Fleiri fréttir

Vel heppnuð helgarsýning á Höfðatorgi

Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun á myndlistarsýningu eða öllu heldur pop-up sýningu sem stendur yfir 19. til 21. október á vegum netgallerísins Muses.is á 19. hæð í Höfðatorgi þar sem nítján listamenn sýna verk sín.

Góðgerðarsamkoma í Hörpu

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær, laugardag, á góðgerðarsamkomu Hendrikku Waage í Hörpu. Það var Freyja Haraldsdóttir sem hlautmannréttindaviðurkenningu "The Kids Parliament Humanitarian Award 2012" en viðurkenningin var veitt á vegum góðgerðarsamtakanna Kids Parliament. Þetta í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt.

Ómáluð og afslöppuð Selena

Disney-stjarnan Selena Gomez er ávallt uppstríluð en ákvað að slaka á meiköppinu þegar hún rölti um í Beverly Hills í Kaliforníu fyrir helgi.

Opnar sig um framhjáhaldsslúðrið

Söngkonan Fergie talar opinskátt um sögusagnir þess efnis að eiginmaður hennar, Josh Duhamel, hafi haldið framhjá henni í viðtali við Opruh Winfrey. Sögusagnirnar spruttu upp fyrir nokkrum árum og tóku sinn toll á hjónabandið.

Bert á milli á leiðinni á listasýningu

Fyrirsætan Rosie Huntington-Whitley flassaði flötum maganum þegar hún fór á listasýningu með kærasta sínum, leikaranum Jason Statham, í Vestur-Hollywood.

Ég hef ekki drukkið áfengi í fimmtán ár

Leikarinn Gerard Butler prýðir forsíðu nóvemberheftis tímaritsins Men's Journal. Þar opnar hann sig um af hverju hann ákvað að fara í afvötnun á Betty Ford-stöðinni í febrúar á þessu ári.

Þarna var gleðin við völd

Veitingastaðurinn Nauthóll hélt fyrsta árlega Nauthólshlaupið fyrir viku. Boðið var upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km. Sjaldan hefur veðrið verið eins slæmt og þennan laugardag en það stoppaði ekki yfir hundrað hlaupagarpa til að taka þátt. Þátttaka var ókeypis og bauð Nauthóll upp á heita gulrótarsúpu að loknu hlaupi.

Fjórtán kíló farin

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian er búin að ná af sér tæplega fjórtán kílóum af þeim rúmlega tuttugu sem hún bætti á sig þegar hún gekk með dótturina Penelope.

Adele orðin mamma

Breska söngkonan Adele, 24 ára, er orðin mamma. Hún eignaðist dreng, sitt fyrsta barn, á föstudagskvöldið. Unnusti hennar er Simon Konecki. Parið er í sjöunda himni með drenginn.

Trúlofuðust á sviði umkringd blóði og útlimum

„Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele.

Sænskir töfrar

Sænski töframaðurinn Tom Stone verður aðalgesturinn á árlegri töfrasýningu Hins íslenska töframannagildis sem verður haldin í Salnum í dag.

Stjörnur nota Pheed

Samskiptavefurinn Pheed hefur laðað að sér margar stjörnur aðeins einni viku eftir að hann fór í loftið. Paris Hilton, Miley Cyrus, Chris Brown og Slash eru á meðal þeirra sem nota vefinn. Þar geta meðlimir rukkað fyrir aðganginn að síðunni sinni, annað hvort með áskrift eða með því að rukka fyrir staka viðburði.

Opna vef um lífið í Reykjavík

"Við ætlum að sýna upprennandi ljósmyndara bæði frá Íslandi og hvaðanæva úr heiminum,“ segir ljósmyndarinn Aníta Eldjárn. Hún opnar vefsíðuna Reykjavíknights.com í dag ásamt æskuvinkonu sinni, förðunarfræðingnum og stílistanum Ragnheiði Guðmundsdóttur.

Muck til Evrópu

Hljómsveitin Muck er lögð af stað í tæplega tveggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Sveitin sendi frá sér plötuna Slaves fyrr á árinu og er ferðalagið liður í að fylgja útgáfunni eftir.

Leikur í sjö þáttum á Havaí

„Ég fæ hlutverk í sjö þáttum af tólf,“ segir leikarinn Darri Ingólfsson sem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Last Resort sem framleiddir eru fyrir ABC sjónvarpsstöðina. Ákveðið var að framleiða tólf þátta þáttaröð eftir að svonefndur „pilot“ þáttur sló í gegn.

Kyssast og knúsast á nýjan leik

Svo virðist sem kyntröllið Robert Pattinson hafi náð að grafa særindin og svikin og sé búinn að taka upp þráðinn með Kristen Stewart á ný. Pattinson flutti út af sameiginlegu heimili þeirra í júlímánuði eftir að upp komst um framhjáhald Stewart með leikstjóranum Rupert Sanders. Nú virðist þó allt vera fallið í ljúfa löð á nýjan leik því myndir náðust af skötuhjúunum brosandi að knúsa og kyssa hvort annað á nýju heimili Stewart í Los Angeles á miðvikudaginn. Einhverjir vilja meina að hér hafi verið um auglýsingabrellu að ræða frá upphafi til enda, en svo vildi til að öll komu þau Pattinson, Stewart og Sanders að stórum myndum um það leyti sem framhjáhaldið komst upp. Í kjölfar framhjáhaldsins ríkti mikil óvissa um kynningarherferð fjórðu Twilight myndarinnar, Breaking Dawn Part 2, þar sem Pattinson og Stewart fara með aðalhlutverkin enn á ný. Sú tilviljun að parið hafi náð sáttum viku áður en herferðin hefst hefur að margra mati gert alla söguna enn grunsamlegri.

Kvenhetja í Transformers

Aðalpersónan í næstu Transformers-mynd, sem verður númer fjögur í röðinni og leikstýrt af Michael Bay, verður kvenkyns ef marka má sjóðheitar slúðursögur frá Hollywood. Lítið hefur verið um bitastæð hlutverk fyrir leikkonur í myndunum hingað til, en meðal kvenna sem komið hafa fram í aukahlutverkum eru Megan Fox og Rosie Huntington-Whiteley.

Heill kafli um ketti

Tíska Grace Coddington listrænn stjórnandi hjá bandaríska Vogue hefur ritað sjálfsævisögu sem bókaforlagið Random House gefur út þann 20. nóvember. Í bókinni segir Coddington meðal annars frá árunum sem hún starfaði sem fyrirsæta. Móðir hennar var vön að klippa út myndir sem hún hélt að væru af dóttur sinni en voru í raun af öðrum fyrirsætum. „Þegar ég leiðrétti hana sagði hún aðeins: „Nú jæja. Þetta er falleg mynd þrátt fyrir það,“ og svo setti hún myndina aftur í úrklippubókina.“

Sagafilm með í Emmy-tilnefningu

Þýska heimildarmyndin Wettlauf Zum Südpol, sem heitir á ensku Race to the South Pole, er tilnefnd til alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna sem besta heimildarmyndin. Myndin er framleidd af þýska framleiðslufyrirtækinu Loopfilm en íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm aðstoðaði við framleiðslu á þessu metnaðarfulla verkefni.

Nýbakaður pabbi bregður á leik

Söngvarinn Robbie Williams á eins mánaðar gamla dóttur en það stoppaði hann ekki í ærslalátum þegar hann kom fram í ítalska X Factor á fimmtudaginn.

Prúðbúnir gestir mættu í Bond-partý

Eins og sjá má á myndunum mættu gestir uppábúnir klæddir í svart og hvítt í veislu sem haldin var á skemmtistaðnum Austur í gærkvöldi í tilefni sýningar nýjustu Bond myndarinnar Skyfall sem verður frumsýnd hér á landi 26. október.

Við erum blönk!

Fyrrverandi raunveruleikastjörnurnar og elskhugarnir Heidi Montag og Spencer Pratt hafa munað fífil sinn fegurri.

Silfurrefur sækir krakkann

Leikarinn Freddie Prinze Jr. var myndaður í bak og fyrir þegar hann sótti þriggja ára dóttur sína Charlotte í leikskólann í vikunni.

Handþvottur nauðsynlegur

33% karlmanna og 20% kvenna þvo sér ekki um hendurnar eftir að hafa lokið sér af á salerninu ef marka má könnun sem pappírsfyrirtækið SCA framkvæmdi á landsvísu í Bandaríkjunum. Enn færri karlmenn reyndust þvo sér um hendurnar eftir að hafa hnerrað, hóstað eða meðhöndlað sorp.

Gaga selur drykkjarvatn

Lady Gaga ætlar að setja á markað nýtt drykkjarvatn. Það fylgir í kjölfar hennar fyrsta ilmvatns, The Fame, sem er nýkomið í verslanir. Samkvæmt fregn í New York Daily News hefur mikil leynd hvílt yfir vatninu en fyrirhuguð er rándýr auglýsingaherferð til að kynna það fyrir almenningi.

Eyrnasneplarnir teygjanlegir

Bassaleikarinn Hólmkell Leó Aðalsteinsson skartar 30 millimetra kefli í eyrnasneplunum og viðurkennir að móðir sín sé ekki hrifin af uppátækinu.

Eftir að hitta stóru ástina

Bróðir Katy Perry segir að hún hafi ekki enn hitt hinn eina rétta. Söngkonan skildi við gamanleikarann Russell Brand fyrr á þessu ári og hefur verið að hitta tónlistarmanninn John Mayer að undanförnu.

Butler fór í meðferð

Gerard Butler fór fyrr á þessu ári í þriggja vikna meðferð vegna fíknar í verkjalyf. Fíknin hófst eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús þegar hann lenti í brimbrettaslysi við tökur á myndinni Chasing Mavericks.

Efnafræðingurinn syngjandi

Íransk-bandaríski baritónsöngvarinn Anooshah Golesorki fer með hlutverk Luna greifa í uppfærslu Íslensku óperunnar á Il Trovatore, sem frumsýnd verður í Hörpu í kvöld. Golesorki er efnafræðingur að mennt en eftir viðdvöl á tilraunastofum og í viðskiptalífinu hefur leið hans legið um helstu óperuhús heims.

Afturhvarf hjá Arnaldi

Nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, var fagnað á útgáfuhófi í Iðnó í gærkvöldi. Arnaldur segir það skemmtilega tilhugsun að hverfa aftur til fyrstu ára Erlendar.

Ég þurfti að skrifa þessa bók

J.K. Rowling lýsir sinni nýjustu bók, Casual Vacancy, sem gamanharmleik í samtali við James Runcie, rithöfund og kvikmyndagerðarmann.

Nafnið vesen en á sama tíma lykillinn á bakvið velgengnina

Hljómsveitin Valdimar gefur út sína aðra breiðskífu, Um stund, á miðvikudaginn en hún kom í forsölu á netinu á fimmtudag. Valdimar Guðmundsson söngvari hljómsveitarinnar og Ásgeir Aðalsteinsson, gítarleikari, settust niður með Tinnu Rós Steinsdóttur.

Justin og Jessica orðin hjón

Leikaraparið Justin Timberlake og Jessica Biel gekk í það heilaga á Ítalíu fyrr í dag við fallega athöfn umkringt vinum og vandamönnum. Eins og Lífið greindi frá fyrr í vikunni hafði orðrómur um hjónabandið heyrst í nokkra daga. Hjónin nýgiftu sendu frá sér fréttatilkynningu í kvöld og staðfestu að þau hafi gengið í það heilaga.

Lengsta barnanafn í Hollywood?

Leikkonan Uma Thurman hefur loksins afhjúpað hvað litla þriggja mánaða stúlkan hennar heitir. Og nafnið er ekki af styttri gerðinni.

Fjölnir og Bryndís eignuðust son

"Litli gullmolinn okkar er fæddur! Allt gekk vel og þvílík hamingja," skrifaði Fjölnir Þorgeirs hestamaðurinn góðkunni rétt í þessu á Facebooksíðuna sína. Þar upplýsir hann einnig að drengurinn sem unnusta hans, leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir, fæddi var 14 merkur og 51 cm. Fjölnir heldur úti vefnum Hestafrettir.is.

Ég ætla að fæða í vatni

Fyrirsætan Amber Rose prýðir forsíðu tímaritsins XXL ásamt unnusta sínum Wiz Khalifa. Þau eiga von á sínu fyrsta barni saman en Amber var mjög veik fyrstu vikur meðgöngunnar.

Með rennisléttan maga eftir barnsburð

Söngkonan PInk, 33 ára, prýðir forsíðu heilsutímaritsins Shape þar sem hún sýnir rennisléttan magann klædd í nærföt og gegnsæjan bol.

Fyrir hvern er þessi að pósa?

Sænska glamúr fyrirsætan Victoria Silvstedt fór vægast sagt hamförum á ströndinni á dögunum þegar ljósmyndari rakst á hana er hún lá ein í sólbaði. Eins og sjá má pósaði Silvstedt eins og enginn væri morgundagurinn og sýndi kroppinn sem mest hún gat og lét því þessa óvæntu myndatöku ekki fara til spillis.

Tilviljun eða hvað?

New girl leikkonan Hannah Simone mætti sláandi lík raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian á rauða dregilinn í vikunni. Ekki mætti hún aðeins í svipuðum kjól og Kim sást í nýverið heldur var hún með nákvæmlega eins hárgreiðislu í þokkabót. Tilviljun eða hvað?

Sjá næstu 50 fréttir