Velferðarríkið til varnar Stefán Ólafsson skrifar 21. nóvember 2008 05:30 Kreppan verður þjóðinni afar erfið næstu 2 til 3 árin. Mikil skuldabyrði heimila, atvinnuleysi og kjaraskerðing eru fyrirsjáanleg. Hætta er á skaðlegum landflótta. Við þessar aðstæður er mikilvægt að heimilin verði varin eins og kostur er. Stjórnvöld undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur hafa þegar innleitt leiðir til að auka sveigjanleika við afborganir lána og við framkvæmd atvinnuleysisbóta. Það er gott. Eftirfarandi 6 úrræða er einnig þörf: • Fólk fái fullar heimildir til að losa séreignasparnað sinn nú þegar til að lækka húsnæðisskuldir; • Vaxtabætur vegna húsnæðisskulda verði hækkaðar mikið; • Vísitölubinding húsnæðisskulda verði skert tímabundið, að hálfu eða fullu; • Grunnur atvinnuleysisbóta verði hækkaður; • Stórefla þarf virkniaukandi aðgerðir vegna atvinnulausra (þ.e. styrkja stoðkerfi atvinnuþátttöku, endurmenntunar og endurhæfingar); • Almannatryggingar og lágmarksframfærslutrygging þurfa að hækka til fulls vegna verðlagsbreytinga 1. janúar 2009, eins og lög kveða á um. Nýting séreignasparnaðar nú getur lækkað húsnæðisskuldir og greiðslubyrði margra heimila og það léttir einnig þrýstingi af ríkisvaldinu og gerir því betur kleift að styðja þá sem minnst hafa. Vörslumenn séreignasjóða munu leggjast gegn þessu en fólkið á að ráða þessu sjálft, enda verður ávöxtun sjóða áfram áhættusöm. Ef ekki tekst að fá fram tímabundið afnám vísitölubindingar húsnæðisskulda verður að hækka vaxtabætur verulega. Þær rýrnuðu mjög frá 1995 til 2005. Hækkun þeirra nýtist best þeim heimilum sem lægstar tekjur og mestar skuldir hafa. Atvinnuleysisbætur hér á landi eru mjög lágar m.v. meðallaun. Tekjufall meðaltekjufólks sem lendir í atvinnuleysi verður því að óbreyttu of hátt. Hærra atvinnuleysisstig en áður hefur þekkst mun skapa ný og erfið vandamál. Stóraukinna virkniaukandi aðgerða er þörf. Slíkar aðgerðir voru t.d. afar þýðingarmiklar í kreppunni í Svíþjóð 1990-1994. Almannatryggingar þurfa loks að verja lífeyrisþega sem margir hafa lágar tekjur. Til að velferðarríkið geti varið heimilin þarf að auka útgjöldin á mikilvægustu sviðum þess. Því verður að mæta með skattahækkunum á þá sem breiðari bökin hafa. Það er einmitt fólkið sem hlaut aukin skattfríðindi á síðustu tólf árum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Kreppan verður þjóðinni afar erfið næstu 2 til 3 árin. Mikil skuldabyrði heimila, atvinnuleysi og kjaraskerðing eru fyrirsjáanleg. Hætta er á skaðlegum landflótta. Við þessar aðstæður er mikilvægt að heimilin verði varin eins og kostur er. Stjórnvöld undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur hafa þegar innleitt leiðir til að auka sveigjanleika við afborganir lána og við framkvæmd atvinnuleysisbóta. Það er gott. Eftirfarandi 6 úrræða er einnig þörf: • Fólk fái fullar heimildir til að losa séreignasparnað sinn nú þegar til að lækka húsnæðisskuldir; • Vaxtabætur vegna húsnæðisskulda verði hækkaðar mikið; • Vísitölubinding húsnæðisskulda verði skert tímabundið, að hálfu eða fullu; • Grunnur atvinnuleysisbóta verði hækkaður; • Stórefla þarf virkniaukandi aðgerðir vegna atvinnulausra (þ.e. styrkja stoðkerfi atvinnuþátttöku, endurmenntunar og endurhæfingar); • Almannatryggingar og lágmarksframfærslutrygging þurfa að hækka til fulls vegna verðlagsbreytinga 1. janúar 2009, eins og lög kveða á um. Nýting séreignasparnaðar nú getur lækkað húsnæðisskuldir og greiðslubyrði margra heimila og það léttir einnig þrýstingi af ríkisvaldinu og gerir því betur kleift að styðja þá sem minnst hafa. Vörslumenn séreignasjóða munu leggjast gegn þessu en fólkið á að ráða þessu sjálft, enda verður ávöxtun sjóða áfram áhættusöm. Ef ekki tekst að fá fram tímabundið afnám vísitölubindingar húsnæðisskulda verður að hækka vaxtabætur verulega. Þær rýrnuðu mjög frá 1995 til 2005. Hækkun þeirra nýtist best þeim heimilum sem lægstar tekjur og mestar skuldir hafa. Atvinnuleysisbætur hér á landi eru mjög lágar m.v. meðallaun. Tekjufall meðaltekjufólks sem lendir í atvinnuleysi verður því að óbreyttu of hátt. Hærra atvinnuleysisstig en áður hefur þekkst mun skapa ný og erfið vandamál. Stóraukinna virkniaukandi aðgerða er þörf. Slíkar aðgerðir voru t.d. afar þýðingarmiklar í kreppunni í Svíþjóð 1990-1994. Almannatryggingar þurfa loks að verja lífeyrisþega sem margir hafa lágar tekjur. Til að velferðarríkið geti varið heimilin þarf að auka útgjöldin á mikilvægustu sviðum þess. Því verður að mæta með skattahækkunum á þá sem breiðari bökin hafa. Það er einmitt fólkið sem hlaut aukin skattfríðindi á síðustu tólf árum. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun