Fleiri fréttir

Ævintýrakríli Elísabetar og Páls flýtti sér í heiminn

Ultra maraþon hlauparinn og næringarfræðingurinn Elísabet Margeirsdóttir og útivistarkappinn Páll Ólafsson eignuðust á dögunum son. Elísabet greinir frá því á Facebook að litli prinsinn hafi komið í heiminn þann 9. febrúar, tveimur vikum fyrir settan dag.

Fjöl­skyldu­bingó á Stöð 2: Náðu í bingó­spjöldin hér

Á laugardag klukkan 18.55 fer fram fjórði þáttur af Fjölskyldubingó á Stöð 2. Bingóstjóri þáttarins er sem fyrr Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur, og verður fjöldinn allur af vinningum í boði fyrir þá sem eru svo heppnir að fá bingó.

Meg­han Mark­le hafði betur gegn the Mail

Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, hafði betur gegn slúðurblaðinu the Mail í hæstarétti á sunnudag en hún höfðaði mál gegn blaðinu eftir að það birti handskrifað bréf sem hertogaynjan sendi föður sínum, sem hún lengi vel var ekki í sambandi við.

Æðiprófið vekur mikla athygli á samfélagsmiðlum

Önnur þáttaröð raunveruleikþáttana ÆÐI með samfélagsmiðlastjörnunni Patreki Jamie er nú í sýningu á Stöð 2+. Í þáttunum er fylgst með Patreki í daglegu amstri þar sem lognmollan er fjarri góðu gamni en drama og dívustælar ráða þar ríkjum.

Hvert slysið og áfallið á fætur öðru

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona.

„Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin

„Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir.

„Ég er ekki köttur“

Nokkuð spaugilegt myndband hefur vakið heimsathygli síðustu klukkustundir en í myndbandinu má sjá hvernig tæknin getur leikið notendurna grátt.

Twitter greinir Pfizer-stöðuna: Víði út og Björg­ólf Thor inn

Margir biðu með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu úr samningaviðræðum Íslendinga við lyfjaframleiðandann Pfizer sem hafa verið á vörum landsmanna frá því fyrir áramót. Bundu sumir vonir við að farsæl niðurstaða myndi hjálpa Íslandi að stökkva fram fyrir aðrar þjóðir í bóluefnaröðinni og tryggja að hægt yrði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar við Covid-19 á allra næstu mánuðum.

Fékk 100 þúsund í verktakalaun fyrir Lion King

Felix Bergsson segist hafa fengið um 100 þúsund krónur í verktakalaun fyrir að hafa talað inn á teiknimyndina Lion King, sem fékk íslenska titilinn Konungur ljónanna og kom út á tíunda áratug síðustu aldar.

Margbrotnaði á hrygg og sneri öllu við

Einar Carl Axelsson er fyrrverandi landsliðsmaður í Taekwondo, sem skipti um takt í lífinu eftir að hafa hryggbrotnað á 5 stöðum í skíðaslysi í frönsku ölpunum. Hann er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar.

„Láttu eins unglega og þér líður“

„Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær.

Binni Glee er hræddur við öll dýr

Í síðasta þætti af Æði á Stöð 2+ fékk Patrekur Jaime sér nýjan hund og var herbergisfélagi hans Binni Glee ekkert rosalega hrifinn.

Dóra fagnar ári edrú og býður fram aðstoð sína

Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans fagnar þeim tímamótum í dag að hafa verið án áfengis í eitt ár. Dóra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana. Hún býður fram krafta sína ef aðrir vilja feta sporin til lífs án áfengis.

Þessar rándýru Superbowl auglýsingar hittu í mark

Tampa Bay Buccaneers vann sinn fyrsta NFL-titil í átján ár og þann annan frá upphafi með því að vinna Kansas City Chiefs 31-9 á heimavelli sínum í Tampa Bay í nótt þegar leikurinn um Ofurskálina, Superbowl, fór fram.

„Vonum að allir fari að dansa eins og hálfvitar í kvöld“

Ber er hver að baki nema bróður sér eigi. Í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld var bræðralagið í fyrirrúmi en Ingó fékk til sín bróður sinn Gumma Tóta ásamt bræðurna Frikka Dór og Jón Jónson. 

Hjón á níræðisaldri hittust eftir árs aðskilnað

Hjón á níræðisaldri hittust á ný eftir tæplega árs aðskilnað nú á dögunum. Þau Stanley og Mavis Harbour hafa verið gift í sextíu ár, en eftir að heimsóknartakmarkanir voru settar á hjúkrunarheimilum í Bretlandi gat Mavis ekki heimsótt Stanley.

Sagðist vinna hjá Icelandic Vogue til að smygla sér inn á sína fyrstu tískusýningu

„Ég smyglaði mér inn á Marc Jakobs tískusýningu, án boðskorts, með því að segja að ég væri að vinna fyrir Icelandic Vogue, sem var ekki til og hefur aldrei verið til,“ segir Ellen Loftsdóttir stílisti og listrænn stjórnandi um reynslu sína af því hvernig hún komst á sína fyrstu tískusýningu fyrir um fjórtan árum síðan.

Freyr og Kolfinna komin í samband

Freyr Gylfason, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Kolfinna Baldvinsdóttir, ritstjóri hjá HB útgáfu, eru komin í samband. Nýja parið tilkynnti þetta með opinberum hætti á Facebook í gær.

Leikarinn Christopher Plummer er látinn

Kanadíski leikarinn Christopher Plummer er látinn, 91 árs að aldri. Plummer er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Captain Von Trapp í hinum víðfræga Söngvaseið og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2012 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Beginners.

Sjá næstu 50 fréttir