Fleiri fréttir

Íþróttahetjur leiða saman hesta sína í Total Football

„Það er allavega vitað mál að það verður fjör á næstu árshátíð,“ segir Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður, sem hefur stofnað umboðsskrifstofuna Total Football ásamt fótboltahetjunum Arnóri Guðjohnsen og Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum.

Cameron lögsóttur

Bryant Moore er handritshöfundur sem sérhæfir sig í vísindaskáldskap. Moore hlýtur að vera ákaflega hugrakkur því hann hefur höfðað mál á hendur James Cameron og 20th Century Fox fyrir kvikmyndina Avatar. Eins og búast mátti við fer Moore ekki fram á neinar smáupphæðir heldur tvo og hálfan milljarð, í dollurum talið.

Ný lög á nýju ári

Árinu er að ljúka og Páll Óskar Hjálmtýsson, poppstjarna Íslands, er að klára að bóka það næsta. Árið hjá Páli Óskari endar eins og 2007 og 2008 reyndar líka: með roksölu á nýjustu plötunni og sinaskeiðabólgu eftir þúsundir eiginhandaráritana. Í þetta skipti er það tónleikaplatan Páll Óskar og Sinfó sem er rifin út úr verslunum.

Ögrandi ólétt

Söngkonan Beyonce Knowles, 30 ára, prýðir forsíðu tímaritsins Jones eins og sjá má í myndasafni. Eins og sjá má er forsíðan ögrandi...

Óður til kynlífs og hvöt gegn klámi

Sigríður Jónsdóttir, bóndi og kennari á Suðurlandi, sendi frá sér sína aðra ljóðabók í haust. Kanill er hispurslaust kver um holdsins lystisemdir.

Stílhreint, rökrétt, glæsilegt

Metnaðarfullur þverskurður á verkum Kjartans Ólafssonar. Glæsileg tónlist sem lætur vel í eyrum, þrátt fyrir framandi yfirbragð.

Farðu úr úlpunni!

Breska hasarhetjan Jason Statham getur látið til sín taka þegar sá gállinn er á honum. Í myndinni Blitz er hann hins vegar á sjálfstýringu og gefur lítið af sér. Hann klæðist úlpu stóran hluta myndarinnar og ég fékk það á tilfinninguna að það væri ekki ákvörðun búningadeildarinnar heldur bara það að Statham hefði mætt á tökustað og hreinlega ekki nennt að fara úr úlpunni.

Umbrot í máli og myndum

Ljósmyndabókin Ísland á umbrotatímum eftir Björn Erlingsson kom út á dögunum. Þar lýsir höfundurinn í máli og myndum þeim hræringum sem orðið hafa í íslensku samfélagi á liðnum misserum.

Minna er meira

Söngurinn er vissulega fagmannlegur og glæsilegur. Túlkunin er heildstæð og fókuseruð. Og það er rétta stemningin í söngnum. Vandamálið er annað. Það eru útsetningarnar. Þær stílast á Karl Olgeirsson, og í minna mæli á Harald Vigni Sveinbjörnsson.

Brjálaðist á tónleikum

Kanye West sá til þess að tónleikagestur, sem henti litlum auglýsingaspjöldum upp á svið á tónleikum hans og Jay-Z var rekinn út úr húsinu. Gesturinn var í hópi með fleira fólki og fyrst hótaði West fokillur að fleygja öllum hópnum út úr húsinu. Eftir að hafa beðið hinn seka um að gefa sig fram gerði hann það á endanum og fékk reisupassann að launum. „Ef enginn réttir upp hendi og játar þetta á sig verður allur þessi hópur að yfirgefa salinn,“ kallaði West. Eftir uppákomuna héldu tónleikarnir áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Jólaförðunin: Glæsileiki & jólagleði

Jólaboð eru fram undan hjá mörgum og gaman getur verið að klæðast sínu fínasta pússi og setja svolítinn lit á kinnarnar. Björg Alfreðsdóttir hjá MAC sýnir fallega jólaförðun sem allir ættu að geta leikið eftir áður en haldið er á jólaball.

Efast um sjálfan sig

Þrátt fyrir að vera sá leikari sem halar inn mestum tekjum í kvikmyndahúsum heimsins efast Daniel Radcliffe enn um hæfileika sína sem leikari.

Mömmurnar í forsetastúkunni

Mæður Mugisons og hljómsveitarfélaga hans verða í forsetastúkunni á ókeypis tónleikum þeirra í Hörpunni í kvöld.

Tónlist Miri í verðlaunastuttmynd frá Hong Kong

Hljómsveitin Miri á tónlistina í nýrri stuttmynd frá Hong Kong. Miri-menn áttu ekki von á að myndin yrði þekkt, en hún hlaut stærstu verðlaun á alþjóðlegri stuttmyndahátíð á dögunum.

Botnleðja sneri aftur á frábærum tónleikum

Hinir árlegu X-mas tónleikar útvarpsrásarinnar X-ins voru haldnir í minningu Hermanns Fannars Valgarðssonar í Kaplakrika á þriðjudagskvöld. Húsið var fullt, andrúmsloftið rafmagnað og þakið ætlaði að rifna af íþróttahöllinni þegar leynigestir kvöldsins, Botnleðja, stigu á svið.

Íslenskt á topp fimm

Hljómsveitirnar Of Monsters and Men og Apparat Organ Quartet eru á lista National Public Radio í Bandaríkjunum, NPR.org, yfir þá fimm flytjendur ársins 2011 sem fólk má ekki missa af.

Elín Ey með Bubba á Hraunið

Trúbadorinn Elín Ey verður í föruneyti Bubba Morthens á Litla-Hraun þegar árlegir tónleikar Bubba fara þar fram á aðfangadag. Meðal annarra sem fara með Bubba eru hljómsveit hans Sólskuggarnir og uppistandarinn Ari Eldjárn.

Fínn frumburður

Hljómsveitin Úlfur úlfur var stofnuð fyrr á árinu upp úr rústum Bróður Svartúlfs sem vann Músíktilraunir 2009.

Íslenskt viðtal slær í gegn

Viðtal Erlings Grétars Einarssonar við Ridley Scott hefur farið eins og eldur í sinu um kvikmyndaheiminn eftir að það birtist á kvikmyndavefsíðu hans, filmophilia.com. Erlingur var meðal blaðamanna á blaðamannafundi Scotts á 101 Hótel skömmu áður en tökur á geimverumyndinni Prometheus hófust hér á landi. Vefsíðurnar Empireonline.com og contactmusic.com eru meðal þeirra sem hafa vitnað í viðtal Erlings, sem sjálfur er forfallinn Alien-aðdáandi.

Langar þig í nýju Pallaplötuna?

Páll Óskar og Sinfó er örugglega stærsta verkefni sem poppkóngurinn Páll Óskar hefur tekið þátt í. Útgáfan er gríðarlega vegleg og pældu í að þú gætir eignast hana án þess að borga krónu fyrir.

Silkimjúkur sólóferill

Bandaríski rapparinn og leikarinn Common hefur gefið út sína níundu hljóðversplötu. Endurminningar hans eru einnig nýkomnar út þar sem hann skrifar um sambandið við móður sína.

Fjórða Mission: Impossible myndin frumsýnd

Tom Cruise brosti breitt ásamt eiginkonu sinni Katie Holmes er hann var viðstaddur frumsýningu fjórðu Mission: Impossible myndarinnar í New York. Myndin ber heitið Mission: Impossible – Ghost Protocol og er Cruise áfram í aðalhlutverki en honum við hlið eru ný andlit á borð við Jeremy Renner, Simon Pegg og hinn sænska Michael Nyqvist, sem tók sig vel út á rauða dreglinum.

Reznor aftur tilnefndur til Golden Globe

Trent Reznor, sem er þekktastur fyrir hljómsveit sína Nine Inch Nails, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Girl with the Dragon Tattoo, eftir David Fincher.

Myndar Frost og kínverska ólympíufara

Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu með Ólympíulandsliði Kína um jólin. Hann er sömuleiðs önnum kafinn við upptökur á spennumyndinni Frost.

Ameríka gegn Svíþjóð

Kvikmyndin The Girl with the Dragon Tattoo verður loks frumsýnd um helgina. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda byggð á einni bestu spennusögu seinni tíma.

Seld á 100 milljónir

Óskarsverðlaunastyttan sem leikstjórinn Orson Welles fékk fyrir handrit kvikmyndarinnar Citizen Kane var seld á uppboði í Kaliforníu fyrir rúmar eitt hundrað milljónir króna. Citizien Kane kom út árið 1941 og hefur löngum verið talin ein besta mynd sögunnar.

Lausir við timburmennina

Framleiðendur Hangover 2 losnuðu í vikunni við tvær málsóknir sem höfðu verið í gangi. Handritshöfundurinn Michael Alan Rubin höfðaði mál á hendur höfundum myndarinnar fyrir að hafa stolið söguþræði myndarinnar úr sjálfsævisögu sinni, Mickey and Kirin. Rubin hætti sjálfviljugur við málsóknina.

U2 var tekjuhæst

Tónleikaferð U2 um heiminn, 360° var sú tekjuhæsta á árinu samkvæmt tímaritinu Billboard. Hljómsveitin spilaði á 44 tónleikum fyrir næstum þrjár milljónir áhorfenda og námu tekjurnar um 35 milljörðum króna.

Blóðugt myndband Diktu

Hljómsveitin Dikta vinnur nú að gerð myndbands við lagið Cycles. Helgi Jóhannsson leikstýrir myndbandinu, sem er ansi blóðugt, bardagakapparnir Sigurjón Viðar Svavarsson og Bjarni Kristjánsson úr Mjölni sjá um að lemja leikarana Alexander Briem og Kjartan Darra Kristjánsson.

Botnleðja með "comback" - myndband

Styrktartónleikar voru haldnir í Kaplakrika í gærkvöldi til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson, sem lést í síðasta mánuði langt fyrir aldur fram. Öll helstu bönd landsins komu fram á tónleikunum sem voru rúmir 6 tímar að lengd.

Næs stemning á Nasa

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var næs stemning á tónleikum Record Records á Nasa...

Paparassar pirra ekki Pippu

Pippa Middleton, 27 ára, litla systir hertogaynjunnar af Cambride var mynduð í miðborg Lundúna á leið sinni heim úr vinnunni...

Sátt við sitt

Leikkonan Charlize Theron nýtur þess að vera laus og liðug. Hún batt enda á samband sitt við Stuart Townsend í janúar árið 2010. "Ég hef ekki verið á lausu frá því ég var nítján ára gömul. Ég var í tveimur langtíma samböndum, annað entist í þrjú ár og hitt í tíu ár. Þegar ég tala um sambandsslit mitt og Stuarts er ég ekki á höttunum eftir vorkunn. Mér finnst þetta góð upplifun og ég nýt hennar,“ sagði leikkonan, sem er nú upptekin við að kynna nýjustu kvikmynd sína, gamanmyndina Young Adult.

Vill ekki sjá gömlu fötin

Hollywood-útgáfa Karla sem hata konur er frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag. Aðalleikkonan Rooney Mara hefur breyst mikið eftir að hún fékk hlutverkið.

Vel lukkað samstarf

Ben Frost og Daníel Bjarnason rugla saman reytum í áhrifaríku verki. Á heildina litið er það sérstakt og áhrifaríkt og ætti allt áhugafólk um framsækna tónlist að gefa því gaum.

Brasilískur trommari nýtt andlit Chanel

Fyrirsætan og trommarinn Alice Dellal er nýtt andlit Chanel-tískuhússins. Það er sjálfur Karl Lagerfeld sem stendur bak við linsuna í auglýsingaherferðinni sem sýnir nýja töskulínu Chanel. Í tilkynningu frá tískumerkinu segir eftirfarandi: „Lagerfeld hitti Alice Dellal fyrst í myndatöku fyrir nokkrum mánuðum og hreifst strax af einstakri og heillandi framkomu fyrirsætunnar og tónlistarkonunnar.“

Var hjá tannlækni

Kvikmynd Angelinu Jolie, In the Land of Blood and Honey, er tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna sem besta erlenda myndin. Þetta er fyrsta myndin sem Jolie leikstýrir og hún viðurkennir að hafa alls ekki átt von á þessu.

Nýtt vefrit um sviðslistir hefur göngu sína

„Við finnum fyrir miklum áhuga á þessu,“ segir Leifur Þór Þorvaldsson, meðlimur ritstjórnar nýs vefrits, Reykvélarinnar, sem hóf göngu sína á dögunum, en það er helgað umræðu um íslenska sviðslist.

Ólöf Arnalds og Skúli á sólstöðutónleikum

Ólöf Arnalds heldur sína aðra sólstöðutónleika á árinu á Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal í kvöld ásamt Skúla Sverrissyni. Ólöf hélt vel heppnaða sumarsólstöðutónleika í Grasagarðinum í júní og snýr nú aftur til leiks á vetrarsólstöðum.

Sjá næstu 50 fréttir