Fleiri fréttir

Dikta vonast eftir fyrirgefningu

„Við vonum að kirkjunnar menn fyrirgefi okkur þetta. Þetta er hús fyrirgefningarinnar,“ segir Skúli Z. Gestsson, bassaleikari Diktu.

Robert De Niro á harðahlaupum

Leikarinn Robert De Niro hljóp eins og fætur toguðu þegar hann yfirgaf byggingu á Manhattan ásamt ónefndum manni eins og sjá má í myndaalbúmi. Ástæðan var fjöldi ljósmyndara sem biðu leikarans fyrir utan...

Yrsa skellir Arnaldi aftur

Yrsa Sigurðardóttir trónir á toppi metsölulista bókaútgefenda aðra vikuna í röð með bók sína, Brakið. Þetta er í þriðja sinn í þessu jólabókaflóði sem Yrsa kemst í toppinn.

Hörkukelerí Barrymore fyrir brottför

Leikkonan Drew Barrymore, 36 ára, og unnusti hennar, Will Kopelman, keluðu á LAX flugvellinum rétt fyrir brottför eins og sjá má á myndunum...

Árni kafar ofan í tónlist frá tíunda áratugnum

„Það er ekkert svakalegt úrval af töff tónlist frá þessum tíma,“ segir Árni Sveinsson, kvikmyndagerðamaður og plötusnúður, en segja má að hann sé á kafi í tónlist frá tíunda áratugnum þessa dagana.

Konur Steinunnar sækja alltaf í gröfina

Tvær bækur eftir Guðna Elísson prófessor komu nýverið út á vegum Háskólaútgáfunnar. Aðra þeirra, greinasafnið Hef ég verið hér áður, vann Guðni með eiginkonu sinni, Öldu Björk Valdimarsdóttur. Hún fjallar um höfundarverk Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar. Hin bókin er samansafn greina sem taka á samtímanum út frá ólíklegustu hliðum.

George og gellan í Mexíkó

Leikarinn George Clooney, 50 ára, og unnusta hans Stacy Keibler, 32 ára, nutu lífsins í Cabo San Lucas í Mexíkó í gærdag...

Vill ekki mynd um síðustu daga Ledgers

Leikkonunni Michelle Williams, ekkju Heaths Ledger, hryllir við áformum um kvikmynd sem mun byggja á síðustu dögum leikarans, sem lést fyrir aldur fram árið 2008. Ledger tók of stóran skammt af eiturlyfjum fyrir slysni, en dauði hans og aðdragandi hlutu gríðarlega mikla athygli fjölmiðla fyrir þremur árum.

Gefur plötu á netinu

Rapparinn Emmsjé Gauti hefur ákveðið að gefa aðdáendum sínum níu laga plötu á netinu sem heitir Í freyðibaði með Emmsjé Gauta.

Dansari sýnir leðurgrímur

Gunnlaugur Egilsson, dansari og danshöfundur, opnar sýningu á leðurgrímum sem hann hefur hannað í skartgripasmiðjunni Hringu á Laugavegi í kvöld.

Fluttur á sjúkrahús

Leikarinn Gerard Butler var fluttur á sjúkrahús um síðustu helgi eftir að áhættuatriði fyrir myndina Of Men and Mavericks fór úrskeiðis. Butler var að leika í brimbrettaatriði á norðurströnd Kaliforníu þegar hann lenti í stórri öldu sem setti hann á bólakaf. „Butler var í kafi þegar tvær öldur gengu yfir og fékk svo fjórar til fimm í viðbótar í höfuðið,“ sagði brimbrettakappinn Frank Quirarte á ESPS-bloggsíðu sinni. Butler er búinn að jafna sig eftir atvikið og hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu.

Vill ögrandi hlutverk

Leikkonan Scarlett Johansson vill ögra sér sem leikkonu og segja skilið við hlutverk hinnar viðkvæmu, kynþokkafullu konu.

Nicki Minaj með lag ársins

Gagnrýnendur hjá bandaríska tónlistartímaritinu Billboard hafa valið bestu lög ársins 2011. Fáum kemur það vafalítið á óvart að breska söngkonan Adele er þar ofarlega á blaði.

Eigur Jacksons til sölu

Eigur úr dánarbúi Michaels Jackson voru boðnar upp um liðna helgi og fyrir 540 hluti fengust nærri 200 milljónir króna. Meðal þess sem boðið var upp var spegill með handskrifuðum miða áföstum, en á miðann hafði poppgoðið skrifað nokkur orð um tónleikaröðina sem hann hafði fyrirhugaða.

Anna Mjöll lofuð í hástert

Blaðamaður LA Weekly skrifar grein um söngkonuna Önnu Mjöll Ólafsdóttur í tilefni jólatónleika hennar á klúbbnum Vibrato í Los Angeles næstkomandi fimmtudagskvöld. Þar hefur hún sungið undanfarin ár við góðar undirtektir.

Líf og fjör á Popup

Fjöldi íslenskra hönnuða hreiðraði um sig í Hörpu um helgina og greinilegt að mikill áhugi er á innlendri hönnun hjá landsmönnum.

Hó, hó, hó - hver er bak við hattinn?

Leikkonan Jennifer Aniston, 42 ára, og unnusti hennar leikarinn Justin Theroux, 40 ára, földu sig bak við hatta og sólgleraugu eins og sjá má á myndunum...

Playstation Vita vinsæl en þó gölluð

Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir leikjatölvunnar Playstation Vita hafa notendur hennar lýst yfir vonbrigðum með snertiskjá tölvunnar. Playstation Vita fór í sölu um helgina og er hefur nú þegar selst í rúmlega 300.000 eintökum.

Kidman kaupir jólagjafir

Leikkonan Nicole Kidman, 44 ára, eiginmaður hennar Keith Urban, voru mynduð versla ásamt dóttur þeirra, Sunday Rose í New York...

Það geta allir lært töfrabrögð

Einar Mikael töframaður heillaði yngri kynslóðina upp úr skónum á töfrasýningu um helgina. Ágóðinn af sýningunni rann til góðs málefnis.

Vill Craig í fimm myndir til viðbótar

Framleiðandi James Bond-myndanna, Michael G. Wilson, vill að Daniel Craig leiki njósnarann 007 í fimm myndum til viðbótar. Craig hefur þegar samþykkt að leika í þriðju Bond-myndinni, Skyfall. "Daniel hefur verið frábær Bond. Hann er mjög góður leikari og er virkilega góður náungi. Aðdáendur elska hann og ég held að það sé ekki til betri maður til að leika hann,“ sagði hann við The People. Ef Craig leikur Bond í átta myndum tekur hann fram úr Roger Moore sem hefur leikið hann oftast, eða sjö sinnum.

Hudson heldur áfram að hrynja

Söngkonan Jennifer Hudson, 30 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum á VH1 dívu-tónleikum klædd í Francesco Scognamiglio kjól...

Fyrsta sýnishornið úr Svartur á leik

Vísir frumsýnir hér fyrsta sýnishornið úr glæpatryllinum Svartur á leik. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Stefán Mána. Sagan gerist í lok síðustu aldar og segir af Stebba psycho sem óvænt flækist inn í innstu myrkur undirheima Reykjavíkur.

Vel tekið í hugmyndir um risatónleika á Klambratúni

Umhverfis-og samgönguráð Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í síðustu viku að fresta afgreiðslu á erindi Kára Sturlusonar tónleikahaldara. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá vill Kári halda veglega tónleikaveislu á Klambratúni næsta sumar.

Wahlberg hrósar Baltasar

Contraband, Hollywood-mynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd í næsta mánuði. Aðalleikarinn Mark Wahlberg hrósar leikstjóranum fyrir vinnu sína.

Súrefni snýr aftur á X-mas

Hljómsveitin Súrefni snýr aftur eftir tíu ára hlé og spilar á jólatónleikunum X-mas í Kaplakrika.

Steypa á DVD

Steypa, heimildarmynd um íslenska samtímalist eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Markús Þór Andrésson, er komin út á mynddisk.

Trúlofunarpartý Britney Spears

Meðfylgjandi má sjá myndir úr trúlofunarpartý Britney Spears, 30 ára, og unnusta hennar og umboðsmanni til margra ára, Jason Trawick, í Planet Hollywood spilavíti í Las Vegas um helgina...

Nöfnin eru ekkert Baggalútsbull

Baggalútur hefur gefið út 2. hefti Vísdómsrita sinna, sem fjallar um jólasveinana sem komust ekki í úrslit hjá Jóhannesi úr Kötlum.

Kebab Diskó á Faktorý

Lúðraþytsbandið Orphic Oxtra heldur stórtónleika á Faktorý við Smiðjustíg á miðvikudagskvöld, í tilefni af útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar, Kebab Diskó, sem kom út hjá Record Records í október. Orphic Oxtra leikur "óhreinræktaða skringi-balkan-tónlist“ og mun byrja að þeyta lúðra í hliðarsal Faktorý á slaginu 23. Sveitin lofar mannmergð á sviðinu, mjög náinni dansstund, svita og jafnvel tárum. Aðgangur er ókeypis.

Snjókorn falla

Krúttleg mynd sem gefur yl í kroppinn eftir langan dag á Laugaveginum.

Þær best klæddu árið 2011

Árið er senn á enda og nú keppast fjölmiðlar um að gera það upp á ýmsa vegu. Tískublöð á borð við Vogue, Vanity Fair og Glamour hafa þannig birt lista yfir best klæddu konur, og systur, ársins 2011. Listarnir eru nokkuð ólíkir og á lista Vanity Fair má sjá nöfn ýmissa framakvenna á meðan söng- og leikkonur verma efstu sæti lista Glamour. Föstudagur bar saman konurnar á þessum listum.

Fagmennskan í fyrirrúmi

Gullvagninn er sérstaklega glæsilegur safnpakki. Einn af þeim flottustu sem hafa komið út hér á landi. Bo vandar til verka eins og fyrri daginn.

Vill flytja upp í sveit

Adele hefur í hyggju að yfirgefa Lundúnaborg til að vernda röddina sína. Söngkonan gekkst undir aðgerð á raddböndum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og þurfti að fresta mörgum tónleikum sem höfðu verið fyrirhugaðir. Töluverð mengun er í London sem fer illa með raddböndin og samkvæmt heimildarmanni ætlar hún að flytja upp í sveit.

Með breskum rokkara

Scarlett Johansson er komin með nýjan kærasta upp á arminn en sá heppni er gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Tribes, Dan White. Þau kynntust þegar leikkonan var stödd í London við tökur á myndinni Under the Skin og hafa verið að hittast í nokkrar vikur.

Boðið að sýna á New York Fashion Week

"Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampakát með viðbrögðin. "Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum.“

Berbrjósta í myndbandi

Berbrjósta stúlkur verða áberandi í nýju myndbandi Coldplay við lagið Charlie Brown. Hljómsveitin auglýsti eftir stúlkum á aldrinum 18 til 35 ára til að koma fram í myndbandinu og fengu þær aukapening fyrir að fara úr að ofan. „Viðbrögðin voru rosalega mikil. Það var alveg búist við því, enda er þetta Coldplay,“ sagði heimildarmaður The Sun. Tökurnar fóru fram í vöruhúsi og stóðu yfir í þrjá daga. „Það var dálítið kalt þar sem þetta var tekið upp en það var vel hugsað um alla,“ sagði heimildarmaðurinn en tökurnar stóðu yfir frá níu um morguninn til miðnættis.

Beach Boys snúa aftur

Bandaríska hljómsveitin The Beach Boys ætlar að koma saman á næsta ári í tilefni fimmtíu ára afmælis síns. Tónleikaferð um heiminn er fyrirhuguð auk þess sem ný plata verður tekin upp.

Auðvelda útrás hönnunar

"Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváðum svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust,“ segir Tinna Pétursdóttir ein af eigendum fyrirtækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönnuði.

Sjá næstu 50 fréttir