Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar Makamála segjast flestir lesendur Vísis að það sé mikilvægt að einhverju leyti að hafa sömu áhugamál og makinn. Þó eru tæp 20% sem segja það mjög mikilvægt.
Áhugamál eru oft stór hluti af lífi okkar og því eðlilegt að við viljum geta deilt þeim með makanum. Svo eru sum áhugamál sem þú vilt jafnvel eiga út af fyrir þig og þá er mikilvægt að fólk gefi sér svigrúm til þess að geta notið áhugamála sinna bæði með og án maka síns.
Finnst þér mikilvægt að hafa sömu áhugamál og makinn þinn?
Niðurstöður*
Já, mjög mikilvægt - 19%
Já, að einhverju leyti - 63%
Nei, ekki mikilvægt - 18%
Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.