Fleiri fréttir

Heldur stofutónleika í beinni á netinu

Lay Low býður upp á fría tónleika á netinu á morgun, laugardag, klukkan 21. Tónleikarnir verða haldnir í stofunni heima hjá henni í Ölfusi og sendir út beint á netinu í boði Símans og Inspired by Iceland.

Stundar jóga fyrir brúðkaupið

Jennifer Aniston hefur stundað jóga að undanförnu til að búa sig undir brúðkaupið sitt. Hún gengur upp að altarinu með handritshöfundinum og leikaranum Justin Theroux í sumar.

Órafmögnuð plata á árinu

Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck ætlar að gefa út órafmagnaða plötu á þessu ári. Hún varð til er hann var að ljúka við gerð nótnaplötunnar Song Reader í fyrra. Beck ætlar að spila órafmagnað á nokkrum tónleikum í Norður-Ameríku í sumar þar sem nýja efnið verður frumflutt. Síðasta hljóðsverplata Bhans, Modern Guilt, kom út 2008. Fyrir ári síðan gaf hann út lagið I Just Started Hating Some People Today með Jack White sem upptökustjóra.

Úr svefnherberginu í sólskinsbylgju-reggí

Reggílagið Aheybaró með Kött Grá Pje, sem er hugarfóstur Atla Sigþórssonar, hefur fengið fín viðbrögð að undanförnu, þar á meðal á Rás 2. Svo gæti farið að það verði sumarslagarinn í ár, eða alla vega einn af þeim.

Að skapa í augnablikinu

„Leikstjórinn er búinn að vera miðlægur í allri leiklist á 20. öld og mér sýnist hann ætla að halda áfram að vera það,“ segir Sveinn Einarsson, einn kunnasti leikhúsmaður landsins til áratuga. Út er komin bókin Af sjónarhóli leikstjóra í ritstjórn Trausta Ólafssonar, þar sem Sveinn lýsir eigin sviðsetningum á nokkrum verkum, frá Yvonne Búrgúndarprinsessu í Iðnó 1968 til Cavalleria Rusticana og I Pagliacci í Gamla bíói 2008. Þetta kvað vera fyrsta bók sinnar tegundar á Íslandi í fyrirhugaðri ritröð um íslenska leikstjóra.

Brjálað að gera hjá tvífara Britney Spears

Michaela Weeks 25 ára sem starfaði áður sem þjónn hefur nóg að gera sem tvífari Britney Spears. Stúlkan rukkar tæpar 600 þúsund íslenskar krónur fyrir það eitt að mæta í gervi poppprinsessunnar og viti menn - það er brjálað að gera hjá henni. Sjá í meðfylgjandi myndskeiði hvernig Michaela auglýsir tvífara-þjónustuna.

Sjáðu Kim Kardashian fríka út

Kim Kardashian fór í fiska-fótsnyrtingu í heilsulind í Grikklandi þar sem hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni og tekur upp allt það sem þau dunda sér við að gera fyrir sjónarspsraunveruleikaþátt fjölskyldunnar sem sýndur er á E! sjónvarpsstöðinni. Eins og sjá má fríkaði hún bókstaflega út þegar fiskarnir byrjuðu að japla á henni.

Ber að ofan – og ekki í fyrsta sinn

Leikkonan Rose Byrne situr fyrir ber að ofan á nýjum myndum í tímaritinu Manhattan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rose sést ber að ofan því hún var það líka í kvikmyndinni Troy þar sem hún faðmaði Brad Pitt eftirminnilega.

Sambandið stendur á brauðfótum

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell og auðkýfingurinn Vladimir Doronin eru búin að vera saman í fimm ár en hafa nú tekið sér smá pásu frá ástinni.

"Kom mér á óvart hversu miður mín ég var"

"Það kom mér á óvart hversu miður mín ég var. Auðvitað er þetta bara hlutur það er að segja bíll sem má bæta en mér sárnaði svo að einhverjum fyndist þetta skemmtilegt," segir Tobba Marínós rithöfundur sem varð fyrir þeirri ömurlegu reynslu þegar hún ætlaði í vinnuna í morgun að búið var að rispa bílinn hennar í skjóli nætur. "Eins er ég alin upp á bílasölu og hef mikinn metnað fyrir því að eiga góðan bíl og passa vel upp á hann. Ég hafði ekki rænu á að athuga hvort fleiri bílar höfðu fengið sömu útreið en tvær erlendar konur stóðu og störðu á bílinn þegar ég kom og klöppuðu mér á öxlina," segir Tobba. "Ég ven mig á að bjóða ókunnugum far í vondu veðri þar sem allir eru ekki svo lánsamir að geta átt bíl. Ég mun gera það áfram."

Helga Arnar barnshafandi

Helga Arnardóttir fréttakona og matreiðslumaðurinn Reynir Örn Þrastarson eiga von á barni. Helga sem hlaut hlaut blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun ársins í Íslandi í dag um Geirfinnsmálið í fyrra er gengin þrjá og hálfan mánuð með sitt fyrsta barn.

Sú kann að pósa fyrir myndavélina

Leik- og söngkonan Miley Cyrus er heldur betur reffileg á myndum sem teknar voru fyrir V magazine. Hún prýðir forsíðu blaðsins og er óhrædd við að sýna smá hold.

270 lúkk á 90 dögum

Ærslabelgurinn Lindsay Lohan byrjar í níutíu daga meðferð í dag en hún var dæmd til að dúsa í henni eftir að hún laug að lögreglumönnum sem rannsökuðu bílslys sem hún lenti í síðasta sumar. Lindsay ætlar aldeilis ekki að vera lummó í meðferð.

Witherspoon tjáði sig ekki um sakarefnið

Stórleikkonan Reese Witherspoone ákvað að tjá sig ekki um sakargiftir þegar mál hennar var tekið fyrir hjá dómara. Eiginmaður hennar, Jim Toth játaði hins vegar sök. Toth var sakaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og Witherspoone var sökuð um að hafa truflað framgang réttvísinnar þegar maðurinn hennar var handtekinn fyrir ölvunaraksturinn. Þau voru bæði handtekin þann 19. apríl síðastliðinn.

Besta nóttin var á Íslandi

David Grohl, einn af stofnendum Foo Fighters og fyrrverandi trommari í Nirvana, segir að ógleymanlegasta nótt lífs hans hafi verið sumarnótt á Íslandi. Þetta segir hann í samtali við vefinn high life þar sem hann er spurður spjörunum úr.

Frysti úr sér egg

Leikkonan Sofia Vergara er í forsíðuviðtali við nýjasta tölublað bandaríska Cosmopolitan. Þar kemur ýmislegt fram og meðal annars að hún er búin að láta frysta úr sér egg. "Ég er búin að láta frysta úr mér egg til að halda möguleikanum um barneignir opnum.“

Deila hart um dauða Michaels Jackson

Lögfræðingur fjölskyldu Michaels Jackson heldur því fram að tónleikahaldarinn AEG Live hafi ekki staðið sig í stykkinu þegar læknirinn Conrad Murray var ráðinn til að annast popparann sáluga.

Auglýsing Reynis á vefsíðu Shots

Auglýsing sem Reynir Lyngdal leikstýrði fyrir þýska auglýsingastofu hefur vakið mikla athygli á vefsíðu fagtímaritsins Shots, sem er eitt það þekktasta innan auglýsingabransans.

Íslenski fáninn og sjóðheitur Hollywood koss

Eins og sjá má á myndunum af Hollywoodleikkonunni Keiru Knightley og unnusta hennar James Righton þar sem þau kysstast eins og enginn sé morgundagurinn á flugvelli í Frakklandi er silfruð ferðataska á hjólum. Sagan segir að parið ætli að ganga í heilagt hjónaband næstu helgi að viðstöddum hundrað manns en það sem okkur þykir hinsvegar mun merkilegra er að einn af mörgum límmiðum á tösku brúðgumans er íslenski fáninn.

Eldgamlar myndir af Angelinu Jolie

Leikkonan Angelina Jolie er leiftrandi fögur á meðfylgjandi myndum sem voru teknar þegar hún var aðeins sextán ára gömul.

Seiðandi í síðkjól

Franska leikkonan Olga Kurylenko er afar fögur í þessum græna síðkjól frá Roland Mouret.

Nýtt barn og nýtt hús

Grínistinn Vince Vaughn tilkynnti það fyrir stuttu að hann og kona hans Kyla Weber ættu von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau dótturina Locklyn sem er tveggja ára. Vince ákvað því að splæsa í nýtt hús í Suður-Kaliforníu.

Þarf að nota staðgöngumóður

Modern Family-stjarnan Sofia Vergara prýðir forsíðu júníheftis tímaritsins Cosmopolitan og segist aldrei hafa verið mikið fyrir það að skipuleggja framtíðina.

Sjá næstu 50 fréttir