Matreiðir ostrusveppi Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 10:30 Ragnar Heiðar Guðjónsson segir sveppina erfiða í ræktun. VÍSIR/VILHELM „Ég hef verið að rækta frá því ég var lítill polli og svepparæktunin sprettur upp úr þeim áhuga,“ segir Ragnar Heiðar Guðjónsson, ostrusveppabóndi og verkfræðingur, sem tekur þátt í matarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina. „Þetta er blanda af ræktunaráhuga og viðleitni til þess að búa eitthvað til, skapa einhver verðmæti úr aukaafurðum úr íslenskum landbúnaði.“ Ragnar ræktar ostrusveppina í plasthólkum sem hann fyllir með íslenskum hálmi sem fellur til við byggræktun. „Hólkarnir eru eins konar gervitré, svo gata ég plastið og sveppirnir vaxa út um götin alveg eins og þeir myndu gera á trjástofni.“ En ostrusveppir eru skógarsveppir sem vaxa og og lifa á dauðum trjám úti í náttúrunni. Ostrusveppir eru mikið notaðir í asískri matargerð og allstaðar þar sem hefð er fyrir matreiðslu með sveppum. Í mörgum heimsálfum vaxa þeir villtir, á Íslandi er loftslagið kalt og þurrt sem gerir ræktun á þeim utandyra ómögulega. „Sveppirnir eru mjög erfiðir í ræktun. Það er lítið mál að rækta einn og einn svepp, en að rækta þá á samkeppnishæfu verði í stórum stíl er mjög erfitt,“ segir Ragnar sem hefur þó ekki látið deigan síga. „Árið 2009 byrjaði ég að þróa þetta áfram og fikta við þetta. Svo byrjaði ég að selja sveppina til veitingahúsa árið 2011. Það tók tíma að heimfæra þetta á íslenskar aðstæður en þetta hefst allt með áhuganum og „dassi“ af þrjósku,“ segir Ragnar hress í bragði. „Bragðið af ostrusveppum er mjög frábrugðið bragðinu sem er af íslenskum kjörsveppum. Það er svolítill anískeimur af lyktinni en það er erfitt að lýsa bragðinu sjálfu, maður verður bara að prófa,“ segir Ragnar en hægt verður að gæða sér á ostrusveppunum frá Sælkerasveppum, fyrirtæki Ragnars, á matarmarkaðinum um helgina. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
„Ég hef verið að rækta frá því ég var lítill polli og svepparæktunin sprettur upp úr þeim áhuga,“ segir Ragnar Heiðar Guðjónsson, ostrusveppabóndi og verkfræðingur, sem tekur þátt í matarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina. „Þetta er blanda af ræktunaráhuga og viðleitni til þess að búa eitthvað til, skapa einhver verðmæti úr aukaafurðum úr íslenskum landbúnaði.“ Ragnar ræktar ostrusveppina í plasthólkum sem hann fyllir með íslenskum hálmi sem fellur til við byggræktun. „Hólkarnir eru eins konar gervitré, svo gata ég plastið og sveppirnir vaxa út um götin alveg eins og þeir myndu gera á trjástofni.“ En ostrusveppir eru skógarsveppir sem vaxa og og lifa á dauðum trjám úti í náttúrunni. Ostrusveppir eru mikið notaðir í asískri matargerð og allstaðar þar sem hefð er fyrir matreiðslu með sveppum. Í mörgum heimsálfum vaxa þeir villtir, á Íslandi er loftslagið kalt og þurrt sem gerir ræktun á þeim utandyra ómögulega. „Sveppirnir eru mjög erfiðir í ræktun. Það er lítið mál að rækta einn og einn svepp, en að rækta þá á samkeppnishæfu verði í stórum stíl er mjög erfitt,“ segir Ragnar sem hefur þó ekki látið deigan síga. „Árið 2009 byrjaði ég að þróa þetta áfram og fikta við þetta. Svo byrjaði ég að selja sveppina til veitingahúsa árið 2011. Það tók tíma að heimfæra þetta á íslenskar aðstæður en þetta hefst allt með áhuganum og „dassi“ af þrjósku,“ segir Ragnar hress í bragði. „Bragðið af ostrusveppum er mjög frábrugðið bragðinu sem er af íslenskum kjörsveppum. Það er svolítill anískeimur af lyktinni en það er erfitt að lýsa bragðinu sjálfu, maður verður bara að prófa,“ segir Ragnar en hægt verður að gæða sér á ostrusveppunum frá Sælkerasveppum, fyrirtæki Ragnars, á matarmarkaðinum um helgina.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira