Fleiri fréttir Ingalls-krakki á nýrri braut Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. 25.8.2011 18:00 Katrín Hall í dómarasætið Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í vetur. Katrín er viss um að þátturinn verði mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er. 25.8.2011 17:00 29,5 kg farin á 4 mánuðum Söngkonan Mariah Carey, 41 árs, sem eignaðist tvíburana Monroe og Moroccan 30. apríl síðastliðinn lýsir meðgöngunni sem erfiðri líkamlegri upplifun. Mariah, sem hefur verið dugleg að setja myndir af sér á Twitter síðuna sína, lét hafa eftir sér opinberlega hvað hún er stolt af því að hafa lést um 29,5 kíló síðan hún fæddi börnin: Ég er svo stolt af sjálfri mér. Ég er það virkilega. Að ganga með tvíbura er ólíkt öllu öðru. Það er auðvelt að segja að þetta sé allt þess virði en þegar fæturnir þínir eru risastórir og óþekkjanlegir þá er þessi reynsla töluvert erfiðari en margan grunar. Nú skokkar söngkonan daglega og borðar holla fæðu á milli þess sem hún hugar að tvíburunum. Meðfylgjandi myndir voru teknar af söngkonunni í fylgd einkaþjálfarans og aðstoðarkonu í Tribeca hverfi í New York. 25.8.2011 15:00 Leikarar á hestatónleikum Helga „Við ætlum að búa til hestastemningu og taka tónleikana aðeins í aðrar áttir,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. 25.8.2011 14:45 Kokhraustir án Frusciante Tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers kemur út á mánudaginn. Josh Klinghoffer hefur tekið við gítarleiknum af hinum óútreiknanlega John Frusciante. 25.8.2011 14:30 Gul í gær - bleik í dag Söngkonan Katy Perry, 26 ára, var mynduð á götum Los Angeles með bleikt hár. Þá má sjá söngkonuna stilla sér upp á rauða dreglinum með gult hár klædd í strumpakjól á frumsýningu kvikmyndarinnar The Smurfs. Katy er fyrsta konan í heiminum með fimm lög* á sama tíma á Billboard Hot 100 listanum. Michael Jackson er eini listamaðurinn sem hefur náð sama árangri. *Last Friday Night, California Girls, Firework, E.T. og Teenage Dream, sem er titill plötunnar. 25.8.2011 14:00 Nú verður kátt í höllinni Það ríkir mikil gleði við dönsku hirðina eftir að tilkynnt var um að Marie prinsessa væri barnshafandi. Hún og maðurinn hennar, Jóakim prins, eiga von á barni í janúar og verður prinsinn því brátt fjögurra barna faðir. Marie og Jóakim eiga fyrir hinn tveggja ára gamla Henrik en Jóakim eignaðist tvö börn með prinsessunni Alexöndru. Spákona heldur því fram að hjónin eigi von á strák. 25.8.2011 13:00 Eva Mendes fékk ráð hjá þjónustustúlku Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikkonuna Evu Mendes, 37 ára, á hlaupum með hárið tekið aftur í snúð og uppáklædda yfirgefa tískuviðburð á vegum Salvatore Ferragamo. Eva hefur undanfarið fengið leiðsögn hjá ónefndri þjónustustúlku í New York hvernig hún á að bera sig við að leika þjón í myndinni The Place Beyond the Pines. 25.8.2011 12:21 Ný prímadonna í leikhúsheiminum „Hún er mjög meðfærilegur hundur en smá prímadonna enda leikkona,“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og eigandi Gallerís Voff, en hún sér um að þjálfa tíkina Myrru fyrir frumraun hennar á leiksviði. 25.8.2011 12:00 Sage Francis til Íslands Bandarísku rappararnir Sage Francis og B. Dolan stíga á svið á Sódómu Reykjavík 3. september. 25.8.2011 11:00 Affleck í nýrri hasarmynd Ben Affleck hefur samkvæmt fréttum vestanhafs samþykkt að leika aðalhlutverkið og leikstýra nýrri hasarmynd frá Joel Silver, framleiðanda Lethal Weapon-myndanna og Die Hard. Myndinni hefur verið gefið vinnuheitið Line of Sight og verður nokkuð óvenjuleg í sniðum því hún mun segja söguna frá sjónarhóli eins manns og verður tekin upp líkt og fyrstu persónu skotleikur í tölvum. Peter O‘Brien, sem skrifaði handritið að tölvuleiknum Halo: Reach, hefur verið beðinn um að skrifa handritið að myndinni. 25.8.2011 10:30 Veðurfréttakona hleypur langhlaup Þrettán Íslendingar taka þátt í Mont Blanc hlaupinu sem hófst í morgun. Hlaupið er 112 kílómetrar og þykir mikið afrek að ljúka því. Ekki síst vegna þess í hve mikilli lofthæð er hlaupið. Veðurfréttakonan og hlaupadrottningin Elísabet Margeirsdóttir tekur þátt í hlaupinu og er nú búin að hlaupa í um þrjá tíma. Elísabet er vön hlaupakona og hljóp meðal annars Laugavegshlaupið, sem er um 54 kílómetra leið, á dögunum. 25.8.2011 10:13 Drottningarnar mættu á Dill Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar vínframleiðandinn Foss distillery blés til veglegrar veislu áveitingastaðnum Dill í Norræna húsinu á þriðjudaginn var þar sem fyrstu afurðum fyrirtækisins var fagnað en það eru birkilíkjörinn Björk og snafsinn Birkir. Margt var um manninn eins og myndirnar sýna og fengu gestir að bragða ýmsar útfærslur af drykkjunum. Ómar Guðjónsson gítarleikari og Eyjólfur Þorleifsson saxófónleikari fluttu tónlist fyrir veislugesti sem brögðuðu meðal annars á Björk Royale og Björk í tonic, eða B&T, eins og margir gestanna kusu aðkalla það. Birkir Kristinsson fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og Björk Eiðsdóttir fjölmiðlakona brugðu skemmtilega á leik með nöfnum sínum. Drykkirnir eru afrakstur tilraunastarfsemi Ólafs Arnar Ólafssonar, formanns Vínþjónasamtaka Íslands og Gunnars Karls Gíslasonar fyrirliða íslenska kokkalandsliðsins. Ólafur Örn og Gunnar Karl reka veitingastaðinn Dill í Norræna húsinuog hafa undanfarin ár gert ýmsar tilraunir með eiginleika íslenska birkisins í eldhúsinu á Dill. "Mig langaði að fanga upplifunina af íslenskri vornótt, augnablikið þegar það er nýstytt upp og döggin sest á birkivaxna hlíðina. Ég held að Björk og Birkir komist ansi nálægt því,” segir Ólafur. Ólafur og Gunnar Karl eru frumkvöðlar í nýnorrænni matargerðarlist á Íslandi en möguleikar íslenskra náttúruafurða eru þeirra hjartans mál. Ásamt Ólafi og Gunnari Karli standa að verkefninu feðginin Jakob Svanur Bjarnason mjólkurfræðingur og Elsa María Jakobsdóttir félagsfræðingur og fyrrum fjölmiðlakona. Birkir og Björk verða á næstu dögum fáanleg á veitingastöðum og skemmtistöðum. Auk þess verður hægt að fá drykkina í vínbúðum og fríhöfn. 25.8.2011 08:51 Veisla í Sambíóunum Sambíóin ætla að blása til Kvikmyndadaga í Kringlunni og sýna kvikmyndir sem farið hafa sigurför um heiminn. Opnunarmynd hátíðarinnar verður Tree of Life eftir Terence Malick en hluti hennar var tekinn hér á landi. Með aðalhlutverkin fara þeir Brad Pitt og Sean Penn. Myndin vann Gullpálmann á Cannes á þessu ári. 25.8.2011 08:00 Spila 24 sinnum á 24 dögum „Þetta verða 24 tónleikar á 24 dögum í 24 borgum í ellefu löndum,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar. 25.8.2011 07:00 Vinir Sjonna taka upp nýtt lag Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar að taka upp nýtt lag á næstunni. Svo gæti farið að rödd hins sáluga Sigurjóns Brink verði notuð í laginu en það á eftir að koma betur í ljós. 25.8.2011 07:00 Þykir of mjó Kántrísöngkonunni LeAnn Rimes brá heldur í brún þegar gestur veitingahúss vatt sér að henni og skammaði hana fyrir að vera of mjó. Rimes, sem sat að snæðingi ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Eddie Cibrian, var mjög brugðið og skrifaði svo reiðilestur til konunnar á samskiptavefnum Twitter þegar heim var komið. 25.8.2011 06:00 O'Brien á leið til Íslands Kanadíska indí-söngkonan Shelley O'Brien hefur tónleikaferð sína um Evrópu með tónleikum á Faktorý í Reykjavík 14. september. O'Brien vakti fyrst athygli þegar hún setti á Youtube lög sem hún spilaði á úkúlele-hljóðfærið sitt. 24.8.2011 20:00 Fanta flott 66 ára gömul Leikkonurnar Jessica Chastain, 30 ára, og Helen Mirren, 66 ára, stilltu sér upp á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar The Debt í New York síðustu helgi. Eins og sjá má á myndunum er Helen áberandi glæsileg klædd í rauðan aðsniðinn kjól. Hvaða kona vill ekki líta út eins og Helen á þessum aldri? 24.8.2011 18:46 Í sjónvarpsviðtölum í Tyrklandi Sigrún Lilja hóf formlega kynningu á erlendri grundu á íslenska ilmvatninu Efj Eyjafjallajökull by Gyðja og VJK Vatnajökull í Tyrklandi fyrir stuttu. ,,Við höfum verið að vinna að því að undirbúa okkur sjálf og ilmvötnin til að geta byrjað formlega að kynna þau erlendis og hefja sölu á þeim. Ég taldi það henta vel að byrja í Tyrklandi þar sem við höfum einnig hafið framleiðslu á fylgihlutalínunum okkar hér og erum við núna með í framleiðslu næstu fylgihlutalínu Gyðju og einnig fylgihlutalínuna Meyja by Gyðja sem er lína á mjög góðum verðum sem við erum að gera sérstaklega fyrir verslanir Hagkaupa," segir Sigrún. Tyrkland hefur sýnt íslenska hönnuðinum, ilmvötunum sem og fylgihlutnum mjög góð og mikil viðbrögð en Sigrún hafði varla undan að svara kalli fjölmiðla þar í landi. Hún fór í eina fimm sjónvarpsþætti í þegar hún var þar í landi á stöðvunum Sky TV, Ege TV, Show TV og Yeniasir TV sem fjölluðu um ilmvötnin, hönnunina, bókina hennar sem varð metsölubók í Bandaríkjunum fyrir stuttu og heilmikið um Ísland, þetta var því mjög góð landkynning í leiðinni. Einnig var haldin blaðamannafundur og fór hún í hin ýmsu fjölmiðlaviðtöl. Afrakassturinn var birtur víða í Tyrkneskum dagblöðum, í sjónvarpi og á netinu en fjölmiðlar hafa sýnt íslenska hönnuðinum mjög mikin áhuga, sem dæmi eltu papparazzar hana á röndum þegar Sigrún fór í frí í strandparadísina Cesme með manninum sínum Reyni Daða og mynduðu þau í bak og fyrir m.a. í sólbaði á stöndinni. Eftir að greint frá nýjustu afurð Gyðju sem er herrailmurinn VJK Vatnjaökull fyrr í sumar hafa mörg hundruðir ef ekki þúsunudir fjölmiðla- og fréttamiðla útum heim allan keppst við að birta fréttir af íslensku ilmvötnunum frá Gyðju. Fjallað hefur verið um Sigrúnu og ilmvötn Gyðju m.a. í búlgarska Cosmopolitian, á sjónvarpsstöiðnni BBC, Luxe Magazine í Rússlandi, í og hinum ýmsu lífstílsblöðum um heim allan. Suður Afríska Trend fyrirtækið Flux Trends kaus EFJ Eyjafjallajökulls dömuilminn sem ilm mánaðarins. Rússneska sjónvarpstöðin Russia Today fjallaði einnig um ilmvötnin í sjónvarpsfréttum stöðvarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig höfðu tugir frétta verið birtar um Sigrúnu og ilmvatnið í Tyrklandi áður en hún hóf kynningu þar í síðustu viku. Hér má sjá þrjú sjónvarpsviðtöl sem Sigrún Lilja fór í þegar hún var stödd í Tyrklandi: Hér er Sigrún í viðtali við Ege TV. Hér er Sigrún í viðtali hjá Yeniasir TV hjá Cay Saati. Hér má sjá viðtal við Sigrúnu við Sky hjá Gune Bakis ásamt túlki, ýmsar fallegar myndir eru sýndar af íslenskri stórbrotinni nátturu á meðan á viðtalinu stendur. 24.8.2011 16:17 Himneskar Happ-möffins Veitingastaðurinn Happ gaf okkur uppskrift af gómsætum möffins-kökum sem seldar eru í Austurstræti og Höfðatorgi. Takið eftir skreytingunum; jarðaberjunum, vínberjunum og smjörkreminu sem gera kökurnar enn girnilegri. Happ-möffins 4 egg 4 dl hrásykur 4 dl hveiti/spelt 2 tsk lyftiduft 2 tsk matarsódi 2 tsk kanill 2 tsk vanilla 1 dl olía 6 dl gulræturhnetur ef vill bakið við 175°C krem:smjör, grískt jógúrt, flórsykur Happ.is 24.8.2011 16:00 Ómáluð eða máluð - þú ert alltaf sjóðheit Sandra Bullock, 47 ára, var mynduð á hlaupum talandi í símann ómáluð í framan eins og sjá má á myndunum. Þá má einnig sjá Söndru með andlitsfarða stilla sér upp á rauða dreglinum ásamt vini sínum, leikaranum Ryan Reynolds, á frumsýningu kvikmyndarinnar The Change-Up. Ryan fer með aðalhlutverkið í myndinni. Ryan og Sandra segjast vera góðir vinir en ekkert meira en það. 24.8.2011 15:37 Róa sig í fótósjoppi Leikkonan Amanda Seyfried, 25 ára, prýðir forsíðu septemberútgáfu indónesíska tímaritsins Joy. Eins og sjá má í myndasafni er búið að eiga við forsíðuna með aðstoð tölvutækninnar. Spurð út í draumaprinsinn í forsíðuviðtalinu svarar Amanda sem er á lausu: Fyrir mig er mjög mikilvægt að maki minn sé með góðan húmor og þroskaður. Svo þarf hann að vita hvað hann vill. 24.8.2011 14:30 Charlie Sheen í fríi með fyrrverandi Vandræðagemlingurinn Charlie Sheen og fyrrverandi eiginkona hans, Brooke Mueller, hafa ákveðið að grafa stríðsöxina ef marka má síðustu fregnir. Þessa dagana eru hjónin fyrrverandi stödd í Mexíkó í fríi ásamt tveggja ára tvíburabræðrunum sem þau eiga saman. Sheen segir þau ekki ætla að taka saman aftur heldur séu þau einungis "góðir vinir sem eru að reyna að vera góðir foreldrar“. 24.8.2011 14:00 Kjörin kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan og nú leikkonan Rosie Huntington-Whiteley situr á toppnum yfir 100 kynþokkafyllstu konur í heimi, að því er tímaritið Maxim greinir frá. Í yfirlýsingu frá blaðinu segir að Huntington-Whiteley sé rísandi stjarna í Hollywood. 24.8.2011 13:00 HBO staðfestir að Game of Thrones sé á leið til Íslands Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. 24.8.2011 12:00 Neitaði að syngja í brúðkaupi Kardashian Kris Jenner, móðir Kim Kardashian, sem gifti sig um helgina, bað söngkonurnar Jennifer Lopez og Christinu Aguilera, að syngja í brúðkaupi dóttur sinnar. Jennifer og Christina, sem taka rúmar 113 milljónir íslenskar krónur fyrir einkagigg, afþökkuðu pent þegar Kris bað þær um að syngja í brúðkaupinu án endurgjalds. Þess í stað héldu plötusnúður og hljómsveitin Earth, Wind and Fire uppi fjörinu. Meðfylgjandi má sjá Kim með eiginmanni sínum, daginn eftir brúðkaupið og Christinu Aguilera á LAX flugvelli í Los Angeles í vikunni. 24.8.2011 11:26 Ragnhildur hætt í Kastljósinu „Það sem réði þessu voru bara önnur verkefni. Ég er meðal annars að fara að stjórna þessari danskeppni í nóvember,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en hún hefur yfirgefið Kastljós Ríkissjónvarpsins í bili. 24.8.2011 11:00 Hvernig er það eru allir með öllum í Hollywood? Það bókstaflega sýður á slúðurmiðlum vestan hafs í tengslum við skilnað Will Smith og Jödu Pinkett Smith. Því er haldið fram að Jada hafi haldið framhjá Will með fyrrverandi eiginmanni Jennifer Lopez, Mark Anthony. Mark og Jada leika saman í sjónvarpsþáttunum Hawthorne sem hún framleiðir. Jada hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún harðneitar að eiga í ástarsambandi við Mark sem skildi við Jennifer í síðasta mánuði. Í myndasafni má sjá myndir sem teknar voru við tökur á umræddum sjónvarpsþætti sem Jada framleiðir en Mark er sérstakur tónlistarráðgjafi þáttanna. 24.8.2011 09:44 Meinaður aðgangur að svefnherberginu Þegar karlinn er hættur að hleypa manni inn í svefnherbergið vegna stirðleika þá þarf maður aðeins að endurskoða hlutina, segir leikkonan Brynja Valdís Gísladóttir í meðfylgjandi myndskeiði. Brynja Valdís og vinkona hennar, leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir hafa ákveðið að taka áskorun um að mæta á hverjum virkum degi í Hot jóga tíma hjá Jóhönnu Karlsdóttur í Sporthúsinu. Meðfylgjandi segja leikkonurnar stuttlega frá átakinu. 24.8.2011 08:53 Þessi bumba fer þér ýkt vel Leikkonan Cameron Diaz, 38 ára, var mynduð við tökur á rómantísku gamanmyndinni What to Expect When You're Expecting. Myndin fjallar um fjögur pör sem undirbúa sig fyrir barneignir. Eins og myndirnar sýna fer 'gervimaginn' Cameron afskaplega vel. 24.8.2011 08:04 Stórvirki Jónasar slær bók Dr. Gunna út af borðinu „Ég var farinn að búast við þessum málalokum,“ segir tónlistar- og neytendafrömuðurinn Dr. Gunni. 24.8.2011 08:00 Vill leika Indy aftur Harrison Ford hefur mikinn áhuga á að leika í fimmtu myndinni um fornleifafræðinginn Indiana Jones. 24.8.2011 07:00 Sjarmerandi við sjóinn Ingibjörg Klemensdóttir leirlistamaður rekur Gallerí Dungu í notalegu húsnæði við gömlu höfnina í Geirsgötu. Þar er hún bæði með vinnustofu og gallerí þar sem hún selur verk sín af margvíslegum toga. 23.8.2011 18:00 Sumir eru sjóðheitir í leðri Leik - og söngkonan Jennifer Lopez, 42 ára, hélt á dóttur sinni Emme, 3 ára, í Los Angeles í gær þar sem hún vann við tökur á nýju tónlistarmyndbandi við lagið Papi. Eins og sjá má á myndunum í myndasafni fara leðurbuxur Jennifer afskaplega vel. 23.8.2011 16:41 Will Smith skilinn Will og Jada Pinkett Smith eru skilin eftir 13 ára langt hjónaband samkvæmt tímaritinu In Touch Weekly. Tíminn flýgur svo hratt. Fólk kemur inn í líf þitt og hverfur jafnóðum. Aldrei láta tækifærið fram hjá þér fara að segja fólkinu sem þú elskar hvað það skiptir þig miklu máli, lét Will hafa eftir sér. 23.8.2011 14:43 Julia Roberts sólar sig á Hawaii Leikkonan Julia Roberts, 43 ára, sólaði sig á Hawaii með eiginmanni sínum Danny Moder og 4 ára syni þeirra, Henry, eins og sjá má í myndasafni. Julia hefur ellefu ár í röð verið á lista tímaritsins People yfir 50 fallegustu konur heims. 23.8.2011 14:28 Áttburamamman sýnir örin Áttburamóðirin Nadya Suleman, 35 ára, sýnir örin sem hún hlaut í kjölfar meðgöngunnar þegar hún gekk með átta börn fyrir tæpum þremur árum... Fæðing áttburanna vakti heimsathygli þegar Nadya, þá sex barna móðir, varð skyndilega fjórtán barna móðir. Nadya, sem eignaðist áttburana með aðstoð sæðisgjafa, leitar allra leiða til að auka tekjurnar og baðar sig í sviðsljósinu hvort sem um er að ræða raunveruleikasjónvarpsþátt þar sem börnin fara með aðalhlutverkin eða myndatökur eins og þessa. Sjá myndir hér. 23.8.2011 13:09 Þriðja barnið á leiðinni Leikarahjónin Ben Affleck, 39 ára, og Jennifer Garner, 39 ára, sem giftu sig árið 2005, eiga von á þriðja barninu. Fulltrúi staðfesti fréttirnar með tilkynningu sem var send til fjölmiðla í dag: Jen og Ben eru í skýjunum yfir að þriðja barnið er á leiðinni. Fjölskylduna má skoða í meðfylgjandi myndasafni. 23.8.2011 12:53 Rúnar kominn með hundrað verðlaun „Ég var að telja þetta saman fyrir nokkrum dögum og þau eru orðin slétt hundrað. Þau síðustu fékk ég fyrir bestu leikstjórn í kvikmyndinni Eldfjall á kvikmyndahátíð í Transylvaníu,“ segir íslenski leikstjórinn Rúnar Rúnarsson. Hann er sennilega orðinn sá íslenski leikstjóri sem hlotið hefur flest verðlaun því kvikmyndir hans hafa hlotið hundrað verðlaun á kvikmyndahátíðum um allan heim. 23.8.2011 12:00 Hvaða yngingarlyf tekur þú inn Angelina? Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, var mynduð í Króatíu um helgina. Þar hitti hún forseta landsins, Ivo Josipovic, til að ræða afleiðingar styrjaldarinnar í Króatíu árið 1990 og framtíðarlausnir. Eins og sjá má á myndunum var Angelina stórglæsileg með slegið hárið í svörtum kjól. 23.8.2011 11:15 Sjö erlendir fyrirlesarar staðfestir Sjö erlendir fyrirlesarar hafa verið staðfestir á alþjóðlegu ráðstefnuna You Are In Control sem verður haldin í fimmta sinn í Hörpunni 10. til 12. október. 23.8.2011 10:45 Mugison flytur á mölina Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ 23.8.2011 10:15 Hvað er í gangi hérna Hasselhoff? Meðfylgjandi má sjá David Hasselhoff syngja og dansa á næturklúbbnum G-A-Y í London um helgina. Ég hef upplifað óteljandi hluti og reyni að miðla reynslu minni eins og þegar ég reyndi að bjarga heiminum en gleymdi að bjarga mér sjálfum," lét David hafa eftir sér. Kappinn sló í gegn í dans- og söngatriðinu eins og sjá má á myndunum. 23.8.2011 09:15 Skemmtu sér á Lebowski-hátíð „Þetta var algjör snilld og það var fáránlega mikið af fólki,“ segir Svavar Helgi Jakobsson. Hann fór í mikla pílagrímsför til New York ásamt vini sínum, Ólafi Jakobssyni, þar sem helstu leikarar költ-gamanmyndarinnar The Big Lebowski voru samankomnir á stórri aðdáendahátíð. 23.8.2011 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ingalls-krakki á nýrri braut Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. 25.8.2011 18:00
Katrín Hall í dómarasætið Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í vetur. Katrín er viss um að þátturinn verði mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er. 25.8.2011 17:00
29,5 kg farin á 4 mánuðum Söngkonan Mariah Carey, 41 árs, sem eignaðist tvíburana Monroe og Moroccan 30. apríl síðastliðinn lýsir meðgöngunni sem erfiðri líkamlegri upplifun. Mariah, sem hefur verið dugleg að setja myndir af sér á Twitter síðuna sína, lét hafa eftir sér opinberlega hvað hún er stolt af því að hafa lést um 29,5 kíló síðan hún fæddi börnin: Ég er svo stolt af sjálfri mér. Ég er það virkilega. Að ganga með tvíbura er ólíkt öllu öðru. Það er auðvelt að segja að þetta sé allt þess virði en þegar fæturnir þínir eru risastórir og óþekkjanlegir þá er þessi reynsla töluvert erfiðari en margan grunar. Nú skokkar söngkonan daglega og borðar holla fæðu á milli þess sem hún hugar að tvíburunum. Meðfylgjandi myndir voru teknar af söngkonunni í fylgd einkaþjálfarans og aðstoðarkonu í Tribeca hverfi í New York. 25.8.2011 15:00
Leikarar á hestatónleikum Helga „Við ætlum að búa til hestastemningu og taka tónleikana aðeins í aðrar áttir,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. 25.8.2011 14:45
Kokhraustir án Frusciante Tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers kemur út á mánudaginn. Josh Klinghoffer hefur tekið við gítarleiknum af hinum óútreiknanlega John Frusciante. 25.8.2011 14:30
Gul í gær - bleik í dag Söngkonan Katy Perry, 26 ára, var mynduð á götum Los Angeles með bleikt hár. Þá má sjá söngkonuna stilla sér upp á rauða dreglinum með gult hár klædd í strumpakjól á frumsýningu kvikmyndarinnar The Smurfs. Katy er fyrsta konan í heiminum með fimm lög* á sama tíma á Billboard Hot 100 listanum. Michael Jackson er eini listamaðurinn sem hefur náð sama árangri. *Last Friday Night, California Girls, Firework, E.T. og Teenage Dream, sem er titill plötunnar. 25.8.2011 14:00
Nú verður kátt í höllinni Það ríkir mikil gleði við dönsku hirðina eftir að tilkynnt var um að Marie prinsessa væri barnshafandi. Hún og maðurinn hennar, Jóakim prins, eiga von á barni í janúar og verður prinsinn því brátt fjögurra barna faðir. Marie og Jóakim eiga fyrir hinn tveggja ára gamla Henrik en Jóakim eignaðist tvö börn með prinsessunni Alexöndru. Spákona heldur því fram að hjónin eigi von á strák. 25.8.2011 13:00
Eva Mendes fékk ráð hjá þjónustustúlku Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikkonuna Evu Mendes, 37 ára, á hlaupum með hárið tekið aftur í snúð og uppáklædda yfirgefa tískuviðburð á vegum Salvatore Ferragamo. Eva hefur undanfarið fengið leiðsögn hjá ónefndri þjónustustúlku í New York hvernig hún á að bera sig við að leika þjón í myndinni The Place Beyond the Pines. 25.8.2011 12:21
Ný prímadonna í leikhúsheiminum „Hún er mjög meðfærilegur hundur en smá prímadonna enda leikkona,“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og eigandi Gallerís Voff, en hún sér um að þjálfa tíkina Myrru fyrir frumraun hennar á leiksviði. 25.8.2011 12:00
Sage Francis til Íslands Bandarísku rappararnir Sage Francis og B. Dolan stíga á svið á Sódómu Reykjavík 3. september. 25.8.2011 11:00
Affleck í nýrri hasarmynd Ben Affleck hefur samkvæmt fréttum vestanhafs samþykkt að leika aðalhlutverkið og leikstýra nýrri hasarmynd frá Joel Silver, framleiðanda Lethal Weapon-myndanna og Die Hard. Myndinni hefur verið gefið vinnuheitið Line of Sight og verður nokkuð óvenjuleg í sniðum því hún mun segja söguna frá sjónarhóli eins manns og verður tekin upp líkt og fyrstu persónu skotleikur í tölvum. Peter O‘Brien, sem skrifaði handritið að tölvuleiknum Halo: Reach, hefur verið beðinn um að skrifa handritið að myndinni. 25.8.2011 10:30
Veðurfréttakona hleypur langhlaup Þrettán Íslendingar taka þátt í Mont Blanc hlaupinu sem hófst í morgun. Hlaupið er 112 kílómetrar og þykir mikið afrek að ljúka því. Ekki síst vegna þess í hve mikilli lofthæð er hlaupið. Veðurfréttakonan og hlaupadrottningin Elísabet Margeirsdóttir tekur þátt í hlaupinu og er nú búin að hlaupa í um þrjá tíma. Elísabet er vön hlaupakona og hljóp meðal annars Laugavegshlaupið, sem er um 54 kílómetra leið, á dögunum. 25.8.2011 10:13
Drottningarnar mættu á Dill Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar vínframleiðandinn Foss distillery blés til veglegrar veislu áveitingastaðnum Dill í Norræna húsinu á þriðjudaginn var þar sem fyrstu afurðum fyrirtækisins var fagnað en það eru birkilíkjörinn Björk og snafsinn Birkir. Margt var um manninn eins og myndirnar sýna og fengu gestir að bragða ýmsar útfærslur af drykkjunum. Ómar Guðjónsson gítarleikari og Eyjólfur Þorleifsson saxófónleikari fluttu tónlist fyrir veislugesti sem brögðuðu meðal annars á Björk Royale og Björk í tonic, eða B&T, eins og margir gestanna kusu aðkalla það. Birkir Kristinsson fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og Björk Eiðsdóttir fjölmiðlakona brugðu skemmtilega á leik með nöfnum sínum. Drykkirnir eru afrakstur tilraunastarfsemi Ólafs Arnar Ólafssonar, formanns Vínþjónasamtaka Íslands og Gunnars Karls Gíslasonar fyrirliða íslenska kokkalandsliðsins. Ólafur Örn og Gunnar Karl reka veitingastaðinn Dill í Norræna húsinuog hafa undanfarin ár gert ýmsar tilraunir með eiginleika íslenska birkisins í eldhúsinu á Dill. "Mig langaði að fanga upplifunina af íslenskri vornótt, augnablikið þegar það er nýstytt upp og döggin sest á birkivaxna hlíðina. Ég held að Björk og Birkir komist ansi nálægt því,” segir Ólafur. Ólafur og Gunnar Karl eru frumkvöðlar í nýnorrænni matargerðarlist á Íslandi en möguleikar íslenskra náttúruafurða eru þeirra hjartans mál. Ásamt Ólafi og Gunnari Karli standa að verkefninu feðginin Jakob Svanur Bjarnason mjólkurfræðingur og Elsa María Jakobsdóttir félagsfræðingur og fyrrum fjölmiðlakona. Birkir og Björk verða á næstu dögum fáanleg á veitingastöðum og skemmtistöðum. Auk þess verður hægt að fá drykkina í vínbúðum og fríhöfn. 25.8.2011 08:51
Veisla í Sambíóunum Sambíóin ætla að blása til Kvikmyndadaga í Kringlunni og sýna kvikmyndir sem farið hafa sigurför um heiminn. Opnunarmynd hátíðarinnar verður Tree of Life eftir Terence Malick en hluti hennar var tekinn hér á landi. Með aðalhlutverkin fara þeir Brad Pitt og Sean Penn. Myndin vann Gullpálmann á Cannes á þessu ári. 25.8.2011 08:00
Spila 24 sinnum á 24 dögum „Þetta verða 24 tónleikar á 24 dögum í 24 borgum í ellefu löndum,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar. 25.8.2011 07:00
Vinir Sjonna taka upp nýtt lag Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar að taka upp nýtt lag á næstunni. Svo gæti farið að rödd hins sáluga Sigurjóns Brink verði notuð í laginu en það á eftir að koma betur í ljós. 25.8.2011 07:00
Þykir of mjó Kántrísöngkonunni LeAnn Rimes brá heldur í brún þegar gestur veitingahúss vatt sér að henni og skammaði hana fyrir að vera of mjó. Rimes, sem sat að snæðingi ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Eddie Cibrian, var mjög brugðið og skrifaði svo reiðilestur til konunnar á samskiptavefnum Twitter þegar heim var komið. 25.8.2011 06:00
O'Brien á leið til Íslands Kanadíska indí-söngkonan Shelley O'Brien hefur tónleikaferð sína um Evrópu með tónleikum á Faktorý í Reykjavík 14. september. O'Brien vakti fyrst athygli þegar hún setti á Youtube lög sem hún spilaði á úkúlele-hljóðfærið sitt. 24.8.2011 20:00
Fanta flott 66 ára gömul Leikkonurnar Jessica Chastain, 30 ára, og Helen Mirren, 66 ára, stilltu sér upp á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar The Debt í New York síðustu helgi. Eins og sjá má á myndunum er Helen áberandi glæsileg klædd í rauðan aðsniðinn kjól. Hvaða kona vill ekki líta út eins og Helen á þessum aldri? 24.8.2011 18:46
Í sjónvarpsviðtölum í Tyrklandi Sigrún Lilja hóf formlega kynningu á erlendri grundu á íslenska ilmvatninu Efj Eyjafjallajökull by Gyðja og VJK Vatnajökull í Tyrklandi fyrir stuttu. ,,Við höfum verið að vinna að því að undirbúa okkur sjálf og ilmvötnin til að geta byrjað formlega að kynna þau erlendis og hefja sölu á þeim. Ég taldi það henta vel að byrja í Tyrklandi þar sem við höfum einnig hafið framleiðslu á fylgihlutalínunum okkar hér og erum við núna með í framleiðslu næstu fylgihlutalínu Gyðju og einnig fylgihlutalínuna Meyja by Gyðja sem er lína á mjög góðum verðum sem við erum að gera sérstaklega fyrir verslanir Hagkaupa," segir Sigrún. Tyrkland hefur sýnt íslenska hönnuðinum, ilmvötunum sem og fylgihlutnum mjög góð og mikil viðbrögð en Sigrún hafði varla undan að svara kalli fjölmiðla þar í landi. Hún fór í eina fimm sjónvarpsþætti í þegar hún var þar í landi á stöðvunum Sky TV, Ege TV, Show TV og Yeniasir TV sem fjölluðu um ilmvötnin, hönnunina, bókina hennar sem varð metsölubók í Bandaríkjunum fyrir stuttu og heilmikið um Ísland, þetta var því mjög góð landkynning í leiðinni. Einnig var haldin blaðamannafundur og fór hún í hin ýmsu fjölmiðlaviðtöl. Afrakassturinn var birtur víða í Tyrkneskum dagblöðum, í sjónvarpi og á netinu en fjölmiðlar hafa sýnt íslenska hönnuðinum mjög mikin áhuga, sem dæmi eltu papparazzar hana á röndum þegar Sigrún fór í frí í strandparadísina Cesme með manninum sínum Reyni Daða og mynduðu þau í bak og fyrir m.a. í sólbaði á stöndinni. Eftir að greint frá nýjustu afurð Gyðju sem er herrailmurinn VJK Vatnjaökull fyrr í sumar hafa mörg hundruðir ef ekki þúsunudir fjölmiðla- og fréttamiðla útum heim allan keppst við að birta fréttir af íslensku ilmvötnunum frá Gyðju. Fjallað hefur verið um Sigrúnu og ilmvötn Gyðju m.a. í búlgarska Cosmopolitian, á sjónvarpsstöiðnni BBC, Luxe Magazine í Rússlandi, í og hinum ýmsu lífstílsblöðum um heim allan. Suður Afríska Trend fyrirtækið Flux Trends kaus EFJ Eyjafjallajökulls dömuilminn sem ilm mánaðarins. Rússneska sjónvarpstöðin Russia Today fjallaði einnig um ilmvötnin í sjónvarpsfréttum stöðvarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig höfðu tugir frétta verið birtar um Sigrúnu og ilmvatnið í Tyrklandi áður en hún hóf kynningu þar í síðustu viku. Hér má sjá þrjú sjónvarpsviðtöl sem Sigrún Lilja fór í þegar hún var stödd í Tyrklandi: Hér er Sigrún í viðtali við Ege TV. Hér er Sigrún í viðtali hjá Yeniasir TV hjá Cay Saati. Hér má sjá viðtal við Sigrúnu við Sky hjá Gune Bakis ásamt túlki, ýmsar fallegar myndir eru sýndar af íslenskri stórbrotinni nátturu á meðan á viðtalinu stendur. 24.8.2011 16:17
Himneskar Happ-möffins Veitingastaðurinn Happ gaf okkur uppskrift af gómsætum möffins-kökum sem seldar eru í Austurstræti og Höfðatorgi. Takið eftir skreytingunum; jarðaberjunum, vínberjunum og smjörkreminu sem gera kökurnar enn girnilegri. Happ-möffins 4 egg 4 dl hrásykur 4 dl hveiti/spelt 2 tsk lyftiduft 2 tsk matarsódi 2 tsk kanill 2 tsk vanilla 1 dl olía 6 dl gulræturhnetur ef vill bakið við 175°C krem:smjör, grískt jógúrt, flórsykur Happ.is 24.8.2011 16:00
Ómáluð eða máluð - þú ert alltaf sjóðheit Sandra Bullock, 47 ára, var mynduð á hlaupum talandi í símann ómáluð í framan eins og sjá má á myndunum. Þá má einnig sjá Söndru með andlitsfarða stilla sér upp á rauða dreglinum ásamt vini sínum, leikaranum Ryan Reynolds, á frumsýningu kvikmyndarinnar The Change-Up. Ryan fer með aðalhlutverkið í myndinni. Ryan og Sandra segjast vera góðir vinir en ekkert meira en það. 24.8.2011 15:37
Róa sig í fótósjoppi Leikkonan Amanda Seyfried, 25 ára, prýðir forsíðu septemberútgáfu indónesíska tímaritsins Joy. Eins og sjá má í myndasafni er búið að eiga við forsíðuna með aðstoð tölvutækninnar. Spurð út í draumaprinsinn í forsíðuviðtalinu svarar Amanda sem er á lausu: Fyrir mig er mjög mikilvægt að maki minn sé með góðan húmor og þroskaður. Svo þarf hann að vita hvað hann vill. 24.8.2011 14:30
Charlie Sheen í fríi með fyrrverandi Vandræðagemlingurinn Charlie Sheen og fyrrverandi eiginkona hans, Brooke Mueller, hafa ákveðið að grafa stríðsöxina ef marka má síðustu fregnir. Þessa dagana eru hjónin fyrrverandi stödd í Mexíkó í fríi ásamt tveggja ára tvíburabræðrunum sem þau eiga saman. Sheen segir þau ekki ætla að taka saman aftur heldur séu þau einungis "góðir vinir sem eru að reyna að vera góðir foreldrar“. 24.8.2011 14:00
Kjörin kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan og nú leikkonan Rosie Huntington-Whiteley situr á toppnum yfir 100 kynþokkafyllstu konur í heimi, að því er tímaritið Maxim greinir frá. Í yfirlýsingu frá blaðinu segir að Huntington-Whiteley sé rísandi stjarna í Hollywood. 24.8.2011 13:00
HBO staðfestir að Game of Thrones sé á leið til Íslands Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. 24.8.2011 12:00
Neitaði að syngja í brúðkaupi Kardashian Kris Jenner, móðir Kim Kardashian, sem gifti sig um helgina, bað söngkonurnar Jennifer Lopez og Christinu Aguilera, að syngja í brúðkaupi dóttur sinnar. Jennifer og Christina, sem taka rúmar 113 milljónir íslenskar krónur fyrir einkagigg, afþökkuðu pent þegar Kris bað þær um að syngja í brúðkaupinu án endurgjalds. Þess í stað héldu plötusnúður og hljómsveitin Earth, Wind and Fire uppi fjörinu. Meðfylgjandi má sjá Kim með eiginmanni sínum, daginn eftir brúðkaupið og Christinu Aguilera á LAX flugvelli í Los Angeles í vikunni. 24.8.2011 11:26
Ragnhildur hætt í Kastljósinu „Það sem réði þessu voru bara önnur verkefni. Ég er meðal annars að fara að stjórna þessari danskeppni í nóvember,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en hún hefur yfirgefið Kastljós Ríkissjónvarpsins í bili. 24.8.2011 11:00
Hvernig er það eru allir með öllum í Hollywood? Það bókstaflega sýður á slúðurmiðlum vestan hafs í tengslum við skilnað Will Smith og Jödu Pinkett Smith. Því er haldið fram að Jada hafi haldið framhjá Will með fyrrverandi eiginmanni Jennifer Lopez, Mark Anthony. Mark og Jada leika saman í sjónvarpsþáttunum Hawthorne sem hún framleiðir. Jada hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún harðneitar að eiga í ástarsambandi við Mark sem skildi við Jennifer í síðasta mánuði. Í myndasafni má sjá myndir sem teknar voru við tökur á umræddum sjónvarpsþætti sem Jada framleiðir en Mark er sérstakur tónlistarráðgjafi þáttanna. 24.8.2011 09:44
Meinaður aðgangur að svefnherberginu Þegar karlinn er hættur að hleypa manni inn í svefnherbergið vegna stirðleika þá þarf maður aðeins að endurskoða hlutina, segir leikkonan Brynja Valdís Gísladóttir í meðfylgjandi myndskeiði. Brynja Valdís og vinkona hennar, leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir hafa ákveðið að taka áskorun um að mæta á hverjum virkum degi í Hot jóga tíma hjá Jóhönnu Karlsdóttur í Sporthúsinu. Meðfylgjandi segja leikkonurnar stuttlega frá átakinu. 24.8.2011 08:53
Þessi bumba fer þér ýkt vel Leikkonan Cameron Diaz, 38 ára, var mynduð við tökur á rómantísku gamanmyndinni What to Expect When You're Expecting. Myndin fjallar um fjögur pör sem undirbúa sig fyrir barneignir. Eins og myndirnar sýna fer 'gervimaginn' Cameron afskaplega vel. 24.8.2011 08:04
Stórvirki Jónasar slær bók Dr. Gunna út af borðinu „Ég var farinn að búast við þessum málalokum,“ segir tónlistar- og neytendafrömuðurinn Dr. Gunni. 24.8.2011 08:00
Vill leika Indy aftur Harrison Ford hefur mikinn áhuga á að leika í fimmtu myndinni um fornleifafræðinginn Indiana Jones. 24.8.2011 07:00
Sjarmerandi við sjóinn Ingibjörg Klemensdóttir leirlistamaður rekur Gallerí Dungu í notalegu húsnæði við gömlu höfnina í Geirsgötu. Þar er hún bæði með vinnustofu og gallerí þar sem hún selur verk sín af margvíslegum toga. 23.8.2011 18:00
Sumir eru sjóðheitir í leðri Leik - og söngkonan Jennifer Lopez, 42 ára, hélt á dóttur sinni Emme, 3 ára, í Los Angeles í gær þar sem hún vann við tökur á nýju tónlistarmyndbandi við lagið Papi. Eins og sjá má á myndunum í myndasafni fara leðurbuxur Jennifer afskaplega vel. 23.8.2011 16:41
Will Smith skilinn Will og Jada Pinkett Smith eru skilin eftir 13 ára langt hjónaband samkvæmt tímaritinu In Touch Weekly. Tíminn flýgur svo hratt. Fólk kemur inn í líf þitt og hverfur jafnóðum. Aldrei láta tækifærið fram hjá þér fara að segja fólkinu sem þú elskar hvað það skiptir þig miklu máli, lét Will hafa eftir sér. 23.8.2011 14:43
Julia Roberts sólar sig á Hawaii Leikkonan Julia Roberts, 43 ára, sólaði sig á Hawaii með eiginmanni sínum Danny Moder og 4 ára syni þeirra, Henry, eins og sjá má í myndasafni. Julia hefur ellefu ár í röð verið á lista tímaritsins People yfir 50 fallegustu konur heims. 23.8.2011 14:28
Áttburamamman sýnir örin Áttburamóðirin Nadya Suleman, 35 ára, sýnir örin sem hún hlaut í kjölfar meðgöngunnar þegar hún gekk með átta börn fyrir tæpum þremur árum... Fæðing áttburanna vakti heimsathygli þegar Nadya, þá sex barna móðir, varð skyndilega fjórtán barna móðir. Nadya, sem eignaðist áttburana með aðstoð sæðisgjafa, leitar allra leiða til að auka tekjurnar og baðar sig í sviðsljósinu hvort sem um er að ræða raunveruleikasjónvarpsþátt þar sem börnin fara með aðalhlutverkin eða myndatökur eins og þessa. Sjá myndir hér. 23.8.2011 13:09
Þriðja barnið á leiðinni Leikarahjónin Ben Affleck, 39 ára, og Jennifer Garner, 39 ára, sem giftu sig árið 2005, eiga von á þriðja barninu. Fulltrúi staðfesti fréttirnar með tilkynningu sem var send til fjölmiðla í dag: Jen og Ben eru í skýjunum yfir að þriðja barnið er á leiðinni. Fjölskylduna má skoða í meðfylgjandi myndasafni. 23.8.2011 12:53
Rúnar kominn með hundrað verðlaun „Ég var að telja þetta saman fyrir nokkrum dögum og þau eru orðin slétt hundrað. Þau síðustu fékk ég fyrir bestu leikstjórn í kvikmyndinni Eldfjall á kvikmyndahátíð í Transylvaníu,“ segir íslenski leikstjórinn Rúnar Rúnarsson. Hann er sennilega orðinn sá íslenski leikstjóri sem hlotið hefur flest verðlaun því kvikmyndir hans hafa hlotið hundrað verðlaun á kvikmyndahátíðum um allan heim. 23.8.2011 12:00
Hvaða yngingarlyf tekur þú inn Angelina? Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, var mynduð í Króatíu um helgina. Þar hitti hún forseta landsins, Ivo Josipovic, til að ræða afleiðingar styrjaldarinnar í Króatíu árið 1990 og framtíðarlausnir. Eins og sjá má á myndunum var Angelina stórglæsileg með slegið hárið í svörtum kjól. 23.8.2011 11:15
Sjö erlendir fyrirlesarar staðfestir Sjö erlendir fyrirlesarar hafa verið staðfestir á alþjóðlegu ráðstefnuna You Are In Control sem verður haldin í fimmta sinn í Hörpunni 10. til 12. október. 23.8.2011 10:45
Mugison flytur á mölina Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ 23.8.2011 10:15
Hvað er í gangi hérna Hasselhoff? Meðfylgjandi má sjá David Hasselhoff syngja og dansa á næturklúbbnum G-A-Y í London um helgina. Ég hef upplifað óteljandi hluti og reyni að miðla reynslu minni eins og þegar ég reyndi að bjarga heiminum en gleymdi að bjarga mér sjálfum," lét David hafa eftir sér. Kappinn sló í gegn í dans- og söngatriðinu eins og sjá má á myndunum. 23.8.2011 09:15
Skemmtu sér á Lebowski-hátíð „Þetta var algjör snilld og það var fáránlega mikið af fólki,“ segir Svavar Helgi Jakobsson. Hann fór í mikla pílagrímsför til New York ásamt vini sínum, Ólafi Jakobssyni, þar sem helstu leikarar költ-gamanmyndarinnar The Big Lebowski voru samankomnir á stórri aðdáendahátíð. 23.8.2011 09:00