Fleiri fréttir

Paula Abdul verður ekki með í næsta X Factor

Paula Abdul ætlar að hætta sem dómari í X Factor þáttunum. Hún tilkynnti þetta í dag. Aðalvítaminsprauta þáttanna er Simon Cowell, en hann er þekktastur fyrir American Idol þættina. Nicole Scherzinger, sem var jafnframt dómari við þættina, og Steve Jones sem var kynnir þáttanna tilkynntu jafnframt í gær að þau myndu ekki vera með þegar þættirnir hefja aftur göngu sína síðar á þessu ári.

Kynntist langömmu upp á nýtt

"Það hefur verið ótrúlega gaman að fá að kynnast ömmu upp á nýtt í gegnum þetta verkefni," segir Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari og langömmubarn Magneu Þorkelsdóttur biskupsfrúar. Aldís myndaði handverk ömmu sinnar fyrir nýútkomna bók sem sýnir þau fjölbreyttu verk sem Magnea saumaði handa sér og afkomendum sínum.

Óvæntur endir á Maístjörnunni

Jón Jónsson og hljómsveitin hans hituðu upp fyrir vel heppnaða tónleika í Kaupmannahöfn um síðustu helgi með því að taka magnaða útgáfu af Maístjörnunni.

Hæ Gosi heldur áfram

"Við erum rétt að byrja að skrifa og komin með ákveðnar hugmyndir um hvað þriðja serían á að fjalla,“ segir framleiðandinn Baldvin Z en hann og samstarfsfólk hans hjá Z Films skrifaði á dögunum undir samninga við Skjá Einn um þriðju þáttaröðina af gamanþáttunum Hæ Gosi.

Seal ennþá með giftingarhringinn

Eins og sjá má er Seal ennþá með giftingarhringinn en hann er nýskilinn við þýsku fyrirsætuna Heidi Klum eftir sex ára hjónaband...

The Help sigurvegari SAG-verðlaunanna

Það líður varla helgi án þess að rauða dreglinum sé rúllað út í Hollywood á þessum árstíma og má líta á það sem eins konar niðurtalningu fyrir Óskarsverðlaunin í lok febrúar. Screen Actor"s Guild Awards fóru fram um helgina og stóð kvikmyndin The Help upp úr sem sigurvegari hátíðarinnar. Kjólar leikkvennanna voru hver öðrum fegurri þar sem há klauf, kvenlegt snið og glitrandi efni stálu senunni.

Heiðrún að verða stjórnarformaður?

Breytingar eru framundan hjá Gildi lífeyrissjóði þar sem Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er að fara að láta af störfum sem formaður stjórnar sjóðsins á næstunni. Þessa dagana er lagt að Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Eimskips, að taka við stjórnarformennskunni og mun hún að öllum líkindum gera það í vor.

Tómur af tennisglápi

Grínistinn, lögfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Bergur Ebbi Benediktsson stendur í ströngu þessa dagana þar sem hann og félagar hans í grínhópnum Mið-Íslandi eru að fara að frumsýna nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 í mars.

Óvenjulegir tónleikar

Söngkonan Leoncie hélt tónleika á skemmtistaðnum Gauki á Stöng á laugardaginn var. Rokksveitin Dr. Spock hitaði upp fyrir indversku prinsessuna og kom mannskapnum í réttan gír fyrir framhaldið.

Gaurinn er greinilega að gera sig

Jennifer Lopez, 42 ára, mætti með 24 ára unnusta sínum, Casper Smart, í sjónvarpsviðtal til David Letterman í gærkvöldi. Ég trúi á ástina, svaraði Jennifer spurð hvernig henni gengur að vinna með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony, í latneskum sjónvarpsþætti. Samstarfið gengur mjög vel að sögn Jennifer.

Íhugar að yfirgefa X-Factor

Söngkonan Nicole Scherzinger, 33 ára, vill einblína á tónlistina frekar en að sitja áfram í dómarasæti í bandarísku X Factor sjónvarpsþáttaröðinni. Nicole hefur fengið samþykki hjá Simon Cowell um að hætta í dómnefnd. Ástæðan er tíminn sem fer í þáttagerðina. Sex dagar vikunnar fóru alfarið í tökur fyrir þáttinn og því náði Nicole ekki að sinna því sem hún hefur ástríðu fyrir, tónlistinni. Sjá má Nicole á LAX flugvellinum með ónefndum karlmanni í myndasafni og pósa á rauða dreglinum.

Óskarsverðlaunahafi á Northern Wave-hátíðina

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í fimmta sinn dagana 2. til 4. mars í Grundarfirði. Franska kvikmyndatökukonan Isabelle Razavets verður heiðursgestur hátíðarinnar en hún vann við myndina Murder on a Sunday Morning sem vann Óskarsverðlaunin árið 2001 sem besta heimildarmyndin.

Segðu að þetta hafi verið flipp!

Nú velta slúðurmiðlar beggja vegna vestan hafs sér alvarlega upp úr því hvort fyrirsætan Amber Rose sem vakti athygli þegar hún var kærasta tónlistarmannsins Kanye West hafi látið verða að því að húðflúra á sér ennið. Eins og sjá má á myndunum sem teknar voru af Amber um helgina ásamt nýja kærastanum sínum Wiz Khalifa lítur allt út fyrir að hún hafi látið húðflúra sig í kringum vinstra augað og upp á enni í anda Mike Tyson. Ekki hefur verið staðfest hvort húðflúr fyrirsætunnar er raunverulegt eða ekki.

Lopez greinilega ástfangin

Jennifer Lopez, 42 ára, og unnusti hennar, Casper Smart voru mynduð fyrir utan hótelið sem þau gistu á í Manhattan í New York um helgina. Þá má einnig sjá parið á hótelsvölum á Miami fyrir helgina njóta útsýnisins saman. Ef marka má myndirnar er Jennifer ástfangin af drengnum sem hvíslaði að henni á milli þess sem hún sat fyrir í baðfötum. Þá má einnig sjá Jennifer í sjónvarpsviðtali.

Monty Python aftur saman í bíó

Eftirlifandi meðlimir grínhópsins Monty Python ætla að starfa aftur saman á hvíta tjaldinu eftir langt hlé. Að sögn leikstjórans Terry Jones verður myndin í vísindaskáldsögustíl og heitir Absolutely Anything. Um teiknimynd er að ræða þar sem Python-hópurinn mun ljá hópi geimvera rödd sína. „Þetta er ekki Monty Python-mynd en hún líkist þeim samt að einhverju leyti," sagði Jones.

Pabbi Amy Winehouse ósáttur við tískusýningu Gaultier

Mitch Winehouse, faðir söngkonunnar sálugu Amy Winehouse, hefur gagnrýnt tískuhönnuðinn Jean Paul Gaultier fyrir tískusýninguna sem hann hélt í París til heiðurs Amy. Á sýningunni gengu fyrirsætur eftir sýningarpallinum og litu út alveg eins og Amy; reykjandi, með sömu hárgreiðslu og förðun. „Fjölskyldan hennar komst í mikið uppnám þegar hún sá þessar myndir. Við erum ennþá að syrgja hana og þessi vika hefur verið erfið vegna þess að sex mánuður eru liðnir frá dauða Amy," sagði faðir hennar. „Að sjá ímynd hennar notaða til að selja föt var eitthvað sem við bjuggumst ekki við."

Framleiðir magnaða hálsklúta

Söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur er margt til lista lagt og hóf hún nýverið að sauma litríka hálsklúta sem hægt er að kaupa í gegnum heimasíðu hljómsveitarinnar Steed Lord. Svala er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að saumaskap því hún hefur saumað eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðaskóla.

Bieber með dekkra hár

Söngvarinn Justin Bieber, 17 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum á tónlistarhátíð í Cannes á laugardaginn. Háralitur söngvarans vakti athygli en eins og sjá má á myndunum er hann með dekkri háralit en vanalega sem fer honum þetta líka svona vel. Þá má einnig sjá Justin hylja andlit sitt þegar hann var eltur af ljósmyndurum í gær, sunnudag.

Tökur á Íslandi í júlí

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tökur á nýjustu kvikmynd Darrens Aronofsky, Noah, hefjist hér á landi og í New York í júlí. Stefnt er að frumsýningu hennar haustið 2013. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að tökur á þessari stórmynd ættu hugsanlega að fara fram hér á landi í vor en þeim virðist eitthvað hafa seinkað. Leikarinn Michael Fassbender hefur verið orðaður við aðalhlutverkið en hann hefur þó ekki skrifað undir neitt enn.

Sjóðheitur með stóru S-i

Leikarinn Leonardo DiCaprio, 37 ára, prýðir forsíðu tímaritsins GQ í febrúar. Þar dásamar hann leikstjóra kvikmyndarinnar J. Edgar, Clint Eastwood, en Leo leikur aðalhlutverkið...

Hvernig ferðu að því að líta svona vel út?

Leikkonan Jennifer Aniston, 42 ára, var vægast glæsileg í Dolce&Gabbana kjól á rauða dreglinum um helgina. Ég elska tilfinninguna að vera ástfangin og finna fyrir fiðrildi í maganum þegar ég vakna á morgnana, lét Jennifer sem stillti sér upp með unnustanum Justin Theroux eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hafa eftir sér.

Pitt og Clooney saman með spúsur sínar

Þeir George Clooney og Brad Pitt mættu saman með spúsur sínar þær Stacy Keibler og Angelinu Jolie á Screen Actors awards sem fram fór í gærkveldi í Los Angeles.

Metallica vildi Hogan

Fjölbragðaglímukappinn Hulk Hogan var nálægt því að ganga til liðs við hljómsveitina Metallica á fyrstu árum hennar. Hogan starfaði á sínum yngri árum sem hljóðversspilari og var góður vinur trommarans Lars Ulrich. „Ég spilaði á bassa. Ég var góður vinur Lars Ulrich og hann spurði mig hvort ég vildi spila á bassa með Metallica en það varð ekkert úr því,“ sagði Hogan í viðtali við The Sun. Hann bætti því við að hann væri mikill aðdáandi bresku sveitarinnar The Stone Roses.

Bara grín

Magnús Kjartansson var hinn hressasti í síðasta undanúrslitaþætti Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn var. Sérstaklega þótti hann fara á kostum þegar hann sýndi fram á líkindi dáðra íslenskra dægurperla við aðrar lagasmíðar.

Mistókst að selja sálina

Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson sagði á dögunum upp störfum á vefmiðlinum Pressan.is. Hann veitir nú lesendum bloggsíðu sinnar einstaka sýn inn í atvinnuleit sína og segir frá því þegar hann kom hugmynd á framfæri við Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins.

Tilnefnd til Óskarsverðlauna útivistageirans

Nýr jakki frá 66°Norður hlaut fyrir skemmstu tilnefningu til ISPO-verðlaunanna sem veitt eru í tengslum við ISPO sýninguna í München. Sýningin er ein sú stærsta í útivistar- og íþróttaiðnaðinum.

Leikstjóri The Artist valinn bestur

Michel Hazanavicius, leikstjóri þöglu kvikmyndarinnar The Artist, fær sífellt fleiri rósir í hnappagatið, en í gær var hann valinn besti leikstjóri ársins af samtökum leikstjóra, Directors Guild of America.

Kallar Kim illum nöfnum

Eins og sjá má hér (youtube.com) hraunar tónlistarmaðurinn Snoop Dogg all svakalega yfir sjónvarpsstjörnuna Kim Kardashian sem sendir sms á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af henni í vikunni...

Logi kom Brynhildi í bobba

Sjónvarpsmanninum Loga Bergmann finnst fátt skemmtilegra en að hrekkja vini sína og samstarfsmenn. Þegar Logi kemur í heimsókn vita þeir sem þekkja hann að öruggast er að slökkva á farsímum og tölvum á meðan hann er nálægur...

Skeggleysi bara tískubóla

Vel hært skegg er vinsælt um þessar mundir. Á tískusýningum fatahönnuðanna Henrik Vibskov og Vivienne Westwood mátti einnig sjá skeggjaðar fyrirsætur. Tískubólan einskorðast því ekki við götur Reykjavíkur.

Pylsur og kæfa auka líkur á krabbameini

Unnar kjötvörur, eins og pylsur og kæfa, eru taldar auka líkurnar á krabbameini í brisi. Þetta sýnir ný rannsókn sem birtist á dögunum í British Journal of Cancer. Því meira magn sem maður borðar því meiri líkur á krabbameini segir í rannsókninni en það er ekki kjötið sjálft sem hefur áhrif heldur efnið natríum, sem er bætt út í eftirá til að auka endingu vörunnar. Líkur á krabbameininu hækka um 19% fyrir hvert 50 gram sem borðað er af unnri kjötvöru á dag samkvæmt rannsókninni en það jafngildir einni pylsu.

Dísætt dömuboð - video

Meðfylgjandi myndskeið var tekið í dísætu dömuboði sem haldið var á Nauthóli í tilefni af komu Skin Doctors, nýrrar snyrtivörulínu á markað hérlendis.

Leiða saman helstu dívur landsins

"Það má segja að við séum að leiða saman helstu dívur landsins í skólanum," segir Arnar Gauti framkvæmdastjóri Elite á Íslandi en hann er í óða önn þessa dagana að undirbúa opnun tískuskólans Elite Fashion Academy.

Í góðri stemningu á Sundance

"Hér er góð stemning og rosalega mikið af fólki í bænum,“ segir Eva María Daníels, framleiðandi en hún er stödd í Utah þar sem hún frumsýndi myndina Goats á Sundance-kvikmyndahátíðinni.

Baltasar beðinn um að leikstýra 25 milljarða stórmynd

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur hefur heldur betur slegið í gegn í Hollywood með kvikmyndinni Contraband. Myndin hefur ekki eingöngu fengið verðskuldaða athygli heldur hlaðast nú inn tilboðin til Baltasars um að leikstýra stórmyndum í Hollywood. Molinn heyrði að Baltasar hafi borist freistandi tilboð nú skömmu fyrir helgi. Tilboð um að gera kvikmynd fyrir 200 milljónir dollara eða tæpa 25 milljarða króna. Verkefni af þessari stærðargráðu eru fátíð og mun umrædd stórmynd komast á lista yfir 20 dýrustu kvikmyndir sögunnar. Á þeim lista eru myndir á borð við Titanic og James Bond-myndin Quantum of Solace sem báðar kostuðu 200 milljónir dollara í framleiðslu. Ljóst er að Baltasar hefur öðlast skjótan frama í Hollywood og er kominn í hóp sterkra leikstjóra sem berjast um stærstu verkefnin í Hollywood. Hann nýtur greinilega trausts hjá kvikmyndaframleiðendum sem eru tilbúnir að veðja á hann í risaverkefni. Mikil leynd hvílir yfir þessari kvikmynd en ljóst er að hún mun skarta nokkrum af skærustu Hollywoodstjörnunum.

Inga Lind í nýju húsi

Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir og eiginmaður hennar Árni Hauksson fjárfestir sem meðal annars er einn stærsti hluthafinn í Högum eru nú flutt í nýja húsið sitt sem þau byggðu frá grunni á sjávarlóð á Arnarnesinu í Garðabæ.

Moka ekki Melhaga

Slagurinn á milli minnihlutans í borginni við meirihluta Besta flokksins hefur verið harður í vetur. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt störf Jóns Gnarr borgarstjóra harðlega. Nágrannar Gísla Marteins á Melhaganum eru hissa á því að gatan þeirra er alltaf á kafi í snjó og er ekki mokuð reglulega eins og aðrar íbúðagötur í vesturbænum. Þetta bitnar þó minnst á Gísla Marteini sjálfum enda er hann einn helsti talsmaður þess að fólk ferðist um á reiðhjólum eða í strætó.

Dásamlegt dömuboð

Í gærkvöldi fór fram dásamlegt dömuboð á Nauthóli í tilefni af komu Skin Doctors, nýrrar snyrtivörulínu á markað hérlendis. Rúmlega eitthundrað og fimmtíu konur mættu til að kynna sér vörurnar, dreypa á Moët & Chandon kampavíni og borða dýrindis sushi og tapas sem Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður á Nauthóli reiddi fram af sinni alkunnu snilld. Konurnar fengu að kynnast hinum ýmsu vöruflokkum en þar má meðal annars nefna Instant Facelift sem ku vera andlitslyfting sem tekur aðeins fimm mínútur. Nánari upplýsingar um Skin Doctors er að finna á Facebook síðu þeirra: https://www.facebook.com/Skindoctors.is - Sjá myndir hér.

Simon undirbýr Idol fyrir plötusnúða

Simon Cowell ætlar að leita að besta plötusnúði heims, í nýjum hæfileikaþætti. Framleiðslufyrirtæki Cowells, Syco Entertainment, hefur undirbúið þáttinn í rúmt ár. Einnig aðstoðar fyrirtæki í í eigu Will Smith og Jada Pinkett-Smith, við framleiðsluna.

Mið-Ísland sendir frá sér nýtt sýnishorn

Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn frá grínhópnum Mið-Íslandi. Hópurinn hefur síðustu misseri verið við tökur á nýrri grínþáttaröð sem hefur göngu sína á Stöð 2 í mars.

Útgáfufagnaður Lífsins

Meðylgjandi myndir voru teknar þegar útkomu Lífsins, sem er nýtt vikublað sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum var fagnað. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni var gleðin við völd...

Áhugi á gamla Bakkusi

Nokkrir aðilar hafa sýnt húsnæðinu við Tryggvagötu þar sem skemmtistaðurinn Bakkus var áður til húsa áhuga. Bakkus, sem Jón Pálmar Sigurðsson rekur, flutti yfir í smærra húsnæði að Laugavegi 22 um síðustu helgi eftir tveggja og hálfs árs dvöl við Tryggvagötuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðilar frá Gauki á Stöng, sem er á efri hæð hússins, og Players í Kópavogi á meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á að leigja húsnæðið, sem er í eigu Eikar, fasteignafélags.

Versti söngvari Íslands

Nilli fór í söngtíma til óperusöngvarans Kristjáns Jóhannssonar í vikunni til að láta skera úr um það hvort hann væri góður söngvari eða ekki.

Sjá næstu 50 fréttir