Fleiri fréttir

Þarna var gleðin greinilega við völd

Yfir 500 manns, börn og fullorðnir, hlupu í sannkallaðri haustblíðu um Fossvog og Nauthólsvík um helgina þegar Nauthólshlaupið svokallaða fór fram í annað sinn.

Dorrit mætti á Kjarvalsstaði

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar yfirlitssýningin Bylting í ljósmyndun, á verkum Alexanders Rodchenkos, eins áhrifamesta listamanns Rússlands á fyrri hluta 20. aldar var formlega opnuð í Listasafni Reykjavíkur- Kjarvalsstöðum. Þá var jafnframt opnuð sýningin Mynd af heild 2-Kjarval bankanna en sýningin er framhald af þeirri viðleitni Listasafns Reykjavíkur að draga fram víðtæka mynd af ferli Jóhannesar S. Kjarvals.

Halle Berry eignaðist son

Halle Berry og eiginmaður hennar, franski leikarinn Olivier Martinez, eignuðust son á laugardag.

Hætt að rífast við Miley Cyrus

Sinead O'Connor sagði að ritdeilu sinni við Miley Cyrus væri lokið í viðtali í írska spjallþættinum The Late Late Show.

Sólmundur í stað Gylfa Ægis

Lagið Brjálað stuðlag með Dr. Gunna og vinum hans fer í útvarpsspilun í dag. Það fylgir eftir vinsældum Glaðasta hunds í heimi sem hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu.

Frost keppir um Gylltu hauskúpuna

"Það er blóðugt að geta ekki verið þarna,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Mynd hans Frost keppir um "hryllingsóskarsverðlaunin“, eða Gylltu hauskúpuna á hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem verður haldin í Los Angeles 7. til 18. október

Krúttlegar vampírur

Skemmtileg mynd um kostulegt vampírupar. Swinton og Hidleston sýna frábæran leik.

Fjölmenni á fjölskylduhátíð Stöðvar 3

Friðrik Dór stjórnaði dagskránni með glæsibrag á milli þess sem hann söng. Unnur Eggerts söngkona og þáttastjórnandi Popp og kók sló þetta líka svona í gegn. Þá dansaði Solla stirða og söng með aðstoð gesta. Boðið var upp á andlitsmálningu, Bjarni töframaður steig á svið og DanceCenter Reykjavík sýndi ógleymanlegt dansatriði.

Hill laus úr fangelsi

Bandaríska söngkonan Lauryn Hill er laus úr fangelsi. Fyrr á þessu ári var hún dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir skattsvik.

Þurfti að læra alveg upp á nýtt að lifa

Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir mezzósópran heldur í dag einsöngstónleika í Fella- og Hólakirkju. Tilefnið er að á þessu ári eru tíu ár síðan hún losnaði við flogaveikina sem hafði hrjáð hana í rúm tuttugu ár.

Úr ridddarasögum í rokk og ról

Útgefandinn Óttar Felix Hauksson hefur lokið við BA-ritgerð sína í íslensku. Þar skrifaði hann um riddarasögur, bæði frumsamdar innlendar og þýddar.

Hrædd um að missa sig í femínískar skammarræður

Málþing um Jakobínu Sigurðardóttur verður haldið í Mývatnssveit í dag. Meðal þeirra sem þar koma fram er Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, en hún mun á næstu vikum senda frá sér endurminningabók með kynjafræðilegu ívafi.

Gítarinn er miðpunktur alheimsins

Þrefaldi Grammy-verðlaunahafinn og einn mesti gítarsnillingur rokksögunnar, Steve Vai, heldur tónleika í Hörpu 11. október klukkan 22, tveimur tímum síðar en til stóð, vegna landsleiks Íslands og Kýpur í undankeppni HM í fótbolta.

Frostrósirnar kveðja á toppnum

"Ef það á að kveðja er best að gera það á toppnum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósatónleikanna.

Magnað að fylgjast með heimafæðingu

Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona gerir heimildarmynd um heimafæðingar á Íslandi. Var sem fluga á vegg þegar hún myndaði fyrstu heimafæðinguna.

Lítur á verðlaunin sem hross

Benedikt Erlingsson leikstjóri hampaði verðlaunum í San Sebastian fyrir myndina sína Hross í oss. Hann segir það vekja athygli erlendis hversu margar kvikmyndir frá þessari fámennu þjóð skori hátt á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.

Systur ritstýra afmælisveislubók Disney

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær í vægast sagt girnilegu útgáfuhófi þar sem Afmælisveislubók Disney var fagnað með stæl í versluninni Allt í köku í Ármúla 23.

Sjáðu þetta video - þessir burstar eru snilld

Real Techniques förðunarburstarnir hafa á stuttum tíma orðið vinsælustu burstarnir á markaðnum í dag. Samantha Chapman sem er breskur förðunarfræðingur og önnur Pixiwoo systranna hannaði burstana með það í huga að allir gætu notað þá.

Sjá næstu 50 fréttir