Lífið

Þarf að nota staðgöngumóður

Modern Family-stjarnan Sofia Vergara prýðir forsíðu júníheftis tímaritsins Cosmopolitan og segist aldrei hafa verið mikið fyrir það að skipuleggja framtíðina.

“Ég hef aldrei verið með plan. Ég veit að ég á ekki eftir að fá hlutverk í fleiri þáttum eins og Modern Family. Það væri frábært að leika í bíómyndum eða einbeita sér að tískulínunni minni fyrir Kmart þegar þátturinn hættir,” segir leikkonan sem trúlofaðist Nick Loeb síðasta sumar. Þau ætla ekki að flýta sér í hjónaband en Sofia vonast samt til þess að þau eignist barn í framtíðinni. Því hefur hún fryst egg sín.

Sjarmatröll.
“Ég mun þurfa að nota staðgöngumóður því ég hef fengið krabbamein og gengið í gegnum geislameðferð. Mig langar ekki að bíða að eilífu en ég ætla ekki að eignast barn strax því ég vinn eins og skepna,” segir Sofia sem á fyrir soninn Manolo Gonzalez sem er 21 árs.

Sofia stressar sig ekki á hlutunum.
Turtildúfurnar.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.