Magnað að fylgjast með heimafæðingu Sara McMahon skrifar 5. október 2013 07:00 Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona gerir heimildarmynd sem fjallar um heimafæðingar á Íslandi. Tökur eru komnar vel á veg. Fréttablaðið/arnþór Birkisson „Ég hafði sjálf reynt að eiga mitt fyrsta barn heima, en það endaði með bráðakeisara uppi á spítala. Vinkona mín, sem er doula og hafði hjálpað mér mikið, sagði mér að það vantaði upplýsingar um heimafæðingar og mér datt í hug að búa til litla fræðslumynd um málefnið. Það eru margar ranghugmyndir uppi um heimafæðingar og konum er ekki alltaf bent á þennan kost heldur þurfa að falast eftir því sjálfar. Sjálf var ég mjög hrifin af þeirri þjónustu sem býðst í kringum heimafæðingar og finnst skrítið að fólk fái ekki meiri upplýsingar um hana,“ segir Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona um heimildarmynd sem hún vinnur að. Umfjöllunarefni myndarinnar eru heimafæðingar á Íslandi og ber hún vinnuheitið Valið.Auglýsti á Facebook Aðspurð segir Dögg tilvonandi mæður forvitnar um verkefnið. Hún hefur þegar myndað eina heimafæðingu og hyggst mynda aðra um áramótin. „Ég auglýsti eftir þátttakendum í gegnum Facebook-hóp um heimafæðingar. Ég gekk sjálf í gegnum þetta ferli fyrir ekki svo löngu síðan og veit að fólk vill næði, þess vegna passaði ég mig á því að vera eins og fluga á vegg. Mér þótti þetta alls ekki skrítið, heldur mjög eðlilegt og frekar magnað. Við höfðum líka hist nokkuð oft og vorum því ekki ókunnug.“ Í heimildarmyndinni ræðir Dögg einnig við ljósmæður, doulur og mæður á Höfn í Hornafirði, en þar eru heimafæðingar algengar vegna mikillar fjarlægðar frá næsta spítala. „Þar er önnur fæðingarmenning en annars staðar á landinu. Núna er reyndar engin ljósmóðir á staðnum og því líklegt að þetta breytist eitthvað.“Pólitík á bak við fæðingar Upphaflega átti þetta að verða fræðslumyndband um heimafæðingar, en eftir því sem leið á verkefnið varð það stærra í sniðum. „Það er heilmikil pólitík sem liggur á bak við fæðingar og þetta tengist einnig kvenréttindabaráttunni. Ég komst til að mynda að því að konur sem upplifa að hafa ekki haft stjórn á fæðingarferlinu upplifa oft sömu streitueinkenni og konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er því mjög mikilvægt að konan finni til öryggis.“ Verkefnið er komið vel á veg en Dögg hyggst safna fyrir eftirvinnslu hennar á vefsíðunni Karolina Fund. „Þetta fer kannski að verða eina von kvikmyndagerðarfólks eftir niðurskurðinn. Ástríðan fleytir manni ákveðið langt – svo þarf maður meðbyr,“ segir hún að lokum. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Ég hafði sjálf reynt að eiga mitt fyrsta barn heima, en það endaði með bráðakeisara uppi á spítala. Vinkona mín, sem er doula og hafði hjálpað mér mikið, sagði mér að það vantaði upplýsingar um heimafæðingar og mér datt í hug að búa til litla fræðslumynd um málefnið. Það eru margar ranghugmyndir uppi um heimafæðingar og konum er ekki alltaf bent á þennan kost heldur þurfa að falast eftir því sjálfar. Sjálf var ég mjög hrifin af þeirri þjónustu sem býðst í kringum heimafæðingar og finnst skrítið að fólk fái ekki meiri upplýsingar um hana,“ segir Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona um heimildarmynd sem hún vinnur að. Umfjöllunarefni myndarinnar eru heimafæðingar á Íslandi og ber hún vinnuheitið Valið.Auglýsti á Facebook Aðspurð segir Dögg tilvonandi mæður forvitnar um verkefnið. Hún hefur þegar myndað eina heimafæðingu og hyggst mynda aðra um áramótin. „Ég auglýsti eftir þátttakendum í gegnum Facebook-hóp um heimafæðingar. Ég gekk sjálf í gegnum þetta ferli fyrir ekki svo löngu síðan og veit að fólk vill næði, þess vegna passaði ég mig á því að vera eins og fluga á vegg. Mér þótti þetta alls ekki skrítið, heldur mjög eðlilegt og frekar magnað. Við höfðum líka hist nokkuð oft og vorum því ekki ókunnug.“ Í heimildarmyndinni ræðir Dögg einnig við ljósmæður, doulur og mæður á Höfn í Hornafirði, en þar eru heimafæðingar algengar vegna mikillar fjarlægðar frá næsta spítala. „Þar er önnur fæðingarmenning en annars staðar á landinu. Núna er reyndar engin ljósmóðir á staðnum og því líklegt að þetta breytist eitthvað.“Pólitík á bak við fæðingar Upphaflega átti þetta að verða fræðslumyndband um heimafæðingar, en eftir því sem leið á verkefnið varð það stærra í sniðum. „Það er heilmikil pólitík sem liggur á bak við fæðingar og þetta tengist einnig kvenréttindabaráttunni. Ég komst til að mynda að því að konur sem upplifa að hafa ekki haft stjórn á fæðingarferlinu upplifa oft sömu streitueinkenni og konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er því mjög mikilvægt að konan finni til öryggis.“ Verkefnið er komið vel á veg en Dögg hyggst safna fyrir eftirvinnslu hennar á vefsíðunni Karolina Fund. „Þetta fer kannski að verða eina von kvikmyndagerðarfólks eftir niðurskurðinn. Ástríðan fleytir manni ákveðið langt – svo þarf maður meðbyr,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira