Tónlistin er tungumál músíkmeðferðarinnar Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 09:00 Sara Hrund Signýjardóttir, músíkmeðferðarfræðingur Vísir/GVA „Það sem gerir músíkmeðferðina svo einstaka er að í gegnum hvaða tónlist sem er túlkum við svo margt mannlegt sem ekki er hægt að túlka annars staðar,“ segir Sara Hrund Signýjardóttir músíkmeðferðarfræðingur. Í dag, 15. nóvember, er Evrópudagur músíkmeðferðarfræðinga haldinn hátíðlegur. „Músíkmeðferðarfræði er skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfinga sem veitt er til þess að auka vellíðan. Tónlistin verður að tungumáli í meðferðinni, og hún notuð sem tæki til þess að tala saman eða tjá tilfinningar og deila reynslu og hjálpa skjólstæðingnum að finna út úr sínum tilfinningum,“ segir Sara. Starf músíkmeðferðarfræðinga gengur síðan út á að lesa í tónlistina og skynja, rétt eins og sálfræðingar. Sara segir að einn stærsti misskilningur fólks sé að það þurfi að vera músíkalskt til þess að notfæra sér þessa meðferð, því þetta snúist engan veginn um það, heldur snúist þetta um túlkunina. „Þetta er í raun fyrir alla en metið er hvort þetta sé það sem hentar skjólstæðingnum. Þeim sem eiga í vandræðum með að koma hlutunum í orð finnst gott að nota tónlistina til þess að heyra eigin tjáningu á hljóðfæri. Vandamálið er rætt, skjólstæðingurinn prófar og þreifar sig áfram að túlka tilfinninguna á hljóðfæri. Enginn tími er eins, þetta er svo aðlögunarhæf meðferð því tónlist hefur engin landamæri.“ Meðferðin hefur sýnt mjög marktækan og jákvæðan árangur, til dæmis á samskiptamynstur einhverfra, hjá öldruðum og börnum með þroskaskerðingar. „Með börn eða fatlaða þá fara samskiptin bara fram í gegnum tónlist. Það er svo merkilegt þegar fólk kemur inn í músíkmeðferð og þekkir ekkert til hljóðfæra að þá finnur það leið til þess að tjá sig,“ segir hún. Í dag kynna þau meðferðina og starfið fyrir áhugasömum. „Þetta verður almenn kynning á meðferðinni og starfinu okkar. Við erum átta í félaginu hér heima sem við vitum af. Þessi meðferð hefur verið í boði hér á landi í mörg ár, en starfsheitið sem slíkt hefur ekki hlotið löggildingu. Það er okkar helsta baráttumál og löggildingin er mjög mikilvæg fyrir okkur sem fagaðila.“Músíkmeðferðarfræðingar taka á móti gestum að Stórhöfða 23 í dag frá kl. 17-19. Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
„Það sem gerir músíkmeðferðina svo einstaka er að í gegnum hvaða tónlist sem er túlkum við svo margt mannlegt sem ekki er hægt að túlka annars staðar,“ segir Sara Hrund Signýjardóttir músíkmeðferðarfræðingur. Í dag, 15. nóvember, er Evrópudagur músíkmeðferðarfræðinga haldinn hátíðlegur. „Músíkmeðferðarfræði er skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfinga sem veitt er til þess að auka vellíðan. Tónlistin verður að tungumáli í meðferðinni, og hún notuð sem tæki til þess að tala saman eða tjá tilfinningar og deila reynslu og hjálpa skjólstæðingnum að finna út úr sínum tilfinningum,“ segir Sara. Starf músíkmeðferðarfræðinga gengur síðan út á að lesa í tónlistina og skynja, rétt eins og sálfræðingar. Sara segir að einn stærsti misskilningur fólks sé að það þurfi að vera músíkalskt til þess að notfæra sér þessa meðferð, því þetta snúist engan veginn um það, heldur snúist þetta um túlkunina. „Þetta er í raun fyrir alla en metið er hvort þetta sé það sem hentar skjólstæðingnum. Þeim sem eiga í vandræðum með að koma hlutunum í orð finnst gott að nota tónlistina til þess að heyra eigin tjáningu á hljóðfæri. Vandamálið er rætt, skjólstæðingurinn prófar og þreifar sig áfram að túlka tilfinninguna á hljóðfæri. Enginn tími er eins, þetta er svo aðlögunarhæf meðferð því tónlist hefur engin landamæri.“ Meðferðin hefur sýnt mjög marktækan og jákvæðan árangur, til dæmis á samskiptamynstur einhverfra, hjá öldruðum og börnum með þroskaskerðingar. „Með börn eða fatlaða þá fara samskiptin bara fram í gegnum tónlist. Það er svo merkilegt þegar fólk kemur inn í músíkmeðferð og þekkir ekkert til hljóðfæra að þá finnur það leið til þess að tjá sig,“ segir hún. Í dag kynna þau meðferðina og starfið fyrir áhugasömum. „Þetta verður almenn kynning á meðferðinni og starfinu okkar. Við erum átta í félaginu hér heima sem við vitum af. Þessi meðferð hefur verið í boði hér á landi í mörg ár, en starfsheitið sem slíkt hefur ekki hlotið löggildingu. Það er okkar helsta baráttumál og löggildingin er mjög mikilvæg fyrir okkur sem fagaðila.“Músíkmeðferðarfræðingar taka á móti gestum að Stórhöfða 23 í dag frá kl. 17-19.
Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira