Fleiri fréttir

Mælir með því að fólk leyfi öðrum að versla í matinn fyrir sig

„Streita er viðbrögð fólks við áreiti og álagi. Það fyrsta sem við þurfum að hugsa um eru venjur, hvaða venjur eru í lífi okkar?“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Hún var í viðtali hjá Ósk Gunnars á FM957 og gaf þar nokkur góð ráð varðandi streitu.

Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun

Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá.

Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur

Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar.

„Mitt besta verk hingað til“

Föstudaginn, 15. október gaf Birnir út plötuna Bushido. Þetta fimmtán laga stórvirki hefur verið í vinnslu í þrjú ár.  

GameTíví: Sprengjuregn í Verdansk

Strákarnir í GameTíví stefna á þrjá sigra í Warzone í kvöld. Þar að auki verður nýr liður í streymi kvöldsins þar sem strákanir leita að fyndansta YouTube-myndbandinu.

Fyrsta sýnishornið úr þættinum Stóra sviðið

Þátturinn Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir.

Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið

Í október fer í fyrsta sinn af stað einstakt átak sem ætlað er að vekja áhuga á íslenskri hönnun. 60 ólíkar hönnunarvörur, frá ferðavögnum yfir í flothettur og allt þar á milli, munu prýða ljósaskilti um allt höfuðborgarsvæðið þessa vikuna og sýna fjölbreytileika og fegurð íslenskrar hönnunar

„Hefur hjálpað mér persónulega í gegnum mitt þunglyndi“

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíll og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Tólf ára Kristín Erla valin besta aðalleikkonan

Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára aðalleikkona í kvikmyndinni Birtu eftir Braga Þór Hinriksson, var valin besta leikkonan í hópi ungmenna þvert á aldursflokka frá 7-18 ára á Schlingel í Chemnitz í Þýskalandi, einni af stærstu barnakvikmyndahátíð í Evrópu.

Dýrið verður fram­lag Ís­lands til Óskars­verð­launanna

Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Reistu svalir með útieldhúsi og geymslu undir

Í þættinum Gulli Byggir á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með framkvæmdum hjá hjónunum Vigdísi Jóhannsdóttur og Birgi Erni Tryggvasyni í Skógargerði í Reykjavík.

Kardashian og Barker trúlofuð

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli.

Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast

Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð.

Ein­lægur flutningur GDRN snerti hjarta­strengi

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag.

Sandkassinn: Ruglingur og reiði í Payday

Strákarnir í Sandkassanum ætla að valda usla í kvöld. Í streymi kvöldsins ætla þeir að spila Payday, sem snýst um að fremja umfangsmikil rán og verjast lögreglunni.

Svala setur kærleikann í fyrsta sæti

Svala Björgvins lifir lífi sínu í kærleikanum og gaf hún út lag ásamt myndbandi á föstudaginn 15 okt, sem að heitir Birtunnar Brú og fjallar lagið um um að elska alla þá sem að þú elskar skilyrðislaust og taka þeim eins og þau eru, og öllu sem þeim fylgir. 

24 ára háskólanemi orðinn eigandi fjögurra íbúða

Í þættinum Gulli byggir á dögunum fengu áhorfendur að fylgjast með tveimur ólíkum verkefnum, annarsvegar ódýrum en miklum útlitsbreytingum á íbúð í Fellsmúla og hins vegar kjallaraíbúð á Mánagötu.

Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum

Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum.

„Þörfin fyrir að standa á sviði hefur alltaf verið mikil“

Popp Tónlistarmaðurinn Benedikt gaf út sitt annað lag, With My Girls, föstudaginn 15. október. Lagið er óður til allra frábæru vinkvenna hans, er hreint og grípandi popp sem er skemmtilegt að syngja hátt með í bílnum eða dansa við. Benedikt hefur verið sagður minna á Troye Sivan. 

Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjöl­far falls WOW air

Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi.

Vínar­borg byrjar á On­lyFans

Ferðamálastofa Vínarborgar í Austurríki hefur opnað OnlyFans-aðgang í þeim tilgangi að birta listaverk sem talin eru of kynferðisleg fyrir aðra samfélagsmiðla.

Fé­lag má­landi kvenna heldur sína fyrstu sýningu

Í dag hefst listasýning sextán kvenna í Listasal Mosfellsbæjar sem gengur undir heitinu Endurheimt(a)/Reclaim(ing). Þetta er fyrsta sýning listahópsins Félag málandi kvenna sem er óformlegt stuðningsnet við kvenkyns málara.

Sonur Emm­sjé Gauta stal senunni og hljóð­nemanum

Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni.

„Mjög gaman að vera svona mikið bleikur“

Fjölmargir landsmenn klæddust bleiku í dag í tilefni Bleika dagsins þar sem ætlunin er að sýna konum sem hafa greinst með krabbamein samstöðu. Mikil stemning var víða í samfélaginu.

Bein útsending: Sagan þín er ekki búin

Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin.

Sannar dætur kaldrar vetrar­nætur

Kælan Mikla gefur í dag út sína fjórðu breiðskífu, Undir köldum norðurljósum. Sveitin, sem nefnd er eftir holdgervingi vetrarins í Múmínálfunum, hefur átt góðu gengi að fagna erlendis með sínum myrku og köldu rafpönktónum.

Sjá næstu 50 fréttir