Fleiri fréttir

„Þetta kemur eins og himna­sending inn í ung­linga­heiminn sem er svo harður“

Jákvæð sálfræði verður viðfangsefni fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar næstu árin. Þær Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir, sem standa á bak við dagbókina Gleðiskrudduna, gengu til liðs við Þjóðkirkjuna og tóku að sér það mikilvæga verkefni að kynna fermingarbörn fyrir viðfangsefnum á borð við núvitund og sjálfsvinsemd. 

Idol seinkað vegna lands­leiksins á föstu­dag

Idol þátturinn á föstudag verður á dagskrá á nýjum tíma, klukkan 21:00 en ástæðan er leikur karlalandsliðsins í handbolta. Áhorfendur þurfa því ekki að velja milli þess að horfa á Idol eða landsleikinn.

Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland

Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna.

Myndaveisla frá Idol á föstudag

Sjötti þáttur af Idol var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudag. Átta keppendur stigu þar á glæsilegt svið og fluttu lög fyrir dómnefndina og áhorfendur í sal og heima í stofu.

Vesturbæingar fögnuðu þorranum saman öll sem eitt

Þorrablót Vesturbæjar fór fram um helgina í KR-heimilinu. KR konur sem halda viðburðinn eru 50 ára á árinu. Þær konur sem stofnuðu viðburðinn og áttu heimangengt voru heiðursgestir á viðburðinum um helgina.

Mynda­veisla frá dular­fullu frum­sýningar­kvöldi Macbeth

Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu á föstudaginn þegar sýningin Macbeth var frumsýnd fyrir fullu húsi. Eins og fram hefur komið á Vísi gerðust dularfullir atburðir á sýningunni, enda var óhappadagurinn sjálfur, föstudagurinn þrettándi.

Miley Cyrus skýtur fast á fyrrverandi í nýju lagi

Söngkonan Miley Cyrus var að senda frá sér lagið Flowers og það virðist sem lagið fjalli um hjónaband hennar og Liam Hemsworth. Aðdáendur hennar eru að minnsta kosti sannfærðir um það.

Kvik­mynda­stjarnan Gina Lollobrigida er látin

Ítalska leikkonan, Gina Lollobrigida,er látin, 95 ára að aldri.Lollobrigida var ein stærsta kvikmyndastjarna sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar og var henni oft lýst sem „fegurstu konu í heimi“.

„Ég er ekkert að fara að stoppa hérna“

„Í enda dagsins er ég bara ótrúlega stoltur af mér og minni frammistöðu. Mér finnst eins og ég hafi gert mitt besta og ef það er ekki nóg þá er það bara þannig,“ segir Idol keppandinn Birgir Örn Magnússon sem sendur var heim síðasta föstudag.

Inga Auð­björg og Helgi Hrafn skilja

Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar, og Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, eru skilin að borði og sæng.

The Wire-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Al Brown, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í The Wire, er látinn, 83 ára að aldri.

„Ég var búin að stein­gleyma að við hefðum gert þetta“

„Þetta er stórskemmtilegt. Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta. Svo fékk ég bara email í morgun með þeim skilaboðum að skeytið væri fundið. Það tók mig smá tíma að átta mig á hverju um væri verið að tala,“ segir Brynhildur Yrsa Valkyrja um flöskuskeyti sem sett var í sjóinn í Hafnarfirði í maí árið 2020. Skeytið fannst á vesturströnd Frakklands um helgina.

Kleini fer í með­ferð

Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn.

Þessi var sendur heim úr Idolinu

Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið.

Manúela fékk heila­blóð­fall um jólin

Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr.

Siggi Gunnars kominn á fast

Sigurður Þorri Gunnarsson, oftast kallaður Siggi Gunnars, er kominn á fast. Kærasti hans heitir Sigmar Ingi Sigurgeirsson en þeir hafa nýverið deilt myndum af sér saman á Instagram. 

„Ég var á barmi þess að fyrir­fara mér“

Fyrir sjö árum síðan fór íslensk kona á fimmtugsaldri í svokallað „ferðalag“ með hugvíkkandi efninu Ayahuasca. Eftir ferðalagið segist hún hafa hún náð botninum andlega og fór hún sjálfviljug á geðdeild Landspítalans vegna afleiðinga ferðalagsins. Hún var með sjálfsvígshugsanir og var hún greind í djúpri geðlægð.

Þetta eru lögin sem Idol kepp­endur munu flytja í kvöld

Spennan magnast í Idol því fyrsta beina útsendingin fer fram í Idolhöllinni í Gufunesi í kvöld. Dómnefndin hefur valið þá átta keppendur sem standa eftir en í kvöld mun þjóðin velja þá sjö keppendur sem komast áfram.

Málar hrúta í gríð og erg

Hrútar eru í miklu uppáhaldi hjá listamanni í Eyjafirði enda hefur hann málað þá marga um ævina og selt ferðamönnum.

„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“

Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út.

Lisa Marie Presley er látin

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi.

Lisa Marie Presley á sjúkrahúsi eftir hjartastopp

Söngkonan Lisa Marie Presley, dóttir tónlistarmannsins heitna Elvis Presley, var flutt á sjúkrahús í kvöld. Hún er sögð hafa farið í hjartastopp á heimili hennar í Calabasas í Kaliforníu.

Þakka ís­lenskum al­menningi fyrir það að 100 milljónir hafi safnast

Félagasamtökin UN Women á Íslandi hafa náð þeim stóra áfanga að safna yfir 100 milljónum með árlegri herferð sinni Fokk ofbeldi. Síðustu átta ár hafa félagasamtökin staðið fyrir framleiðslu og sölu á hinum ýmsa varningi til styrktar verkefna samtakanna sem miða að því að útrýma kynbundnu ofbeldi.

Sjá næstu 50 fréttir