Fleiri fréttir

Pallíettur og blöðruregnbogi á frumsýningu Æði 3

Fyrstu tveir þættirnir úr þriðju þáttaröðinni af Æði voru frumsýndir fyrir boðsgesti í Bíó Paradís í gær. DJ Dóra Júlía þeytti skífum á meðan gestir skáluðu með þeim Patta, Binna og Bassa áður en gestir færðu sig inn í bíósalinn.

Olivia Munn á von á sínu fyrsta barni

Leikkonan Olivia Munn á von á barni með grínistanum John Mulaney. Þetta kom í ljós í viðtali hans í þættinum Late Night with Seth Meyers.

Brit­n­ey einu skrefi nær því að losna undan oki föður síns

Faðir söngkonunnar Britney Spears hefur skilað inn nauðsynlegum skjölum til þess að hann láti af forræði yfir dóttur sinni. Söngkonan færist því skrefinu nær að losna undan valdi föður síns, sem hefur stjórnað lífi hennar og fjármálum síðustu þrettán ár. Britney hefur barist fyrir sjálfræði sínu að undanförnu og er því um stóran sigur að ræða fyrir poppprinsessuna heimsfrægu.

Steinar Fjeldsted kennir krökkum að rappa

Steinar Fjeldsted sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Quarashi hefur svo sannarlega nóg að gera um þessar mundir en fyrir skömmu stofnaði hann tónlistarskólann PÚLZ.  Bú er komið að því að Steinar ætlar að miðla reynslu sinni og vera með námskeið í rapp, textagerð og framkomu. 

„Þjóðin hefði svo gott af því að fá gleði og glimmer“

„Það geta allir dansað, þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er í genunum okkar,“ segir Jóhann Gunnar Arnarson danssérfræðingur, bryti og dómari í þáttunum Allir geta dansað. „Ef fólk hefur áhuga á að ná langt í dansi liggur samt að baki ótrúlega mikil vinna og einbeitni.“

„Ég get ekki svona gæja á Teslum“

Sunneva Einars hefur aldrei séð stöðumælavörð og telur því starfsstéttina ekki vera til. Hún kemst svo sannarlega að því að það er ekki raunin þegar hún og Jóhanna bregða á leik á götum Reykjavíkurborgar í nýjasta þættinum af Samstarf á Stöð 2+.

Stað­festir að von sé á öðru barni

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner hefur loks staðfest að hún sé ólétt af sínu öðru barni með tónlistarmanninum Travis Scott.

Tiger King-stjarna látin

Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri.

Queens spila A Way Out

Stelpurnar í Queens ætla að spila leikinn A Way Out í kvöld. Þá munu þær þurfa að snúa bökum saman til að sleppa úr fangelsi og komast undan yfirvöldum.

Veitir fjöl­skyldum lang­veikra barna að­stoð í gegnum Hjálpar­línu

„Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir.

Ráð­leggur fólki að færa föstu­dagspítsuna til sunnu­dags

Egill Einarsson, einkaþjálfari segir að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Allt snúist þetta um magn og hlutfall þess sem þú borðar. Hann segir föstudagspítsuhefð Íslendinga þó vera ákveðið vandamál og mælir frekar með því að fólk færi pítsuátið yfir á sunnudag.

Byrja að kynna Matrix með pilluvali

Búið er að gera breytingar á heimasíðu Matrix kvikmyndanna í fyrsta sinn í nokkur ár. Það var gert í tilefni þess að sýna á fyrstu stiklu fjórðu myndarinnar úr söguheimi Wachowski systranna á fimmtudaginn.

Semur ambient í Bergen

Tónlistarmaðurinn og 80´s stjarnan Davíð Berndsen var að senda frá sér glænýtt og spikfeitt lag sem heitir  Lunar Terraforming. 

Skipuleggja femíníska kvikmyndahátíð í Reykjavík

RVK Feminist Film Festival (RVK FFF) verður haldin í þriðja sinn 13.-16. janúar 2022. Opið er nú fyrir umsóknir í stuttmyndakeppnina Sister awards og einnig verður í ár keppni fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum.

Jón Viðar segir nýju Abbalögin klén

Hinn óttalausi gagnrýnandi og fræðimaður, Jón Viðar Jónsson, varpaði sprengju á Facebook nú í kvöld þegar hann lýsti því yfir að nýju Abbalögin væru léleg um leið og hann kallaði sænsku ofurstjörnurnar uppvakninga.

Oddvitaáskorunin: Kolféll fyrir súrdeiginu í Covid

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Í ein­angrun í hjól­hýsi en tók þátt í heilsuátaki

Kyrrsetan og hreyfingarleysið reyndist Sif Sturludóttur mesta áskorunin þegar hún þurfti að vera í tíu daga einangrun eftir að hún greindist með Covid-19. Hún ákvað því á fjórða degi að hún skyldi nýta tímann og taka þátt í hreyfingaráskorun.

Andhetjan úr „The Wire“ látin

Michael K. Williams, bandaríski leikarinn hvers stjarna reis hæst í þáttunum „The Wire“, fannst látinn í íbúð sinni í New York í dag. Hann var 54 ára gamall.

Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni

Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir.

Þjófstart í kofastríði Jóa og Atla: „Hirti svínið ofn?“

Leikararnir og vinirnir Atli Þór Albertsson og Jóhann G. Jóhannsson vildu báðir setja skúr í garðana sína. Þeir hittust í fermingu og Atli Þór sagðist ætla að kaupa sér skúr og þá sagði Jói að hann ætlaði að smíða sinn sjálfur.

Túrtappi tryggði sigur í fyrsta ein­vígi Kviss

Fyrsti þáttur spurningaþáttarins Kviss fór fram á laugardaginn. Þar mættust Tindastóll og Þróttur í stórskemmtilegri viðureign. Lið Tindastóls skipa fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal og leikkonan Vivian Ólafsdóttir. Lið Þróttar samanstendur af söngkonunni Bríeti og leikaranum Birni Hlyni.

Sjá næstu 50 fréttir