Frímann gengur nakinn niður Skólavörðustíginn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 13:15 Frímann er örlítið kvíðinn þessa dagana. „Ég held að hann hafi greyið hellt sér út í þetta af aðeins meira kappi en forsjálni. Ég hef grun um að hann sjái aðeins eftir þessu og ég deili áhyggjum hans,“ segir leikarinn Gunnar Hansson. Gunnar framleiðir nýtt dansverk, VIVID, með eiginkonu sinni, dansaranum Unni Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau hafa hafið söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund fyrir launum þeirra listamanna sem koma að verkinu. Til að hjálpa við fjármögnunina leitaði Gunnar til vinar síns, lífskúnstnerins og bóhemsins Frímanns Gunnarssonar. Áætlað er að safna einni milljón króna fyrir VIVID en ef einstaklingur eða fyrirtæki gefur hálfa milljón ætlar Frímann að ganga nakinn niður Skólavörðustíginn, einungis hulinn auglýsingaspjöldum að framan og aftan.Gunnar Hansson, trúnaðarvinur Frímanns.„Ég held að það sé hægt að tala hann til ef við náum takmarkinu að hann gangi nakinn niður Skólavörðustíginn. En ef það gerist að einhver borgar þessa hálfu milljón má sá hinn sami velja hvaða auglýsingaskilti Frímann hylur sig með. Svo ætlar hann að gera sitt besta til að flytja ljóð á leiðinni,“ segir Gunnar en Frímann er orðinn ansi kvíðinn yfir þessu uppátæki sínu. „Greyið er í miklum vandræðum með að réttlæta þetta og því setur hann þetta í menningarlegan og táknrænan búning. Hann er dauðkvíðinn fyrir þessu og þarna sýnir hann hvað hann er tilbúinn að gera fyrir íslenska menningu. En svo áttaði hann sig allt í einu á því að þetta er í desember og þá er ekkert sérstaklega hlýtt. Það skapar alls konar vandamál fyrir hann. En hann átti sér drauma um að verða dansari og þetta er hans leið til að styðja við danslistina,“ segir Gunnar og bætir við að það sé engin tilviljun að Frímann ákvað að ganga niður Skólavörðustíginn. „Það er meiri menningargata en til dæmis Laugavegur. Efst á Skólavörðustíg stendur svo Hallgrímskirkja sem sumir myndu meina að væri fallusartákn en Frímann er því ósammála. Fyrir honum snýst þessi ganga um að sanna hversu erfitt líf listamannsins er,“Unnur Elísabet.VIVID verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu þann 28. desember næstkomandi en daginn áður verður haldin sérstök styrktarsýning fyrir verkið. Þeir sem styrkja verkið á Karolina Fund geta meðal annars fengið miða á styrktarsýninguna, einkatíma í jóga eða einkateboð með sjálfum Frímanni. VIVID fjallar um „það að þora að brjótast útúr rammanum, að þora að vera öðruvísi og þora að lifa lífinu,“ eins og stendur á styrktarsíðunni á Karolina Fund. Gunnar hefur mikla trú á verkinu. „Ég get sagt það sem eiginmaður Unnar að ég veit að þetta verður sjúklega flott sýning. Ég er tilbúinn til að gera allt sem ég get til að láta hana verða að veruleika. Það er frábært listafólk sem stendur að þessari sýningu. Við eigum svo færa dansara og þegar ég horfi á dans finnst mér eins og ég sé að horfa á tónlist. Ég hef farið mikið á danssýningar undanfarin ár og þær eru nánast án undantekningar virkilega góð skemmtun. Það er einhver algjör galdur í þessu.“Frá æfingu á VIVID. Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Ég held að hann hafi greyið hellt sér út í þetta af aðeins meira kappi en forsjálni. Ég hef grun um að hann sjái aðeins eftir þessu og ég deili áhyggjum hans,“ segir leikarinn Gunnar Hansson. Gunnar framleiðir nýtt dansverk, VIVID, með eiginkonu sinni, dansaranum Unni Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau hafa hafið söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund fyrir launum þeirra listamanna sem koma að verkinu. Til að hjálpa við fjármögnunina leitaði Gunnar til vinar síns, lífskúnstnerins og bóhemsins Frímanns Gunnarssonar. Áætlað er að safna einni milljón króna fyrir VIVID en ef einstaklingur eða fyrirtæki gefur hálfa milljón ætlar Frímann að ganga nakinn niður Skólavörðustíginn, einungis hulinn auglýsingaspjöldum að framan og aftan.Gunnar Hansson, trúnaðarvinur Frímanns.„Ég held að það sé hægt að tala hann til ef við náum takmarkinu að hann gangi nakinn niður Skólavörðustíginn. En ef það gerist að einhver borgar þessa hálfu milljón má sá hinn sami velja hvaða auglýsingaskilti Frímann hylur sig með. Svo ætlar hann að gera sitt besta til að flytja ljóð á leiðinni,“ segir Gunnar en Frímann er orðinn ansi kvíðinn yfir þessu uppátæki sínu. „Greyið er í miklum vandræðum með að réttlæta þetta og því setur hann þetta í menningarlegan og táknrænan búning. Hann er dauðkvíðinn fyrir þessu og þarna sýnir hann hvað hann er tilbúinn að gera fyrir íslenska menningu. En svo áttaði hann sig allt í einu á því að þetta er í desember og þá er ekkert sérstaklega hlýtt. Það skapar alls konar vandamál fyrir hann. En hann átti sér drauma um að verða dansari og þetta er hans leið til að styðja við danslistina,“ segir Gunnar og bætir við að það sé engin tilviljun að Frímann ákvað að ganga niður Skólavörðustíginn. „Það er meiri menningargata en til dæmis Laugavegur. Efst á Skólavörðustíg stendur svo Hallgrímskirkja sem sumir myndu meina að væri fallusartákn en Frímann er því ósammála. Fyrir honum snýst þessi ganga um að sanna hversu erfitt líf listamannsins er,“Unnur Elísabet.VIVID verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu þann 28. desember næstkomandi en daginn áður verður haldin sérstök styrktarsýning fyrir verkið. Þeir sem styrkja verkið á Karolina Fund geta meðal annars fengið miða á styrktarsýninguna, einkatíma í jóga eða einkateboð með sjálfum Frímanni. VIVID fjallar um „það að þora að brjótast útúr rammanum, að þora að vera öðruvísi og þora að lifa lífinu,“ eins og stendur á styrktarsíðunni á Karolina Fund. Gunnar hefur mikla trú á verkinu. „Ég get sagt það sem eiginmaður Unnar að ég veit að þetta verður sjúklega flott sýning. Ég er tilbúinn til að gera allt sem ég get til að láta hana verða að veruleika. Það er frábært listafólk sem stendur að þessari sýningu. Við eigum svo færa dansara og þegar ég horfi á dans finnst mér eins og ég sé að horfa á tónlist. Ég hef farið mikið á danssýningar undanfarin ár og þær eru nánast án undantekningar virkilega góð skemmtun. Það er einhver algjör galdur í þessu.“Frá æfingu á VIVID.
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira