Fleiri fréttir

Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta?
„Það er alltaf erfitt að vera að bera saman fullnægingar, svolítið eins og að bera saman sársauka. En ef þú spyrð konur sem hafa upplifað skvört-fullnægingar þá lýsa þær henni yfirleitt sem mjög kröftugri og djúpri fullnægingu, en það er samt sem áður mjög einstaklingsbundið,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál.

„Maður sem tekur ákvarðanir og framkvæmir þær er fljótur að kveikja hjá mér áhuga“
„Ég opna kannski ekki samtölin á því að spyrja hvort menn séu með mótefni en ég viðurkenni alveg að maður veltir því fyrir sér hvort þeir séu á útopnu um allar trissur. Maður sigtar svo út þá sem eru þess virði að hitta en að sjálfsögðu hlýði ég Víði,“ segir Guðlaug Helga Björnsdóttir í viðtali við Makamál.

Einhleypan: Glatað og einmanalegt að vera einhleypur á tímum Covid
„Ég var nýkominn úr sambandi þegar ég flutti í karabíska hafið þar sem lítið eða ekkert var um einhleypar stelpur. Mánuði síðar skall á útgöngubann sem varði meira og minna allan tímann sem ég var þarna. Svo kom ég heim til Íslands í miðri þriðju bylgjunni,“ segir Þór Örn Flygenring Einhleypa vikunnar.

Skiptar skoðanir á afdrifum trúlofunarhringsins eftir sambandsslit
Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis um álit þeirra á því hvað verður um hringinn ef trúlofun er slitið. Samkvæmt niðurstöðunum var ekki mikill munur og því greinilegt að sjá að lesendur hafa mjög mismunandi skoðun á þessu máli.

Móðurmál: Í lífshættu eftir fyrri bráðakeisara en ákvað að reyna leggangafæðingu
„Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða. Að vera sagt upp í fæðingarorlofi og í raun lítið hægt að gera á meðan maður veit ekki alveg hver næstu skref eru. En ég ætla ekki að láta þetta verða kvíðavald í lífinu heldur ætla bara að njóta með mínum og sjá hvort að svarið komi ekki bara til mín með vorinu,“ segir Steinunn Edda Steingrímsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál.

Spurning vikunnar: Finnst þér mikilvægt að hafa sömu áhugamál og maki þinn?
Það er misjafnt hvaða eiginleikum við leitum eftir þegar kemur að því að velja okkur maka og lífsförunaut. Hvað er það sem heillar og hvaða eiginleikar passa við okkar lífsgildi.

„Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“
„Nýja árið er bara virkilega spennandi. Það er búið að vera mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ár í sambúð en nýtt ár og ný tækifæri er klisja sem ég er bara spennt að nota óspart þessa dagana,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi verlslunarinnar Hrím í viðtali við Makamál.

Einhleypan: „Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur“
„Það er frekar rólegt yfir stefnumótamarkaðinum núna sem er kannski bara hið besta mál. Það er fínt að taka sinn tíma í þetta en jú, ég hef alveg farið á stefnumót.“ Þetta segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir verkefnastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi um stefnumót á tímum Covid-faraldurs.

Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“
„Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál.

Íslendingar í skýjunum með jólagjöfina frá makanum
Síðasta Spurning vikunnar árið 2020 var birt á Jóladag. Spurningunni var beint til fólks sem er í sambandi og var spurt um hina einu sönnu jólagjöf, gjöfina frá makanum.

Stóri draumurinn að eignast barn fljótlega
„Nýja árið leggst alveg súper vel í mig og ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir neinu ári eins og ég er spenntur fyrir þessu. Það er svo mikið gott að gerast að ég get ekki beðið,“ segir raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jamie í samtali við Makamál.

Spurning vikunnar: Hvað verður um hringinn ef trúlofun er slitið?
Trúlofun er skilgreind sem tímabilið frá því að bónorð er borið upp og fram að giftingu. Það að trúlofast er því bæði játning á ást og gagnkvæmt loforð um að bindast hvoru öðru í hjónaband. Hér áður fyrr var hefð fyrir því að þetta tímabil frá trúlofun væri ekki lengur en eitt ár en í dag er það allavega.

Stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri en lítur björtum augum á framtíðina
„Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna?“ Þetta segir Linda Sæberg í viðtali við Makamál.

Uppáhalds íslensku ástarlögin: „Góð leið til að tryggja sér stelpu, ævilangt“
„Tónlist og taktur finna sér leið í leynda staði sálarinnar,“ sagði heimspekingurinn Plato. Ástarlög eiga sér oft á tíðum stóra sögu í lífi fólks og hafa mikil áhrif á okkur. Réttu lögin snerta á djúpum tilfinningum og geta kallað fram sterkar minningar.

Hjálmar Örn: „Ást er aukavinna, en þú getur fengið vel útborgað“
Skemmtikrafturinn og gleðigjafinn Hjálmar Örn Jóhannsson er flestum kunnugur og hefur hann meðal annars slegið í gegn sem Hvítvínskonan. Hann segir nýja árið leggjast virkilega vel í sig og er spenntur fyrir nýjum ævintýrum.

Sunnudagur einhleypra: „Þetta er kvöldið sem þú vilt vera inni á stefnumótaforritum“
Nýtt ár - nýr kafli og ný ástarævintýri? Fyrsti sunnudagur hvers árs er kallaður sunnudagur einhleypra eða Singles Sunday. Það er dagurinn þar sem flestir skrá sig inn á stefnumóta-forrit ár hvert.

Spurningar ársins: Fyrirgefning, framhjáhald, forvitni og fjölástir
Makamál er svæði á Vísi þar sem fjallað er um allt undir hattinum ástin og lífið. Sambönd, meðgöngur, fæðingar, fjölskyldumál, sambandsform, tilfinningar, ást og kynlíf. Meðfram umfjöllunum og viðtölum höfum við vikulega spurt lesendur Vísis um tengd málefni.

Jólin geta verið stressmartröð fyrir sambönd
Nei, nei - Ekki um jólin. Bara alls ekki um jólin takk! Afhverju er stress, álag og þreyta orðin óhjákvæmilegur fylgifiskur hátíðar ljóss og friðar? Er ekki eitthvað alvarlega bogið við það allt saman?

Linda Ben: „Hann fær mig alltaf til að hlæja og líða vel sama hvað gengur á“
„Það er svo gaman að upplifa mat og kökur með þeim sem maður elskar, smakka eitthvað nýtt og skapa minningar. Einnig er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni að baka og elda saman í eldhúsinu, þar eigum við okkar bestu stundir,“ segir Linda Ben matarbloggari og áhrifavaldur í viðtalsliðnum Ást er.

Spurning vikunnar: Hitti maki þinn í mark með gjöfinni í ár?
„Jólagjöfin er ég og þú“ - Já, bara ef það væri svo einfalt. Það getur stundum verið snúið að velja gjöf handa ástinni sinni, væntingarnar geta verið miklar og upplifa sumir jafnvel pressu og stress við valið. Flestir eru þó sammála um það að hugurinn á bak við gjöfina er það sem skiptir mestu máli.

Móðurmál: Meðvituð um gamlar átröskunarhugsanir á meðgöngu
„Ég glímdi við átröskun þegar ég var yngri og var því stressuð fyrir því að ég ætti erfitt með að sjá líkamann breytast á meðgöngunni. Það var ekki eins erfitt og ég hélt, en ég vandaði mig líka. Ég var mjög meðvituð frá degi eitt um að gera mitt besta í að leyfa gömlum hugsunum ekki að hafa áhrif á þetta fallega ferli,“ segir Ída Pálsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál.

Erótísk skáldsaga með grafískum kynferðislegum lýsingum
„Það er búið að vera draumur hjá mér í mörg ár að skrifa skáldsögu en efnið var lengi að koma til mín. Sennilega er þetta búið að gerjast í einhvern tíma í undirmeðvitundinni. Loksins settist ég niður og ákvað að það væri áskorun að dansa aðeins á línunni og skrifa erótískar senur inn í söguna og draga þar ekkert undan,“ segir Fanney Sif Gísladóttir í samtali við Makamál.

Mikill áhugi á kynlífsklúbbum
Skilgreiningin á kynlífsklúbb eru staðir eða klúbbar sem virka eins og dæmigerðir skemmtistaðir en eiga það sameiginegt að bjóða upp á einhverskonar aðstöðu fyrir fólk til að stunda þar kynlíf. Þessir klúbbar geta verið mjög fjölbreyttir, ætlaðir mismunandi kynhegðun og kynhneigðum og gilda ólíkar húsreglur eftir því.

Móðurmál: Gaf kærastanum pakka með óléttuprófi á bóndadaginn
„Covid hefur haft áhrif á líf mitt eins og annarra en þegar kemur að meðgöngu og tilkomu dóttur minnar þá hefur það einna helst haft þau áhrif að ég hef þurft að sækja flestar skoðanir ein. Ég þurfti að fara í sónar ein, í mæðraverndina og svo hóf ég fæðingarferlið ein en kærastinn minn fékk ekki að koma fyrr en ég var komin af stað í virka fæðingu. Þá hafa mun færri af fjölskyldu og vinum hitt dóttur mína þrátt fyrir að hún sé orðin tveggja mánaða gömul. Mér þykir það mjög leitt,“ segir Sigríður Þóra í viðtalsliðnum Móðurmál.

Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið?
Jólin eru tími kærleiks og friðar. Er það ekki annars? Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá finnum við okkur mörg hver knúin til að skrifa niður ævintýralega langan verkefnalista fyrir jólin. Það þarf að þrífa ofan af skápunum, mála baðherbergið, hengja upp myndir í stofunni, baka fimm sortir, grafa lax, skreyta heimilið, búa til jólasultuna og kaupa allar jólagjafirnar.

„Langar á deit með sætum íslenskum manni“
„Ég er búin að fá ótrúlega mikil viðbröð, þetta sprakk eiginlega pínulítið í höndunum á mér og núna er ég búin að fá fullt af skilaboðum og vinabeiðnum,“ segir Ólöf Rut Fjeldsted í samtali við Makamál. Ólöf vakti mikla athygli fyrir innlegg sitt síðastliðið mánudagskvöld í Facebook-hópnum Íslendingar í Danmörku þar sem hún óskaði eftir því að komast á stefnumót með íslenskum manni.

Þriðjungur segist sakna fyrrverandi maka
Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort að þeir söknuðu fyrrverandi maka. Eftir sambandsslit er ekki óalgengt að annar eða báðir aðilar finni fyrir söknuði, sérstaklega ef sambandið hefur varað lengi. Stundum er það þessi söknuður sem getur gert fólk ringlað og valdið því að það efast um að sambandsslitin hafi verið rétt ákvörðun.

Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“
Hlýr, hýr og hrókur alls fagnaðar eru orð sem vinir Einhleypu vikunnar myndu nota til að lýsa honum. Sjálfur segist hann fyrst og fremst titla sig sem Ólafsfirðing sem elskar að fara í sjósund, ferðast og ganga á fjöll. Kynnumst Vilhjálmi Þór Davíðssyni aðeins betur.

Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“
„Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál.

Spurning vikunnar: Hefur þú farið á kynlífsklúbb?
Fyrr í vikunni tók Makamál viðtal við mann sem sagði frá upplifun sinni af kynlífsklúbbum á Kanarí. Áður hafa Makamál birt viðtöl við konu og hjón sem lýsa reynslu sinni af swing-senunni. Öll hafa þau reynslu af kynlífsklúbbum.

„Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“
„Það er ómetanlegt hvað fólk sýnir manni stuðning í því sem maður gerir og ég er mjög þakklát fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið,“ segir Sólrún Diego í viðtali við Makamál.

Kynlífsklúbbar á Kanarí: „Það er mjög mikið hægt að prakkarast hérna“
„Mér finnst gaman að vera allsber og fer mikið á nektrarstrendurnar hér á Kanarí. Mér líður vel þegar ég er nakinn og það er ákveðið frjálsræði sem fylgir því. Svo snýst þetta líka eitthvað um ákveðna sýniþörf (exhibitionisma), mér finnst líka gaman þegar ég finn að það er verið að horfa á mig. Stór partur af þessu er líklega spennan.“

Aftur í gamla sambandið? Brotin sjálfsmynd eftir skilnað truflar dómgreind
Endalok geta verið erfið, missir er yfirleitt alltaf erfiður. Þegar eitthvað endar sem hefur verið stór hluti af lífi okkar þá upplifum við flest þungbærar og flóknar tilfinningar. Tilfinningar okkar eftir sambandsslit eða skilnað eru oft á tíðum þær erfiðustu sem við þurfum að takast á við.

Rósa vill unaðsbyltingu:„Sjálfsfróun er hugleiðsla sjálfsástarinnar“
Rósa María Óskarsdóttir er 37 ára íslensk kona sem starfar sem Bodysex leiðbeinandi og fullnægingarráðgjafi. Ásamt því stundar hún fjarnám í líkamsmiðaðri kynfræðslu í skólanum Institude for the Study of Somatic Sex Education í Kanada.

Meirihluti kýs vináttuna fram yfir ástina
Stundum hefur verið sagt að ástin geti villt okkur sýn. Ákvarðanir sem teknar eru undir áhrifum hennar eru kannski ekki alltaf þær skynsamlegustu. Við getum hreinlega orðið blinduð af ást og þegar við verðum ástfangin þá skiptir fátt meira máli en að fá að svífa um á bleika skýinu.

Spurning vikunnar: Sérðu eftir fyrrverandi maka?
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla sagði skáldið. Þegar samband endar, samband sem að öllum líkindum var ekki nógu gott, þá situr yfirleitt annar aðilinn eftir í sárum. Eftirsjá, söknuður og tómleiki eru tilfinningar sem oft á tíðum fylgja sambandsslitum.

Einhleypan: „Einstaklega krefjandi að búa ein á þessum skrýtnu tímum“
Vinir hennar myndu kalla hana gula partý-viðvörun og hrók alls fagnaðar en sjálf titlar hún sig sem landsbyggðarkonu, ástríðufullan kökubakara og stemmningskonu með hússtjórnarpróf uppá vasann. Jóhanna Stefánsdóttir er Einhleypa Makamála þessa vikuna.