Tónlistin er tungumál músíkmeðferðarinnar Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 09:00 Sara Hrund Signýjardóttir, músíkmeðferðarfræðingur Vísir/GVA „Það sem gerir músíkmeðferðina svo einstaka er að í gegnum hvaða tónlist sem er túlkum við svo margt mannlegt sem ekki er hægt að túlka annars staðar,“ segir Sara Hrund Signýjardóttir músíkmeðferðarfræðingur. Í dag, 15. nóvember, er Evrópudagur músíkmeðferðarfræðinga haldinn hátíðlegur. „Músíkmeðferðarfræði er skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfinga sem veitt er til þess að auka vellíðan. Tónlistin verður að tungumáli í meðferðinni, og hún notuð sem tæki til þess að tala saman eða tjá tilfinningar og deila reynslu og hjálpa skjólstæðingnum að finna út úr sínum tilfinningum,“ segir Sara. Starf músíkmeðferðarfræðinga gengur síðan út á að lesa í tónlistina og skynja, rétt eins og sálfræðingar. Sara segir að einn stærsti misskilningur fólks sé að það þurfi að vera músíkalskt til þess að notfæra sér þessa meðferð, því þetta snúist engan veginn um það, heldur snúist þetta um túlkunina. „Þetta er í raun fyrir alla en metið er hvort þetta sé það sem hentar skjólstæðingnum. Þeim sem eiga í vandræðum með að koma hlutunum í orð finnst gott að nota tónlistina til þess að heyra eigin tjáningu á hljóðfæri. Vandamálið er rætt, skjólstæðingurinn prófar og þreifar sig áfram að túlka tilfinninguna á hljóðfæri. Enginn tími er eins, þetta er svo aðlögunarhæf meðferð því tónlist hefur engin landamæri.“ Meðferðin hefur sýnt mjög marktækan og jákvæðan árangur, til dæmis á samskiptamynstur einhverfra, hjá öldruðum og börnum með þroskaskerðingar. „Með börn eða fatlaða þá fara samskiptin bara fram í gegnum tónlist. Það er svo merkilegt þegar fólk kemur inn í músíkmeðferð og þekkir ekkert til hljóðfæra að þá finnur það leið til þess að tjá sig,“ segir hún. Í dag kynna þau meðferðina og starfið fyrir áhugasömum. „Þetta verður almenn kynning á meðferðinni og starfinu okkar. Við erum átta í félaginu hér heima sem við vitum af. Þessi meðferð hefur verið í boði hér á landi í mörg ár, en starfsheitið sem slíkt hefur ekki hlotið löggildingu. Það er okkar helsta baráttumál og löggildingin er mjög mikilvæg fyrir okkur sem fagaðila.“Músíkmeðferðarfræðingar taka á móti gestum að Stórhöfða 23 í dag frá kl. 17-19. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Það sem gerir músíkmeðferðina svo einstaka er að í gegnum hvaða tónlist sem er túlkum við svo margt mannlegt sem ekki er hægt að túlka annars staðar,“ segir Sara Hrund Signýjardóttir músíkmeðferðarfræðingur. Í dag, 15. nóvember, er Evrópudagur músíkmeðferðarfræðinga haldinn hátíðlegur. „Músíkmeðferðarfræði er skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfinga sem veitt er til þess að auka vellíðan. Tónlistin verður að tungumáli í meðferðinni, og hún notuð sem tæki til þess að tala saman eða tjá tilfinningar og deila reynslu og hjálpa skjólstæðingnum að finna út úr sínum tilfinningum,“ segir Sara. Starf músíkmeðferðarfræðinga gengur síðan út á að lesa í tónlistina og skynja, rétt eins og sálfræðingar. Sara segir að einn stærsti misskilningur fólks sé að það þurfi að vera músíkalskt til þess að notfæra sér þessa meðferð, því þetta snúist engan veginn um það, heldur snúist þetta um túlkunina. „Þetta er í raun fyrir alla en metið er hvort þetta sé það sem hentar skjólstæðingnum. Þeim sem eiga í vandræðum með að koma hlutunum í orð finnst gott að nota tónlistina til þess að heyra eigin tjáningu á hljóðfæri. Vandamálið er rætt, skjólstæðingurinn prófar og þreifar sig áfram að túlka tilfinninguna á hljóðfæri. Enginn tími er eins, þetta er svo aðlögunarhæf meðferð því tónlist hefur engin landamæri.“ Meðferðin hefur sýnt mjög marktækan og jákvæðan árangur, til dæmis á samskiptamynstur einhverfra, hjá öldruðum og börnum með þroskaskerðingar. „Með börn eða fatlaða þá fara samskiptin bara fram í gegnum tónlist. Það er svo merkilegt þegar fólk kemur inn í músíkmeðferð og þekkir ekkert til hljóðfæra að þá finnur það leið til þess að tjá sig,“ segir hún. Í dag kynna þau meðferðina og starfið fyrir áhugasömum. „Þetta verður almenn kynning á meðferðinni og starfinu okkar. Við erum átta í félaginu hér heima sem við vitum af. Þessi meðferð hefur verið í boði hér á landi í mörg ár, en starfsheitið sem slíkt hefur ekki hlotið löggildingu. Það er okkar helsta baráttumál og löggildingin er mjög mikilvæg fyrir okkur sem fagaðila.“Músíkmeðferðarfræðingar taka á móti gestum að Stórhöfða 23 í dag frá kl. 17-19.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira