Lífið

Lengsta barnanafn í Hollywood?

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikkonan Uma Thurman hefur loksins afhjúpað hvað litla þriggja mánaða stúlkan hennar heitir. Og nafnið er ekki af styttri gerðinni.

Rosalind Arusha Arkadina Altalune Florence Thurman-Busson heitir litla hnátan sem Uma eignaðist með kærasta sínum Arpad Busson þann 15. júlí. Er þetta hugsanlega lengsta nafn á stjörnubarni í Hollywood.

Uma á fyrir tvö börn, dótturina Mayu og soninn Levon, með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Ethan Hawke.

Uma og Arpad byrjuðu að deita árið 2007, hættu við trúlofun sína árið 2009 en byrjuðu aftur saman í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.