Fleiri fréttir

Lífgaðu upp á heimili þitt með glæ­nýjum hús­gögnum

Þegar þú velur húsgögn er nauðsynlegt að taka tillit til þess hvaða stíll hentar þér og þínum lífsstíl. Í þessari grein munum við gefa góð ráð sem geta aðstoða þig við valið á húsgögnum sem henta þér og þínum þörfum best.

Pottaplöntufólk ekki leiðinlegt

„Pottaplöntur laða það besta fram í fólki. Það er leitun að pottaplöntufólki sem er leiðinlegt. Því fylgir ánægja að horfa á eitthvað vaxa og lykillinn að lífinu er að finna sér eitthvað til þess að sinna. Það er sniðugt að gefa pottaplöntur í gjöf, þær endast lengur en blómvöndur og veita viðtakandanum líka ánægjuna af því að fá að dúllast við eitthvað sem vinir hafa lagt honum til,“ segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur en bók hans Allt í blóma kom út í vor.

Ítölsk notalegheit á Nesinu

Gamall bóndabær úti á Nesi er orðinn einn ástsælasti veitingastaður borgarinnar. Andrúmsloftið er heimilislegt og ítölsk matarstemmingin leikur við bragðlaukana. Einstakt útsýni til Snæfellsjökuls og út á Sundin blá tekur á móti gestum. Ráðagerði er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Minnka matarsóun og demba sér í splitt

Íslendingar keppast nú við að ná markmiðum sínum en Meistaramánuður Samkaupa stendur nú sem hæst. Markmiðin eru af ýmsum toga allt frá því að taka til í mataræðinu, stunda meiri hreyfingu, læra á hljóðfæri þora í fallhlífastökk eða komast í splitt en öll miða þau að því að bæta lífsgæði viðkomandi með einhverjum hætti.

Sykurmolinn snýr aftur

Sykurmolinn, lagakeppni X977 þar sem óþekktir tónlistarmenn fá tækifæri til þess að koma sér á framfæri, snýr nú aftur. Nafnið Sykurmolinn er eins og nafnið gefur til kynna skírskotun í íslenska tónlistarsögu.

Bætt and­leg og líkam­leg heilsa hjá The Hou­se of Beauty – Happy hour til­boð!

Sigrún Lilja, sem oftast hefur verið kennd við íslenska hönnunarmerkið Gyðju Collection, hefur í nógu að snúast þessa dagana þegar fólk flykkist inn eftir sumarið, tilbúið í að setja heilsubót í forgang. Á líkamsmeðferðarstofunni hennar The House of Beauty hefur verið sett af stað glæsilegt HAPPY HOUR tilboð fyrir þá sem vilja nýta haustið til að bæta heilsu, líkamlega formið og auka sjálfstraustið.

Múmínbollasafnið nálgast sjöunda tug

„Fallega hluti á að nota. Þetta eru kaffibollar heimilisins, hvort sem þeir eru metnir á tugi þúsunda eða ekki. Ég nota dýrasta bollann minn í vinnunni og þegar vinnufélagarnir komust að því hvað hann kostaði spurðu þau hvað ég væri eiginlega að hugsa en ég er bara að drekka úr honum kaffi, til þess er hann,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir, eldheitur múmínaðdáandi og forfallinn safnari.

Sjá næstu 50 fréttir