Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason skrifar 16. júní 2025 10:30 Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu. Sérstaklega hefur verið á þetta bent eftir að lögð var á auglýsingaskylda við útgáfu, endurskoðun og breytingu starfleyfa í að lágmarki fjórar vikur. Slíkur biðtími á útgáfu starfsleyfis hjá veitingastöðum og öðrum einföldum atvinnurekstri er bæði kostnaðarsamur og óþarfur. Áðurnefnd auglýsingaskylda getur verið skiljanleg þegar umfangsmikill iðnaður er fyrirhugaður í t.d. íbúðarhverfi sem breytir ásýnd hverfisins. Það á hins vegar ekki við þegar kaffihús eða veitingastaður opnar í húsnæði sem þegar er skilgreint sem atvinnuhúsnæði og þá sérstaklega þegar skipt er um nafn á leyfishafa veitingastaðar eða þegar nýr veitingastaður opnar í sama húsnæði eldri veitingastaðar. Það á ekki að vera keppikefli stjórnvalda að leggja sem mestar hindranir í götu atvinnulífsins. Nóg hefur verið um yfirlýsingar um mikilvægi hins gagnstæða frá stjórnmálamönnum síðustu ár, en því miður með takmörkuðum efndum. Nýr tónn hjá umhverfisráðherra SAF vilja því að gefnu tilefni hampa því sem vel er gert og fagna nýlegum breytingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á starfsumhverfi veitingastaða. Í byrjun mánaðarins var gerð breyting á rekstrarumhverfi veitingastaða þegar ráðherra afnam auglýsingaregluna þegar eingöngu er um að ræða nafnabreytingu á starfsleyfinu. Nýr rekstraraðili sem tekur við veitingastað í fullum rekstri þarf því ekki lengur að fara í auglýsingu í 4 vikur. Það er mikil bót. Í samráðsgátt stjórnvalda boðar ráðherra nú enn frekari breytingar til einföldunar fyrir veitingastaði þegar hann leggur til að veitingastaðir verði eingöngu skráningarskyldir en ekki starfsleyfisskyldir. Skráningin er ekki háð auglýsingatíma og því er ráðherra alfarið að afnema óþarfa biðtíma. Það þarf eftir sem áður að gefa út starfsleyfi samkvæmt matvælalöggjöfinni en þar er hins vegar engin kvöð um auglýsingarskyldu. Með þessu er verið að einfalda regluverkið og gera hlutina skilvirkari og því ber að hrósa. En það er hægt að gera meira. Ráðherra þarf að halda áfram Núverandi eftirlit með veitingastöðum er framkvæmt af níu mismunandi heilbrigðiseftirlitum víðs vegar um landið. Eftirlitið á sveitarstjórnarstiginu lýtur engu boðvaldi og er ekki samræmt á milli eftirlitssvæða. Það eru því ekki sömu aðilar sem framkvæma eftirlit hjá veitingastöðum í Reykjavík og Kópavogi. Reynslan er að heilbrigðiseftirlitin viðhafa jafnvel mismunandi verklagsreglur og eftirlitsskýrslur hjá sama rekstraraðila sem starfar á tveimur mismunandi eftirlitssvæðum. Það á ekki að skipta máli hvort viðskiptavinur borðar í Reykjavík eða Kópavogi. Veitingastaður sem er staðsettur í tveimur mismunandi sveitarfélögum á að vera undir sömu stöðlum og eftirliti. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt til, í samræmi við fjölmargar skýrslur stjórnvalda, að eftirlitið verði samræmt og fært frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Samtökin vona að þessi tónn ráðherra sé kominn til að vera og hann haldi áfram að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. SAF telja framtak ráðherra virðingarvert og hvetja hann áfram á vegferð einföldunar. Nú er lag að samræma eftirlit með veitingastöðum og færa það allt til stofnana ríkisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðaþjónusta Veitingastaðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu. Sérstaklega hefur verið á þetta bent eftir að lögð var á auglýsingaskylda við útgáfu, endurskoðun og breytingu starfleyfa í að lágmarki fjórar vikur. Slíkur biðtími á útgáfu starfsleyfis hjá veitingastöðum og öðrum einföldum atvinnurekstri er bæði kostnaðarsamur og óþarfur. Áðurnefnd auglýsingaskylda getur verið skiljanleg þegar umfangsmikill iðnaður er fyrirhugaður í t.d. íbúðarhverfi sem breytir ásýnd hverfisins. Það á hins vegar ekki við þegar kaffihús eða veitingastaður opnar í húsnæði sem þegar er skilgreint sem atvinnuhúsnæði og þá sérstaklega þegar skipt er um nafn á leyfishafa veitingastaðar eða þegar nýr veitingastaður opnar í sama húsnæði eldri veitingastaðar. Það á ekki að vera keppikefli stjórnvalda að leggja sem mestar hindranir í götu atvinnulífsins. Nóg hefur verið um yfirlýsingar um mikilvægi hins gagnstæða frá stjórnmálamönnum síðustu ár, en því miður með takmörkuðum efndum. Nýr tónn hjá umhverfisráðherra SAF vilja því að gefnu tilefni hampa því sem vel er gert og fagna nýlegum breytingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á starfsumhverfi veitingastaða. Í byrjun mánaðarins var gerð breyting á rekstrarumhverfi veitingastaða þegar ráðherra afnam auglýsingaregluna þegar eingöngu er um að ræða nafnabreytingu á starfsleyfinu. Nýr rekstraraðili sem tekur við veitingastað í fullum rekstri þarf því ekki lengur að fara í auglýsingu í 4 vikur. Það er mikil bót. Í samráðsgátt stjórnvalda boðar ráðherra nú enn frekari breytingar til einföldunar fyrir veitingastaði þegar hann leggur til að veitingastaðir verði eingöngu skráningarskyldir en ekki starfsleyfisskyldir. Skráningin er ekki háð auglýsingatíma og því er ráðherra alfarið að afnema óþarfa biðtíma. Það þarf eftir sem áður að gefa út starfsleyfi samkvæmt matvælalöggjöfinni en þar er hins vegar engin kvöð um auglýsingarskyldu. Með þessu er verið að einfalda regluverkið og gera hlutina skilvirkari og því ber að hrósa. En það er hægt að gera meira. Ráðherra þarf að halda áfram Núverandi eftirlit með veitingastöðum er framkvæmt af níu mismunandi heilbrigðiseftirlitum víðs vegar um landið. Eftirlitið á sveitarstjórnarstiginu lýtur engu boðvaldi og er ekki samræmt á milli eftirlitssvæða. Það eru því ekki sömu aðilar sem framkvæma eftirlit hjá veitingastöðum í Reykjavík og Kópavogi. Reynslan er að heilbrigðiseftirlitin viðhafa jafnvel mismunandi verklagsreglur og eftirlitsskýrslur hjá sama rekstraraðila sem starfar á tveimur mismunandi eftirlitssvæðum. Það á ekki að skipta máli hvort viðskiptavinur borðar í Reykjavík eða Kópavogi. Veitingastaður sem er staðsettur í tveimur mismunandi sveitarfélögum á að vera undir sömu stöðlum og eftirliti. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt til, í samræmi við fjölmargar skýrslur stjórnvalda, að eftirlitið verði samræmt og fært frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Samtökin vona að þessi tónn ráðherra sé kominn til að vera og hann haldi áfram að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. SAF telja framtak ráðherra virðingarvert og hvetja hann áfram á vegferð einföldunar. Nú er lag að samræma eftirlit með veitingastöðum og færa það allt til stofnana ríkisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun