Fleiri fréttir

Upprisa kvikmyndastjörnunnar

Snemma árs 1910 reis ung kanadísk leikkona upp frá dauðum. Hún hét Florence Lawrence og hefur verið kölluð fyrsta kvikmyndastjarnan. Þrátt fyrir frægðina klingdi nafnið ekki bjöllum hjá almenningi. Kvikmyndahúsagestir höfðu fæstir hugmynd um hvað hún hét, en þekktu andlitið og kölluðu hana Biograph-stúlkuna eftir samnefndu kvikmyndaframleiðslufyrirtæki.

Lína Langsokkur í einn dag

Hún Erla María Magnúsdóttir lék titilhlutverk í sýningu Rimaskóla á Línu Langsokki sem sett var upp í skógarrjóðri í liðinni viku.

Mikill uppgangur í pönkinu

Fjórar pönksveitir spila á tónleikum í Lucky Records í kvöld. Júlía Aradóttir segir mikinn kraft í pönkinu um þessar mundir og mikið af konum í senunni.

Bankar upp á hjá gamla fólkinu

Svavar Knútur Kristinsson leggur land undir fót þegar hann fer í tónleikaferð um landið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. Þau hafa sungið saman frá árinu 2008 en vinátta þeirra hófst fyrir tilviljun.

Hið raunverulega svarta gull

Það að hella upp á gott kaffi heima hjá sér þarf alls ekki að vera vesen né sérstaklega dýrt, það eina sem þarf eru ódýr tól og smá metnaður með. Það er alveg ljóst að það er morgunsins helgistund þegar kaffið angar inn í eldhúsi.

Ég var aldrei efni í bónda

Í verkum Hreins Friðfinnssonar myndlistarmanns sem til sýnis eru í Listasafni ASÍ leikur hann sér með ljós og spegla. Loftsteinar koma líka við sögu. Dalamaðurinn og heimsborgarinn Hreinn svarar símanum í Amsterdam í Hollandi.

Happdrætti upp á kaupréttinn á skóm

Húrra Reykjavík var með happdrætti þar sem vinningurinn var kaupréttur á Adidas-skóm Kanye Wests, Yeezy Boost 750. Í febrúar stóð fólk í snjóbyl í tvo daga og beið eftir skóm af sömu tegund.

Mikill áhugi á lækningajurtum

Anna Rósa grasalæknir leiðir grasagöngu í Viðey á morgun, sunnudag, klukkan 13.30. Hún segir mikinn áhuga vera til staðar á íslenskum lækningajurtum og Viðey henti vel til að læra að þekkja algengustu jurtirnar.

Mér til undrunar andaði stúlkan

Miklir fagnaðarfundir áttu sér stað nýlega þegar Elín Hekla Klemenzdóttir heimsótti Kjartan ­Magnússon lækni sem með hárréttum viðbrögðum tókst að bjarga lífi hennar við frumstæð skilyrði.

Loðinn Hans Óli?

Leikarinn Harrison Ford skartar nú fínu jólasveinaskeggi.

Guðni ferðast um Austurland í dag

Á Snapchat-reikningnum stod2frettir geturðu séð hvað forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson sýslar á Austfjörðum í dag.

Skrifaði óléttuna inn í leikritið

Anna Bergljót Thorarensen leikur í og skrifaði handritið að Litalandi, leikverkinu sem Leikhópurinn Lotta sýnir um allt land í sumar. Anna Begga leikur hina óléttu Rjóð sem á vel við enda er hún sjáf ólétt log á að eiga daginn eftir síðasta sýningardag sumarsins.

Bieberinn barinn

Myndband náðist af því þegar Justin Bieber lenti í slagsmálum í gærkvöldi.

Steinrósirnar ná blóma

Breska sveitin The Stone Roses gefur út annað nýja lag sitt eftir 20 ára útgáfuþögn.

Tíminn er mjög merkilegt fyrirbæri á Íslandi

Ferdinand Jónsson skáld dvelur mest á melum og móum Lundúnaborgar. Hann kveðst þó alltaf vera með Ísland í farteskinu og gerir ráð fyrir að lesendur skynji það í nýju ljóðabókinni sem hann nefnir Í úteyjum.

5500 manns búnir að sækja Ghetto betur ólöglega

Þætti Steinda Jr., Ghetto betur, hefur oftar en 5.000 sinnum verið halað niður á tveimur vikum. Þátturinn er í fyrsta sæti yfir vinsælustu skrárnar á deilisíðunni deildu.net og talan hækkar stöðugt.

Sjá næstu 50 fréttir