Lífið

Biðu í röð í náttfötunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Um hundrað manns biðu nú í morgun fyrir utan nýja verslun Dorma á Smáratorgi á náttfötunum. Verslunin var opnuð klukkan tíu en fyrstu 50 viðskiptavinirnir sem mættu á náttfötunum fengu dúnsæng og kodda að gjöf.

Um er að ræða fjórðu Dorma verslunina.

„Við hönnun nýju verslunarinnar var að sjálfsögðu vandað til verks svo að upplifun viðskiptavina sé sem þægilegust og þeir njóti þess að velja vörur inn á heimilin sín. Það tókst mjög vel til og við hlökkum til að taka á móti fólki hér á laugardaginn,“ segir Svava Hólmarsdóttir, verslunarstjóri Dorma á Smáratorgi.

Svava segist viss um að þeir sem hafi sleppt því að fara úr náttfötunum og beðið fyrir utan verslunina muni sofa betur í nótt en þeir gerðu síðustu nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.