Frímann gengur nakinn niður Skólavörðustíginn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 13:15 Frímann er örlítið kvíðinn þessa dagana. „Ég held að hann hafi greyið hellt sér út í þetta af aðeins meira kappi en forsjálni. Ég hef grun um að hann sjái aðeins eftir þessu og ég deili áhyggjum hans,“ segir leikarinn Gunnar Hansson. Gunnar framleiðir nýtt dansverk, VIVID, með eiginkonu sinni, dansaranum Unni Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau hafa hafið söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund fyrir launum þeirra listamanna sem koma að verkinu. Til að hjálpa við fjármögnunina leitaði Gunnar til vinar síns, lífskúnstnerins og bóhemsins Frímanns Gunnarssonar. Áætlað er að safna einni milljón króna fyrir VIVID en ef einstaklingur eða fyrirtæki gefur hálfa milljón ætlar Frímann að ganga nakinn niður Skólavörðustíginn, einungis hulinn auglýsingaspjöldum að framan og aftan.Gunnar Hansson, trúnaðarvinur Frímanns.„Ég held að það sé hægt að tala hann til ef við náum takmarkinu að hann gangi nakinn niður Skólavörðustíginn. En ef það gerist að einhver borgar þessa hálfu milljón má sá hinn sami velja hvaða auglýsingaskilti Frímann hylur sig með. Svo ætlar hann að gera sitt besta til að flytja ljóð á leiðinni,“ segir Gunnar en Frímann er orðinn ansi kvíðinn yfir þessu uppátæki sínu. „Greyið er í miklum vandræðum með að réttlæta þetta og því setur hann þetta í menningarlegan og táknrænan búning. Hann er dauðkvíðinn fyrir þessu og þarna sýnir hann hvað hann er tilbúinn að gera fyrir íslenska menningu. En svo áttaði hann sig allt í einu á því að þetta er í desember og þá er ekkert sérstaklega hlýtt. Það skapar alls konar vandamál fyrir hann. En hann átti sér drauma um að verða dansari og þetta er hans leið til að styðja við danslistina,“ segir Gunnar og bætir við að það sé engin tilviljun að Frímann ákvað að ganga niður Skólavörðustíginn. „Það er meiri menningargata en til dæmis Laugavegur. Efst á Skólavörðustíg stendur svo Hallgrímskirkja sem sumir myndu meina að væri fallusartákn en Frímann er því ósammála. Fyrir honum snýst þessi ganga um að sanna hversu erfitt líf listamannsins er,“Unnur Elísabet.VIVID verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu þann 28. desember næstkomandi en daginn áður verður haldin sérstök styrktarsýning fyrir verkið. Þeir sem styrkja verkið á Karolina Fund geta meðal annars fengið miða á styrktarsýninguna, einkatíma í jóga eða einkateboð með sjálfum Frímanni. VIVID fjallar um „það að þora að brjótast útúr rammanum, að þora að vera öðruvísi og þora að lifa lífinu,“ eins og stendur á styrktarsíðunni á Karolina Fund. Gunnar hefur mikla trú á verkinu. „Ég get sagt það sem eiginmaður Unnar að ég veit að þetta verður sjúklega flott sýning. Ég er tilbúinn til að gera allt sem ég get til að láta hana verða að veruleika. Það er frábært listafólk sem stendur að þessari sýningu. Við eigum svo færa dansara og þegar ég horfi á dans finnst mér eins og ég sé að horfa á tónlist. Ég hef farið mikið á danssýningar undanfarin ár og þær eru nánast án undantekningar virkilega góð skemmtun. Það er einhver algjör galdur í þessu.“Frá æfingu á VIVID. Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
„Ég held að hann hafi greyið hellt sér út í þetta af aðeins meira kappi en forsjálni. Ég hef grun um að hann sjái aðeins eftir þessu og ég deili áhyggjum hans,“ segir leikarinn Gunnar Hansson. Gunnar framleiðir nýtt dansverk, VIVID, með eiginkonu sinni, dansaranum Unni Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau hafa hafið söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund fyrir launum þeirra listamanna sem koma að verkinu. Til að hjálpa við fjármögnunina leitaði Gunnar til vinar síns, lífskúnstnerins og bóhemsins Frímanns Gunnarssonar. Áætlað er að safna einni milljón króna fyrir VIVID en ef einstaklingur eða fyrirtæki gefur hálfa milljón ætlar Frímann að ganga nakinn niður Skólavörðustíginn, einungis hulinn auglýsingaspjöldum að framan og aftan.Gunnar Hansson, trúnaðarvinur Frímanns.„Ég held að það sé hægt að tala hann til ef við náum takmarkinu að hann gangi nakinn niður Skólavörðustíginn. En ef það gerist að einhver borgar þessa hálfu milljón má sá hinn sami velja hvaða auglýsingaskilti Frímann hylur sig með. Svo ætlar hann að gera sitt besta til að flytja ljóð á leiðinni,“ segir Gunnar en Frímann er orðinn ansi kvíðinn yfir þessu uppátæki sínu. „Greyið er í miklum vandræðum með að réttlæta þetta og því setur hann þetta í menningarlegan og táknrænan búning. Hann er dauðkvíðinn fyrir þessu og þarna sýnir hann hvað hann er tilbúinn að gera fyrir íslenska menningu. En svo áttaði hann sig allt í einu á því að þetta er í desember og þá er ekkert sérstaklega hlýtt. Það skapar alls konar vandamál fyrir hann. En hann átti sér drauma um að verða dansari og þetta er hans leið til að styðja við danslistina,“ segir Gunnar og bætir við að það sé engin tilviljun að Frímann ákvað að ganga niður Skólavörðustíginn. „Það er meiri menningargata en til dæmis Laugavegur. Efst á Skólavörðustíg stendur svo Hallgrímskirkja sem sumir myndu meina að væri fallusartákn en Frímann er því ósammála. Fyrir honum snýst þessi ganga um að sanna hversu erfitt líf listamannsins er,“Unnur Elísabet.VIVID verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu þann 28. desember næstkomandi en daginn áður verður haldin sérstök styrktarsýning fyrir verkið. Þeir sem styrkja verkið á Karolina Fund geta meðal annars fengið miða á styrktarsýninguna, einkatíma í jóga eða einkateboð með sjálfum Frímanni. VIVID fjallar um „það að þora að brjótast útúr rammanum, að þora að vera öðruvísi og þora að lifa lífinu,“ eins og stendur á styrktarsíðunni á Karolina Fund. Gunnar hefur mikla trú á verkinu. „Ég get sagt það sem eiginmaður Unnar að ég veit að þetta verður sjúklega flott sýning. Ég er tilbúinn til að gera allt sem ég get til að láta hana verða að veruleika. Það er frábært listafólk sem stendur að þessari sýningu. Við eigum svo færa dansara og þegar ég horfi á dans finnst mér eins og ég sé að horfa á tónlist. Ég hef farið mikið á danssýningar undanfarin ár og þær eru nánast án undantekningar virkilega góð skemmtun. Það er einhver algjör galdur í þessu.“Frá æfingu á VIVID.
Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira