Lífið

Heimsþekktur Boogie Woogie-píanisti á Dillon í kvöld

Jakob Bjarnar skrifar
Ben Waters er mjög kraftmikill á sviðinu, leikur og syngur boogie-woogie-tónlist af miklum móð. Waters er þekktastur fyrir margvíslegt samstarf við meðlimi Rolling Stones. Hann er nú staddur á Íslandi.
Ben Waters er mjög kraftmikill á sviðinu, leikur og syngur boogie-woogie-tónlist af miklum móð. Waters er þekktastur fyrir margvíslegt samstarf við meðlimi Rolling Stones. Hann er nú staddur á Íslandi.

Ben Waters er Boogie Woogie-tónlistarmaður sem bæði hamrar á píanó og syngur. Hann mun troða upp á

Beggi Smári mun spila með Waters ásamt hljómsveit og er spenntur fyrir verkefninu. „Músíkin er boogie woogie og rokk og ról í anda Fats Domino og Jerry Lee Lewis má segja,“ segir Beggi Smári. Hann segir hér engan aukvisa á ferð.

„Hann hefur til dæmis spilað með Rolling Stones-mönnum, nú síðast í tiltölulega nýju bandi Ronnie Wood (and the Wild Five) sem hafa tekið upp tvær plötur live í Royal Albert Hall. Svo var hann lengi í bandinu A,B,C & D of Boogie Woogie með Charlie Watts heitnum. Hann er um þessar mundir að spila með Jeff Beck.“

Beggi Smári segir Waters hafa verið gríðarlega iðinn við kolann undanfarna áratugi og haldið um 250 tónleika á ári.

„Samstarf hans og Stones manna má rekja til þess að hann gaf út plötuna Boogie 4 Stu, til heiðurs Ian Stewart, sem var einn af stofnendum Rolling Stones og spiluðu þeir allir á plötunni.

Waters verður á Dillon í kvöld og á föstudaginn í Húsi máls og menningar. „Og svo kemur hann fram sem sérstakur gestur á Guitarama festivalinu í Bæjarbíói laugardaginn 30. október. Hann er mjög orkumikill á sviðinu,“ segir Beggi Smári og ljóst að honum þykir ekki leiðinlegt að kynna þennan mann til sögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×