Fleiri fréttir

Rannsóknarsýning á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum

Listasafn Árnesinga opnar sýningu í dag klukkan 15:00 sem ber nafnið Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Sýningin er rannsóknarsýning ungversks listfræðings, Zsóka Leposa, á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum. László Százados er aðstoðarsýningarstjóri og starfar jafnframt við Listasafn Ungverjalands í Búdapest.

Rauði þráðurinn er hundur að skíta

Listamaðurinn Þorvaldur Jónsson (f.1984) opnar sýninguna Hundurinn er til staðar í NORR 11 í dag klukkan 16:00. Sýningin er unnin með Listval og rauður þráður sýningarinnar er hundur að skíta. Blaðamaður hafði samband við Þorvald og fékk að forvitnast um sýninguna.

Hætti í í­þróttum og gerðist lista­maður eftir lestur á Heims­ljósi

Sunnudaginn 5. júní næstkomandi treður Mugison upp á Gljúfrasteini á fyrstu tónleikum sínum í sumar. Með tónleikunum greiðir tónlistarmaðurinn áratugalanga skuld til Halldórs Laxness. Þegar Mugison var ungur maður hætti hann í íþróttum og ákvað að gerast listamaður eftir lestur á Heimsljósi skáldsins.

Tengir kveikjuna að sýningunni við gamlan málningarslopp sem afi hennar átti og notaði

Listakonan og arkitektinn Steinunn Eik opnaði listasýninguna Jörð í versluninni Vest, Ármúla 17 fyrir nokkrum vikum síðan en sýningin stendur til 18. júní næstkomandi. Í kvöld klukkan 20:00 verður Steinunn Eik með listamannaspjall á sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá hennar listræna hugarheimi.

Taylor Mac og Úkúlellurnar opna Listahátíð í Reykjavík

Sviðslistamaðurinn Taylor Mac mun spila á opnunarsýningu Listahátíðar í Reykjavík sem fer fram á morgun. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar telur að þakið muni rifna af Þjóðleikhúsinu þar sem sýningin fer fram.

Með sameiginlega fortíð í pönki og performansi

Listamennirnir og æskuvinirnir Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson opna myndlistarsýningu og fagna útgáfu bókarinnar ARCTIC CREATURES í Pop Up Gallery við Hafnartorg á laugardag.

„Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“

Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt.

„Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“

Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals.

„Frábært samtal sem ég mæli með fyrir öll sem vilja skilja, breyta og bæta“

Næstkomandi miðvikudag 25. maí fer fram annar viðburður í viðburðaröðinni „Í liði með náttúrunni – náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi“ í Norræna húsinu ásamt því að vera í beinu streymi. Þessi viðburður ber nafnið Heilbrigð jörð - Heilbrigt líf og fer fram frá klukkan 16:00-18:00. Fundarstjóri er Katrín Oddsdóttir en blaðamaður tók á henni púlsinn og fékk að heyra nánar frá þessu framtaki.

Segja lýðheilsumál að áhugaleikfélögin haldi velli

Hlaðvarpið Samlestur - leikhúsvarp fór af stað nú á dögunum og er um að ræða skemmtiþátt sem í leiðinni veitir öllum áhugaleikfélögum verðskuldaða athygli. Þau Lilja Guðmundsdóttir og Viktor Ingi Jónsson standa fyrir framtakinu en blaðamaður tók á þeim púlsinn.

„Höfðum feimið fólk í huga þegar við vorum að semja sýninguna“

Fimmtudaginn 26. maí frumsýnir leikhópurinn Slembilukka leiksýninguna „Sjáið mig“ í Miðbæjarskólanum. Höfundarnir eru þær Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir en Eygló Höskuldsdóttir Viborg er tónskáld sýningarinnar ásamt því að koma fram í verkinu. Blaðamaður tók á þeim púlsinn og fékk að heyra nánar frá sýningunni.

„Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“

Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu.

Fossar og furðuverk sameinast í sendiráðinu

Listamaðurinn Jón Sæmundur stendur fyrir málverkasýningunni Fossar og Furðuverur í íslenska sendiráðinu í Bretlandi um þessar mundir. Á sýningunni blandar Jón saman seríum sem hann hefur verið að vinna að undanfarið en viðfangsefnið er fossar og önnur furðuverk, sem hafa lengi verið Jóni hugleikin. Blaðamaður heyrði í Jóni og fékk nánari innsýn í innblástur hans.

„Við erum eiginlega bara miður okkar“

Í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ er hver sýning síðasta sýningin. Stjórnarmaður í leikfélaginu segir hræðilega tilhugsun að húsið þurfi að víkja fyrir blokk eða bílastæði. Á meðan tími gefst, er Maríu Guðmundsdóttur leikkonu minnst með reglulegri sýningu.

Ólíkir dansarar frá tólf ára upp í áttrætt sameinast í einu dansverki

Danshöfundarnir Alexander Roberts og Ásrún Magnúsdóttir frumsýna sýninguna Ball næstkomandi föstudag, 6. maí, fyrir Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Sýningin fer fram á Nýja sviði í Borgarleikhúsinu. Þar sameinast dansarar á öllum aldri með gjörólíkan bakgrunn og er dansgleðin í forgrunni. Blaðamaður hafði samband við Alexander og Ásrúnu og fékk að heyra nánar frá sýningunni.

Sjá næstu 50 fréttir