Fleiri fréttir

Pabbi kynnir íslensku stigin í Eurovision

Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson kynnir stig íslensku dómnefndarinnar í Eurovision í ár, en eins og margir vita þá er Björgvin faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir fyrir Íslands hönd í keppninni í Kænugarði.

Vilja eyða neikvæðni með jákvæðni

"Træbið“ Regnboga stríðsmenn er hópur sem Brynjar Oddgeirsson stofnaði eftir að hann fann fyrir mikilli neikvæðni í heiminum og lítilli tengingu við stjórnmálaflokkana. Markmiðið með hópnum er að eyða neikvæðni með jákvæðni.

iLoveMakonnen vildi ólmur til Íslands

Söngvarinn og rapparinn iLove­Makonnen spilar á skólaballi hjá MK á fimmtudaginn. Hann mun verja samtals fimm dögum á landinu, þar af ætlar hann að ferðast um í þrjá daga á eigin kostnað vegna einskærs áhuga á landi og þjóð.

Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk

Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014.

Efniviðurinn í forgrunni

Hjónin Magnús Freyr Gíslason og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir hanna og smíða heimilismuni úr við á Sauðrárkróki undir heitinu Gagn.

Stofnandi Facebook birtist óvænt við matarborðið

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kíkti í mat til Daniels Moore, íbúa í bænum Newton Falls í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Zuckerberg vildi hitta og ræða við Demókrata sem kusu Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.

Hvar er best að búa? Keyptu 550 fermetra skóla á 7,5 milljónir

Í fyrsta þætti Hvar er best að búa?, sem verður á dagskrá Stöðvar 2 mánudagskvöldið 1. maí, heimsækir hún Ríkey og Reyni sem keyptu stóran skóla á Lálandi í Danmörku síðla árs 2015. Síðan þá hafa þau verið í nánast fullri vinnu við að gera húsið í stand til að opna þar gistiheimili.

Fiðlusnillingur sem elskar dýr

Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir spilaði framúrskarandi vel á fiðlu á tónlistarhátíðinni Nótunni í Hörpu og fékk viðurkenningu fyrir.

Nýtt danskt heimsveldi

Á Íslandi sá Råvad fyrir sér mikil tækifæri í landbúnaði, sjávarútvegi og orkuvinnslu. Hann hafði hins vegar þungar áhyggjur af því að Danir svæfu á verðinum og leyfðu erlendum ríkjum að seilast til sífellt meiri áhrifa á Íslandi.

Leðurjakki Swayze úr Dirty Dancing seldur á morðfjár

Leðurjakki sem bandaríski leikarinn Patrick Swayze klæddist í hinni goðsagnakenndu kvikmynd Dirty Dancing seldist á uppboði á dögunum fyrir 48 þúsund Bandaríkjadollara eða tæpar sjö milljónir íslenskra króna.

Blaðaljósmyndarar mikilvægari en nokkurn sinni fyrr

Dan Eldon, einn yngsti blaðaljósmyndari Reuters-fréttaveitunnar, var drepinn í Sómalíu árið 1993. Móðir hans er rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður og hefur haldið minningu Dans á lofti með því að styðja við listamenn til að segja sögur sínar.

Sjá næstu 50 fréttir