Fleiri fréttir

Hefðu nánast getað fyllt bókina með íslenskum bjór

Bjóráhugamennirnir Stefán Pálsson og Höskuldur Sæmundsson ákváðu fyrir ári að skrifa fyrstu frumsömdu íslensku bjórbókina. Hófst þá mikið ferðalag þeirra félaga um heim eins vinsælasta drykkjar veraldar en á endanum rötuðu 120 bjórar í bókina.

Aldrei farið til útlanda

Hinn síkáti Geirmundur Valtýsson varð sjötugur á árinu. Hann lætur aldurinn ekki stöðva sig, vinnur fullan vinnudag, spilar á dansleikjum um helgar og verður með jólatónleika í Austurbæ 29. nóvember. Hann hefur þó aldrei farið út fyrir landsteinana.

Tónlistin er tungumál músíkmeðferðarinnar

Evrópudagur músíkmeðferðarfræðinga er haldinn hátíðlegur í dag. Hér á landi eru átta starfandi sem slíkir, en þeir berjast fyrir því að fagið fái löggildingu.

Fjölskyldujóga á Kex

Leikkonan Álfrún Helga Örnólfsdóttir stýrir krakka- og fjölskyldujóga. Viðburðurinn er hluti af Heimilislegum sunnudögum.

„Var það ekki lesbían?“

Nemendur í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ meðal annars spurðir hver var forsætisráðherra í hruninu.

Halda styrktartónleika eftir sviplegt dauðsfall

Kristinn Freyr Þórsson var grunlaus um að konan hans væri við dauðans dyr þegar hún var lögð inn á Landspítalann í ágúst en nokkrum dögum síðar var hún öll og tvær dætur þeirra móðurlausar. Styrktartónleikar verða á sunnudaginn í Grafarholtskirkju.

Lífið kviknar á ný

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sló svo eftirminnilega í gegn í Söngkeppni Sjónvarpsins fyrr á árinu. Þessa dagana bíður hún í ofvæni eftir nýrri plötu sem og sínu öðru barni með tónlistarmanninum Karli Olgeirssyni.

Matreiðir ostrusveppi

Ragnar Heiðar Guðjónsson ræktar ostrusveppi og verður á matarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina.

ABC fékk hálfa milljón frá Agli

Fimmtíu myndir sem dagskrárgerðarmaðurinn Egill Eðvarðsson hafði sérunnið og rammað inn úr nýrri barnavísnabók sinni, Ekki á vísan að róa, voru til sölu á útgáfufagnaði bókarinnar á dögunum.

Nóg pláss fyrir partý

Gísli Gíslason, lögfræðingur býr ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Björnsdóttur, flugfreyju í glæsilegu húsi í Garðabæ.

Jólapeysuæði í uppsiglingu

Ljótar jólapeysur heitir verslun sem var opnuð að Grænatúni 1 í Kópavogi á þriðjudag. Þar fást vintage-jólapeysur sem eru tilvaldar í vinnustaða- og þemapartíin á aðventunni.

Sjá næstu 50 fréttir