Fleiri fréttir

Gaga hjálpar til við góðgerðarmál

Lady Gaga, söngkonan vinsæla, tróð upp á góðgerðartónleikum í New York á mánudagskvöld og aðstoðaði við að safna 47 milljónum dollara til styrktar góðu málefni.

Vinir Sjonna virka slakir yfir þessu öllu saman

Meðfylgjandi myndir voru teknar af vinum Sjonna og fylgdarliði fagna því að þeir komust með lagið Aftur heim upp úr undanúrslitunum á þriðjudagskvöldið. Þá má sjá norska söngvarann Alexander Rybak taka viðtal við strákana fyrir NRK sjónvarpsstöðina í Noregi og þýsku söngkonuna Lenu, sem vann keppnina í fyrra og keppir aftur í ár, færa þeim þýskar pylsur en hún útbjó sjálf mat sérstaklega fyrir strákana.

Sheen gefur út lagið Winning

Charlie Sheen hefur gefið út lagið Winning á iTunes. Meðal þeirra sem koma við sögu í laginu eru Snoop Dogg og gítarleikari Korn, Rob Patterson. Þetta kemur fram í bandaríska blaðinu Los Angeles Times.

Fjársjóður frá Hollywood

Fjársjóðsleit stórmyndaframleiðandans Jerry Bruckheimer skilaði sér þegar hann ákvað að gera mynd um sjóræningja. Fjórða myndin um Jack Sparrow var frumsýnd á Cannes í gær.

Veitingastaður opnar í Hörpunni

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gærkvöldi í tónlistarhúsinu Hörpu þegar nýr glæsilegur veitingastaður, Kolabrautin, í eigu Leifs Kolbeinssonar og Jóhannesar Stefánssonar opnaði. Hjarta Kolabrautarinnar er sjálft eldhúsið sem slær inni í miðjum salnum, sem tekur allt að 180 manns í sæti, og þar tekur eldofn á móti gestum. Eins og myndirnar sýna var mikið stuð í opnuninni.

Fögnuðu Sjálfstæðri þjóð

Útgáfuhóf var haldið í Eymundsson á dögunum til að fagna nýrri bók stjórnmálafræðingsins Eiríks Bergmanns, Sjálfstæð þjóð. Í bókinni fjallar Eiríkur um þau áhrif sem hugmyndir um þjóðina og fullveldið hafa á stjórnmálaumhverfið.

Pacino til liðs við Gotti

Óskarsverðlaunahafinn Al Pacino hefur bæst í ört stækkandi leikhóp mafíumyndarinnar Gotti: Three Generations samkvæmt bandaríska stórblaðinu Washington Post. Myndin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um Gotti-mafíufjölskylduna sem öllu réð í undirheimum New York í lok síðustu aldar. Pacino mun leika Neil Dellacroce, glæpahöfðingja og lærimeistara John Gotti eldri sem leikinn verður af John Travolta.

Spilar víða um Evrópu

Þjóðlagahljómsveitin Árstíðir ætlar að spila á tónlistarhátíðum í Þýskalandi, Ungverjalandi, Póllandi og víðar í júlí og ágúst. Áður en sveitin fer út ætlar hún að loka sig af í hljóðveri ásamt upptökustjórunum Ólafi Arnalds og Styrmi Haukssyni og vinna að næstu plötu sinni, sem er væntanleg með haustinu.

Græja sem grennir

Halldóra Ástrún Jónasdóttir starfsmaður hjá Trimform Berglindar og Hulda Lind Kristindóttir fyrirsæta útskýra í meðfylgjandi myndskeiði hvað trimform-græja gerir en um er að ræða blöðkur sem eru settar upp við þau svæði á líkamanum sem eru slöpp. Þá fræða Unnur Kristín Óladóttir Íslandsmeistari í módelfitness 2011 og Kristbjörg Jónasdóttir sem varð í örðu sæti í sömu keppni okkur hvað þær fá út úr þessari græju.

Viltu vinna miða á Jon Lajoie? Einn miði eftir hver 100 "læk"

Grínistinn Jon Lajoie kemur fram í Háskólabíói á morgun og geta lesendur Vísis orðið sér úti um ókeypis miða á fjörið. Það eina sem þarf að gera er að gera "læk" við þetta skemmtilega viðtal við Lajoie hér að neðan og senda fullt nafn til IceGigg Entertainment.

Stjórnandinn spáir Rúnari velgengni á Cannes

Frédéric Boyer, listrænn stjórnandi Directors Fortnight-flokknum á Cannes, segir að Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, sé í alveg sérstöku dálæti hjá sér en þetta kemur fram í viðtali við hann í fagtímaritinu Cineuropa.

Gerir góðverk í gegnsæju

Dómari í Los Angeles skikkaði Lindsay Lohan til að sinna samfélagsþjónustu fyrir ekki svo löngu. Lohan, sem var líka dæmd í 120 daga fangelsisvist og svo þarf hún að vinna í 480 klukkustundir í þágu samfélagsins. Lindsay er byrjuð að kenna heimilislausum konum að leika. Á meðfylgjandi myndum yfirgefur hún leiklistarnámskeiðið í gegnsæjum bol.

Er orðinn eftirsóttur hjá norrænum röppurum

Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blazroca, hefur unnið mikið með norrænum röppurum upp á síðkastið. Stutt er síðan hann tók upp nýtt lag með Kaptein På Skuta frá Þrándheimi.

XIII spilar plötuna Salt

Rokkhljómsveitin XIII leikur plötu sína Salt í heild sinni á tónleikum á Faktorý á föstudagskvöld. Sérstakir gestir verða In Memoriam og Hoffman. „Þetta er nú bæði vegna óska þeirra sem sýnt hafa XIII áhuga og okkur sjálfum til gamans," segir Hallur Ingólfsson, söngvari XIII. „Þetta verður ekki endurtekið. Þeir sem hafa verið að óska eftir lögum af Salt á tónleikum ættu því að grípa tækifærið núna."

Verslar í Wallmart

Leikaranum John Travolta þykir ekkert tiltöku mál að versla bæði gjafir og nauðsynjavörur í bandarísku verslunarkeðjunni Wallmart þó hann fljúgi um heiminn í einkaþotu. Samkvæmt innanbúðarmanni verslar Travolta reglulega í Wallmart og kaupir meðal annars fatnað sinn þar.

Sendu vinum Sjonna hvatningu

Frést hefur af góðri Eurovision-stemningu á stærri vinnustöðum í dag, enda á söngvakeppnin sér marga harða aðdáendur hér á landi. Ríflega 400 starfsmenn vinna hjá vodafone og hefur lagið Coming home með Vinum Sjonna verið spilað í botn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag. Starfsmennirnir stilltu sér upp með íslenska fána og sendu íslensku þátttakendunum „Vinum Sjonna“ myndina ásamt baráttukveðjum fyrr í dag. Það eru þó ekki allir starfsmenn Vodafone sem geta verið í hópi vina og fjölskyldu þegar að útsendingin hefst í kvöld kl.19:00. Fyrirtækið er umsjónaraðili atkvæðagreiðslunnar hér á landi og átta starfsmenn fyrirtækisins verða á vakt í höfuðstöðvunum í kvöld. Aðstandendur keppninnar vilja forðast í lengstu lög að nokkuð svindl geti átt sér stað í símakosningunni og því þarf starfsfólkið að vera vel á varðbergi gagnvart grunsamlegu atferli. Íslendingar hafa ávallt verið duglegir að taka þátt í símakosningunni en í fyrra bárust rúmlega 240 þúsund atkvæði frá Íslendingum í alla hluta keppninar, bæði forkeppnirnar og úrslitin. Eins og undanfarin ár mun atkvæðakosningin hafa 50% vægi á móti niðurstöðu dómnefndar sem skipuð er í hverju landi fyrir sig.Um leið og fyrsti flytjandinn stígur á svið má byrja að kjósa og það má hringja allt að 20 sinnum úr hverju símanúmeri (eða senda sms) en ekki má kjósa eigið land. Hér eru símanúmer landanna sem flytja sín atriði í kvöld: 1. Pólland 900 9901 2. Noregur 900 9902 3. Albanía 900 9903 4. Armenía 900 9904 5. Tyrkland 900 9905 6. Serbía 900 9906 7. Rússland 900 9907 8. Sviss 900 9908 9.Georgía 900 9909 10.Finnland 900 9910 11.Malta 900 9911 12.San Marínó 900 9912 13.Króatía 900 9913 14.Ísland ---------- 15.Ungverjaland 900 9915 16.Portúgal 900 9916 17.Litháen 900 9917 18.Aserbaídsjan 900 9918 19.Grikkland 900 9919

Elma Lísa á leiðinni til Cannes

Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir fer á kvikmyndahátíðina í Cannes á fimmtudaginn því kvikmyndin Edlfjall, fyrsta mynd Rúnars Rúnarssonar, sem hefur ekki enn verið sýnd hér á landi, keppir í tveimur flokkum, Camera d´Or og Directors Fortnight eða fyrstu mynd leikstjóra en Elma Lísa fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni. Leikkonan Birgitta Birgisdóttir tekur að sér hlutverk Elmu Lísu í leikritinu Nei Ráðherra! í Borgarleikhúsinu á meðan Elma Lísa spókar sig um á rauða dreglinum.

Náði umhverfis jörðina á 80 dögum

Ferðalag Sighvats Bjarnasonar hefur eflaust ekki farið framhjá lesendum Vísis síðustu mánuði. Í lok febrúar hélt hann af stað í ferðalag umhverfis jörðina til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna, og hefur hann reglulega sent Vísi myndbönd þar sem hægt hefur verið að fylgjast með framgangi mála. Sighvatur setti sér alls kyns krefjandi reglur, sem gerðu það að verkum að hann gat ekki leyft sér að hoppa á milli flugvéla heldur fór hann landleiðina að mestu.

Túberað hárið gerið helling fyrir þig

Meðfylgjandi má sjá Söruh Jessicu Parker með túberað hárið eins og sjá má á myndunum sem teknar voru af henni í gær í New York. Þá má einnig sjá Söruh ásamt tvíburastúlkunum hennar Marion og Tabitha á mæðradaginn.

Þessi amma er geggjaður dansari

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ömmuna Bai Shuying, 65 ára, sem býr í Hong Kong taka óborganleg Michael Jackson dansspor í kínverska sjónvarpsþættinum China's Got Talent. Sjón er sögu ríkari.

Appelsínugul Aguilera

Burlesque leik- og söngkonan Christina Aguilera, 30 ára, og unnusti hennar, Matt Rutler, 25 ára, sem voru handtekin fyrr á þessu ári undir áhrifum voru mynduð yfirgefa...

Rauðkur heitar í sumar

Sandra Olgeirsdóttir hjá Hárhönnun 101 og Iðunn Aðalsteinsdóttir litafræðingur Aveda eru nýkomnar heim frá London þar sem þær kynntu sér nýjungar í hárlitun og klippingum en þær sýna í meðfylgjandi myndskeiði nýjungar þegar kemur að hári. Appelsínurauður litur kemur sterkur inn og þrívíddarklipping. Mini Master Djamm hjá Aveda.

Cindi Lauper með Arcade Fire

Cindy Lauper, sem heldur tónleika í Hörpunni 12. júní, steig óvænt á svið með kanadísku hljómsveitinni Arcade Fire á New Orleans-djasshátíðinni fyrir skömmu. Lauper og Régina Chassagne úr Arcade Fire sungu þar saman vinsælasta lag Lauper, Girls Just Want To Have Fun, við mikinn fögnuð viðstaddra.

Vinir Sjonna hanga á bláþræði

Coming Home, íslenska laginu í Eurovision, er spáð tíunda sæti af blaðamönnum í Dusseldorf þar sem keppnin fer fram. Felix Bergsson, sérstakur fjölmiðlafulltrúi hópsins, vitnar í þekktan frasa pólitíkusa í kosningaslag og segir drengina hafa fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu.

Sleppur við fangelsið

Nu er komið í ljós að leikarinn Nicolas Cage sleppur við fangelsisvist eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvun á almannafæri í New Orleans um miðjan apríl.

Rétti tíminn er aldrei

„Ég ætla að spila fyrir alla sem vilja heyra,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Hallgrímsson, sem ætlar að vera duglegur við spilamennsku í sumar. Hann heldur þrenna útgáfutónleika vegna fyrstu plötu sinnar, Héðan í frá, í byrjun næsta mánaðar.

Nýr framkvæmdastjóri Kraums

„Ég er hæstánægður. Þetta er afar spennandi og skemmtilegt,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tónlistarsjóðsins Kraums. 42 umsóknir bárust um stöðuna.

Leitaði sér aðstoðar til Þýskalands vegna stams

"Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta,“ segir kraftakarlinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King"s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konung Bretlands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega.

Kexverksmiðjan vaknar til lífsins

Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að nokkrir gamlir vinir og kunningjar hefðu leigt gömlu kexverksmiðjuna Frón og hyggðust opna þar gistiheimili. Um helgina voru síðan dyrnar opnaðar.

Hlæ og græt til skiptis

"Þetta er mög mikil vinna og við erum að frá morgni til kvölds. Sífellt að vekja athygli á strákunum, þó að við séum út að borða erum við líka að dreifa út nafnspjöldum og barmmerkjum,“ segir Þórunn Erna Clausen en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún með smá stund milli stríða en dagskráin hjá Eurovisionhóp Íslands er þéttskipuð í Þýskalandi enda styttist óðum í að Vinir Sjonna stíga á svið í Dusseldorf.

Eruð þið ekki að grínast með píkuhálsmenin?

Já algjörlega. Mér finnst þessi ljósbleika rosa falleg, sagði Sigga Lund útvarpskona spurð hvort hún gæti hugsað sér að ganga með píkuhálsmen en hún og Ragnheiður Eiríksdóttir voru gestir í Dyngjunni í umsjá Bjarkar Eiðsdóttur og Nadiu Katrín Banine í síðustu viku þar sem píkan var aðalumræðuefnið. Hér má sjá píku-umræðuna.

Gerum okkar besta og hugsum til Sjonna

Við erum með hjartað á réttum stað og ætlum að gera okkar besta og hugsa til Sjonna á meðan við erum að gera þetta, sagði Þórunn Erna Clausen sem var stödd í höllinni í Dusseldorf ásamt vinum Sjonna þegar við hringdum í hana rétt fyrir klukkan 13.30 í dag, mánudag. Kvöldið í kvöld er ekki síður mikilvægt en annað kvöld fyrir íslenska hópinn því í kvöld flytja vinir Sjonna framlag Íslands, lagið Coming home, fyrir dómara keppninnar en atkvæði dómnefndar gilda 50% á móti símakosningunni sem fer fram annað kvöld þegar fyrri undankeppni Eurovision fer fram. Heyra má viðtalið við Þórunni í meðfylgjandi myndskeiði. Hér má sjá og heyra lagið What´s Another Year sem Þórunn minnist á í viðtalinu. Sjonnibrink.is

Ný kjólalína frá Ásdísi Rán

"Ég er í Búlgaríu núna í vinnuferð fram í miðjan mánuðinn en þá fer ég til Þýskalands og þarf enn og aftur að pakka búslóðinni þar sem samningnum hans Garðars líkur í lok maí. "

Stífmálaðar túttur

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi hjá Superman.is síðasta laugardag á veitingahúsinu Nasa þar sem sumargleði á vegum Kiss í Kringlunni og Airbrush og make up skólanum fór fram fyrir fullu húsi. Þá skemmti fólk sér einnig á Hressingarskálanum.

Viðkvæmir ættu ekki að skoða þessar myndir

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru af breska grínistanum og leikaranum Russell Brand spranga um á nærbrókunum einum fata á hóteli á Miami Beach 6. maí síðastliðinn. Þá má líka sjá manninn hugleiða með hárið tekið aftur í tagl og á rauða dreglinum ásamt eiginkonu sinni, söngkonunni Katy Perry.

Ekki fórstu heim til hans og ældir út um allt?

Meðfylgjandi má heyra tvær vinkonur spjalla saman á persónulegu nótunum þar sem önnur þeirra rifjar upp ævintýri helgarinnar. Um er að ræða stutt útvarpsleikrit, sem er fastur liður í útvarpsþætti Siggu Lund og Ellý Ármanns sem er á dagskrá Bylgjunnar á sunnudagskvöldum. Síða þáttarins á Facebook. Ertu virkilega að sofa hjá giftum manni? Hvaða kona vill ekki mann sem kemur henni á óvart?

Leita að goðum og gyðjum

Fegurðarsamkeppnin Goð og gyðjur verður haldin á skemmtistaðnum Spot þann 20. maí. Aðstandendur keppninnar leita nú að sex strákum og sex stelpum til að taka þátt og er útgeislun og heilbrigði eiginleikar sem þátttakendur þurfa að hafa fremur en annað.

Tolli sýnir í iPad

Listamaðurinn Tolli fagnaði útgáfu lstaverkbókarinnar Landslag hugans á Lauganesinu á föstudag. Bókin er fyrir iPad-spjaldtölvur og sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Varð stjarnan á Fitness móti

Kristín Kristjánsdóttir sigraði Opna alþjóðlega Fitness mótið sem haldið var í Austurríki um síðustu helgi. Kristín vakti mikla athygli og var meðal annars fjallað um hana í austurríska dagblaðinu NÖN.

Vinum Sjonna spáð góðu gengi í Eurovision

Þýskur Eurovisionspekúlant, Jan Kuhlmann, spáir vinum Sjonna góðs gengis í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hann telur að lagið nái einu af efstu tíu sætunum. Jan segir einnig stuttlega frá sorgarsögunni um hræðilegt fráfall Sjonna Brink í meðfylgjandi myndskeiði. Þórunn Erna Clausen fagnar umfjölluninnni á Facebook síðunni sinni: Umfjöllun um Coming home á þýskri sjónvarpsstöð....þar er okkur spáð í topp 10 í úrslitunum.....verst að Þjóðverjar kjósa ekki í okkar undanriðli, þeir virðast vera ánægðir með okkur:)

Óskarshafi á Bræðslunni

Írski Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard, Hjálmar, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Vax og trúbadorinn Svavar Knútur koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni í Borgarfirði eystri helgina 22. til 24. júlí. Hansard er meðlimur hljómsveitarinnar The Frames og The Swell Season og lék einnig í kvikmyndinni The Commitments. Hann vann Óskarinn árið 2007 fyrir lagið Falling Slowly úr myndinni Once. Að jafnaði hafa rúmlega 1.000 manns sótt Borgarfjörð eystri heim Bræðsluhelgina sem er ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 120 manns. Forsala á Bræðsluna hefst 19. maí á Midi.is.

Valdimar heitasta bandið á Íslandi

Tónlistarveitan Gogoyoko hélt tónleikaröð sinni áfram á hressingarskálanum í vikunni. Hljómsveitin Valdimar hefur verið það heitasta í íslensku tónlistarlífi síðastliðin misseri. Eins og við var að búast var fullt út úr dyrum þegar hljómsveitin steig á stokk. Myndirnar tala sínu máli.

Órói hneykslar Kanadamenn

„Þetta var eins og allt þetta ævintýri, voða gaman,“ segir Baldvin Z, leikstjóri kvikmyndarinnar Órói.

Sjá næstu 50 fréttir