Lífið

Nýr frestur fyrir Söngvakeppni sjónvarpsins

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Eyþór Ingi Gunnlaugsson keppti fyrir hönd Íslands í síðustu Söngvakeppni.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson keppti fyrir hönd Íslands í síðustu Söngvakeppni.
Vegna fjölda áskorana hefur verið tekið ákvörðun um að framlengja skilafrest á lögum í Söngvakeppni sjónvarpsins 2014 um viku. Frestur átti að renna út á miðnætti í dag, en nýr frestur verður mánudaginn 14. október á miðnætti.

Óvenju góð skil hafa verið fyrir settan skilafrest en þó hefur heyrst af tónlistarfólki sem lent hefur í tímaþröng vegna annarra anna. Þar sem RÚV vill ná til sem flestra hefur verið ákveðið að framlengja frestinn um viku, samkvæmt fréttatilkynningu frá RÚV.  

Allir sem voru hættir við að senda inn lag vegna tímaþröngs eru því hvattir til að sæta lagi og nýta næstu viku vel.

Lagið sem vinnur keppnina mun keppa fyrir Íslands hönd í Kaupmannahöfn í maí 2014 og fær eina milljón króna í verðlaun.  

Þátttökueyðublað og reglur Söngvakeppninnar 2014 er að finna á heimasíðu RÚV.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.