Fleiri fréttir

Hlustendaverðlaun FM957 í beinni á Vísi

Hlustendaverðlaun FM957 verða í beinni útsendingu á Vísi í kvöld. Hátíðin, sem verður haldin í Hörpu, hefst klukkan hálf níu í kvöld. Fjölmörg skemmtiatriði verða á boðstólnum, meðal annars mun Jón Jónsson stíga á svið auk þess sem Björn Bragi úr Týndu kynslóðinni mun verða kynnir.

Á toppnum í 15 löndum

Lagið Euphoria með Loreen hefur farið á toppinn í fimmtán löndum eftir sigurinn í Eurovision. Björk er á meðal áhrifavalda sænsku söngkonunnar. Sigurlag Eurovision-keppninnar, Euphoria með sænsku söngkonunni Loreen, hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Eftir að úrslitin urðu ljós rauk lagið í toppsæti vinsældarlista iTunes í fimmtán löndum, þar á meðal í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Grikklandi, Spáni og Eistlandi. Það að lagið skuli hafa náð toppnum í Bretlandi er nokkuð merkilegt því þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem Eurovision-lag nær þeim árangri. Þá fór hin ástralska Gina G í efsta sætið með hinu grípandi Ooh Aah... Just a Little Bit sem hún söng fyrir hönd Bretlands. "Ég vona að Euphoria verði í hjörtum fólks eins lengi og mögulegt er," sagði Loreen eftir að sigurinn í Eurovision var í höfn.

Bak við tjöldin með Magdalenu Dubik

Deriva Jewels is er fimm ára gamalt skartgripamerki frá Hollandi á hraðri uppleið. Hönnuðurinn Dana Smit ákvað að leita til Íslands fyrir næstkomandi auglýsaherferð sína og er óhætt að segja að hún valið gott fólk til verka...

Gallabuxur í dag - galakjóll í gær

Bandaríska leikkonan Jessica Alba, 31 árs, klæddist svörtum síðkjól frá Alexander McQueen á verðlaunahátíð Glamour Women. Leikkonan, sem var stórglæsileg með hárið tekið aftur, fór heim með viðurkenningu. Þá má sjá Jessicu klædda í gallabuxur með hatt á höfði á flugvellinum í Lundúnum daginn eftir hátíðina.

Borðar ekki rautt kjöt og veit ekki hvað hún skýtur

"Þetta er hluti af áramótaheitinu mínu, sem var að taka eins mörg próf og ég mögulega get á þessu ári,“ segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og verslunareigandi, sem fékk skotveiðileyfi á afmælisdaginn sinn þann 29. maí. María Birta einsetti sér að auka við þekkingu sína á árinu og hefur sannlega staðið við stóru orðin því hún hefur nú þegar klárað fallhlífarstökkspróf og hyggst ljúka kafaraprófi og mótorhjólaprófi í sumar og taka einkaflugmannspróf í haust auk þess sem hún hefur skráð sig á brimbrettanámskeið í júní. "Ég hef unnið í að byggja upp fyrirtækið mitt síðustu sex árin og fannst líf mitt orðið hálf einhæft og langaði að læra eitthvað nýtt,“ bætir hún við.

Fyrirgaf Harris

Glaumgosinn Hugh Hefner er tekinn aftur saman við fyrrum unnustu sína, Playboy kanínuna Crystal Harris. Líkt og frægt er orðið yfirgaf Harris hinn aldraða unnusta sinn síðasta sumar, aðeins viku fyrir fyrirhugað brúðkaup þeirra.

Fassbender vill framhald

Leikarinn Michael Fassbender vonast til að framhald verði gert á spennumyndinni Prometheus, sem var að hluta til tekin upp á Íslandi. Hann lagði sig allan fram við tökurnar. "Mér fannst mikil forréttindi að vera hluti af hópnum. Ég vildi ekki vera veikur hlekkur og vann því heimavinnuna mína eins vel og ég mögulega gat. Þegar ég mætti í vinnuna hafði ég upp á eitthvað að bjóða,“ sagði Fassbender við Digital Spy.

Sumarfagnaður í Turninum

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Inkasso flutti í ný húsakynni á 16. hæð í Turninum Smáratorgi og af því tilefni var viðskiptavinum og velunnurum boðið til sumarfagnaðar. Eins og sjá má var gleðin við völd. Inkasso.is

Hugguleg tónlistarhátíð á Rauðasandi í byrjun júlí

Rauðasandur Festival er tónlistarhátíð sem haldin verður í náttúruparadísinni á Rauðasandi í júlí. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin. „Við viljum hafa þetta rólega og huggulega hátíð þar sem fólk getur komið og skemmt sér og notið lífsins í fallegri náttúru,“ segir Björn Þór Björnsson, einn skipuleggjenda nýrrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Rauðasandi á Vestfjörðum 6.–8. júlí næstkomandi.

Bastard á svið í kvöld

Leikritið Bastard – fjölskyldusaga eftir Gísla Örn Garðarsson og bandaríska handritshöfundinn Richard Lagravenese verður sýnt í Borgarleikhúsinu á föstudags- og laugardagskvöld. Verkið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Vesturports, borgarleikhússins í Malmö og Teater Får302 í Kaupmannahöfn.

Dagur í lífi ritstjóra

Hann var afdrifaríkur dagurinn sem ritstjórinn Hrund Þórsdóttir deilir með Lífinu í dag.

Kílóamissir Beyonce

Enn eru uppi vangaveltur um hvort ólétta söngkonunnar Beyonce hafi verið raunveruleg eða hvort hún hafi fengið staðgöngumóður til að ganga með dóttur sína Blue Ivy.

Múgsefjun notar kirkjuorgel á nýrri plötu

Sala á nýrri plötu hljómsveitarinnar Múgsefjunar hefst á netinu í dag. Platan er svo væntanleg í verslanir 11. júní. Um er að ræða aðra plötu hljómsveitarinnar en sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út árið 2008.

Strigaskór úr roði

Skóframleiðandinn Rayfish Footwear framleiðir sérhannaða strigaskó úr roði gaddaskötu og kostar parið rúmar 235 þúsund krónur.

Vildi leika í Titanic

Fyrrum talsmaður leikarans Christians Bale, Harrison Cheung, hefur ritað bók um Bale sem nefnist Christian Bale: The Inside Story of the Darkest Batman og kom út á netinu í gær. Í bókinni kemur meðal annars fram að Leonardo DiCaprio hafi upphaflega átt að fara með hlutverk Patricks Bateman í American Psycho.

Rikka eldar í háloftunum

"Hugmyndin vakti áhuga minn frá upphafi sérstaklega þar sem ég er einstaklega hrifin af krefjandi og líflegum verkefnum sem þetta reynist svo sannarlega vera,“segir stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem hefur unnið að því undanfarið að hanna matseðilinn um borð í Wow air flugvélunum.

Teri Hatcher var einfari

Eva Longoria segir að Teri Hatcher, mótleikkona hennar í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, sé einfari. Áttunda og síðasta þáttaröðin lauk nýlega göngu sinni í Bandaríkjunum og Longoria tjáði sig um samskiptin við mótleikkonur sínar í viðtali við tímaritið OK! Aðspurð hvort hún hafi átt í deilum við Hatcher segir Longoria að hún hafi verið einfari og haldið sig út af fyrir sig. "Ég, Marcia [Cross] og Felicity [Huffman] vorum miklu nánari vegna þess að við erum stelpulegar og höfðum gaman af því að vera saman. Hún vildi ekki vera með okkur. Það voru engin leiðindi. Ég held bara að hún sé bara þannig persónuleiki.“

Áhorfendur fóru heim af maraþontónleikum Guns N' Roses

Margir aðdáendur Guns N‘ Roses þurftu að fara heim af tónleikum þeirra í Manchester áður en þeir sáu hljómsveitina svo mikið sem stíga á svið. Axl Rose og félagar eru þekktir fyrir óstundvísi sína og héldu þeir uppteknum hætti í M.E.N.-höllinni í Manchester á þriðjudagskvöld. Þrátt fyrir að hafa átt að hefja tónleikana tíu um kvöldið létu rokkararnir ekki sjá sig fyrr en korter yfir ellefu.

Flytja verk Messianen

Píanóleikararnir Anna Guðný Guðmundsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir leiða saman flygla sína á Listahátíð og flytja verkið Amen séð í hugsýnum eftir Olivier Messianen í fyrsta sinn á Íslandi. Í ár eru tuttugu ár liðin frá dauða hins framsækna franska tónskálds.

Mariah Carey með tvíburana

Söngkonan Mariah Carey var mynduð ásamt 13 mánaða gömlum tvíburunum sínum, Monroe og Moroccan í Capri á Ítalíu...

Gordon Ramsay straujaður niður

Sjónvarpskokkurinn kjaftfori Gordon Ramsay var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa tekið þátt í góðgerðaleik í fótbolta á leikvangi Manchester United, Old Trafford.

Fyrsta stikla úr Les Misérables lofar góðu

Fyrsta stiklan úr söngvamyndinni Les Misérables var sett á netið á þriðjudag og þykir lofa góðu um framhaldið. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í byrjun næsta árs.Söngleikurinn er byggður á skáldsögu franska rithöfundarins Victors Hugo og gerist í Frakklandi á tímum byltingarinnar. Undir stiklunni hljómar lagið I Dreamed A Dream og má sjá leikarana Hugh Jackman, Anne Hathaway, Russell Crowe, Amöndu Seyfried og Eddie Redmayne í hlutverkum sínum.

Óttast um feril Jeremy Renners

Fjölskylda og vinir leikarans Jeremys Renner hafa áhyggjur af því að ferill hans hljóti skaða af ofdrykkju hans. Renner á að hafa drukkið ótæpilega með máltíð á Chateau Marmont hótelinu í Los Angeles.

Kanye með áhyggjur af tengdó

Rapparinn Kanye West ku vera kominn í náðina hjá Kardashian-fjölskyldunni en hann hefur verið í sambandi með raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian í nokkra mánuði. Parið er ekki feimið við sviðsljósið en þau hertaka nú rauðu dreglana á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Meistaraverk frá Anderson

Kvikmyndin Moonrise Kingdom verður frumsýnd í Bíó Paradís annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Wes Anderson og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Moonrise Kingdom gerist árið 1965 og segir frá tólf ára gömlum strák sem verður ástfanginn af stúlku og saman ákveða þau að flýja saman út í óbyggðir eyjunnar sem þau búa á. Á meðan yfirvöld leita barnanna gerist aftakaveður sem fær hið litla samfélag til að fara á annan endann. Hasarleikarinn Bruce Willis fer með hlutverk lögreglustjórans Captain Sharp, Edward Norton leikur skátaforingjann Randy Ward og gæðaleikararnir Bill Murray og Frances McDormand leika forelda Suzy Bishop, stúlkunnar er strýkur með piltinum að heiman. Með önnur hlutverk fara Tilda Swinton, Jason Schwartzman og hin ungu og efnilegu Jared Gilman og Kara Hayward.

Leikur í nýjum íslenskum gamanþáttum

Fyndnasti maður Íslands, Daníel Geir Moritz, leikur í nýjum íslenskum gamanþáttum sem verða sýndir í haust. "Þetta er ferli sem er að fara af stað hjá ákveðnum grínhópi sem ég tilheyri ekki,“ segir hann en er annars þögull sem gröfin um þættina.

Opna Karrusel í Danmörku

Vinkonunum Sigríði Ellu Jónsdóttur, Hrafnhildi Guðrúnardóttur og Kristínu Kristjánsdóttur langaði að hrista upp verslunarflóru Kaupmannahafnar og opna verslunina Karrusel með íslenskri og erlendri hönnun í bland.

Japanir skera hár sitt þegar þeir hafa lent í sorg

"Japanir skera hár sitt þegar þeir hafa lent í sorg og ætli þetta hafi ekki verið svipað móment hjá mér, segir Harpa Einarsdóttir fatahönnuður í einlægu forsíðuviðtalið í Lífinu, fylgiblaði Fréttablaðsins á morgun...

Kjóllinn stal senunni

Leikkonan Diane Kruger, 35 ára, vakti mikla lukku á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi...

Drakk hráka úr Geir H. Haarde

Það er óhætt að segja að leikritið Pétur Gautur, sem var sýnt á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, hafi vakið mikla athygli. Leikstjóri verksins er Þorleifur Örn Arnarsson en honum til fulltingis var Símon Birgisson leikrýnandi Djöflaeyjunnar.

Viðurkennir veikleika sína

Leikkonan Gwyneth Paltrow, 39 ára, var mynduð ásamt dóttur sinni, Apple, á sunnudaginn var í London. Þá má sjá hana uppábúna á leiðinni á góðgerðarsamkomu í sömu viku....

Charlize orðin sérfræðingur í bleium

Leikkonan Charlize Theron segist vera orðin sérfróð um bleiuskipti eftir að hún eignaðist son sinn Jackson. "Ég elska bleiuskipti, ég lýg því ekki. Og ég er orðin svo góð í þeim að ég gæti gert það sofandi. Ég hef þurft að kaupa bleiur í ólíkum löndum, því Jackson er á kynningarferðalagi með mér, og nú kann ég að skipta á japönskum bleium, spænskum, enskum og þýskum bleium. Bleiur eru svolítið ólíkar á milli landa og ég er orðin sérfróð um þær allar,“ sagði leikkonan um hið nýja hlutverk sitt sem móðir.

Silkimjúkt og sefandi

Asonat er samstarfsverkefni tveggja vel þekktra íslenskra raftónlistarmanna, Jónasar Þórs Guðmundssonar og Fannars Ásgrímssonar. Jónas hefur mest notast við aukasjálfið Ruxpin, en Fannar er annar helmingur dúósins Plastic Joy. Ruxpin hefur gefið út nokkrar fínar plötur bæði hjá hérlendum og erlendum plötufyrirtækjum, síðast kom Where Do We Float From Here? sem bandaríska útgáfan n5MD gaf út árið 2009. n5MD gefur líka út tónlist Asonat.

Jolie berst gegn kynferðislegu ofbeldi

Leikkonan Angelina Jolie var brosmild þegar hún ar viðstödd sýningu kvikmyndarinnar In the Land of Blood and Honey í London en hún leikstýrði myndinni...

Stigu óvænt á svið með Bombay Bicycle Club

Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúbadorar, eru nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Stúlkurnar ferðuðust á eigin vegum til tíu landa og komu meðal annars óvænt fram með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club í Amsterdam.

Manúela mætir í Kolaportið

Tískuáhugamanneskjan, bloggarinn og annar eigandi fatamerkisins Malla Johansen, Manúela Ósk Harðardóttir stefnir að því að eyða næstkomandi sunnudegi í Kolaportinu. Þar ætlar hún að selja skó, töskur, fatnað og barnaföt.

Keppti í sænskum þætti

Dansarinn Linda Ósk Valdimarsdóttir var stödd í Svíþjóð fyrir helgi þar sem hún var við upptökur á sænska sjónvarpsþættinum Rampljuset. Þættirnir njóta mikilla vinsælda meðal sænskra ungmenna og hafa töluvert áhorf.

Frumsýnir frumburðinn

Söngkonan Jessica Simpson, 31 árs frumsýnir Maxwell dóttur sína og unnustans Eric Johnson, á forsíðu People tímaritsins...

Victoria: Ég er ekki óhamingjusöm

Victoria Beckham, 38 ára, heldur því fram í forsíðuviðtali í þýska tímaritinu Interview að hún er alls ekki óhamingjusöm þrátt fyrir að líta út fyrir að vera frekar döpur þegar hún er mynduð hér og þar um heiminn...

Vildi ekki flytja til Los Angeles

Sænska leikkonan Noomi Rapace veitti New York Times Magazine viðtal fyrir stuttu og ræðir meðal annars samband sitt og fyrrum eiginmanns síns, æskuárin á Íslandi og flutningana til Los Angeles.

Of þreytt fyrir Tókýó

Lana Del Rey hætti við að halda tónleika í Tókýó í Japan vegna ofþreytu. Bandaríska söngkonan ætlaði að stíga á svið í Tókýó fyrr á árinu en frestaði tónleikunum þar til í maí. Núna þurfti hún aftur að biðja aðdáendur sína í Japan afsökunar.

Glæsileiki á galakvöldi

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá þá kjóla sem vöktu hvað mesta athygli á góðgerðarsamkomu í Cannes um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir