Lífið

Stundar jóga fyrir brúðkaupið

Leikkonan stundar jóga af miklum þrótti.
Leikkonan stundar jóga af miklum þrótti.
Jennifer Aniston hefur stundað jóga að undanförnu til að búa sig undir brúðkaupið sitt. Hún gengur upp að altarinu með handritshöfundinum og leikaranum Justin Theroux í sumar.

Í viðtali við E! sagði hin 44 ára Aniston að aginn sem er í jóganu hjálpi henni að halda ró sinni. „Jóga hjálpar þér að undirbúa þig fyrir hvað sem er. Þetta er í rauninni eins og hugleiðsla. Maður á auðveldara með að leysa öll þau verkefni sem hver dagur hefur í för með sér,“ sagði Vinkonan fyrrverandi.

Hvorki Aniston né Theroux hafa viljað greina frá því hvar og nákvæmlega hvenær brúðkaupið verður haldið. Vangaveltur voru uppi um að Havaí væri staðurinn en það reyndist ekki rétt. Leikkonan hefur heillast upp úr skónum af jóga og ætlar að halda áfram að stunda það af miklum þrótti. „Jóga styrkir vöðvana og það veitir manni hugarró. Það hjálpar manni einnig með öndunina,“ sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.