Fleiri fréttir

Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af

„Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum.

Hestur hljóp á lögreglubíl

Lögregluþjónum brá heldur betur í brún þegar þeir voru kallaðir út vegna hests sem gekk laus í úthverfi London í gærmorgun. Þegar þeir mættu á vettvang kom hesturinn hlaupandi úr myrkrinu og hljóp á bíl þeirra.

Óbærilegt að vera manneskja á tímum samfélagsmiðla

„Okkur langaði núna fyrst og fremst að gera skemmtilegt leikhús,“segir Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko. Leikhópurinn Konserta sýnir nú á Loftinu í Þjóðleikhúsinu fyrsta leikverk sitt, Sýningin okkar.

Krabbamein og allt sem því fylgir algjör hlandfata

Fimmtudagskvöldið, 4 nóvember, heldur Kraftur Kraftmikla strákastund á Kexinu. Markmiðið með stundinni er að karlmenn sem hafa verið snertir af krabbameini hvort sem þeir hafa greinst með krabbamein eða eru makar, synir, feður, afar, vinir eða jafnvel samstarfsaðilar hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum.

Poppgyðjan Þórunn Antonía gerði allt vitlaust í Grósku

Icelandic Startups í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Háskóla Íslands héldu stærstu vísindaferð frá upphafi í Grósku á dögunum og mættu þar yfir 500 háskólanemar til að kynna sér Gulleggið – stærstu frumkvöðlakeppni landsins.

Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal

A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina.

Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfs­ævi­sögu

Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu  sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn.

List án landamæra opnuð í Ráðhúsinu

List án landamæra var opnuð við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Athöfnin var bæði fjölmenn sem góðmenn og var eftirvæntingin áþreifanleg eftir að fá loksins að upplifa og njóta bæði listarinnar og samverunnar, samkvæmt tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Ronaldo á von á tvíburum í annað sinn

Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo á von á tvíburum með kærustu sinni spænsku fyrirsætunni Georginu Rodríguez. Ronaldo tilkynnti um barnalánið á Instagram-síðu sinni í dag þar sem skötuhjúin liggja undir sæng og sína sónarmynd.

Gæsahúðarútgáfa af Nangíjala úr Rómeó og Júlíu

Sýningin Rómeó og Júlía, sem hefur verið á fjölunum í Þjóðleikhúsinu í haust, hefur vakið mikla athygli og heillað leikhúsgesti unga sem aldna. Sviðsetningin er sannkölluð sjónræn veisla eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.

Tólf manna óhefðbundin fjölskylda við Esjuna

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Dópsali í sautján ára fangelsi vegna dauða Mac Miller

Þrír menn voru ákærðir í tengslum við dauða rapparans Mac Miller. Einn hefur nú játað sekt sína að hluta og fallist á sautján ára fangelsisvist með dómsátt. Mac Miller lést árið 2018 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum.

Rokk­hljóm­sveitin SOMA með lang­þráða endur­komu

Hljómsveitin SOMA hefur snúið aftur eftir að hún hætti skyndilega árið 1998 og hefur legið í dvala síðan þá. Hljómsveitin fagnar endurkomunni með tónleikum á Ölver næstkomandi föstudag þar sem öll gamla platan verður spiluð ásamt nýju efni.

Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil

Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur.

Twitter bregst við hækkun þriðju­dags­til­boðsins: „Jæja það er hrun“

Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Tilboðið hefur verið eins konar fasti í skyndibitamenningu landans til fjölda ára, og ráku margir upp stór augu við að sjá það í dag að hið sígilda tilboð hefði runnið sitt skeið.

Íslendingur uppnefndur Eminem í orðastríði á Old Trafford

Birkir Snær Sigurðsson, leikmaður Grindavíkur í 4. deild og stuðningsmaður Manchester United í enska boltanum, varð fyrir aðkasti á léttum nótum um liðna helgi. Hans menn biðu lægri hlut gegn erkifjendunum í Liverpool, var í raun slátrað 5-0 á Old Trafford.

Ósýnilegum konum fagnað á Hverfisgötu

Á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Invisible Women. Sæunn Gísladóttir þýddi bókina Ósýnilegar konur en hún hefur brennandi áhuga á efni bókarinnar. Útgáfunni var fagnað í bókabúð útgáfunnar Sölku á Hverfisgötu.

Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par

Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. 

„Þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans“

Dansverkið Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur verður frumsýnt í Tjarnarbíó þann 28. október næstkomandi. Þrjár sviðslistakonur og einn trommari leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika.

Vill vekja at­hygli á fylgi­kvillum brjósta­stækkunar

Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, lét á dögunum fjarlægja úr sér brjóstapúða sem hún fékk sér fyrir meira en áratug síðan. Hún vill vekja athygli á þeim fylgikvillum sem fylgt geta brjóstastækkun.

Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue

Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. 

Sjá næstu 50 fréttir