stórum hluta þjóðarinnar í gegnum metnaðarfulla dagskrá Stöðvarinnar. Stöð 2 hefur sannað sig sem mjög öflugur auglýsingamiðill.

Þarna var stuð

Eyþór Árnason skrifar

Það gerðist einhvern tímann á hinni öldinni að geimskip með undarlegt tákn bróderað á búkinn stakkst ofan á plastpokaverksmiðjuna á Krókhálsi.

Grá skýrsla um tannheilsu Íslendinga

Magnús R. Gíslason skrifar

Hérlendis skemmast tvisvar sinnum fleiri tennur í 12 ára börnum en hjá jafnöldrum þeirra á hinum Norðurlöndunum og skemmdirnar verða stærri hérlendis því að ekkert skipulagt eftirlit er með tönnum barna og unglinga gagnstætt því sem er hjá nágrönnum okkar.

Skemmtilegri í 25 ár

Ari Edwald skrifar

Þegar Stöð 2 hóf útsendingar 9. október 1986 - fyrst frjálsra og einkarekinna sjónvarpsstöðva á Íslandi - hafði þjóðin í reynd ekki fengið að kynnast til fulls áhrifamætti og notagildi þessa magnaða miðils, sjónvarpsins. Það mun ekki hafa skort efasemdir um að slíkt framtak væri yfirhöfuð á færi einkaaðila og að sjónvarpsrekstur gæti staðið undir sér sem fyrirtæki á okkar smáa markaði.

Ein öflugasta fréttastofa Íslands

Freyr Einarsson skrifar

Fréttastofa Stöðvar 2 hefur verið ein öflugusta fréttastofa landsins í 25 ár. Starfsemi Fréttastofunnar hefur breyst mikið á þessum aldarfjórðungi. Með tilkomu vefsins hefur þjónusta okkar við landsmenn aukist frá því þegar einungis voru fluttar fréttir einu sinni á dag á Stöð 2 og á klukkutímafresti yfir daginn á Bylgjunni. Í dag flytjum við landsmönnum stöðugar fréttir á frétta- og afþreyingarvef okkar Vísi, 365 daga ársins, auk reglulegra fréttatíma á Bylgjunni og Stöð 2.

Sjá næstu 50 greinar