Lífið

Berja í ruslafötur og vaska

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Breska sýningin STOMP kemur hingað til lands í desember.
Breska sýningin STOMP kemur hingað til lands í desember. MYND/ STEVE McNICHOLAS
„Þetta eru 17 manns sem koma til landsins, ásamt 40 feta gámi með leikmynd,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, verkefnastjóri tónlistarsviðs Hörpu, um Stomp-sýninguna sem væntanleg er hingað til lands.

Breska sýningin STOMP hefur farið sigurför um heiminn og verður sett upp í Eldborgarsalnum í Hörpu 18., 19. og 20. desember.

STOMP sameinar leikhús, dans og hryntónlist en flytjendur notast við stígvél, ruslafötur, sópa, vaska og margt fleira til að búa til stórkostlegan takt sem hrifið hefur áhorfendur um heim allan.

„Þetta er allt mjög hæfileikaríkt fólk og miklir íþróttamenn, fólkið er á fullu allan tímann.“

Sýningin kom hingað til lands árið 2000 en hún verið uppfærð og þróuð. Miðasala á sýninguna fer fram á harpa.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.